Krafturinn í tívolíbombunni svipaður og í handsprengju Birgir Olgeirsson skrifar 24. ágúst 2020 20:00 Sprengingin átti sér stað við þennan göngustíg í Heiðmörk. Google Karlmaður á sextugsaldri missti framan af handlegg eftir að hafa borið eld að þriggja tommu tívolíbombu í Heiðmörk. Búið var að eiga við samskonar bombu sem fannst á vettvangi. Krafturinn úr slíkum flugeldum er svipaður og í handsprengju. Hér má sjá á korti hvar sprengingin varð. Vísir Lögreglu barst tilkynningu um að karlmaður hefði slasast alvarlega eftir að hafa handleikið sprengju í Heiðmörk í gærkvöldi. „Þegar við förum á vettvang þá hittum við á par, Pólverja á sextugsaldri, á bílastæði í Heiðmörk. Þá kom í ljós að handleggurinn á manninum við olnboga var horfinn,“ segir Skúli Jónsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn á höfuðborgarsvæðinu. Parið segist hafa fundið tívolíbomburna við göngustíg. „Og maðurinn hafi eitthvað farið að fikta við það og borið eld á, og hún sprakk með þessum afleiðingum,“ segir Skúli. Konan vafði peysu sína utan um sárið, hringdi eftir hjálp og óku þau til móts við sjúkraflutningamenn. „Þegar við komum að var „strap“ á handleggnum og búið að stöðva blæðinguna,“ segir Skúli. Á vettvangi fannst önnur þriggja tommu tívolíbomba sem var fargað. Almenn sala á tívolíbombum af þessari stærð er bönnuð. Jón Már Jónsson, yfirmaður sérsveitar ríkislögreglustjóra, með robotanum sem var notaður til að eyða tívolíbombunni sem fannst í Heiðmörk. „Það fannst þarna tívolíbomba sem var búið að eiga við. Það var búið að koma henni fyrir undir steini. Sprengjusérfræðingar eyddu henni á staðnum. Settu hleðslu við hliðina á henni og sprengdu úr fjarlægð,“ segir Jón Már Jónsson, yfirmaður sérsveitar ríkislögreglustjóra. Búið var að fjarlægja sprengjuhleðslu úr bombunni sem notuð er til að drífa hana á loft. „Það var sjáanlegur lítill þráður sem mögulega hefur verið hægt að kveikja í og koma henni af stað.“ Krafturinn í tívolíbombu er svipaður og í handsprengju. Líklegast hafa bomburnar ekki verið þarna lengur en nokkra daga. „Út af veðrinu, það hefur rigndi fyrir einhverri viku síðan og hún hefur ekki legið í rigningu þarna lengi.“ Reykjavík Lögreglumál Mest lesið Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Erlent Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Innlent Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Innlent Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Innlent Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Innlent Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Innlent Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Innlent Af hverju langar Trump í Grænland? Erlent Fleiri fréttir Eyddu tundurduflinu á botni Eyjafjarðar Gæsluvarðhald vegna stunguárásar framlengt 333 veðurviðvaranir gefnar út á nýliðnu ári Sárt að vera sakaður um að maka krókinn á ósiðlegan hátt Bílstjórinn á Ásvöllum ákærður fyrir manndráp af gáleysi Bein útsending: Útför Egils Þórs Jónssonar Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Efla vöktun við Ljósufjöll vegna jarðhræringa Gagnrýna aðbúnað í hjólhýsabyggðinni á Höfðanum Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Kettlingur í Reykjavík greindur með H5N5 Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Skjálftar við Grjótárvatn og Bárðarbungu Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Tundurduflið dregið út á Eyjafjörð og eytt í birtingu Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Götulokanir á Akureyri vegna tilfærslu sprengjunnar Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Stefnir ríkinu vegna plastbarkamálsins „Hann kom víða við og snerti marga“ Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis „Þetta er sannarlega mikill heiður“ Innri endurskoðun tekur ferlíkið við Álfabakka fyrir Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Sjá meira
Karlmaður á sextugsaldri missti framan af handlegg eftir að hafa borið eld að þriggja tommu tívolíbombu í Heiðmörk. Búið var að eiga við samskonar bombu sem fannst á vettvangi. Krafturinn úr slíkum flugeldum er svipaður og í handsprengju. Hér má sjá á korti hvar sprengingin varð. Vísir Lögreglu barst tilkynningu um að karlmaður hefði slasast alvarlega eftir að hafa handleikið sprengju í Heiðmörk í gærkvöldi. „Þegar við förum á vettvang þá hittum við á par, Pólverja á sextugsaldri, á bílastæði í Heiðmörk. Þá kom í ljós að handleggurinn á manninum við olnboga var horfinn,“ segir Skúli Jónsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn á höfuðborgarsvæðinu. Parið segist hafa fundið tívolíbomburna við göngustíg. „Og maðurinn hafi eitthvað farið að fikta við það og borið eld á, og hún sprakk með þessum afleiðingum,“ segir Skúli. Konan vafði peysu sína utan um sárið, hringdi eftir hjálp og óku þau til móts við sjúkraflutningamenn. „Þegar við komum að var „strap“ á handleggnum og búið að stöðva blæðinguna,“ segir Skúli. Á vettvangi fannst önnur þriggja tommu tívolíbomba sem var fargað. Almenn sala á tívolíbombum af þessari stærð er bönnuð. Jón Már Jónsson, yfirmaður sérsveitar ríkislögreglustjóra, með robotanum sem var notaður til að eyða tívolíbombunni sem fannst í Heiðmörk. „Það fannst þarna tívolíbomba sem var búið að eiga við. Það var búið að koma henni fyrir undir steini. Sprengjusérfræðingar eyddu henni á staðnum. Settu hleðslu við hliðina á henni og sprengdu úr fjarlægð,“ segir Jón Már Jónsson, yfirmaður sérsveitar ríkislögreglustjóra. Búið var að fjarlægja sprengjuhleðslu úr bombunni sem notuð er til að drífa hana á loft. „Það var sjáanlegur lítill þráður sem mögulega hefur verið hægt að kveikja í og koma henni af stað.“ Krafturinn í tívolíbombu er svipaður og í handsprengju. Líklegast hafa bomburnar ekki verið þarna lengur en nokkra daga. „Út af veðrinu, það hefur rigndi fyrir einhverri viku síðan og hún hefur ekki legið í rigningu þarna lengi.“
Reykjavík Lögreglumál Mest lesið Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Erlent Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Innlent Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Innlent Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Innlent Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Innlent Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Innlent Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Innlent Af hverju langar Trump í Grænland? Erlent Fleiri fréttir Eyddu tundurduflinu á botni Eyjafjarðar Gæsluvarðhald vegna stunguárásar framlengt 333 veðurviðvaranir gefnar út á nýliðnu ári Sárt að vera sakaður um að maka krókinn á ósiðlegan hátt Bílstjórinn á Ásvöllum ákærður fyrir manndráp af gáleysi Bein útsending: Útför Egils Þórs Jónssonar Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Efla vöktun við Ljósufjöll vegna jarðhræringa Gagnrýna aðbúnað í hjólhýsabyggðinni á Höfðanum Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Kettlingur í Reykjavík greindur með H5N5 Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Skjálftar við Grjótárvatn og Bárðarbungu Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Tundurduflið dregið út á Eyjafjörð og eytt í birtingu Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Götulokanir á Akureyri vegna tilfærslu sprengjunnar Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Stefnir ríkinu vegna plastbarkamálsins „Hann kom víða við og snerti marga“ Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis „Þetta er sannarlega mikill heiður“ Innri endurskoðun tekur ferlíkið við Álfabakka fyrir Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Sjá meira