Íva segir forsvarsmenn RÚV fara með rangt mál Jakob Bjarnar skrifar 1. mars 2020 23:54 Íva komst í úrslitaþáttinn með lag sitt Oculis Videre. Íva Marín Adrichem, sem keppti á úrslitakvöldi Söngvakeppninnar í gærkvöldi með lag sitt Oculis Videre, er verulega ósátt við vinnubrögð hjá starfsfólki Ríkisútvarpsins. Þrátt fyrir að hafa komið því á framfæri að hljóðnemi lykilraddar í bakröddum væri rafhlöðulaus hefði ekki verið brugðist við. Þá hefðu þau fengið þau svör við beiðni sinni um að endurflytja lagið, strax að því loknu, að slíkt væri ekki hægt. Nú í dag væru svörin hins vegar á þá leið að þau hefðu þurft að falast eftir því. Sem Íva Marín segist sannarlega hafa gert. Tæknivandræði fyrirferðamikil Daði Freyr og Gagnamagnið komu, sáu og sigruðu í gærkvöldi og verða fulltrúar Íslands í Rotterdam í maí. Daði Freyr keppti við rokksveitina Dimmu í úrslitum en Íva Marín var á meðal þriggja atriða sem komust ekki í úrslitaeinvígið. Hún segist í færslu á Facebook þakklát fyrir ómetanlegan stuðning og eitt besta kvöld lífs síns. Hún verði þó að koma á framfæri skoðunum sínum varðandi tæknileg mistök sem urðu á atriði hennar í ljósi mikillar umræðu á netinu. Fjölmörg tæknileg vandræði voru áberandi á úrslitakvöldinu og má segja að landsmenn hafi farið hamförum á Twitter þar sem tæknifólki Ríkistútvarpsins var ýmist lastað eða tekið til varna fyrir það. „Í upphafi ætlaði ég ekki að tjá mig um málið en þar sem forsvarsfólk keppninar er farið að svara fyrir sig á opinberum vetvangi neyðist ég eiginlega til að segja mína hlið á málinu,“ segir Íva Marín. „Í flutningnum á úrslitakvöldinu varð míkrófónn Söndru, sem syngur efsta sópran í bakröddunum batteríslaus. Við söngkonurnar létum skýrt vita að ekkert heyrðist í Söndru áður en lagið hófst með þeirri von um að hægt væri að koma hljóðnemanum í gang.“ Vakti athygli á klúðrinu í viðtali Það hafi ekki tekist og því vantaði 20% af söngnum. Það séu hún og útsetjari bakraddanna sammála um. „Þegar í græna herbergið var komið var flutningur á síðasta atriði kvöldsins í fullum gangi og við Sandra óskuðum eftir að flytja lagið aftur. Við fengum engin svör nema það að það væri ekki hægt, tæknilegir örðugleikar koma fyrir í beinni útsendingu,“ segir Íva Marín. Flutninginn í gærkvöldi má heyra að neðan. Hún vakti raunar athygli á því í viðtali við Björgu Magnúsdóttur í Græna herberginu skömmu eftir að hún flutti lagið. Á þeim tímapunkti óskaði hún þó ekki eftir endurflutningi. Rúnar Freyr Gíslason, starfsmaður framkvæmdastjórnar Söngvakeppninnar, svarar gagnrýni varðandi þetta í Facebook-hópnum Júróvisíón 2020. Hinn höfundurinn heyrði ekkert „Ef upptökustjóri og aðrir í RÚV-starfsliði taka ekki eftir að neitt sé að (eins og var í þessu tilviki) þá er gert ráð fyrir að höfundur/ar óski eftir að fá að flytja lag aftur og þá er það auðvitað tekið til skoðunar. Höfundar þessa lags óskuðu ekki eftir því í gærkvöldi.“ Hann bendir á að annar höfundur lagsins hafi verið spurður út í þetta atriði eftir flutninginn. Sá hafi ekki tekið eftir neinu. Ef fólkið hennar Ivu hafi ekki einu sinni tekið eftir þessu, hvað eigi að gera? „Höfundar fóru ekki fram á að flytja lagið aftur. Ég persónulega hef hlustað ótal oft á lagið og heyrði ekki mun. Vissi ekki neitt fyrr en Íva sagði frá því,“ segir Rúnar Freyr. Íva Marín segir alveg rétt að hinn höfundur lagsins hafi ekki tekið eftir að sópraninn vantaði en allir aðrir Í hópnum gert það. Að neðan má heyra flutninginn á undanúrslitakvöldinu. Lesendur geta því gert sinn eigin samanburð og athugað hvort þeir heyri muninn frá því í gærkvöldi. Finnst vinnubrögðin óásættanleg „Raunar var algjört kraftaverk að hinar þrjár bakraddirnar héldu lagi þar sem sópraninn gegnir lykilhlutverki í útsetningunni. Nú segja forsvarsmenn keppninar að höfundur verði að óska eftir endurflutningi en þar sem það var gert skil ég ekki að ég hafi ekki fengið að fara aftur á svið. Líklegasta skýringin fannst mér að við áttum að koma í viðtal strax eftir flutning síðasta lagsins og því hafi ekki verið tími,“ segir Íva Marín. Hún segist ekki ætla að tjá sig frekar um málið en lýkur ræðu sinni svona: „Mér finnst ótrúlega leiðinlegt að þetta hafi komið upp og að greinilega hafi um stóran misskilning verið að ræða. Þó finnst mér þau vinnubrögð að checka ekki á rafhlöðum í hljóðnemum óásættanleg því það er af mér vitandi alltaf gert fyrir hvern flutning. Þar sem við létum skýrt vita fyrir flutninginn hefði mér einnig fundist réttast að lagið væri stöðvað og skipt um hljóðnema.“ Íva Marín var í viðtali í Íslandi í dag fyrir nokkrum vikum. Viðtalið vakti mikla athygli. Eurovision Fjölmiðlar Tónlist Tengdar fréttir Segir ekki rétt að konum sé kerfisbundið haldið niðri Íva Marín Adrichem er ein þeirra sem kynnt var til leiks um helgina í undankeppni Eurovision söngvakeppninnar hjá Ríkissjónvarpinu. Íva er áhugaverð ung kona á tvítugsaldri sem er að læra klassískan söng við listaháskóla í Rotterdam. 21. janúar 2020 10:00 Íva hættir við að syngja á ensku Nú hafa fleiri höfundar bæst í hóp þeirra sem hyggjast flytja lögin á íslensku í úrslitakeppni Söngvakeppninnar en reglur keppninnar kveða á um að á úrslitakvöldinu skulu öll lögin vera flutt á því tungumáli sem höfundur hyggst flytja lagið í Eurovision. 19. febrúar 2020 10:47 Íva sendir frá sér myndband við Oculis Videre Íva Marín Adrichem hefur sent frá sér tónlistarmyndband við lagið Oculis Videre sem hún mun flytja á úrslitakvöldi Söngvakeppninnar í Laugardalshöll á laugardaginn. 26. febrúar 2020 09:16 Mest lesið Tvisvar sóttur af lögreglu eftir flótta af spítalanum Lífið „Vó þetta er geggjað, en svo hélt ég bara áfram með daginn“ Lífið Hristir hausinn yfir fyrra líferni Lífið Fréttatía vikunnar: Magga Stína, Nóbelsverðlaun og riðuveiki Lífið Skrýtin skilaboð að þurfa að sækja fundi til að vera edrú Lífið „Ef þú kemur hingað og ferð að brjóta lög þá áttu ekkert erindi hér“ Lífið Britney deildi myndbandi af Yrsu að fá gleraugu í fyrsta sinn Lífið „Hitti Rúrik Gíslason einu sinni í bókabúð og Herra Hnetusmjör nokkrum sinnum“ Lífið Þetta eru bestu lög 21. aldarinnar Tónlist Heiður Ósk og Davíð keyptu parhús í Hafnarfirði Lífið Fleiri fréttir Fréttatía vikunnar: Magga Stína, Nóbelsverðlaun og riðuveiki Tvisvar sóttur af lögreglu eftir flótta af spítalanum „Vó þetta er geggjað, en svo hélt ég bara áfram með daginn“ Hristir hausinn yfir fyrra líferni Heiður Ósk og Davíð keyptu parhús í Hafnarfirði Hamingja í hverjum munnbita „Hitti Rúrik Gíslason einu sinni í bókabúð og Herra Hnetusmjör nokkrum sinnum“ „Ef þú kemur hingað og ferð að brjóta lög þá áttu ekkert erindi hér“ Skrýtin skilaboð að þurfa að sækja fundi til að vera edrú „Þetta er virkilega fallegt samfélag“ Eigendur Tripical keyptu glæsihæð við Nesveg „Það að missa hann hefur líklega mótað mig hvað mest“ Tindatríóið híft upp en Anna Sigga enn föst Britney deildi myndbandi af Yrsu að fá gleraugu í fyrsta sinn „Dreymir um að geta haft jákvæð áhrif á líf annarra“ „Öðruvísi að vera þarna megin við borðið“ í baráttu við krabbann Sjáðu-hjónin kunna að halda partý Tilkynnti dauða Trés lífsins með brókarmynd Sjónlýsing í fyrsta sinn „Fötlun fyrir marga að vera með lítið typpi“ Karen og Hjalti orðin tveggja barna foreldrar Fullkominn brúðkaupsdagur í frönskum kastala Play gjaldþrota: Hvað geta Laufey og Viagra kennt okkur? Dauðlangar í kynlífsdúkku en óttast álit annarra Fagnar gagnrýni á „rasshausa-ummæli“ sín Silja Rós og Magnús eiga von á dreng Andri og Anne selja í Fossvogi Ljúffeng gulrótarkaka í morgunmat „Þetta fólk myndi ekki rata í Víkina með Google Maps“ Fór á skeljarnar eftir siglingu um Miðjarðarhafið Sjá meira
Íva Marín Adrichem, sem keppti á úrslitakvöldi Söngvakeppninnar í gærkvöldi með lag sitt Oculis Videre, er verulega ósátt við vinnubrögð hjá starfsfólki Ríkisútvarpsins. Þrátt fyrir að hafa komið því á framfæri að hljóðnemi lykilraddar í bakröddum væri rafhlöðulaus hefði ekki verið brugðist við. Þá hefðu þau fengið þau svör við beiðni sinni um að endurflytja lagið, strax að því loknu, að slíkt væri ekki hægt. Nú í dag væru svörin hins vegar á þá leið að þau hefðu þurft að falast eftir því. Sem Íva Marín segist sannarlega hafa gert. Tæknivandræði fyrirferðamikil Daði Freyr og Gagnamagnið komu, sáu og sigruðu í gærkvöldi og verða fulltrúar Íslands í Rotterdam í maí. Daði Freyr keppti við rokksveitina Dimmu í úrslitum en Íva Marín var á meðal þriggja atriða sem komust ekki í úrslitaeinvígið. Hún segist í færslu á Facebook þakklát fyrir ómetanlegan stuðning og eitt besta kvöld lífs síns. Hún verði þó að koma á framfæri skoðunum sínum varðandi tæknileg mistök sem urðu á atriði hennar í ljósi mikillar umræðu á netinu. Fjölmörg tæknileg vandræði voru áberandi á úrslitakvöldinu og má segja að landsmenn hafi farið hamförum á Twitter þar sem tæknifólki Ríkistútvarpsins var ýmist lastað eða tekið til varna fyrir það. „Í upphafi ætlaði ég ekki að tjá mig um málið en þar sem forsvarsfólk keppninar er farið að svara fyrir sig á opinberum vetvangi neyðist ég eiginlega til að segja mína hlið á málinu,“ segir Íva Marín. „Í flutningnum á úrslitakvöldinu varð míkrófónn Söndru, sem syngur efsta sópran í bakröddunum batteríslaus. Við söngkonurnar létum skýrt vita að ekkert heyrðist í Söndru áður en lagið hófst með þeirri von um að hægt væri að koma hljóðnemanum í gang.“ Vakti athygli á klúðrinu í viðtali Það hafi ekki tekist og því vantaði 20% af söngnum. Það séu hún og útsetjari bakraddanna sammála um. „Þegar í græna herbergið var komið var flutningur á síðasta atriði kvöldsins í fullum gangi og við Sandra óskuðum eftir að flytja lagið aftur. Við fengum engin svör nema það að það væri ekki hægt, tæknilegir örðugleikar koma fyrir í beinni útsendingu,“ segir Íva Marín. Flutninginn í gærkvöldi má heyra að neðan. Hún vakti raunar athygli á því í viðtali við Björgu Magnúsdóttur í Græna herberginu skömmu eftir að hún flutti lagið. Á þeim tímapunkti óskaði hún þó ekki eftir endurflutningi. Rúnar Freyr Gíslason, starfsmaður framkvæmdastjórnar Söngvakeppninnar, svarar gagnrýni varðandi þetta í Facebook-hópnum Júróvisíón 2020. Hinn höfundurinn heyrði ekkert „Ef upptökustjóri og aðrir í RÚV-starfsliði taka ekki eftir að neitt sé að (eins og var í þessu tilviki) þá er gert ráð fyrir að höfundur/ar óski eftir að fá að flytja lag aftur og þá er það auðvitað tekið til skoðunar. Höfundar þessa lags óskuðu ekki eftir því í gærkvöldi.“ Hann bendir á að annar höfundur lagsins hafi verið spurður út í þetta atriði eftir flutninginn. Sá hafi ekki tekið eftir neinu. Ef fólkið hennar Ivu hafi ekki einu sinni tekið eftir þessu, hvað eigi að gera? „Höfundar fóru ekki fram á að flytja lagið aftur. Ég persónulega hef hlustað ótal oft á lagið og heyrði ekki mun. Vissi ekki neitt fyrr en Íva sagði frá því,“ segir Rúnar Freyr. Íva Marín segir alveg rétt að hinn höfundur lagsins hafi ekki tekið eftir að sópraninn vantaði en allir aðrir Í hópnum gert það. Að neðan má heyra flutninginn á undanúrslitakvöldinu. Lesendur geta því gert sinn eigin samanburð og athugað hvort þeir heyri muninn frá því í gærkvöldi. Finnst vinnubrögðin óásættanleg „Raunar var algjört kraftaverk að hinar þrjár bakraddirnar héldu lagi þar sem sópraninn gegnir lykilhlutverki í útsetningunni. Nú segja forsvarsmenn keppninar að höfundur verði að óska eftir endurflutningi en þar sem það var gert skil ég ekki að ég hafi ekki fengið að fara aftur á svið. Líklegasta skýringin fannst mér að við áttum að koma í viðtal strax eftir flutning síðasta lagsins og því hafi ekki verið tími,“ segir Íva Marín. Hún segist ekki ætla að tjá sig frekar um málið en lýkur ræðu sinni svona: „Mér finnst ótrúlega leiðinlegt að þetta hafi komið upp og að greinilega hafi um stóran misskilning verið að ræða. Þó finnst mér þau vinnubrögð að checka ekki á rafhlöðum í hljóðnemum óásættanleg því það er af mér vitandi alltaf gert fyrir hvern flutning. Þar sem við létum skýrt vita fyrir flutninginn hefði mér einnig fundist réttast að lagið væri stöðvað og skipt um hljóðnema.“ Íva Marín var í viðtali í Íslandi í dag fyrir nokkrum vikum. Viðtalið vakti mikla athygli.
Eurovision Fjölmiðlar Tónlist Tengdar fréttir Segir ekki rétt að konum sé kerfisbundið haldið niðri Íva Marín Adrichem er ein þeirra sem kynnt var til leiks um helgina í undankeppni Eurovision söngvakeppninnar hjá Ríkissjónvarpinu. Íva er áhugaverð ung kona á tvítugsaldri sem er að læra klassískan söng við listaháskóla í Rotterdam. 21. janúar 2020 10:00 Íva hættir við að syngja á ensku Nú hafa fleiri höfundar bæst í hóp þeirra sem hyggjast flytja lögin á íslensku í úrslitakeppni Söngvakeppninnar en reglur keppninnar kveða á um að á úrslitakvöldinu skulu öll lögin vera flutt á því tungumáli sem höfundur hyggst flytja lagið í Eurovision. 19. febrúar 2020 10:47 Íva sendir frá sér myndband við Oculis Videre Íva Marín Adrichem hefur sent frá sér tónlistarmyndband við lagið Oculis Videre sem hún mun flytja á úrslitakvöldi Söngvakeppninnar í Laugardalshöll á laugardaginn. 26. febrúar 2020 09:16 Mest lesið Tvisvar sóttur af lögreglu eftir flótta af spítalanum Lífið „Vó þetta er geggjað, en svo hélt ég bara áfram með daginn“ Lífið Hristir hausinn yfir fyrra líferni Lífið Fréttatía vikunnar: Magga Stína, Nóbelsverðlaun og riðuveiki Lífið Skrýtin skilaboð að þurfa að sækja fundi til að vera edrú Lífið „Ef þú kemur hingað og ferð að brjóta lög þá áttu ekkert erindi hér“ Lífið Britney deildi myndbandi af Yrsu að fá gleraugu í fyrsta sinn Lífið „Hitti Rúrik Gíslason einu sinni í bókabúð og Herra Hnetusmjör nokkrum sinnum“ Lífið Þetta eru bestu lög 21. aldarinnar Tónlist Heiður Ósk og Davíð keyptu parhús í Hafnarfirði Lífið Fleiri fréttir Fréttatía vikunnar: Magga Stína, Nóbelsverðlaun og riðuveiki Tvisvar sóttur af lögreglu eftir flótta af spítalanum „Vó þetta er geggjað, en svo hélt ég bara áfram með daginn“ Hristir hausinn yfir fyrra líferni Heiður Ósk og Davíð keyptu parhús í Hafnarfirði Hamingja í hverjum munnbita „Hitti Rúrik Gíslason einu sinni í bókabúð og Herra Hnetusmjör nokkrum sinnum“ „Ef þú kemur hingað og ferð að brjóta lög þá áttu ekkert erindi hér“ Skrýtin skilaboð að þurfa að sækja fundi til að vera edrú „Þetta er virkilega fallegt samfélag“ Eigendur Tripical keyptu glæsihæð við Nesveg „Það að missa hann hefur líklega mótað mig hvað mest“ Tindatríóið híft upp en Anna Sigga enn föst Britney deildi myndbandi af Yrsu að fá gleraugu í fyrsta sinn „Dreymir um að geta haft jákvæð áhrif á líf annarra“ „Öðruvísi að vera þarna megin við borðið“ í baráttu við krabbann Sjáðu-hjónin kunna að halda partý Tilkynnti dauða Trés lífsins með brókarmynd Sjónlýsing í fyrsta sinn „Fötlun fyrir marga að vera með lítið typpi“ Karen og Hjalti orðin tveggja barna foreldrar Fullkominn brúðkaupsdagur í frönskum kastala Play gjaldþrota: Hvað geta Laufey og Viagra kennt okkur? Dauðlangar í kynlífsdúkku en óttast álit annarra Fagnar gagnrýni á „rasshausa-ummæli“ sín Silja Rós og Magnús eiga von á dreng Andri og Anne selja í Fossvogi Ljúffeng gulrótarkaka í morgunmat „Þetta fólk myndi ekki rata í Víkina með Google Maps“ Fór á skeljarnar eftir siglingu um Miðjarðarhafið Sjá meira
Segir ekki rétt að konum sé kerfisbundið haldið niðri Íva Marín Adrichem er ein þeirra sem kynnt var til leiks um helgina í undankeppni Eurovision söngvakeppninnar hjá Ríkissjónvarpinu. Íva er áhugaverð ung kona á tvítugsaldri sem er að læra klassískan söng við listaháskóla í Rotterdam. 21. janúar 2020 10:00
Íva hættir við að syngja á ensku Nú hafa fleiri höfundar bæst í hóp þeirra sem hyggjast flytja lögin á íslensku í úrslitakeppni Söngvakeppninnar en reglur keppninnar kveða á um að á úrslitakvöldinu skulu öll lögin vera flutt á því tungumáli sem höfundur hyggst flytja lagið í Eurovision. 19. febrúar 2020 10:47
Íva sendir frá sér myndband við Oculis Videre Íva Marín Adrichem hefur sent frá sér tónlistarmyndband við lagið Oculis Videre sem hún mun flytja á úrslitakvöldi Söngvakeppninnar í Laugardalshöll á laugardaginn. 26. febrúar 2020 09:16