Leita á Vog eftir að hafa drukkið spritt Stefán Ó. Jónsson skrifar 26. ágúst 2020 08:34 Sprittbrúsi, sem alkahólistar hafa leitað til í faraldrinum. Vísir/Vilhelm Yfirlæknir á sjúkrahúsinu Vogi segist merkja aukna áfengisneyslu í kórónuveirufaraldrinum. Fólk stundi meiri dagdrykkju en áður og komi veikara inn á Vog. Þar að auki sé fólk farið að drekka spritt til að viðhalda vímunni. Þetta segir Víðir Sigrúnarson yfirlæknir í samtali við Fréttablaðið í umfjöllun þess um aukna áfengissölu í kórónuveirufaraldrinum, samanborið við fyrri ár. Vísir hefur jafnframt fjallað um aukna sölu á sígarettum og vindlingum meðan farsóttin hefur geisað. Víðir telur að aukin heimavera fólks, í sóttkví eða heimavinnu, hafi fækkað hindrunum í vegi þess að fá sér áfengi. Fólk hafi því drukkið meira, jafnvel frá morgni til kvölds, og fyrir vikið hafi það leitað fársjúkt á Vog. Áhrifin á taugakerfið séu fyrir vikið meiri, auk þess sem fráhvörfin séu hættulegri. Þá segir Víðir brögð að því að fólk sé farið að leggja sér spritt til munns. Í því er yfirleitt rúmlega 80 prósent áfengismagn en reynt er að gera það ódrykkjarhæft, ýmist með bragð- eða sápuefnum, sem ætlað er að valda ógleði. Fólk sem drekki spritt hljóti sömu meðferð og aðrir alkahólistar. Í umfjöllun blaðsins er jafnframt rætt við sérfræðing í klínískum eitrunarfræðum við Landspítalann sem segir etanólmagnið í spritti auka líkur á meðvitundarleysi og uppköstum í lungu. „Þetta er mjög sterkt áfengi og margir taka ekki eftir því hvað þetta er sterkt,“ segir Curtis P. Snook. Áfengi og tóbak Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Tengdar fréttir Coronakaup Íslendinga stóraukist á síðustu vikum Vínbúðirnar hafa merkt umtalsverða söluaukningu á Corona-bjór frá upphafi árs. 13. febrúar 2020 11:45 Segir félagslega vandann orðinn meira áberandi hjá fólki með fíknivanda Nýkjörinn formaður SÁÁ segir félagslegan vanda hafa aukist gríðarlega hjá fólki með fíknivanda á undanförnum árum. 27. júlí 2020 09:57 Banna áfengi á ný vegna veirunnar Stjórnvöld í Suður-Afríku hafa nú innleitt nýjar takmarkanir til að stemma stigu við útbreiðslu kórónuveirunnar í landinu. 12. júlí 2020 23:53 Mest lesið Barnajólaópera sýnd í skólum á Norðurlandi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Erlent Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Bylgja Dís er látin Innlent Útsending komin í lag Innlent Fleiri fréttir Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Sjá meira
Yfirlæknir á sjúkrahúsinu Vogi segist merkja aukna áfengisneyslu í kórónuveirufaraldrinum. Fólk stundi meiri dagdrykkju en áður og komi veikara inn á Vog. Þar að auki sé fólk farið að drekka spritt til að viðhalda vímunni. Þetta segir Víðir Sigrúnarson yfirlæknir í samtali við Fréttablaðið í umfjöllun þess um aukna áfengissölu í kórónuveirufaraldrinum, samanborið við fyrri ár. Vísir hefur jafnframt fjallað um aukna sölu á sígarettum og vindlingum meðan farsóttin hefur geisað. Víðir telur að aukin heimavera fólks, í sóttkví eða heimavinnu, hafi fækkað hindrunum í vegi þess að fá sér áfengi. Fólk hafi því drukkið meira, jafnvel frá morgni til kvölds, og fyrir vikið hafi það leitað fársjúkt á Vog. Áhrifin á taugakerfið séu fyrir vikið meiri, auk þess sem fráhvörfin séu hættulegri. Þá segir Víðir brögð að því að fólk sé farið að leggja sér spritt til munns. Í því er yfirleitt rúmlega 80 prósent áfengismagn en reynt er að gera það ódrykkjarhæft, ýmist með bragð- eða sápuefnum, sem ætlað er að valda ógleði. Fólk sem drekki spritt hljóti sömu meðferð og aðrir alkahólistar. Í umfjöllun blaðsins er jafnframt rætt við sérfræðing í klínískum eitrunarfræðum við Landspítalann sem segir etanólmagnið í spritti auka líkur á meðvitundarleysi og uppköstum í lungu. „Þetta er mjög sterkt áfengi og margir taka ekki eftir því hvað þetta er sterkt,“ segir Curtis P. Snook.
Áfengi og tóbak Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Tengdar fréttir Coronakaup Íslendinga stóraukist á síðustu vikum Vínbúðirnar hafa merkt umtalsverða söluaukningu á Corona-bjór frá upphafi árs. 13. febrúar 2020 11:45 Segir félagslega vandann orðinn meira áberandi hjá fólki með fíknivanda Nýkjörinn formaður SÁÁ segir félagslegan vanda hafa aukist gríðarlega hjá fólki með fíknivanda á undanförnum árum. 27. júlí 2020 09:57 Banna áfengi á ný vegna veirunnar Stjórnvöld í Suður-Afríku hafa nú innleitt nýjar takmarkanir til að stemma stigu við útbreiðslu kórónuveirunnar í landinu. 12. júlí 2020 23:53 Mest lesið Barnajólaópera sýnd í skólum á Norðurlandi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Erlent Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Bylgja Dís er látin Innlent Útsending komin í lag Innlent Fleiri fréttir Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Sjá meira
Coronakaup Íslendinga stóraukist á síðustu vikum Vínbúðirnar hafa merkt umtalsverða söluaukningu á Corona-bjór frá upphafi árs. 13. febrúar 2020 11:45
Segir félagslega vandann orðinn meira áberandi hjá fólki með fíknivanda Nýkjörinn formaður SÁÁ segir félagslegan vanda hafa aukist gríðarlega hjá fólki með fíknivanda á undanförnum árum. 27. júlí 2020 09:57
Banna áfengi á ný vegna veirunnar Stjórnvöld í Suður-Afríku hafa nú innleitt nýjar takmarkanir til að stemma stigu við útbreiðslu kórónuveirunnar í landinu. 12. júlí 2020 23:53