Hjalti: Lélegur og leiðinlegur leikur Ísak Hallmundarson skrifar 1. mars 2020 21:30 Hjalti telur sína menn geta gert betur en í kvöld þrátt fyrir sigur vísir/daníel Keflavík lagði Hauka af velli í Dominos-deild karla í körfubolta í kvöld, 80-69. Hjalti Þór Vilhjálmsson, þjálfari Keflavíkur, var alls ekki sáttur við spilamennsku sinna manna í kvöld þrátt fyrir sigurinn, en leikurinn var kaflaskiptur þar sem Keflavík leiddi á tímabili með 14 stigum en Haukar náðu að vinna sig inn í leikinn og komast yfir. Það fór þó allt vel fyrir Hjalta hans menn sem náðu að kreista fram sigur í lokin. ,,Sigur er alltaf sigur og tvö stig eru alltaf tvö stig en þetta var rosalega lélegur og leiðinlegur leikur,‘‘ sagði Hjalti í viðtali eftir leik. Keflavík byrjaði eins og áður sagði betur en misstu leikinn úr höndum sér í lok annars leikhluta. ,,Varnarleikurinn var góður í byrjun og það var góð orka í liðinu og við fengum hraðaupphlaup og þess vegna náðum við kannski þessum mun. Svo vorum við bara rosalega slappir í öðrum og þriðja leikhluta þar sem að við þurftum að fara að setja upp á hálfum velli. Þá fór allt í lás einhvernveginn.‘‘ Valur Orri Valsson sem samdi við Keflavík á dögunum kom inn á lok þriðja leikhluta og spilaði tæpar fimm mínútur. ,,Ég var búinn að ákveða að spila honum í einhverjar fjórar, fimm mínútur. Hann lenti bara í gær og tók eina æfingu með liðinu og veit svona fjögur eða fimm kerfi hjá okkur. Ég vildi aðeins leyfa honum að spila,‘‘ sagði Hjalti um innkomu Vals. En hvað þurfa Hjalti og hans menn að laga fyrir næsta leik? ,,Miðað við þennan leik þurfum við að laga allan sóknarleikinn. Við þurfum að vera miklu beittari í öllum aðgerðum en varnarlega vorum við þokkalegir.‘‘ Nú er stutt í úrslitakeppnina og einungis þrír leikir eftir af deildarkeppninni. Hjalti segir lokasprettinn leggjast vel í liðið eftir þriggja vikna keppnishlé. ,,Þetta voru mjög góðar þrjár vikur. Við tókum gott frí til að byrja með og svo var æft af krafti einhverjar tvær vikur. Við erum tilbúnir í úrslitakeppnina,‘‘ sagði Hjalti að lokum. Næst mætir Keflavík botnliði Fjölnis á útivelli, nánar tiltekið næsta fimmtudag. Dominos-deild karla Íslenski körfuboltinn Mest lesið Hatar hvítu stuttbuxurnar Handbolti Mo Salah fjarlægði allt tengt Liverpool af miðlum sínum Enski boltinn Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Handbolti Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Körfubolti Leik lokið: Breiðablik-KuPS 0-0 | Höskuldur klúðraði víti og Blikar bíða enn Fótbolti Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Fótbolti Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Enski boltinn Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Körfubolti Betri en allar konur í sögu bakgarðshlaupanna Sport Ótrúlegur Kane sá við Messi og Ronaldo Fótbolti Fleiri fréttir Ármann - Keflavík | Kokhraustir gestir í Höllinni Þór Þ. - Valur | Hafa farið rólega úr blokkunum Grindavík - KR | Taplaus lið takast á Njarðvík - Tindastóll | Heldur flug Stólanna áfram? Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Þrenna Maddie Sutton dugði ekki á Hlíðarenda Elvar tapaði á grátlegan hátt á móti gömlu félögunum Uppgjör: Keflavík - Haukar 94-84 | Keflvíkingar tóku Íslandsmeistarana Nablinn sparkaði upp hurðinni í byrjun þáttarins Pedersen með landsliðið til 2029 Breyta reglum eftir brellu Stjörnunnar Troðslur og Braveheart fagn í Kemi tilþrifum umferðarinnar Uppgjörið: Grindavík-Stjarnan 79-66 | Frábær fjórði hjá Grindavík Nýliðar KR stöðvuðu sigurgöngu Njarðvíkur og fyrsti sigurinn í 65 ár Tryggvi frábær í öruggum Evrópusigri Músin Ragnar og stemning Stólanna Keflavík fær erlendan leikmann Keflvíkingar komu til baka í seinni hálfleik Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 99-93 | Álftanes vann Njarðvík í bikarnum í hörkuleik Stólarnir skotnir niður á jörðina í Tékklandi Bílstjóri grýttur til dauða eftir körfuboltaleik Nýr Ármenningur „með allan pakkann“ og pabba sem vann NBA Skagamenn bæta fyrrum landsliðsmanni Serbíu í hópinn Kevin Durant semur við Rockets til tveggja ára Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Teitur segir að Keflavík eigi að stefna á titilinn Uppgjörið: Keflavík - Stjarnan 92-71 | Meistararnir teknir til slátrunar Leik lokið: ÍR-Tindastóll 67-113 | Stólarnir í stuði í Skógarselinu Vill að hún fái að þjálfa í NBA Sjá meira
Keflavík lagði Hauka af velli í Dominos-deild karla í körfubolta í kvöld, 80-69. Hjalti Þór Vilhjálmsson, þjálfari Keflavíkur, var alls ekki sáttur við spilamennsku sinna manna í kvöld þrátt fyrir sigurinn, en leikurinn var kaflaskiptur þar sem Keflavík leiddi á tímabili með 14 stigum en Haukar náðu að vinna sig inn í leikinn og komast yfir. Það fór þó allt vel fyrir Hjalta hans menn sem náðu að kreista fram sigur í lokin. ,,Sigur er alltaf sigur og tvö stig eru alltaf tvö stig en þetta var rosalega lélegur og leiðinlegur leikur,‘‘ sagði Hjalti í viðtali eftir leik. Keflavík byrjaði eins og áður sagði betur en misstu leikinn úr höndum sér í lok annars leikhluta. ,,Varnarleikurinn var góður í byrjun og það var góð orka í liðinu og við fengum hraðaupphlaup og þess vegna náðum við kannski þessum mun. Svo vorum við bara rosalega slappir í öðrum og þriðja leikhluta þar sem að við þurftum að fara að setja upp á hálfum velli. Þá fór allt í lás einhvernveginn.‘‘ Valur Orri Valsson sem samdi við Keflavík á dögunum kom inn á lok þriðja leikhluta og spilaði tæpar fimm mínútur. ,,Ég var búinn að ákveða að spila honum í einhverjar fjórar, fimm mínútur. Hann lenti bara í gær og tók eina æfingu með liðinu og veit svona fjögur eða fimm kerfi hjá okkur. Ég vildi aðeins leyfa honum að spila,‘‘ sagði Hjalti um innkomu Vals. En hvað þurfa Hjalti og hans menn að laga fyrir næsta leik? ,,Miðað við þennan leik þurfum við að laga allan sóknarleikinn. Við þurfum að vera miklu beittari í öllum aðgerðum en varnarlega vorum við þokkalegir.‘‘ Nú er stutt í úrslitakeppnina og einungis þrír leikir eftir af deildarkeppninni. Hjalti segir lokasprettinn leggjast vel í liðið eftir þriggja vikna keppnishlé. ,,Þetta voru mjög góðar þrjár vikur. Við tókum gott frí til að byrja með og svo var æft af krafti einhverjar tvær vikur. Við erum tilbúnir í úrslitakeppnina,‘‘ sagði Hjalti að lokum. Næst mætir Keflavík botnliði Fjölnis á útivelli, nánar tiltekið næsta fimmtudag.
Dominos-deild karla Íslenski körfuboltinn Mest lesið Hatar hvítu stuttbuxurnar Handbolti Mo Salah fjarlægði allt tengt Liverpool af miðlum sínum Enski boltinn Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Handbolti Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Körfubolti Leik lokið: Breiðablik-KuPS 0-0 | Höskuldur klúðraði víti og Blikar bíða enn Fótbolti Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Fótbolti Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Enski boltinn Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Körfubolti Betri en allar konur í sögu bakgarðshlaupanna Sport Ótrúlegur Kane sá við Messi og Ronaldo Fótbolti Fleiri fréttir Ármann - Keflavík | Kokhraustir gestir í Höllinni Þór Þ. - Valur | Hafa farið rólega úr blokkunum Grindavík - KR | Taplaus lið takast á Njarðvík - Tindastóll | Heldur flug Stólanna áfram? Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Þrenna Maddie Sutton dugði ekki á Hlíðarenda Elvar tapaði á grátlegan hátt á móti gömlu félögunum Uppgjör: Keflavík - Haukar 94-84 | Keflvíkingar tóku Íslandsmeistarana Nablinn sparkaði upp hurðinni í byrjun þáttarins Pedersen með landsliðið til 2029 Breyta reglum eftir brellu Stjörnunnar Troðslur og Braveheart fagn í Kemi tilþrifum umferðarinnar Uppgjörið: Grindavík-Stjarnan 79-66 | Frábær fjórði hjá Grindavík Nýliðar KR stöðvuðu sigurgöngu Njarðvíkur og fyrsti sigurinn í 65 ár Tryggvi frábær í öruggum Evrópusigri Músin Ragnar og stemning Stólanna Keflavík fær erlendan leikmann Keflvíkingar komu til baka í seinni hálfleik Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 99-93 | Álftanes vann Njarðvík í bikarnum í hörkuleik Stólarnir skotnir niður á jörðina í Tékklandi Bílstjóri grýttur til dauða eftir körfuboltaleik Nýr Ármenningur „með allan pakkann“ og pabba sem vann NBA Skagamenn bæta fyrrum landsliðsmanni Serbíu í hópinn Kevin Durant semur við Rockets til tveggja ára Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Teitur segir að Keflavík eigi að stefna á titilinn Uppgjörið: Keflavík - Stjarnan 92-71 | Meistararnir teknir til slátrunar Leik lokið: ÍR-Tindastóll 67-113 | Stólarnir í stuði í Skógarselinu Vill að hún fái að þjálfa í NBA Sjá meira