Mættu með börnin í Ráðhúsið Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 2. mars 2020 12:12 Þessi börn geta ekki mætt í leikskólann vegna verkfalla. Þau léku sér í Ráðhúsinu í morgun og sum mættu með mótmælaspjöld. Vísir/Vilhelm Hafin er þriðja vikan í ótímabundnu verkfalli Eflingarstarfsfólk hjá Reykjavíkurborg. Töluverð óþreyja ríkir meðal foreldra leikskólabarna sem mættu með börn sín í Ráðhúsið í dag í mótmælaskini við því að ekki sé einu sinni verið að funda í kjaradeilunni. Borgin hefur farið fram á frekari undanþágur vegna sorphirðu og þrifa í ljósi kórónuveirunnar. Nokkur hópur foreldra leikskólabarna sem þurfa að sitja heima vegna verkfallanna kom saman í Ráðhúsinu klukkan ellefu í morgun. Sigríður Víðis Jónsdóttir er ein þeirra. „Ég styð að sjálfsögðu baráttu láglaunafólks en ég geri um leið þá lágmarkskröfu að viðsemjendur fundi og þau tali saman og geri allt sem í þeirra valdi stendur til að leysa þessa deilu,“ segir Sigríður. Hátt í fimm tonn af sorpi á 20 mínútum Enginn fundur hefur verið boðaður í kjaradeilunni. Bjarni Brynjólfsson er upplýsingastjóri hjá Reykjavíkurborg. „Við höfum fengið undanþágur fyrir sorphirðuna og fyrir heimaþjónustuna til þess að þrífa á heimilum fólks og á hjúkrunarheimilum. Aðrar undanþágur hafa ekki verið veittar en við erum að biðja um sem sagt auknar undanþáguheimildir til þess að geta haldið áfram sorphirðunni og haldið áfram að sinna þessum þrifum,“ segir Bjarni. Hann brýnir fyrir borgarbúum að gæta að því að hreinsa frá ruslatunnum svo sorphirða gangi vel fyrir sig enda gilda undanþágur í stuttan tíma. „Við náum ekki að komast yfir til dæmis í sorphirðunni nema Breiðholt og Árbæ. Það hefur safnast upp gríðarlegt magn af sorpi. Sem dæmi þá kom úr tveimur stórum blokkum í Breiðholti einhver 4,8 tonn af sorpi á 20 mínútum. Segir Bjarni Brynjólfsson, upplýsingastjóri Reykjavíkurborgar. Þá samþykkti borgarráð í morgun á sérstökum aukafundi í morgun að leggja til aukið fjármagn vegna aukinna þrifa vegna kórónuveirunnar. Að neðan má sjá klippu frá mótmælunum. Kjaramál Reykjavík Skóla - og menntamál Mest lesið Leggja til breytingar á gatnamótum í kjölfar banaslyss Innlent Lýst eftir Ólafi í Búlgaríu Innlent Fjallað um Skjöld Íslands í forsíðugrein stórblaðs Innlent „Erfið stund en mikilvæg“ Innlent Drengurinn fannst heill á húfi Innlent Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Innlent Hvirfilbylur við Vatnsleysuströnd Innlent Björguðu ketti sem var fastur inni í Teslu Innlent Maður talinn af eftir jarðfall Erlent Kjúklingaræktandi fær á baukinn en MAST líka Innlent Fleiri fréttir „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Þjóðin sé orðin þreytt á málþófi Tókst ekki að flýja lögreglu og var gómaður með þrjá hnífa og meint eiturlyf Leikskólabörn sungu með 89 ára harmonikuleikara í Garðabæ Skorar á verktaka að lækka íbúðaverð Björguðu ketti sem var fastur inni í Teslu Varnaðarorð sálfræðings, auðveldari leið inn á húsnæðismarkað og bangsakvöld Lýst eftir Ólafi í Búlgaríu Þyrlan kölluð út vegna beinbrotinnar göngukonu Vesturbæjarlaug opnar enn á ný Fjallað um Skjöld Íslands í forsíðugrein stórblaðs Skjálfti fannst í byggð Ólafur orðinn nýr þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins „Erfið stund en mikilvæg“ Kjötsúpu í boði á Hvolsvelli fyrir alla sem vilja Þorgerður á óformlegum fundi ESB Austurland í áfalli, uppstokkun í Valhöll og kjötsúpa fyrir alla Vann fyrir opnum tjöldum hjá bæði saksóknara og PPP Hvirfilbylur við Vatnsleysuströnd Framkvæmdir við Fjallaböðin í fullum gangi Leggja til breytingar á gatnamótum í kjölfar banaslyss Náðu fullum þrýstingi í nótt Drengurinn fannst heill á húfi Kjúklingaræktandi fær á baukinn en MAST líka Guðrún tilnefnir Ólaf Adolfsson sem formann þingflokksins Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir Guðrún hrókerar í þingflokknum Leita að týndum tólf ára dreng í Ölfusborgum Hildur segir af sér til að forðast átök Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Sjá meira
Hafin er þriðja vikan í ótímabundnu verkfalli Eflingarstarfsfólk hjá Reykjavíkurborg. Töluverð óþreyja ríkir meðal foreldra leikskólabarna sem mættu með börn sín í Ráðhúsið í dag í mótmælaskini við því að ekki sé einu sinni verið að funda í kjaradeilunni. Borgin hefur farið fram á frekari undanþágur vegna sorphirðu og þrifa í ljósi kórónuveirunnar. Nokkur hópur foreldra leikskólabarna sem þurfa að sitja heima vegna verkfallanna kom saman í Ráðhúsinu klukkan ellefu í morgun. Sigríður Víðis Jónsdóttir er ein þeirra. „Ég styð að sjálfsögðu baráttu láglaunafólks en ég geri um leið þá lágmarkskröfu að viðsemjendur fundi og þau tali saman og geri allt sem í þeirra valdi stendur til að leysa þessa deilu,“ segir Sigríður. Hátt í fimm tonn af sorpi á 20 mínútum Enginn fundur hefur verið boðaður í kjaradeilunni. Bjarni Brynjólfsson er upplýsingastjóri hjá Reykjavíkurborg. „Við höfum fengið undanþágur fyrir sorphirðuna og fyrir heimaþjónustuna til þess að þrífa á heimilum fólks og á hjúkrunarheimilum. Aðrar undanþágur hafa ekki verið veittar en við erum að biðja um sem sagt auknar undanþáguheimildir til þess að geta haldið áfram sorphirðunni og haldið áfram að sinna þessum þrifum,“ segir Bjarni. Hann brýnir fyrir borgarbúum að gæta að því að hreinsa frá ruslatunnum svo sorphirða gangi vel fyrir sig enda gilda undanþágur í stuttan tíma. „Við náum ekki að komast yfir til dæmis í sorphirðunni nema Breiðholt og Árbæ. Það hefur safnast upp gríðarlegt magn af sorpi. Sem dæmi þá kom úr tveimur stórum blokkum í Breiðholti einhver 4,8 tonn af sorpi á 20 mínútum. Segir Bjarni Brynjólfsson, upplýsingastjóri Reykjavíkurborgar. Þá samþykkti borgarráð í morgun á sérstökum aukafundi í morgun að leggja til aukið fjármagn vegna aukinna þrifa vegna kórónuveirunnar. Að neðan má sjá klippu frá mótmælunum.
Kjaramál Reykjavík Skóla - og menntamál Mest lesið Leggja til breytingar á gatnamótum í kjölfar banaslyss Innlent Lýst eftir Ólafi í Búlgaríu Innlent Fjallað um Skjöld Íslands í forsíðugrein stórblaðs Innlent „Erfið stund en mikilvæg“ Innlent Drengurinn fannst heill á húfi Innlent Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Innlent Hvirfilbylur við Vatnsleysuströnd Innlent Björguðu ketti sem var fastur inni í Teslu Innlent Maður talinn af eftir jarðfall Erlent Kjúklingaræktandi fær á baukinn en MAST líka Innlent Fleiri fréttir „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Þjóðin sé orðin þreytt á málþófi Tókst ekki að flýja lögreglu og var gómaður með þrjá hnífa og meint eiturlyf Leikskólabörn sungu með 89 ára harmonikuleikara í Garðabæ Skorar á verktaka að lækka íbúðaverð Björguðu ketti sem var fastur inni í Teslu Varnaðarorð sálfræðings, auðveldari leið inn á húsnæðismarkað og bangsakvöld Lýst eftir Ólafi í Búlgaríu Þyrlan kölluð út vegna beinbrotinnar göngukonu Vesturbæjarlaug opnar enn á ný Fjallað um Skjöld Íslands í forsíðugrein stórblaðs Skjálfti fannst í byggð Ólafur orðinn nýr þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins „Erfið stund en mikilvæg“ Kjötsúpu í boði á Hvolsvelli fyrir alla sem vilja Þorgerður á óformlegum fundi ESB Austurland í áfalli, uppstokkun í Valhöll og kjötsúpa fyrir alla Vann fyrir opnum tjöldum hjá bæði saksóknara og PPP Hvirfilbylur við Vatnsleysuströnd Framkvæmdir við Fjallaböðin í fullum gangi Leggja til breytingar á gatnamótum í kjölfar banaslyss Náðu fullum þrýstingi í nótt Drengurinn fannst heill á húfi Kjúklingaræktandi fær á baukinn en MAST líka Guðrún tilnefnir Ólaf Adolfsson sem formann þingflokksins Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir Guðrún hrókerar í þingflokknum Leita að týndum tólf ára dreng í Ölfusborgum Hildur segir af sér til að forðast átök Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Sjá meira
Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir