Það voru tólf mörk skoruð í Pepsi Max-deild kvenna í fótbolta í gær og þau má sjá öll hér á Vísi.
Selfoss vann topplið Breiðabliks 2-1 í stórleik gærkvöldsins en bikarmeistararnir urðu þá fyrsta liðið til að skora gegn Blikum í sumar. Dagný Brynjarsdóttir og Barbára Sól Gísladóttir skoruðu mörk Selfoss eftir að Alexandra Jóhannsdóttir hafði komið Breiðabliki yfir.
Valur er tveimur stigum á eftir Breiðabliki eftir að hafa unnið Þrótt R. 3-1. Elín Metta Jensen og Hlín Eiríksdóttir náðu í sína vítaspyrnuna hvor og skoruðu, og Arna Eiríksdóttir skoraði einnig. Mary Alice Vignola klóraði í bakkann fyrir Þrótt.
Birta Georgsdóttir skoraði afar snoturt mark og Phoenetia Browne tvennu þegar FH vann lífsnauðsynlegan 3-2 sigur á Stjörnunni. Aníta Ýr Þorvaldsdóttir minnkaði muninn í 3-1 fyrir Stjörnuna þegar aðeins 23 mínútur voru liðnar af leiknum, og Shameeka Fishley skoraði seinna mark liðsins.
FH er með sex stig á botni deildarinnar, en nú einu stigi á eftir KR og Þrótti R. og tveimur á eftir Stjörnunni.
Mörkin úr leikjunum og viðtöl má sjá hér að neðan.