Vísir ákvað að skoða titlasöfnum bæjanna á Íslandi í karla- og kvennaflokki í þremur stærstu boltagreinunum, fótbolta, handbolta og körfubolta. Þetta eru Ísland- og bikarmeistaratitlar undanfarin fjögur ár.
Reykjavík er með flesta íbúa og líka flesta titla. Alls hafa Reykjavíkurfélögin unnið nítján titla á þessum tíma en það dugar þó ekki til að komast ofarlega á titlalistanum út frá höfðatölu. Þar eru Eyjamenn með „yfirburðarforystu“ ef svo má kalla.
Eyjamenn eru líka mikið bikarlið enda með fjóra bikarmeistaratitla í karla og kvennaflokki frá og með árinu 2017. Karlalið ÍBV á þrjá af fimm stóru titlum Vestmannaeyja frá 2017 en sumarið 2017 urðu bæði karla og kvennalið ÍBV í fótbolta bikarmeistari.
Það á auðvitað eftir að afhenda alla Íslandsmeistaratitla á árinu 2020 sem og bikarmeistaratitlana í fótboltanum. Það er því tími fyrir önnur bæjarfélög á Íslandi til að bæta sína stöðu á listanum.
Akureyringar gera síðan örugglega athugasemd við það að blak og íshokkí eru ekki talin í þessari samantekt með en með því myndi bærinn fá ellefu titla til viðbótar og komast upp í þriðja sætið. Vestmanneyingar myndu líka missa toppsætið til Neskaupstaðar en tveir titlar kvennaliðs Þróttar N. í blaki árið 2018 myndu kom þeim á toppinn með 735 íbúa á hvern titil.
Íbúar á hvern stóran titil í þremur stærstu boltagreinunum frá 2017 til 2020:
(Íslands- og bikarmeistarar karla og kvenna í fótbolta, handbolta og körfubolta)
Vestmannaeyjar (5 titlar) 864 íbúar á hvern titil
Borgarnes (1 titill) 2012 íbúar á hvern titil
Sauðárkrókur (1 titill) 2612 íbúar á hvern titil
Selfoss (2 titlar) 4034 íbúar á hvern titil
Garðabær (4 titlar) 4039 íbúar á hvern titil
Reykjanesbær (3 titlar) 6219 íbúar á hvern titil
Reykjavík (19 titlar) 6709 íbúar á hvern titil
Hafnarfjörður (2 titlar) 14890 íbúar á hvern titil
Kópavogur (4 titlar) 18296 íbúar á hvern titil
Akureyri (1 titill) 18880 íbúar á hvern titil

Íslandsmeistarar í knattspyrnu karla
2017 - Valur, Reykjavík
2018 - Valur, Reykjavík
2019 - KR, Reykjavík
Íslandsmeistarar í knattspyrnu kvenna
2017 - Þór/KA, Akureyri
2018 - Stjarnan, Garðabæ
2019 - Valur, Reykjavík
Bikarmeistarar í knattspyrnu karla
2017 - ÍBV, Vestmanneyjar
2018 - Stjarnan, Garðabæ
2019 - Víkingur, Reykjavík
Bikameistarar í knattspyrnu kvenna
2017 - ÍBV, Vestmanneyjar
2018 - Breiðablik, Kópavogur
2019 - Selfoss
Íslandsmeistarar í handbolta karla
2017 - Valur, Reykjavík
2018 - ÍBV, Vestmanneyjar
2019 - Selfoss
Íslandsmeistarar í handbolta kvenna
2017 - Fram, Reykjavík
2018 - Fram, Reykjavík
2019 - Valur, Reykjavík
Bikarmeistarar í handbolta karla
2017 - Valur, Reykjavík
2018 - ÍBV, Vestmanneyjar
2019 - FH, Hafnarfjörður
2020 - ÍBV, Vestmanneyjar
Bikameistarar í handbolta kvenna
2017 - Stjarnan, Garðabæ
2018 - Fram, Reykjavík
2019 - Valur, Reykjavík
2020 - Fram, Reykjavík
Íslandsmeistarar í körfubolta karla
2017 - KR, Reykjavík
2018 - KR, Reykjavík
2019 - KR, Reykjavík
Íslandsmeistarar í körfubolta kvenna
2017 - Keflavík, Reykjanesbær
2018 - Haukar, Hafnarfjörður
2019 - Valur, Reykjavík
Bikarmeistarar í körfubolta karla
2017 - KR, Reykjavík
2018 - Tindastóll, Sauðárkrókur
2019 - Stjarnan, Garðabæ
2020 - Stjarnan, Garðabæ
Bikameistarar í körfubolta kvenna
2017 - Keflavík, Reykjanesbær
2018 - Keflavík, Reykjanesbær
2019 - Valur, Reykjavík
2020 - Skallagrímur, Borgarnes