Væri hálfviti ef að ég efaðist núna Sindri Sverrisson skrifar 3. mars 2020 07:00 Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool. vísir/getty Jürgen Klopp segir ljóst að leikmenn Liverpool verði að sýna mun betri frammistöðu gegn Chelsea í kvöld en í 3-0 tapinu gegn Watford um helgina en að hann hafi ekki verið með neinn reiðilestur á fundi eftir tapið. Liverpool hefur átt sögulega gott tímabil í ensku úrvalsdeildinni en tapaði sínum fyrsta leik þar þegar liðið mætti Watford. Liðið tapaði einnig fyrri leik sínum við Atlético Madrid í Meistaradeild Evrópu, og á erfiðan leik fyrir höndum gegn Chelsea í 16-liða úrslitum ensku bikarkeppninnar í kvöld. Hann segist ekki hafa neina ástæðu til að tapa einhverri trú á sínu liði eftir tapið á laugardag: „Ég efast ekki hið minnsta um karakter strákanna og þá væri ég líka algjör hálfviti því þeir hafa unnið sér inn fyrir mínu trausti, minni trú, og missa hana ekki með einum slæmum leik,“ sagði Klopp í gær. „Það getur alveg gerst að ég reiðist en ég var ekki reiður við leikmennina á þessum fundi [á æfingasvæði Liverpool á sunnudag]. Ef ég hefði farið á þennan fund og öskrað á þá eins og þeir hefðu tapað síðsutu tíu leikjum vegna slæms hugarfars þá væri það mjög furðulegt. Ég er ekki að reyna að láta mér líða betur eftir þessa fundi. Ég vil bara að strákarnir fái réttar upplýsingar,“ sagði Klopp, og benti á hve óvenjulegri stöðu Liverpool væri í í ensku úrvalsdeildinni. „Aðstæðurnar sem við erum í eru mjög sérstakar. Hver getur ráðlagt okkur? Get ég sagt að svona verðum við að gera hlutina vegna þess að ég hafi verið í þessari stöðu 20 sinnum áður og þá hafi þessi aðferð alltaf virkað? Nei. Ég hef aldrei verið í svona stöðu. Við fórum í gegnum ótrúlega langa hrinu leikja með mögnuðum frammistöðum, stórkostlegum fótbolta, glæsilegum mörkum og frábærum árangri fram að þessum tímapunkti,“ sagði Klopp. Leikur Chelsea og Liverpool hefst kl. 19.45 í kvöld og er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Enski boltinn Tengdar fréttir Watford rótburstaði Liverpool | Arsenal heldur metinu Watford varð fyrsta liðið til að leggja Liverpool af velli í ensku úrvalsdeildinni á þessari leiktíð en liðið kjöldró gesti sína úr Bítlaborginni á Vicarage Road í kvöld. Lokatölur 3-0 Watford í vil. 29. febrúar 2020 19:45 Ótrúlegt gengi Liverpool á enda Liverpool tapaði einkar óvænt 3-0 gegn Watford á útivelli í ensku úrvalsdeildinni í gærkvöld. Var það fyrsta tap liðsins í úrvalsdeildinni á tímabilinu en alls hafði liðið farið 44 leiki án þess að tapa leik. Það er áður en það mætti á Vicarage Road, heimavöll Watford í gærkvöld. 1. mars 2020 10:45 „Þeir gerðu það sem þeir vildu“ Það var ekki bjart yfir Jürgen Norbert Klopp, þjálfara Liverpool, eða Virgil van Dijk, helsta varnarmanni þeirra, eftir 3-0 afhroð liðsins gegn Watford í gærkvöld. Var það fyrsta tap Liverpool í ensku úrvalsdeildinni á leiktíðinni en hins vegar annað tap þeirra á aðeins 11 dögum. 1. mars 2020 09:00 Mest lesið Vill að stuðningsfólkið syngi söng um sig og noti ABBA lag Enski boltinn Fyrsta snerting Neymars var á mjög viðkvæman stað Fótbolti „Þeir voru of góðir fyrir okkur“ Enski boltinn Meistarar verja Brynjar: „Allt er þetta ástríða og væntumþykja“ Körfubolti Uppgjörið: Keflavík - ÍR 81-90 | Aðeins Harry Potter getur bjargað Keflavík Körfubolti „Andleysi og aumingjaskapur í okkur öllum“ Sport Markaveisla hjá Barcelona í bikarnum Fótbolti Liverpool mætir Newcastle á Wembley eftir stórsigur á Spurs Enski boltinn „Held að allir græði á því að hafa svona mann sem leikstjórnanda“ Körfubolti Gagnrýndu HSÍ: „Höfum ekki efni á að koma svona fram við okkar besta fólk“ Handbolti Fleiri fréttir Vill að stuðningsfólkið syngi söng um sig og noti ABBA lag „Þeir voru of góðir fyrir okkur“ Liverpool mætir Newcastle á Wembley eftir stórsigur á Spurs Sjáðu mörkin sem skutu Newcastle á Wembley Newcastle gerði grín að afsökun Arteta Martröð fyrir Man. Utd og Slátrarann Newcastle lét draum Víkings rætast Liverpool væri ekki á toppnum án VAR Newcastle á Wembley eftir aðra kennslustund í að refsa Arsenal Dagný og félagar komust ekki í úrslitaleikinn Guardiola þarf skilja einn nýju mannanna eftir útundan Segir að Ronaldo eigi þátt í óförum Rashford Risavaxið verkefni Arsenal í norðrinu: „Leggjum allt undir“ Útskýrði af hverju Napoli fékk ekki Garnacho Trent úr leik en mætir mögulega Guðlaugi Victori Arteta vonsvikinn Markahrókur City varð fyrir kvenhatri og rasisma Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim „Þetta er orðið mun verra og það kemur á óvart“ Man. City eyddi jafnmiklu og hin nítján samanlagt Chelsea kom til baka í síðari hálfleik Martínez með slitið krossband Rashford: „Vil bara spila fótbolta“ Glugginn lokaður: Aston Villa og Man City sigruðu gluggann Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Hæddist að Haaland og nú vita allir hver hann er Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Mateta skaut niður Man. United á Old Trafford Hákon fékk fyrst á sig sjálfsmark og svo var hann klobbaður Hákon byrjar sinn fyrsta leik í ensku deildinni Sjá meira
Jürgen Klopp segir ljóst að leikmenn Liverpool verði að sýna mun betri frammistöðu gegn Chelsea í kvöld en í 3-0 tapinu gegn Watford um helgina en að hann hafi ekki verið með neinn reiðilestur á fundi eftir tapið. Liverpool hefur átt sögulega gott tímabil í ensku úrvalsdeildinni en tapaði sínum fyrsta leik þar þegar liðið mætti Watford. Liðið tapaði einnig fyrri leik sínum við Atlético Madrid í Meistaradeild Evrópu, og á erfiðan leik fyrir höndum gegn Chelsea í 16-liða úrslitum ensku bikarkeppninnar í kvöld. Hann segist ekki hafa neina ástæðu til að tapa einhverri trú á sínu liði eftir tapið á laugardag: „Ég efast ekki hið minnsta um karakter strákanna og þá væri ég líka algjör hálfviti því þeir hafa unnið sér inn fyrir mínu trausti, minni trú, og missa hana ekki með einum slæmum leik,“ sagði Klopp í gær. „Það getur alveg gerst að ég reiðist en ég var ekki reiður við leikmennina á þessum fundi [á æfingasvæði Liverpool á sunnudag]. Ef ég hefði farið á þennan fund og öskrað á þá eins og þeir hefðu tapað síðsutu tíu leikjum vegna slæms hugarfars þá væri það mjög furðulegt. Ég er ekki að reyna að láta mér líða betur eftir þessa fundi. Ég vil bara að strákarnir fái réttar upplýsingar,“ sagði Klopp, og benti á hve óvenjulegri stöðu Liverpool væri í í ensku úrvalsdeildinni. „Aðstæðurnar sem við erum í eru mjög sérstakar. Hver getur ráðlagt okkur? Get ég sagt að svona verðum við að gera hlutina vegna þess að ég hafi verið í þessari stöðu 20 sinnum áður og þá hafi þessi aðferð alltaf virkað? Nei. Ég hef aldrei verið í svona stöðu. Við fórum í gegnum ótrúlega langa hrinu leikja með mögnuðum frammistöðum, stórkostlegum fótbolta, glæsilegum mörkum og frábærum árangri fram að þessum tímapunkti,“ sagði Klopp. Leikur Chelsea og Liverpool hefst kl. 19.45 í kvöld og er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.
Enski boltinn Tengdar fréttir Watford rótburstaði Liverpool | Arsenal heldur metinu Watford varð fyrsta liðið til að leggja Liverpool af velli í ensku úrvalsdeildinni á þessari leiktíð en liðið kjöldró gesti sína úr Bítlaborginni á Vicarage Road í kvöld. Lokatölur 3-0 Watford í vil. 29. febrúar 2020 19:45 Ótrúlegt gengi Liverpool á enda Liverpool tapaði einkar óvænt 3-0 gegn Watford á útivelli í ensku úrvalsdeildinni í gærkvöld. Var það fyrsta tap liðsins í úrvalsdeildinni á tímabilinu en alls hafði liðið farið 44 leiki án þess að tapa leik. Það er áður en það mætti á Vicarage Road, heimavöll Watford í gærkvöld. 1. mars 2020 10:45 „Þeir gerðu það sem þeir vildu“ Það var ekki bjart yfir Jürgen Norbert Klopp, þjálfara Liverpool, eða Virgil van Dijk, helsta varnarmanni þeirra, eftir 3-0 afhroð liðsins gegn Watford í gærkvöld. Var það fyrsta tap Liverpool í ensku úrvalsdeildinni á leiktíðinni en hins vegar annað tap þeirra á aðeins 11 dögum. 1. mars 2020 09:00 Mest lesið Vill að stuðningsfólkið syngi söng um sig og noti ABBA lag Enski boltinn Fyrsta snerting Neymars var á mjög viðkvæman stað Fótbolti „Þeir voru of góðir fyrir okkur“ Enski boltinn Meistarar verja Brynjar: „Allt er þetta ástríða og væntumþykja“ Körfubolti Uppgjörið: Keflavík - ÍR 81-90 | Aðeins Harry Potter getur bjargað Keflavík Körfubolti „Andleysi og aumingjaskapur í okkur öllum“ Sport Markaveisla hjá Barcelona í bikarnum Fótbolti Liverpool mætir Newcastle á Wembley eftir stórsigur á Spurs Enski boltinn „Held að allir græði á því að hafa svona mann sem leikstjórnanda“ Körfubolti Gagnrýndu HSÍ: „Höfum ekki efni á að koma svona fram við okkar besta fólk“ Handbolti Fleiri fréttir Vill að stuðningsfólkið syngi söng um sig og noti ABBA lag „Þeir voru of góðir fyrir okkur“ Liverpool mætir Newcastle á Wembley eftir stórsigur á Spurs Sjáðu mörkin sem skutu Newcastle á Wembley Newcastle gerði grín að afsökun Arteta Martröð fyrir Man. Utd og Slátrarann Newcastle lét draum Víkings rætast Liverpool væri ekki á toppnum án VAR Newcastle á Wembley eftir aðra kennslustund í að refsa Arsenal Dagný og félagar komust ekki í úrslitaleikinn Guardiola þarf skilja einn nýju mannanna eftir útundan Segir að Ronaldo eigi þátt í óförum Rashford Risavaxið verkefni Arsenal í norðrinu: „Leggjum allt undir“ Útskýrði af hverju Napoli fékk ekki Garnacho Trent úr leik en mætir mögulega Guðlaugi Victori Arteta vonsvikinn Markahrókur City varð fyrir kvenhatri og rasisma Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim „Þetta er orðið mun verra og það kemur á óvart“ Man. City eyddi jafnmiklu og hin nítján samanlagt Chelsea kom til baka í síðari hálfleik Martínez með slitið krossband Rashford: „Vil bara spila fótbolta“ Glugginn lokaður: Aston Villa og Man City sigruðu gluggann Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Hæddist að Haaland og nú vita allir hver hann er Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Mateta skaut niður Man. United á Old Trafford Hákon fékk fyrst á sig sjálfsmark og svo var hann klobbaður Hákon byrjar sinn fyrsta leik í ensku deildinni Sjá meira
Watford rótburstaði Liverpool | Arsenal heldur metinu Watford varð fyrsta liðið til að leggja Liverpool af velli í ensku úrvalsdeildinni á þessari leiktíð en liðið kjöldró gesti sína úr Bítlaborginni á Vicarage Road í kvöld. Lokatölur 3-0 Watford í vil. 29. febrúar 2020 19:45
Ótrúlegt gengi Liverpool á enda Liverpool tapaði einkar óvænt 3-0 gegn Watford á útivelli í ensku úrvalsdeildinni í gærkvöld. Var það fyrsta tap liðsins í úrvalsdeildinni á tímabilinu en alls hafði liðið farið 44 leiki án þess að tapa leik. Það er áður en það mætti á Vicarage Road, heimavöll Watford í gærkvöld. 1. mars 2020 10:45
„Þeir gerðu það sem þeir vildu“ Það var ekki bjart yfir Jürgen Norbert Klopp, þjálfara Liverpool, eða Virgil van Dijk, helsta varnarmanni þeirra, eftir 3-0 afhroð liðsins gegn Watford í gærkvöld. Var það fyrsta tap Liverpool í ensku úrvalsdeildinni á leiktíðinni en hins vegar annað tap þeirra á aðeins 11 dögum. 1. mars 2020 09:00