Skilur ekki hvernig fólk getur horft framan í vinnufélaga sína laumi það sér hjá sóttkví Andri Eysteinsson skrifar 2. mars 2020 19:19 Víðir Reynisson ræddi kórónuveiruna í Reykjavík síðdegis nú síðdegis. Vísir/Vilhelm Dæmi eru um að fólk, sem dvalið hefur á Ítalíu, ferðist aftur til landsins með viðkomu í öðrum löndum og gorti sig af því á samfélagsmiðlum að hafa sloppið við sóttkví. Þetta segir Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild Ríkislögreglustjóra í viðtali í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag.„Við höfum verið að sjá skjáskot af þessu, fólk beinlínis að monta sig af þessu og komið til vinnu. Ég skil ekki hvernig svona fólk getur horft framan í vinnufélaga sína,“ sagði Víðir og minnti á heimild er í sóttvarnarlögum til að beita viðurlögum neiti fólk að fara í sóttkví. Það sé þó ekki gert nema að heilbrigðisyfirvöld telji víst að aðili sé að smita.Víðir segir að haft hafi verið samband við einstaklinga sem vitað er til að hafi komið til landsins með slíkum hætti. Viðbrögð þess fólks hafi verið góð. „Menn átta sig á alvörunni og hafa kannski ekki gert það fyrr,“ sagði Víðir. Gengið harðar fram hér á landi en annars staðar Nú hafa greinst sex tilfelli kórónuveirusmits hér á landi en allir þeir smituðu eiga það sameiginlegt að hafa verið í fríi á Ítalíu, landi sem nú hefur verið skilgreint sem hættusvæði. Tilfellin hér á landi eru fleiri en í öðrum löndum þar sem fólksfjöldi er margfaldur við þann sem hér býr. Víðir segir óskandi að hægt yrði að sleppa við höfðatölumetið en segir þennan hlutfallslega fjölda geta skýrst af harðari aðgerðum heilbrigðisyfirvalda hérlendis. „Við erum með ansi marga miðað við höfðatölu,“ segir Víðir og segir hægt að útskýra það að fleiri smit skuli hafa greinst hér á eyju heldur en í til að mynda Belgíu þar sem landamæri eru opin. „Það eru fáir sem ferðast jafn mikið enda öll þessi tilfelli rakin til ferðalaga Íslendinga erlendis,“ segir Víðir.„Við erum með strangari reglur, meiri upplýsingagjöf og erum að taka hlutfallslega mun fleiri sýni en aðrar þjóðir eru að gera. Það að einhverju leyti útskýrir það að við séum með fleiri smit. Við erum að ganga harðar fram í okkar aðgerðum,“ sagði Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn hjá almannavarnardeild Ríkislögreglustjóra.Heyra má allt viðtalið við Víði í spilaranum hér að neðan. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Reykjavík síðdegis Tengdar fréttir Þrjú ný kórónuveirusmit staðfest Þrjú kórónusmit til viðbótar hafa verið staðfest hér á landi. Víðir Reynisson hjá almannavarnadeild Ríkislögreglustjóra, staðfestir þetta í samtali við fréttastofu. 2. mars 2020 17:44 Hátt í 300 manns í sóttkví á Íslandi vegna kórónuveirunnar Annar Íslendingur hefur greinst með kórónuveiruna sem veldur sjúkdómnum COVID-19. Þetta fékkst staðfest laust fyrir kl. 18:00 í dag. Einstaklingurinn er karlmaður á sextugsaldri og hafði hann verið á ferðalagi á Ítalíu en var utan skilgreinds hættusvæðis. Maðurinn er nú í heimasóttkví og er ekki mikið veikur. 1. mars 2020 18:43 Þriðja kórónuveirusmitið hefur greinst á Íslandi Þetta er annað smitið sem staðfest hefur verið í dag. 1. mars 2020 20:55 Mest lesið Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Erlent Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Innlent Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Fönguðu háhyrninga velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Erlent Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Fleiri fréttir Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Sjá meira
Dæmi eru um að fólk, sem dvalið hefur á Ítalíu, ferðist aftur til landsins með viðkomu í öðrum löndum og gorti sig af því á samfélagsmiðlum að hafa sloppið við sóttkví. Þetta segir Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild Ríkislögreglustjóra í viðtali í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag.„Við höfum verið að sjá skjáskot af þessu, fólk beinlínis að monta sig af þessu og komið til vinnu. Ég skil ekki hvernig svona fólk getur horft framan í vinnufélaga sína,“ sagði Víðir og minnti á heimild er í sóttvarnarlögum til að beita viðurlögum neiti fólk að fara í sóttkví. Það sé þó ekki gert nema að heilbrigðisyfirvöld telji víst að aðili sé að smita.Víðir segir að haft hafi verið samband við einstaklinga sem vitað er til að hafi komið til landsins með slíkum hætti. Viðbrögð þess fólks hafi verið góð. „Menn átta sig á alvörunni og hafa kannski ekki gert það fyrr,“ sagði Víðir. Gengið harðar fram hér á landi en annars staðar Nú hafa greinst sex tilfelli kórónuveirusmits hér á landi en allir þeir smituðu eiga það sameiginlegt að hafa verið í fríi á Ítalíu, landi sem nú hefur verið skilgreint sem hættusvæði. Tilfellin hér á landi eru fleiri en í öðrum löndum þar sem fólksfjöldi er margfaldur við þann sem hér býr. Víðir segir óskandi að hægt yrði að sleppa við höfðatölumetið en segir þennan hlutfallslega fjölda geta skýrst af harðari aðgerðum heilbrigðisyfirvalda hérlendis. „Við erum með ansi marga miðað við höfðatölu,“ segir Víðir og segir hægt að útskýra það að fleiri smit skuli hafa greinst hér á eyju heldur en í til að mynda Belgíu þar sem landamæri eru opin. „Það eru fáir sem ferðast jafn mikið enda öll þessi tilfelli rakin til ferðalaga Íslendinga erlendis,“ segir Víðir.„Við erum með strangari reglur, meiri upplýsingagjöf og erum að taka hlutfallslega mun fleiri sýni en aðrar þjóðir eru að gera. Það að einhverju leyti útskýrir það að við séum með fleiri smit. Við erum að ganga harðar fram í okkar aðgerðum,“ sagði Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn hjá almannavarnardeild Ríkislögreglustjóra.Heyra má allt viðtalið við Víði í spilaranum hér að neðan.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Reykjavík síðdegis Tengdar fréttir Þrjú ný kórónuveirusmit staðfest Þrjú kórónusmit til viðbótar hafa verið staðfest hér á landi. Víðir Reynisson hjá almannavarnadeild Ríkislögreglustjóra, staðfestir þetta í samtali við fréttastofu. 2. mars 2020 17:44 Hátt í 300 manns í sóttkví á Íslandi vegna kórónuveirunnar Annar Íslendingur hefur greinst með kórónuveiruna sem veldur sjúkdómnum COVID-19. Þetta fékkst staðfest laust fyrir kl. 18:00 í dag. Einstaklingurinn er karlmaður á sextugsaldri og hafði hann verið á ferðalagi á Ítalíu en var utan skilgreinds hættusvæðis. Maðurinn er nú í heimasóttkví og er ekki mikið veikur. 1. mars 2020 18:43 Þriðja kórónuveirusmitið hefur greinst á Íslandi Þetta er annað smitið sem staðfest hefur verið í dag. 1. mars 2020 20:55 Mest lesið Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Erlent Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Innlent Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Fönguðu háhyrninga velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Erlent Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Fleiri fréttir Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Sjá meira
Þrjú ný kórónuveirusmit staðfest Þrjú kórónusmit til viðbótar hafa verið staðfest hér á landi. Víðir Reynisson hjá almannavarnadeild Ríkislögreglustjóra, staðfestir þetta í samtali við fréttastofu. 2. mars 2020 17:44
Hátt í 300 manns í sóttkví á Íslandi vegna kórónuveirunnar Annar Íslendingur hefur greinst með kórónuveiruna sem veldur sjúkdómnum COVID-19. Þetta fékkst staðfest laust fyrir kl. 18:00 í dag. Einstaklingurinn er karlmaður á sextugsaldri og hafði hann verið á ferðalagi á Ítalíu en var utan skilgreinds hættusvæðis. Maðurinn er nú í heimasóttkví og er ekki mikið veikur. 1. mars 2020 18:43
Þriðja kórónuveirusmitið hefur greinst á Íslandi Þetta er annað smitið sem staðfest hefur verið í dag. 1. mars 2020 20:55