Sjónvarpsmaðurinn James Lipton látinn Andri Eysteinsson skrifar 2. mars 2020 20:03 Lipton stýrði Inside the Actors Studio í 24 ár. Getty/Bravo Leikarinn og sjónvarpsmaðurinn James Lipton, sem þekktastur er fyrir viðtalsþættina Inside the Actors Studio, lést í dag 93 ára að aldri. New York Times greinir frá. Lipton fæddist í Detroit í Michiganríki Bandaríkjanna 19. september 1926, hann stefndi upphaflega á að gerast lögfræðingur en sneri sér að leiklist til þess að geta fjármagnað nám sitt. Lipton kom fram á sviði, í sjónvarpi og á hvíta tjaldinu auk þess sem hann skrifaði handrit fyrir þætti á borð við Leiðarljós en hann lék hlutverk Dr. Dick Grant í þáttunum árin 1952-1962. Þá kom hann einnig fram í Arrested Development, Joey auk þess að koma fram í Simpsons og Family Guy þar sem hann talaði fyrir sig sjálfan.Þekktastur er hann fyrir hlutverk sitt sem þáttastjórnandi, handritshöfundur og framleiðandi, þáttanna Inside the Actors Studio en hann starfaði við gerð þáttanna frá 1994 til 2018 þegar hann settist í helgan stein. Í þáttunum ræddi Lipton við fjölda þekkra leikara um ferilinn og gerð ýmissa verkefna. Síðan að Lipton settist í helgan stein hefur enginn fastur stjórnandi stýrt þættinum.Lipton var frá árinu 1970 giftur fyrirsætunni Kedakai Turner. Lipton lést eins og áður segir fyrr í dag og var banamein hans krabbamein í þvagblöðru. Andlát Bandaríkin Mest lesið Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Lífið Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Lífið Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Lífið Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Lífið Svona verður dagskráin á Menningarnótt Lífið HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Lífið Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Lífið Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Lífið Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart Lífið Kynferðisleg gremja, sænskur senuþjófur og náttúruklám Gagnrýni Fleiri fréttir Sælkerabíó á RIFF: Sjónræn matarveisla á Plöntunni og smakkbíó á Ramen Momo Sannfærði Balta um að snúa aftur Fróði og Gandálfur snúa aftur í leitinni að Gollri Terence Stamp látinn Auglýsa eftir innsendingum til íslensku sjónvarpsverðlaunanna Nýr Rambo fundinn Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Óþekkjanleg stjarna Ingvar E. valinn besti leikarinn í Grikklandi Malkovich klipptur út úr Hinum fjóru fræknu Reykjavík Visual Effects tilnefnt til tveggja Emmy-verðlauna Sleðinn úr Citizen Kane orðinn næstverðmætasti leikmunurinn Severance sópar að sér Emmy-tilnefningum Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Djöfullinn klæðist Prada á ný Sjá meira
Leikarinn og sjónvarpsmaðurinn James Lipton, sem þekktastur er fyrir viðtalsþættina Inside the Actors Studio, lést í dag 93 ára að aldri. New York Times greinir frá. Lipton fæddist í Detroit í Michiganríki Bandaríkjanna 19. september 1926, hann stefndi upphaflega á að gerast lögfræðingur en sneri sér að leiklist til þess að geta fjármagnað nám sitt. Lipton kom fram á sviði, í sjónvarpi og á hvíta tjaldinu auk þess sem hann skrifaði handrit fyrir þætti á borð við Leiðarljós en hann lék hlutverk Dr. Dick Grant í þáttunum árin 1952-1962. Þá kom hann einnig fram í Arrested Development, Joey auk þess að koma fram í Simpsons og Family Guy þar sem hann talaði fyrir sig sjálfan.Þekktastur er hann fyrir hlutverk sitt sem þáttastjórnandi, handritshöfundur og framleiðandi, þáttanna Inside the Actors Studio en hann starfaði við gerð þáttanna frá 1994 til 2018 þegar hann settist í helgan stein. Í þáttunum ræddi Lipton við fjölda þekkra leikara um ferilinn og gerð ýmissa verkefna. Síðan að Lipton settist í helgan stein hefur enginn fastur stjórnandi stýrt þættinum.Lipton var frá árinu 1970 giftur fyrirsætunni Kedakai Turner. Lipton lést eins og áður segir fyrr í dag og var banamein hans krabbamein í þvagblöðru.
Andlát Bandaríkin Mest lesið Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Lífið Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Lífið Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Lífið Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Lífið Svona verður dagskráin á Menningarnótt Lífið HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Lífið Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Lífið Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Lífið Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart Lífið Kynferðisleg gremja, sænskur senuþjófur og náttúruklám Gagnrýni Fleiri fréttir Sælkerabíó á RIFF: Sjónræn matarveisla á Plöntunni og smakkbíó á Ramen Momo Sannfærði Balta um að snúa aftur Fróði og Gandálfur snúa aftur í leitinni að Gollri Terence Stamp látinn Auglýsa eftir innsendingum til íslensku sjónvarpsverðlaunanna Nýr Rambo fundinn Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Óþekkjanleg stjarna Ingvar E. valinn besti leikarinn í Grikklandi Malkovich klipptur út úr Hinum fjóru fræknu Reykjavík Visual Effects tilnefnt til tveggja Emmy-verðlauna Sleðinn úr Citizen Kane orðinn næstverðmætasti leikmunurinn Severance sópar að sér Emmy-tilnefningum Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Djöfullinn klæðist Prada á ný Sjá meira