Leita á Vog eftir að hafa drukkið spritt Stefán Ó. Jónsson skrifar 26. ágúst 2020 08:34 Sprittbrúsi, sem alkahólistar hafa leitað til í faraldrinum. Vísir/Vilhelm Yfirlæknir á sjúkrahúsinu Vogi segist merkja aukna áfengisneyslu í kórónuveirufaraldrinum. Fólk stundi meiri dagdrykkju en áður og komi veikara inn á Vog. Þar að auki sé fólk farið að drekka spritt til að viðhalda vímunni. Þetta segir Víðir Sigrúnarson yfirlæknir í samtali við Fréttablaðið í umfjöllun þess um aukna áfengissölu í kórónuveirufaraldrinum, samanborið við fyrri ár. Vísir hefur jafnframt fjallað um aukna sölu á sígarettum og vindlingum meðan farsóttin hefur geisað. Víðir telur að aukin heimavera fólks, í sóttkví eða heimavinnu, hafi fækkað hindrunum í vegi þess að fá sér áfengi. Fólk hafi því drukkið meira, jafnvel frá morgni til kvölds, og fyrir vikið hafi það leitað fársjúkt á Vog. Áhrifin á taugakerfið séu fyrir vikið meiri, auk þess sem fráhvörfin séu hættulegri. Þá segir Víðir brögð að því að fólk sé farið að leggja sér spritt til munns. Í því er yfirleitt rúmlega 80 prósent áfengismagn en reynt er að gera það ódrykkjarhæft, ýmist með bragð- eða sápuefnum, sem ætlað er að valda ógleði. Fólk sem drekki spritt hljóti sömu meðferð og aðrir alkahólistar. Í umfjöllun blaðsins er jafnframt rætt við sérfræðing í klínískum eitrunarfræðum við Landspítalann sem segir etanólmagnið í spritti auka líkur á meðvitundarleysi og uppköstum í lungu. „Þetta er mjög sterkt áfengi og margir taka ekki eftir því hvað þetta er sterkt,“ segir Curtis P. Snook. Áfengi og tóbak Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Tengdar fréttir Coronakaup Íslendinga stóraukist á síðustu vikum Vínbúðirnar hafa merkt umtalsverða söluaukningu á Corona-bjór frá upphafi árs. 13. febrúar 2020 11:45 Segir félagslega vandann orðinn meira áberandi hjá fólki með fíknivanda Nýkjörinn formaður SÁÁ segir félagslegan vanda hafa aukist gríðarlega hjá fólki með fíknivanda á undanförnum árum. 27. júlí 2020 09:57 Banna áfengi á ný vegna veirunnar Stjórnvöld í Suður-Afríku hafa nú innleitt nýjar takmarkanir til að stemma stigu við útbreiðslu kórónuveirunnar í landinu. 12. júlí 2020 23:53 Mest lesið Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Hommar mega enn ekki gefa blóð Innlent Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Erlent Tekjur af bjórsölu orðnar meiri en af miðasölu Innlent Matargjöfum Fjölskylduhjálpar hætt: „Stingur okkur í hjartastað“ Innlent Umræðum haldið áfram eftir langan fund þingflokksformanna Innlent Magnús Þór lést við strandveiðar Innlent Kviðdómur komst að niðurstöðu í fjórum fimm ákæruliða Diddy Erlent Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Innlent Hvammsvirkjun bíður dóms Hæstaréttar Innlent Fleiri fréttir Umræðum haldið áfram eftir langan fund þingflokksformanna Hommar mega enn ekki gefa blóð Hvammsvirkjun bíður dóms Hæstaréttar Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Matargjöfum Fjölskylduhjálpar hætt: „Stingur okkur í hjartastað“ Tekjur af bjórsölu orðnar meiri en af miðasölu Hryssan Hlökk er „Dekurprinsessa“ hjá Ásmundi Erni Taka þurfi ákvörðun um sameiningu vinstrisins fyrr en síðar Samfélagið fari ekki á hliðina án tíufrétta Yfir helmingur drengja í sjötta bekk lent í slagsmálum Þjónusta sérgreinalækna við börn nú án endurgjalds Mesta fylgi síðan 2009 Börn í slagsmálum, arðbær bjórsala og dekurprinsessa Beðið eftir krufningarskýrslu Stefna á að þrefalda fjölda hjúkrunarrýma í Mosfellsbæ Vill tryggja bráðaviðbragð í Öræfum allan ársins hring Lágkúra og della að mati ráðherra Ræðurnar verði nógu margar til að taka veiðigjöldin af dagskrá Ræddu við sextíu manns í tengslum við hvarf Jóns Þrastar Magnús Þór lést við strandveiðar Seinkun fréttatímans seinkað Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Tvöfalt siðgæði EBU mikið áhyggjuefni Landris heldur áfram í Svartsengi Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Samstöðin hafi aldrei verið í hættu „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ „Held að þau átti sig ekki á því hvað þetta skiptir okkur miklu máli“ Læknanemar fái víst launahækkun Prófessor segir málþófið komið út fyrir öll mörk Sjá meira
Yfirlæknir á sjúkrahúsinu Vogi segist merkja aukna áfengisneyslu í kórónuveirufaraldrinum. Fólk stundi meiri dagdrykkju en áður og komi veikara inn á Vog. Þar að auki sé fólk farið að drekka spritt til að viðhalda vímunni. Þetta segir Víðir Sigrúnarson yfirlæknir í samtali við Fréttablaðið í umfjöllun þess um aukna áfengissölu í kórónuveirufaraldrinum, samanborið við fyrri ár. Vísir hefur jafnframt fjallað um aukna sölu á sígarettum og vindlingum meðan farsóttin hefur geisað. Víðir telur að aukin heimavera fólks, í sóttkví eða heimavinnu, hafi fækkað hindrunum í vegi þess að fá sér áfengi. Fólk hafi því drukkið meira, jafnvel frá morgni til kvölds, og fyrir vikið hafi það leitað fársjúkt á Vog. Áhrifin á taugakerfið séu fyrir vikið meiri, auk þess sem fráhvörfin séu hættulegri. Þá segir Víðir brögð að því að fólk sé farið að leggja sér spritt til munns. Í því er yfirleitt rúmlega 80 prósent áfengismagn en reynt er að gera það ódrykkjarhæft, ýmist með bragð- eða sápuefnum, sem ætlað er að valda ógleði. Fólk sem drekki spritt hljóti sömu meðferð og aðrir alkahólistar. Í umfjöllun blaðsins er jafnframt rætt við sérfræðing í klínískum eitrunarfræðum við Landspítalann sem segir etanólmagnið í spritti auka líkur á meðvitundarleysi og uppköstum í lungu. „Þetta er mjög sterkt áfengi og margir taka ekki eftir því hvað þetta er sterkt,“ segir Curtis P. Snook.
Áfengi og tóbak Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Tengdar fréttir Coronakaup Íslendinga stóraukist á síðustu vikum Vínbúðirnar hafa merkt umtalsverða söluaukningu á Corona-bjór frá upphafi árs. 13. febrúar 2020 11:45 Segir félagslega vandann orðinn meira áberandi hjá fólki með fíknivanda Nýkjörinn formaður SÁÁ segir félagslegan vanda hafa aukist gríðarlega hjá fólki með fíknivanda á undanförnum árum. 27. júlí 2020 09:57 Banna áfengi á ný vegna veirunnar Stjórnvöld í Suður-Afríku hafa nú innleitt nýjar takmarkanir til að stemma stigu við útbreiðslu kórónuveirunnar í landinu. 12. júlí 2020 23:53 Mest lesið Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Hommar mega enn ekki gefa blóð Innlent Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Erlent Tekjur af bjórsölu orðnar meiri en af miðasölu Innlent Matargjöfum Fjölskylduhjálpar hætt: „Stingur okkur í hjartastað“ Innlent Umræðum haldið áfram eftir langan fund þingflokksformanna Innlent Magnús Þór lést við strandveiðar Innlent Kviðdómur komst að niðurstöðu í fjórum fimm ákæruliða Diddy Erlent Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Innlent Hvammsvirkjun bíður dóms Hæstaréttar Innlent Fleiri fréttir Umræðum haldið áfram eftir langan fund þingflokksformanna Hommar mega enn ekki gefa blóð Hvammsvirkjun bíður dóms Hæstaréttar Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Matargjöfum Fjölskylduhjálpar hætt: „Stingur okkur í hjartastað“ Tekjur af bjórsölu orðnar meiri en af miðasölu Hryssan Hlökk er „Dekurprinsessa“ hjá Ásmundi Erni Taka þurfi ákvörðun um sameiningu vinstrisins fyrr en síðar Samfélagið fari ekki á hliðina án tíufrétta Yfir helmingur drengja í sjötta bekk lent í slagsmálum Þjónusta sérgreinalækna við börn nú án endurgjalds Mesta fylgi síðan 2009 Börn í slagsmálum, arðbær bjórsala og dekurprinsessa Beðið eftir krufningarskýrslu Stefna á að þrefalda fjölda hjúkrunarrýma í Mosfellsbæ Vill tryggja bráðaviðbragð í Öræfum allan ársins hring Lágkúra og della að mati ráðherra Ræðurnar verði nógu margar til að taka veiðigjöldin af dagskrá Ræddu við sextíu manns í tengslum við hvarf Jóns Þrastar Magnús Þór lést við strandveiðar Seinkun fréttatímans seinkað Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Tvöfalt siðgæði EBU mikið áhyggjuefni Landris heldur áfram í Svartsengi Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Samstöðin hafi aldrei verið í hættu „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ „Held að þau átti sig ekki á því hvað þetta skiptir okkur miklu máli“ Læknanemar fái víst launahækkun Prófessor segir málþófið komið út fyrir öll mörk Sjá meira
Coronakaup Íslendinga stóraukist á síðustu vikum Vínbúðirnar hafa merkt umtalsverða söluaukningu á Corona-bjór frá upphafi árs. 13. febrúar 2020 11:45
Segir félagslega vandann orðinn meira áberandi hjá fólki með fíknivanda Nýkjörinn formaður SÁÁ segir félagslegan vanda hafa aukist gríðarlega hjá fólki með fíknivanda á undanförnum árum. 27. júlí 2020 09:57
Banna áfengi á ný vegna veirunnar Stjórnvöld í Suður-Afríku hafa nú innleitt nýjar takmarkanir til að stemma stigu við útbreiðslu kórónuveirunnar í landinu. 12. júlí 2020 23:53