Ekki öruggasta leiðin en vonandi ekki alveg í hina áttina heldur Sindri Sverrisson skrifar 27. ágúst 2020 11:30 Æfa má júdó með hefðbundnum hætti en iðkendum er uppálagt að fylgja ýmsum sóttvarnareglum utan dýnunnar. VÍSIR/GETTY Sérstakar sóttvarnareglur hafa verið samþykktar fyrir á þriðja tug sérsambanda Íþrótta- og ólympíusambands Íslands, svo að hægt sé að iðka íþróttirnar þrátt fyrir þær almennu takmarkanir sem gilda í yfirstandandi samkomubanni. Eins og flestum ætti að vera kunnugt eru í gildi tveggja metra nálægðartakmarkanir og fjöldatakmarkanir upp á 100 fullorðna, vegna kórónuveirufaraldursins. Snertingar eru hins vegar leyfðar á milli íþróttafólks, bæði á æfingum og í keppni, en þátttakendum er þó uppálagt að fylgja ýmsum reglum til að draga úr smithættu. Guðrún Aspelund, yfirlæknir á sóttvarnasviði hjá embætti landlæknis, og Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá ríkislögreglustjóra, hafa unnið með ÍSÍ að því að útfæra reglur og aðlaga að hverri grein fyrir sig. Það er í höndum hvers sérsambands að leggja fram sínar reglur sem Guðrún hefur svo umsjón með að ákveða hvort standist viðmið sem sóttvarnasvið hefur sett. Allar umsóknir á endanum samþykktar „Þau sambönd sem sent hafa inn tillögur að reglum fyrir sig hafa fengið þær samþykktar. Þær hafa allar verið lesnar yfir og þá stundum verið gerðar tillögur að breytingum eða viðbótum, en það hefur ekki þurft að hafna neinum,“ segir Guðrún við Vísi, en í vikunni höfðu 24 sérsambönd ÍSÍ fengið sóttvarnareglur sínar samþykktar. Sótthreinsa ber bolta í hvert sinn sem hann fer út af í fótboltaleikjum, samkvæmt sóttvarnareglum KSÍ.VÍSIR/VILHELM Reglurnar eru svipaðar á milli greina. Mest áhersla er lögð á einstaklingsbundnar smitvarnir og íþróttafólk er beðið um að forðast fjölmenna staði. Þátttakendum er gert að virða tveggja metra reglu eins og hægt er. Þeir eiga helst ekki að nota búningsklefa heldur mæta klæddir til æfinga, halda tveggja metra fjarlægð í rútuferðum í keppni og á varamannabekkjum, ekki fagna mörkum í boltaíþróttum með snertingu, og svo framvegis. Meiri áhætta ef menn mæta saman í litlum bíl og deila brúsa Þessar reglur koma eflaust mörgum spánskt fyrir sjónir, sérstaklega í íþróttum þar sem mikið er um snertingu á meðan á keppni eða æfingu stendur. Má segja að þær séu óþarfi? „Nei, það tel ég ekki. Því meiri nánd, í lengri tíma og með fleira fólki, þeim mun meiri er áhættan. Það er þar af leiðandi þeim mun betra sem okkur tekst að draga úr þessu. Við erum að reyna að fara einhverja skynsamlega leið þannig að það sé hægt að halda uppi lífi og starfi í samfélaginu,“ segir Guðrún. Handboltatímabilið hefst af fullum þunga 10. september þegar Íslandsmótið hefst.VÍSIR/BÁRA „Ef að menn koma saman í leiki í litlum bíl, eru náið saman í búningsklefanum, labba út á völl hönd í hönd, drekka úr sömu vatnsflöskunni og svo framvegis, þá er í því fólgin meiri áhætta en að sleppa því. Auðvitað er fólgin áhætta í því að þó að menn geri þetta fari þeir svo út á keppnisgólf og glími, svo við erum ekki að fara allra öruggustu leiðina, en vonandi erum við ekki að fara alveg í hina áttina heldur,“ segir Guðrún og bætir við: „Við erum að minnka nándina, minnka tímann sem fólk er í nánd, minnka snertingar, og draga úr aðstæðum þar sem er áhætta á smiti, en um leið ekki að skrúfa algjörlega fyrir að hægt sé að iðka íþróttir.“ Ekki gert upp á milli íþróttagreina Ekki er ljóst hver smithættan er við keppni í mismunandi íþróttagreinum og heilbrigðisyfirvöld fóru þá leið að leyfa allar íþróttir: „Maður getur alveg ímyndað sér að áhættan sé mismunandi eftir því hvort um er að ræða hjólreiðar og boccia eða handbolta og fótbolta. Við vitum að staðirnir sem við höfum mestar áhyggjur af eru þegar fjöldi fólks kemur saman innanhúss í einhvern tíma. En við höfum ekki svo nákvæmar áhættugreiningar að við gætum farið að draga einhvern mörk hvað þetta varðar, svo það var ákveðið að leyfa allar íþróttir svo lengi sem þær framfylgja ákveðnum reglum. Handboltinn setti til að mynda fram mjög góðar og vel unnar tillögur sem farið var yfir og því var talið ásættanlegt að leyfa þetta,“ segir Guðrún. Íþróttir Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Fótbolti Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Fótbolti Settu upp sýningu og sjö evrópsk lið komin á HM Fótbolti Tvö Grindavíkurmörk eftir að þeir misstu mann útaf Íslenski boltinn Garnett tryggði Boston sigur - Ótrúleg tilþrif Kobe (myndband) Körfubolti Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti F1: Campos þakklátur fyrir valið Formúla 1 Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Fótbolti Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Handbolti Martin stigahæstur á leið í undanúrslit Körfubolti Fleiri fréttir Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Settu upp sýningu og sjö evrópsk lið komin á HM Martin stigahæstur á leið í undanúrslit Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Frá Klaksvík á Krókinn Sveinar Guðjóns Vals aftur á sigurbraut Jón Þór hársbreidd frá HM-gulli Sesko úr leik fram í desember Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Ramsey rekinn í sturtu eftir hnefahögg: „Hann hrækti á mig“ Kane náði Pele og var líka yfirlýsingaglaður eftir leik Jake Paul mætir Joshua og biður Breta afsökunar fyrir fram Þrír úrslitaleikir um HM-sæti næstu tvö kvöld Spænsku stelpurnar mæta þeim ensku á Wembley en ekki þær íslensku Stelpurnar okkar skelltu sér í sjóinn Liðsfélagi Fanneyjar máluð öll í gulli Matthildur Lilja kölluð inn í HM hópinn Fá jafnstóran klefa og karlarnir í Barcelona Hótað tíu leikja banni fyrir færslu á samfélagsmiðlum Sakaði mótherjana um að nota vúdú Meistarinn fékk kalda kveðju: Þú ert það leiðinlegasta við þessa íþrótt Fauk í Draymond Green: „Hann hélt bara áfram að kalla mig konu“ Liðsfélagi Glódísar Perlu hættir í landsliðinu Liverpool-stjarnan grét í leikslok „Ég er bestur í heimi og ég get loksins sagt það“ Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans HM-hátíð á Ráðhústorginu í Osló í dag Goðsögnin verðlaunuð með hreindýri frá jólasveininum Fór úr axlarlið en náði silfri á NM tveimur vikum síðar Sjá meira
Sérstakar sóttvarnareglur hafa verið samþykktar fyrir á þriðja tug sérsambanda Íþrótta- og ólympíusambands Íslands, svo að hægt sé að iðka íþróttirnar þrátt fyrir þær almennu takmarkanir sem gilda í yfirstandandi samkomubanni. Eins og flestum ætti að vera kunnugt eru í gildi tveggja metra nálægðartakmarkanir og fjöldatakmarkanir upp á 100 fullorðna, vegna kórónuveirufaraldursins. Snertingar eru hins vegar leyfðar á milli íþróttafólks, bæði á æfingum og í keppni, en þátttakendum er þó uppálagt að fylgja ýmsum reglum til að draga úr smithættu. Guðrún Aspelund, yfirlæknir á sóttvarnasviði hjá embætti landlæknis, og Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá ríkislögreglustjóra, hafa unnið með ÍSÍ að því að útfæra reglur og aðlaga að hverri grein fyrir sig. Það er í höndum hvers sérsambands að leggja fram sínar reglur sem Guðrún hefur svo umsjón með að ákveða hvort standist viðmið sem sóttvarnasvið hefur sett. Allar umsóknir á endanum samþykktar „Þau sambönd sem sent hafa inn tillögur að reglum fyrir sig hafa fengið þær samþykktar. Þær hafa allar verið lesnar yfir og þá stundum verið gerðar tillögur að breytingum eða viðbótum, en það hefur ekki þurft að hafna neinum,“ segir Guðrún við Vísi, en í vikunni höfðu 24 sérsambönd ÍSÍ fengið sóttvarnareglur sínar samþykktar. Sótthreinsa ber bolta í hvert sinn sem hann fer út af í fótboltaleikjum, samkvæmt sóttvarnareglum KSÍ.VÍSIR/VILHELM Reglurnar eru svipaðar á milli greina. Mest áhersla er lögð á einstaklingsbundnar smitvarnir og íþróttafólk er beðið um að forðast fjölmenna staði. Þátttakendum er gert að virða tveggja metra reglu eins og hægt er. Þeir eiga helst ekki að nota búningsklefa heldur mæta klæddir til æfinga, halda tveggja metra fjarlægð í rútuferðum í keppni og á varamannabekkjum, ekki fagna mörkum í boltaíþróttum með snertingu, og svo framvegis. Meiri áhætta ef menn mæta saman í litlum bíl og deila brúsa Þessar reglur koma eflaust mörgum spánskt fyrir sjónir, sérstaklega í íþróttum þar sem mikið er um snertingu á meðan á keppni eða æfingu stendur. Má segja að þær séu óþarfi? „Nei, það tel ég ekki. Því meiri nánd, í lengri tíma og með fleira fólki, þeim mun meiri er áhættan. Það er þar af leiðandi þeim mun betra sem okkur tekst að draga úr þessu. Við erum að reyna að fara einhverja skynsamlega leið þannig að það sé hægt að halda uppi lífi og starfi í samfélaginu,“ segir Guðrún. Handboltatímabilið hefst af fullum þunga 10. september þegar Íslandsmótið hefst.VÍSIR/BÁRA „Ef að menn koma saman í leiki í litlum bíl, eru náið saman í búningsklefanum, labba út á völl hönd í hönd, drekka úr sömu vatnsflöskunni og svo framvegis, þá er í því fólgin meiri áhætta en að sleppa því. Auðvitað er fólgin áhætta í því að þó að menn geri þetta fari þeir svo út á keppnisgólf og glími, svo við erum ekki að fara allra öruggustu leiðina, en vonandi erum við ekki að fara alveg í hina áttina heldur,“ segir Guðrún og bætir við: „Við erum að minnka nándina, minnka tímann sem fólk er í nánd, minnka snertingar, og draga úr aðstæðum þar sem er áhætta á smiti, en um leið ekki að skrúfa algjörlega fyrir að hægt sé að iðka íþróttir.“ Ekki gert upp á milli íþróttagreina Ekki er ljóst hver smithættan er við keppni í mismunandi íþróttagreinum og heilbrigðisyfirvöld fóru þá leið að leyfa allar íþróttir: „Maður getur alveg ímyndað sér að áhættan sé mismunandi eftir því hvort um er að ræða hjólreiðar og boccia eða handbolta og fótbolta. Við vitum að staðirnir sem við höfum mestar áhyggjur af eru þegar fjöldi fólks kemur saman innanhúss í einhvern tíma. En við höfum ekki svo nákvæmar áhættugreiningar að við gætum farið að draga einhvern mörk hvað þetta varðar, svo það var ákveðið að leyfa allar íþróttir svo lengi sem þær framfylgja ákveðnum reglum. Handboltinn setti til að mynda fram mjög góðar og vel unnar tillögur sem farið var yfir og því var talið ásættanlegt að leyfa þetta,“ segir Guðrún.
Íþróttir Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Fótbolti Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Fótbolti Settu upp sýningu og sjö evrópsk lið komin á HM Fótbolti Tvö Grindavíkurmörk eftir að þeir misstu mann útaf Íslenski boltinn Garnett tryggði Boston sigur - Ótrúleg tilþrif Kobe (myndband) Körfubolti Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti F1: Campos þakklátur fyrir valið Formúla 1 Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Fótbolti Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Handbolti Martin stigahæstur á leið í undanúrslit Körfubolti Fleiri fréttir Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Settu upp sýningu og sjö evrópsk lið komin á HM Martin stigahæstur á leið í undanúrslit Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Frá Klaksvík á Krókinn Sveinar Guðjóns Vals aftur á sigurbraut Jón Þór hársbreidd frá HM-gulli Sesko úr leik fram í desember Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Ramsey rekinn í sturtu eftir hnefahögg: „Hann hrækti á mig“ Kane náði Pele og var líka yfirlýsingaglaður eftir leik Jake Paul mætir Joshua og biður Breta afsökunar fyrir fram Þrír úrslitaleikir um HM-sæti næstu tvö kvöld Spænsku stelpurnar mæta þeim ensku á Wembley en ekki þær íslensku Stelpurnar okkar skelltu sér í sjóinn Liðsfélagi Fanneyjar máluð öll í gulli Matthildur Lilja kölluð inn í HM hópinn Fá jafnstóran klefa og karlarnir í Barcelona Hótað tíu leikja banni fyrir færslu á samfélagsmiðlum Sakaði mótherjana um að nota vúdú Meistarinn fékk kalda kveðju: Þú ert það leiðinlegasta við þessa íþrótt Fauk í Draymond Green: „Hann hélt bara áfram að kalla mig konu“ Liðsfélagi Glódísar Perlu hættir í landsliðinu Liverpool-stjarnan grét í leikslok „Ég er bestur í heimi og ég get loksins sagt það“ Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans HM-hátíð á Ráðhústorginu í Osló í dag Goðsögnin verðlaunuð með hreindýri frá jólasveininum Fór úr axlarlið en náði silfri á NM tveimur vikum síðar Sjá meira