Trúarleiðtogi í Suður-Kóreu ásakaður um morð vegna kórónuveirudauðsfalla Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 1. mars 2020 15:51 Flest kórónuveirusmit hafa greinst í Suður-Kóreu á eftir Kína. getty/Seung-il Ryu Yfirvöld í Suður-Kóreu hyggjast hefja rannsókn á leiðtoga trúarhóps þar í landi en hann er sagður bera ábyrgð á þó nokkrum kórónuveirudauðsföllum. Borgaryfirvöld í Seoul, höfuðborg landsins, hafa óskað eftir því að Lee Man-hee, stofnandi og leiðtogi Shincheonji kirkjunnar, auk ellefu undirmanna hans verði ákærð fyrir morð. Þau eru sökuð um að hafa haldið persónuupplýsingum safnaðarmeðlima frá yfirvöldum þegar reynt var að hafa uppi á mögulegum smitberum áður en veiran breiddist út af einhverju viti í landinu. Þar hafa komið upp flest kórónuveirusmit utan Kína. Tilkynnt hefur verið um 3.730 tilfelli af kórónuveirusmiti og 21 hafa látið lífið. Meira en helmingur sýktra eru meðlimir í Shincheonji kirkju Jesú, sem er kristinn trúarhópur. Yfirvöld segja að meðlimir Shincheonji hafi smitað hvorn annan þegar þeir komu saman í borginni Daegu í síðasta mánuði. Eftir samkomuna hafi svo smitaðir meðlimir kirkjunnar farið aftur til sinna heimahaga og smitað þar. Í dag, sunnudag, sendu borgaryfirvöld í Seoul saksóknurum formlega kvörtun vegna tólf leiðtoga kirkjunnar. Þeir eru sakaðir um morð, að hafa valdið skaða og fleira. Laura Bicker, fréttaritari breska ríkisútvarpsins í Seoul, telur kvörtunina var birtingarmynd á því hve almenningur sé orðinn þreyttur á trúarhópnum og reiður í hans garð. Leiðtogi hópsins, Lee Man-hee, er þekktur fyrir að halda því fram að hann sé Messías endurfæddur. Allir meðlimir safnaðarins, 230 þúsund talsins, hafa farið í skoðun hjá heilbrigðisstarfsfólki og meira en níu þúsund sögðust finna fyrir einkennum kórónuveirunnar. Ein þeirra sem fyrst smitaðist af veirunni í söfnuðinum, 61 árs gömul kona, neitaði til að byrja með að fara á sjúkrahús til að hægt væri að taka sýni úr henni og vitað er að hún hafi mætt á nokkra viðburði í kirkjunni áður en smit hennar var staðfest. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Suður-Kórea Tengdar fréttir Smituðum fjölgar í Evrópu og víðar Verið er að grípa til umfangsmikilla aðgerða vegna Covid-19, sjúkdómsins sem nýja kórónuveiran veldur, víða um heim því á sama tíma og dregið hefur úr fjölgun smitaðra í Kína, fjölgar smituðum hratt annarsstaðar í heiminum. 25. febrúar 2020 21:30 Lýsa yfir hættustigi þegar smit greinist hér á landi Yfirvöld munu ekki lýsa yfir hættustigi hér á landi vegna kórónuveirunnar sem veldur sjúkdómnum COVID-19 fyrr en smit greinist hér. 27. febrúar 2020 12:00 Dauðsföllum vegna kórónuveirunnar fjölgar í Íran Utan Kína hefur kórónuveiran valdið mestu mannskaða í Íran til þessa. Sérfræðingar eru sagðir óttast að stjórnvöld þar reyni að fela raunverulega útbreiðslu hennar. 26. febrúar 2020 12:37 Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fleiri fréttir Draga tilvist neðanjarðarhafs á Títan í efa Réðust á skip úr skuggaflotanum þúsundir kílómetra frá Úkraínu Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Trump vill til tunglsins fyrir 2028 Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Beita dómara ICC refsiaðgerðum vegna Ísrael Taka á kvenfyrirlitningu með sérstöku námskeiði fyrir drengi Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Frú Macron í klandri eftir ósmekkleg ummæli um femínista „Dr. Dauði“ í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða tólf Ekki hafi verið rétt að benda á Skandia-manninn sem morðingja Palme Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Sjá meira
Yfirvöld í Suður-Kóreu hyggjast hefja rannsókn á leiðtoga trúarhóps þar í landi en hann er sagður bera ábyrgð á þó nokkrum kórónuveirudauðsföllum. Borgaryfirvöld í Seoul, höfuðborg landsins, hafa óskað eftir því að Lee Man-hee, stofnandi og leiðtogi Shincheonji kirkjunnar, auk ellefu undirmanna hans verði ákærð fyrir morð. Þau eru sökuð um að hafa haldið persónuupplýsingum safnaðarmeðlima frá yfirvöldum þegar reynt var að hafa uppi á mögulegum smitberum áður en veiran breiddist út af einhverju viti í landinu. Þar hafa komið upp flest kórónuveirusmit utan Kína. Tilkynnt hefur verið um 3.730 tilfelli af kórónuveirusmiti og 21 hafa látið lífið. Meira en helmingur sýktra eru meðlimir í Shincheonji kirkju Jesú, sem er kristinn trúarhópur. Yfirvöld segja að meðlimir Shincheonji hafi smitað hvorn annan þegar þeir komu saman í borginni Daegu í síðasta mánuði. Eftir samkomuna hafi svo smitaðir meðlimir kirkjunnar farið aftur til sinna heimahaga og smitað þar. Í dag, sunnudag, sendu borgaryfirvöld í Seoul saksóknurum formlega kvörtun vegna tólf leiðtoga kirkjunnar. Þeir eru sakaðir um morð, að hafa valdið skaða og fleira. Laura Bicker, fréttaritari breska ríkisútvarpsins í Seoul, telur kvörtunina var birtingarmynd á því hve almenningur sé orðinn þreyttur á trúarhópnum og reiður í hans garð. Leiðtogi hópsins, Lee Man-hee, er þekktur fyrir að halda því fram að hann sé Messías endurfæddur. Allir meðlimir safnaðarins, 230 þúsund talsins, hafa farið í skoðun hjá heilbrigðisstarfsfólki og meira en níu þúsund sögðust finna fyrir einkennum kórónuveirunnar. Ein þeirra sem fyrst smitaðist af veirunni í söfnuðinum, 61 árs gömul kona, neitaði til að byrja með að fara á sjúkrahús til að hægt væri að taka sýni úr henni og vitað er að hún hafi mætt á nokkra viðburði í kirkjunni áður en smit hennar var staðfest.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Suður-Kórea Tengdar fréttir Smituðum fjölgar í Evrópu og víðar Verið er að grípa til umfangsmikilla aðgerða vegna Covid-19, sjúkdómsins sem nýja kórónuveiran veldur, víða um heim því á sama tíma og dregið hefur úr fjölgun smitaðra í Kína, fjölgar smituðum hratt annarsstaðar í heiminum. 25. febrúar 2020 21:30 Lýsa yfir hættustigi þegar smit greinist hér á landi Yfirvöld munu ekki lýsa yfir hættustigi hér á landi vegna kórónuveirunnar sem veldur sjúkdómnum COVID-19 fyrr en smit greinist hér. 27. febrúar 2020 12:00 Dauðsföllum vegna kórónuveirunnar fjölgar í Íran Utan Kína hefur kórónuveiran valdið mestu mannskaða í Íran til þessa. Sérfræðingar eru sagðir óttast að stjórnvöld þar reyni að fela raunverulega útbreiðslu hennar. 26. febrúar 2020 12:37 Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fleiri fréttir Draga tilvist neðanjarðarhafs á Títan í efa Réðust á skip úr skuggaflotanum þúsundir kílómetra frá Úkraínu Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Trump vill til tunglsins fyrir 2028 Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Beita dómara ICC refsiaðgerðum vegna Ísrael Taka á kvenfyrirlitningu með sérstöku námskeiði fyrir drengi Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Frú Macron í klandri eftir ósmekkleg ummæli um femínista „Dr. Dauði“ í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða tólf Ekki hafi verið rétt að benda á Skandia-manninn sem morðingja Palme Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Sjá meira
Smituðum fjölgar í Evrópu og víðar Verið er að grípa til umfangsmikilla aðgerða vegna Covid-19, sjúkdómsins sem nýja kórónuveiran veldur, víða um heim því á sama tíma og dregið hefur úr fjölgun smitaðra í Kína, fjölgar smituðum hratt annarsstaðar í heiminum. 25. febrúar 2020 21:30
Lýsa yfir hættustigi þegar smit greinist hér á landi Yfirvöld munu ekki lýsa yfir hættustigi hér á landi vegna kórónuveirunnar sem veldur sjúkdómnum COVID-19 fyrr en smit greinist hér. 27. febrúar 2020 12:00
Dauðsföllum vegna kórónuveirunnar fjölgar í Íran Utan Kína hefur kórónuveiran valdið mestu mannskaða í Íran til þessa. Sérfræðingar eru sagðir óttast að stjórnvöld þar reyni að fela raunverulega útbreiðslu hennar. 26. febrúar 2020 12:37