Skilgreina Spán, Þýskaland og Frakkland nú sem hááhættusvæði Eiður Þór Árnason skrifar 14. mars 2020 17:54 Íslendingum er nú ráðið frá ferðalögum og er Íslendingum á ferðalagi erlendis ráðlagt að íhuga hvort að ástæða sé til að flýta heimför. Vísir/Vilhelm Sóttvarnalæknir hefur nú hækkað áhættumat fyrir Þýskaland, Frakkland og Spán, þar á meðal Kanaríeyjar, í ljósi útbreiðslu kórónuveirunnar í þeim löndum. Allir sem koma frá þeim svæðum er nú gert að fara í tveggja vikna sóttkví við heimkomu. Fyrir voru Kína, Íran, Suður Kórea, Ítalía og skíðasvæði í Ölpunum skilgreind sem áhættusvæði með mikla smitáhættu. Ástæða hækkunar á áhættumati er mikil fjölgun sýktra og alvarlega veikra í þessum löndum. Spánn, Þýskaland og Frakkland teljast því nú til hááhættusvæða. Íslendingar sem koma frá Spáni og Frakklandi skulu fara í sóttkví í 14 daga frá og með deginum í dag 14. mars 2020. Farþegar sem koma frá Þýskalandi skulu fara í sóttkví í 14 daga frá og með 12. mars 2020. Vegna fjölda veirutilfella í flugvél sem kom hingað til lands frá München þann 12. mars hefur verið tekin ákvörðun um að setja alla farþega vélarinnar í sóttkví, að sögn Víðis Reynissonar, yfirlögregluþjóns hjá Ríkislögreglustjóra. Samkvæmt tilmælum frá almannavörnum er Íslendingum nú ráðið frá ferðalögum og er Íslendingum á ferðalagi erlendis ráðlagt að íhuga hvort að ástæða sé til að flýta heimför. Fólki sem er statt erlendis er ráðlagt að hafa samband við borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins í gegnum netfangið hjalp@utn.is, í síma 545-0-112 eða á Facebook-síðu ráðuneytisins. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Frakkland Heilbrigðismál Spánn Þýskaland Tengdar fréttir Stjórnvöld hvetja Íslendinga til að huga að heimför og takmarka ferðalög Ríkisstjórnin kom saman til aukafundar klukkan eitt í dag til að ræða þá stöðu sem komin er upp vegna aðgerða stjórnvalda í öðrum löndum. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir að þessar aðgerðir geti haft áhrif á fjölda Íslendinga sem ýmist búa eða eru á ferðalögum í öðrum löndum. 14. mars 2020 15:12 Mest lesið „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Innlent „Þetta er innrás“ Innlent Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Innlent Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Erlent „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Innlent Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Innlent Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Erlent Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Innlent Fleiri fréttir Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Telur handtökuna byggja á slúðri Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Aukið aðhald í ríkisfjármálum og lífsbarátta hvals „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn „Það er ekkert verið að innleiða einhver svakaleg próf í Kópavoginum“ Hamarsvirkjun í bið frekar en vernd Gæsluvarðhald leiðbeinandans framlengt Konur með örorkulífeyri líklegri til að vera þolendur ofbeldis Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Höfuðpaur fær þremur mánuðum lengri dóm en burðardýr Veðrið sem hlaupararnir á laugardag geta búist við „Þetta er innrás“ Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór Sjá meira
Sóttvarnalæknir hefur nú hækkað áhættumat fyrir Þýskaland, Frakkland og Spán, þar á meðal Kanaríeyjar, í ljósi útbreiðslu kórónuveirunnar í þeim löndum. Allir sem koma frá þeim svæðum er nú gert að fara í tveggja vikna sóttkví við heimkomu. Fyrir voru Kína, Íran, Suður Kórea, Ítalía og skíðasvæði í Ölpunum skilgreind sem áhættusvæði með mikla smitáhættu. Ástæða hækkunar á áhættumati er mikil fjölgun sýktra og alvarlega veikra í þessum löndum. Spánn, Þýskaland og Frakkland teljast því nú til hááhættusvæða. Íslendingar sem koma frá Spáni og Frakklandi skulu fara í sóttkví í 14 daga frá og með deginum í dag 14. mars 2020. Farþegar sem koma frá Þýskalandi skulu fara í sóttkví í 14 daga frá og með 12. mars 2020. Vegna fjölda veirutilfella í flugvél sem kom hingað til lands frá München þann 12. mars hefur verið tekin ákvörðun um að setja alla farþega vélarinnar í sóttkví, að sögn Víðis Reynissonar, yfirlögregluþjóns hjá Ríkislögreglustjóra. Samkvæmt tilmælum frá almannavörnum er Íslendingum nú ráðið frá ferðalögum og er Íslendingum á ferðalagi erlendis ráðlagt að íhuga hvort að ástæða sé til að flýta heimför. Fólki sem er statt erlendis er ráðlagt að hafa samband við borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins í gegnum netfangið hjalp@utn.is, í síma 545-0-112 eða á Facebook-síðu ráðuneytisins.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Frakkland Heilbrigðismál Spánn Þýskaland Tengdar fréttir Stjórnvöld hvetja Íslendinga til að huga að heimför og takmarka ferðalög Ríkisstjórnin kom saman til aukafundar klukkan eitt í dag til að ræða þá stöðu sem komin er upp vegna aðgerða stjórnvalda í öðrum löndum. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir að þessar aðgerðir geti haft áhrif á fjölda Íslendinga sem ýmist búa eða eru á ferðalögum í öðrum löndum. 14. mars 2020 15:12 Mest lesið „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Innlent „Þetta er innrás“ Innlent Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Innlent Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Erlent „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Innlent Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Innlent Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Erlent Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Innlent Fleiri fréttir Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Telur handtökuna byggja á slúðri Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Aukið aðhald í ríkisfjármálum og lífsbarátta hvals „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn „Það er ekkert verið að innleiða einhver svakaleg próf í Kópavoginum“ Hamarsvirkjun í bið frekar en vernd Gæsluvarðhald leiðbeinandans framlengt Konur með örorkulífeyri líklegri til að vera þolendur ofbeldis Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Höfuðpaur fær þremur mánuðum lengri dóm en burðardýr Veðrið sem hlaupararnir á laugardag geta búist við „Þetta er innrás“ Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór Sjá meira
Stjórnvöld hvetja Íslendinga til að huga að heimför og takmarka ferðalög Ríkisstjórnin kom saman til aukafundar klukkan eitt í dag til að ræða þá stöðu sem komin er upp vegna aðgerða stjórnvalda í öðrum löndum. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir að þessar aðgerðir geti haft áhrif á fjölda Íslendinga sem ýmist búa eða eru á ferðalögum í öðrum löndum. 14. mars 2020 15:12