Vestmannaeyjar eru mesti titlabærinn á Íslandi samkvæmt höfðatölu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 11. mars 2020 12:00 Kári Kristján Kristjánsson og Grétar Þór Eyþórsson með bikarinn eftir sigur ÍBV um síðustu helgi. Vísir/Daníel ÍBV tryggði sér bikarmeistaratitil karla um síðustu helgi og hefur ÍBV þar með unnið fimm stóra titla frá og með árinu 2017. Vísir skoðaði titlasöfnum bæjanna á Íslandi undanfarin ár út frá höfðatölu. Vísir ákvað að skoða titlasöfnum bæjanna á Íslandi í karla- og kvennaflokki í þremur stærstu boltagreinunum, fótbolta, handbolta og körfubolta. Þetta eru Ísland- og bikarmeistaratitlar undanfarin fjögur ár. Reykjavík er með flesta íbúa og líka flesta titla. Alls hafa Reykjavíkurfélögin unnið nítján titla á þessum tíma en það dugar þó ekki til að komast ofarlega á titlalistanum út frá höfðatölu. Þar eru Eyjamenn með „yfirburðarforystu“ ef svo má kalla. Eyjamenn eru líka mikið bikarlið enda með fjóra bikarmeistaratitla í karla og kvennaflokki frá og með árinu 2017. Karlalið ÍBV á þrjá af fimm stóru titlum Vestmannaeyja frá 2017 en sumarið 2017 urðu bæði karla og kvennalið ÍBV í fótbolta bikarmeistari. Það á auðvitað eftir að afhenda alla Íslandsmeistaratitla á árinu 2020 sem og bikarmeistaratitlana í fótboltanum. Það er því tími fyrir önnur bæjarfélög á Íslandi til að bæta sína stöðu á listanum. Akureyringar gera síðan örugglega athugasemd við það að blak og íshokkí eru ekki talin í þessari samantekt með en með því myndi bærinn fá ellefu titla til viðbótar og komast upp í þriðja sætið. Vestmanneyingar myndu líka missa toppsætið til Neskaupstaðar en tveir titlar kvennaliðs Þróttar N. í blaki árið 2018 myndu kom þeim á toppinn með 735 íbúa á hvern titil.Íbúar á hvern stóran titil í þremur stærstu boltagreinunum frá 2017 til 2020:(Íslands- og bikarmeistarar karla og kvenna í fótbolta, handbolta og körfubolta) Vestmannaeyjar (5 titlar) 864 íbúar á hvern titil Borgarnes (1 titill) 2012 íbúar á hvern titil Sauðárkrókur (1 titill) 2612 íbúar á hvern titil Selfoss (2 titlar) 4034 íbúar á hvern titil Garðabær (4 titlar) 4039 íbúar á hvern titil Reykjanesbær (3 titlar) 6219 íbúar á hvern titil Reykjavík (19 titlar) 6709 íbúar á hvern titil Hafnarfjörður (2 titlar) 14890 íbúar á hvern titil Kópavogur (4 titlar) 18296 íbúar á hvern titil Akureyri (1 titill) 18880 íbúar á hvern titilEyjamenn þekkja það vel að fagna titlum í Laugardalnum.Vísir/DaníelTitlar sem voru teknir með í þessari samantektÍslandsmeistarar í knattspyrnu karla 2017 - Valur, Reykjavík 2018 - Valur, Reykjavík 2019 - KR, ReykjavíkÍslandsmeistarar í knattspyrnu kvenna 2017 - Þór/KA, Akureyri 2018 - Stjarnan, Garðabæ 2019 - Valur, ReykjavíkBikarmeistarar í knattspyrnu karla 2017 - ÍBV, Vestmanneyjar 2018 - Stjarnan, Garðabæ 2019 - Víkingur, ReykjavíkBikameistarar í knattspyrnu kvenna 2017 - ÍBV, Vestmanneyjar 2018 - Breiðablik, Kópavogur 2019 - SelfossÍslandsmeistarar í handbolta karla 2017 - Valur, Reykjavík 2018 - ÍBV, Vestmanneyjar 2019 - SelfossÍslandsmeistarar í handbolta kvenna 2017 - Fram, Reykjavík 2018 - Fram, Reykjavík 2019 - Valur, ReykjavíkBikarmeistarar í handbolta karla 2017 - Valur, Reykjavík 2018 - ÍBV, Vestmanneyjar 2019 - FH, Hafnarfjörður 2020 - ÍBV, VestmanneyjarBikameistarar í handbolta kvenna 2017 - Stjarnan, Garðabæ 2018 - Fram, Reykjavík 2019 - Valur, Reykjavík 2020 - Fram, ReykjavíkÍslandsmeistarar í körfubolta karla 2017 - KR, Reykjavík 2018 - KR, Reykjavík 2019 - KR, ReykjavíkÍslandsmeistarar í körfubolta kvenna 2017 - Keflavík, Reykjanesbær 2018 - Haukar, Hafnarfjörður 2019 - Valur, ReykjavíkBikarmeistarar í körfubolta karla 2017 - KR, Reykjavík 2018 - Tindastóll, Sauðárkrókur 2019 - Stjarnan, Garðabæ 2020 - Stjarnan, GarðabæBikameistarar í körfubolta kvenna 2017 - Keflavík, Reykjanesbær 2018 - Keflavík, Reykjanesbær 2019 - Valur, Reykjavík 2020 - Skallagrímur, Borgarnes Vestmannaeyjar Mest lesið Knorr lofaði Alfreð: Enginn egóisti og róaði okkur Handbolti Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Handbolti Utan vallar: Ég get ekki meir Handbolti „Besta íslenska landslið sem við höfum mætt“ Handbolti Aldrei hlegið jafnmikið og við að horfa á Nablann Körfubolti Átján ára orðin næstfljótust í sögu Íslands Sport „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Enski boltinn „Hræddir erum við ekki“ Sport Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Handbolti Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Viktor Gísli líka frábær í Fantasy Utan vallar: Ég get ekki meir „Besta íslenska landslið sem við höfum mætt“ „Sáru töpin sitja í okkur“ „Örugglega orðinn hundleiður á umræðunni“ „Það er mjög slæm minning“ Knorr lofaði Alfreð: Enginn egóisti og róaði okkur Alfreð mætti með sína menn klára í leik upp á líf eða dauða „Það trompast allt þarna“ Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Austurríkismenn hjálpuðu Alfreð Dagur fagnaði sigri á móti Faxa EM í dag: Það eru engar afsakanir í boði „Lífshættulegt“ gólf losnaði í einni af EM-höllunum Einar í ræktina en fær ekki að æfa með hópnum Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Íslendingar sitja fastir í Svíþjóð Íslendingar ættu frekar að vera hræddir „Elvar og Ýmir voru rosalegir“ Úthúðuðu Alfreð og starfið talið í húfi í kvöld Miðar á milliriðil Íslands rjúka út: „Mikilvægt að tryggja sér miða strax“ Skýrsla Vals: Haukur í horni Gefur Snorra toppeinkunn: „Gríðarleg pressa á honum“ Sigur Ungverja stillir upp úrslitaleik við Ísland um toppsætið EM í dag: Stóra Hauks Þrastar leiknum fagnað með pylsuveislu Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Eiga vart orð yfir mögnuðum árangri Færeyja: „Algjörlega einstakt“ Snorri eftir stórsigur: „Í þessari stemningu og höll þarf ég ekki að segja mikið“ „Er í góðu standi og klár í hvað sem er“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Póllandi: Velkominn Haukur og Ýmir í vígahug Sjá meira
ÍBV tryggði sér bikarmeistaratitil karla um síðustu helgi og hefur ÍBV þar með unnið fimm stóra titla frá og með árinu 2017. Vísir skoðaði titlasöfnum bæjanna á Íslandi undanfarin ár út frá höfðatölu. Vísir ákvað að skoða titlasöfnum bæjanna á Íslandi í karla- og kvennaflokki í þremur stærstu boltagreinunum, fótbolta, handbolta og körfubolta. Þetta eru Ísland- og bikarmeistaratitlar undanfarin fjögur ár. Reykjavík er með flesta íbúa og líka flesta titla. Alls hafa Reykjavíkurfélögin unnið nítján titla á þessum tíma en það dugar þó ekki til að komast ofarlega á titlalistanum út frá höfðatölu. Þar eru Eyjamenn með „yfirburðarforystu“ ef svo má kalla. Eyjamenn eru líka mikið bikarlið enda með fjóra bikarmeistaratitla í karla og kvennaflokki frá og með árinu 2017. Karlalið ÍBV á þrjá af fimm stóru titlum Vestmannaeyja frá 2017 en sumarið 2017 urðu bæði karla og kvennalið ÍBV í fótbolta bikarmeistari. Það á auðvitað eftir að afhenda alla Íslandsmeistaratitla á árinu 2020 sem og bikarmeistaratitlana í fótboltanum. Það er því tími fyrir önnur bæjarfélög á Íslandi til að bæta sína stöðu á listanum. Akureyringar gera síðan örugglega athugasemd við það að blak og íshokkí eru ekki talin í þessari samantekt með en með því myndi bærinn fá ellefu titla til viðbótar og komast upp í þriðja sætið. Vestmanneyingar myndu líka missa toppsætið til Neskaupstaðar en tveir titlar kvennaliðs Þróttar N. í blaki árið 2018 myndu kom þeim á toppinn með 735 íbúa á hvern titil.Íbúar á hvern stóran titil í þremur stærstu boltagreinunum frá 2017 til 2020:(Íslands- og bikarmeistarar karla og kvenna í fótbolta, handbolta og körfubolta) Vestmannaeyjar (5 titlar) 864 íbúar á hvern titil Borgarnes (1 titill) 2012 íbúar á hvern titil Sauðárkrókur (1 titill) 2612 íbúar á hvern titil Selfoss (2 titlar) 4034 íbúar á hvern titil Garðabær (4 titlar) 4039 íbúar á hvern titil Reykjanesbær (3 titlar) 6219 íbúar á hvern titil Reykjavík (19 titlar) 6709 íbúar á hvern titil Hafnarfjörður (2 titlar) 14890 íbúar á hvern titil Kópavogur (4 titlar) 18296 íbúar á hvern titil Akureyri (1 titill) 18880 íbúar á hvern titilEyjamenn þekkja það vel að fagna titlum í Laugardalnum.Vísir/DaníelTitlar sem voru teknir með í þessari samantektÍslandsmeistarar í knattspyrnu karla 2017 - Valur, Reykjavík 2018 - Valur, Reykjavík 2019 - KR, ReykjavíkÍslandsmeistarar í knattspyrnu kvenna 2017 - Þór/KA, Akureyri 2018 - Stjarnan, Garðabæ 2019 - Valur, ReykjavíkBikarmeistarar í knattspyrnu karla 2017 - ÍBV, Vestmanneyjar 2018 - Stjarnan, Garðabæ 2019 - Víkingur, ReykjavíkBikameistarar í knattspyrnu kvenna 2017 - ÍBV, Vestmanneyjar 2018 - Breiðablik, Kópavogur 2019 - SelfossÍslandsmeistarar í handbolta karla 2017 - Valur, Reykjavík 2018 - ÍBV, Vestmanneyjar 2019 - SelfossÍslandsmeistarar í handbolta kvenna 2017 - Fram, Reykjavík 2018 - Fram, Reykjavík 2019 - Valur, ReykjavíkBikarmeistarar í handbolta karla 2017 - Valur, Reykjavík 2018 - ÍBV, Vestmanneyjar 2019 - FH, Hafnarfjörður 2020 - ÍBV, VestmanneyjarBikameistarar í handbolta kvenna 2017 - Stjarnan, Garðabæ 2018 - Fram, Reykjavík 2019 - Valur, Reykjavík 2020 - Fram, ReykjavíkÍslandsmeistarar í körfubolta karla 2017 - KR, Reykjavík 2018 - KR, Reykjavík 2019 - KR, ReykjavíkÍslandsmeistarar í körfubolta kvenna 2017 - Keflavík, Reykjanesbær 2018 - Haukar, Hafnarfjörður 2019 - Valur, ReykjavíkBikarmeistarar í körfubolta karla 2017 - KR, Reykjavík 2018 - Tindastóll, Sauðárkrókur 2019 - Stjarnan, Garðabæ 2020 - Stjarnan, GarðabæBikameistarar í körfubolta kvenna 2017 - Keflavík, Reykjanesbær 2018 - Keflavík, Reykjanesbær 2019 - Valur, Reykjavík 2020 - Skallagrímur, Borgarnes
Vestmannaeyjar Mest lesið Knorr lofaði Alfreð: Enginn egóisti og róaði okkur Handbolti Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Handbolti Utan vallar: Ég get ekki meir Handbolti „Besta íslenska landslið sem við höfum mætt“ Handbolti Aldrei hlegið jafnmikið og við að horfa á Nablann Körfubolti Átján ára orðin næstfljótust í sögu Íslands Sport „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Enski boltinn „Hræddir erum við ekki“ Sport Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Handbolti Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Viktor Gísli líka frábær í Fantasy Utan vallar: Ég get ekki meir „Besta íslenska landslið sem við höfum mætt“ „Sáru töpin sitja í okkur“ „Örugglega orðinn hundleiður á umræðunni“ „Það er mjög slæm minning“ Knorr lofaði Alfreð: Enginn egóisti og róaði okkur Alfreð mætti með sína menn klára í leik upp á líf eða dauða „Það trompast allt þarna“ Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Austurríkismenn hjálpuðu Alfreð Dagur fagnaði sigri á móti Faxa EM í dag: Það eru engar afsakanir í boði „Lífshættulegt“ gólf losnaði í einni af EM-höllunum Einar í ræktina en fær ekki að æfa með hópnum Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Íslendingar sitja fastir í Svíþjóð Íslendingar ættu frekar að vera hræddir „Elvar og Ýmir voru rosalegir“ Úthúðuðu Alfreð og starfið talið í húfi í kvöld Miðar á milliriðil Íslands rjúka út: „Mikilvægt að tryggja sér miða strax“ Skýrsla Vals: Haukur í horni Gefur Snorra toppeinkunn: „Gríðarleg pressa á honum“ Sigur Ungverja stillir upp úrslitaleik við Ísland um toppsætið EM í dag: Stóra Hauks Þrastar leiknum fagnað með pylsuveislu Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Eiga vart orð yfir mögnuðum árangri Færeyja: „Algjörlega einstakt“ Snorri eftir stórsigur: „Í þessari stemningu og höll þarf ég ekki að segja mikið“ „Er í góðu standi og klár í hvað sem er“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Póllandi: Velkominn Haukur og Ýmir í vígahug Sjá meira