Gissur Páll létti lund nágranna með svalasöng Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 14. mars 2020 15:00 Gissur Páll gladdi nágranna sína í dag. Skjáskot Íbúar í Eskihlíð fengu fallegan óperusöng í hádeginu þegar Gissur Páll Gissurarson steig út á svalirnar sínar og söng hið undurfagra og klassíska lag O, sole mio. „Nágranni minn skoraði á mig í gærkvöldi að gera þetta og ég varð við því,“ segir Gissur Páll. Hér má sjá Gissur Pál taka lagið á svölunumKlippa: Gissur Páll syngur á svölum Myndbönd af Ítölum í sóttkví syngja saman úti á svölum hafa farið víða á samfélagsmiðlum. Gissur Páll hefur sjálfur sterkar rætur til Ítalíu þar sem hann bjó og lærði óperusöng. „Mér fannst alveg yndislegt að sjá þetta, alveg frábært. Það getur verið erfitt að sitja allt í einu fastur heima og þetta er falleg leið til að finna samheldni,“ segir Gissur Páll. Eins og heyra má í lok myndbandsins er söng Gissurar fagnað ákaft sem kom honum nokkuð á óvart. „Þetta fór betur í fólkið en ég átti von á. Þetta var betur sóttur viðburður en á horfðist,“ segir Gissur og hlær. „Ég er búinn að fá sms frá nágrönnum í allt að hundrað metra fjarlægð en sjálfur hélt ég mig algjörlega við tveggja metra regluna.“ Hér má sjá myndband frá nágranna sem hlustaði á sönginn: Klippa: Gissur Páll syngur á svölum 2 Gissur segist vita af einni nágrannakonu í sóttkví og segir mikilvægt að fólk finni samheldnina á tímum sem þessum. Íslendingar hafi alltaf sungið mikið saman í gamla daga þegar þeir hittust og það sé eitthvað sem við ættum að taka upp að nýju. „Ég á sjálfur mjög erfitt með að mega ekki hittast og faðmast en söngurinn getur vissulega hjálpað til.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Reykjavík Tónlist Mest lesið Lést eftir að hafa fallið úr bíl á ferð Lífið Eiga nú glöðustu hunda í heimi Lífið Brúðkaup ársins 2024 Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Björn Ingi leikur í ofurhetjumynd Lífið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Menning Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Króli trúlofaður Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Björn Ingi leikur í ofurhetjumynd Eiga nú glöðustu hunda í heimi Lést eftir að hafa fallið úr bíl á ferð Brúðkaup ársins 2024 Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Króli trúlofaður Jólagjafir íslenskra vinnustaða Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Sjá meira
Íbúar í Eskihlíð fengu fallegan óperusöng í hádeginu þegar Gissur Páll Gissurarson steig út á svalirnar sínar og söng hið undurfagra og klassíska lag O, sole mio. „Nágranni minn skoraði á mig í gærkvöldi að gera þetta og ég varð við því,“ segir Gissur Páll. Hér má sjá Gissur Pál taka lagið á svölunumKlippa: Gissur Páll syngur á svölum Myndbönd af Ítölum í sóttkví syngja saman úti á svölum hafa farið víða á samfélagsmiðlum. Gissur Páll hefur sjálfur sterkar rætur til Ítalíu þar sem hann bjó og lærði óperusöng. „Mér fannst alveg yndislegt að sjá þetta, alveg frábært. Það getur verið erfitt að sitja allt í einu fastur heima og þetta er falleg leið til að finna samheldni,“ segir Gissur Páll. Eins og heyra má í lok myndbandsins er söng Gissurar fagnað ákaft sem kom honum nokkuð á óvart. „Þetta fór betur í fólkið en ég átti von á. Þetta var betur sóttur viðburður en á horfðist,“ segir Gissur og hlær. „Ég er búinn að fá sms frá nágrönnum í allt að hundrað metra fjarlægð en sjálfur hélt ég mig algjörlega við tveggja metra regluna.“ Hér má sjá myndband frá nágranna sem hlustaði á sönginn: Klippa: Gissur Páll syngur á svölum 2 Gissur segist vita af einni nágrannakonu í sóttkví og segir mikilvægt að fólk finni samheldnina á tímum sem þessum. Íslendingar hafi alltaf sungið mikið saman í gamla daga þegar þeir hittust og það sé eitthvað sem við ættum að taka upp að nýju. „Ég á sjálfur mjög erfitt með að mega ekki hittast og faðmast en söngurinn getur vissulega hjálpað til.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Reykjavík Tónlist Mest lesið Lést eftir að hafa fallið úr bíl á ferð Lífið Eiga nú glöðustu hunda í heimi Lífið Brúðkaup ársins 2024 Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Björn Ingi leikur í ofurhetjumynd Lífið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Menning Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Króli trúlofaður Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Björn Ingi leikur í ofurhetjumynd Eiga nú glöðustu hunda í heimi Lést eftir að hafa fallið úr bíl á ferð Brúðkaup ársins 2024 Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Króli trúlofaður Jólagjafir íslenskra vinnustaða Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Sjá meira