Starfsmaður Landspítalans með kórónuveiruna Sunna Sæmundsdóttir skrifar 3. mars 2020 19:03 Frá upplýsingafundi um veiruna í dag. vísir/vilhelm Fimm ný tilfelli af kórónuveirunni voru greind í dag og eru staðfest smit hér á landi því orðin fjórtán. Allir smituðust erlendis, ellefu komu í flugi frá Veróna og þrír frá München eftir skíðaferð í Austurríki. Fólkið er í einangrun en ekki alvarlega veikt. Einn þeirra smituðu starfar á Landspítalanaum og eru nú um tuttugu starfsmenn spítalans í sóttkví. Yfirmaður smitsjúkdóma hefur áhyggjur af því að veiran lami starfsemina. Á blaðamannafundi almannavarna kom fram að hættumat vegna kórónuveirunnar gengi út frá því að faraldurinn muni ganga yfir á nokkrum vikum; sem gætu til dæmis verið átta til tólf. „Við eigum eftir að vera hérna að tala saman og fara yfir þessa hluti í einhverja mánuði,“ sagði Víðir Reynisson, deildarstjóri hjá almannavörnum á fundinum í dag. Sálfræðingur Rauða krossins sagði heilbrigðan kvíða gagnlegan að vissu leyti. Fólk fylgi þá frekar gefnum fyrirmælum. Mikilvægt væri þó að halda ró gagnvart börnum. „Það er alveg nóg að börn viti að það sé eitthvað hræðilegt í gangi en hvað þá að mamma og pabbi eða annað fullorðið fólk í kring sé alveg að fara á límingunum. Þá er þeirra öryggi farið,“ sagði Jóhann Thoroddsen, sálfræðingur á fundinum í dag. Yfir þrjú hundruð manns eru nú í sóttkví. Talið er að búið sé að ná til allra Íslendinga sem hafa verið að koma frá áhættusvæðum. Aðrir í sóttkví eru þeir sem teljast útsettir fyrir smiti. Í því felst að einstaklingur hafi verið í innan við eins til tveggja metra fjarlægð við staðfest smit í meira en korter. Heimsóknir verða takmarkaðar vegna kórónuveirunnar. Á meðal þeirra sem eru í sóttkví eru læknar og hjúkrunarfræðingar sem starfa á Landspítalanum og voru í skíðaferð. „Það eru um og yfir 20 starfsmenn nú þegar í sóttkví. Við höfum verið að greina veirusýkingar og langflestir eru með eitthvað annað en COVID-19. En þó er starfsmaður sem er með staðfest smit og er í einangrun,“ segir Már Kristjánsson, yfirlæknir smitsjúkdómalækninga á Landspítalanum. Sá mætti ekki til vinnu eftir heimkomu en vel er fylgst með heilsu allra starfsmanna. Starfsfólk hefur raunar verið beðið um að fresta ferðalögum enda segir Már útbreiðslu meðal starfsfólks helsta áhyggjuefnið. Sem að gæti þá lamað starfsemi spítalans. „Við höfum séð dæmi um það frá Osló til dæmis að heilu sjúkrahúsin hafa verið í mikilli rekstraráhættu bara vegna veikinda starfsfólks,“ segir Már. Til að draga úr áhættu fyrir starfsfólk og sjúklinga verða heimsóknir takmarkaðar. „Við biðlum til fólks sem er með öndunarfæraeinkenni að koma alls ekki inn á sjúkrastofnanir og heldur ekki að heimsækja ættingja á öldunarstofnunum,“ segir Már. „Við viljum hafa stjórn á því hverjir eru að koma inn á spítalann þannig við missum þetta ekki úr böndunum.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Landspítalinn Mest lesið Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Innlent Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Innlent Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Erlent Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Innlent Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Innlent Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Erlent Fleiri fréttir Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Þingflokksformenn semja inn í nóttina Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí „Börnin útskrifast með bókstaf hjá okkur en tölur í framhaldsskóla“ Stór lögregluaðgerð í Laugardal Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Gæsluvarðhald frönsku konunnar framlengt Málþóf, hætta í umferðinni og umdeildur fáni Birna tekur sæti Áslaugar á þingi Afkomanda Trampe greifa hleypt inn í Alþingishúsið Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Þyrlan sækir slasaðan göngumann í Patreksfjörð „Mun koma í ljós“ hvort kennarar eða Tripical þurfi að endurgreiða Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Fjórtán fengu úthlutað fræðimannadvöl í Jónshúsi Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Sýklalyfjaónæmar bakteríur greindust í íslenskum svínum Þrýst á flugmenn Landhelgisgæslunnar meðan samningar tefjist „Mjög óeðlileg nálgun“ Óvenjulegt málþóf og lítill pólitískur ávinningur Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Sjá meira
Fimm ný tilfelli af kórónuveirunni voru greind í dag og eru staðfest smit hér á landi því orðin fjórtán. Allir smituðust erlendis, ellefu komu í flugi frá Veróna og þrír frá München eftir skíðaferð í Austurríki. Fólkið er í einangrun en ekki alvarlega veikt. Einn þeirra smituðu starfar á Landspítalanaum og eru nú um tuttugu starfsmenn spítalans í sóttkví. Yfirmaður smitsjúkdóma hefur áhyggjur af því að veiran lami starfsemina. Á blaðamannafundi almannavarna kom fram að hættumat vegna kórónuveirunnar gengi út frá því að faraldurinn muni ganga yfir á nokkrum vikum; sem gætu til dæmis verið átta til tólf. „Við eigum eftir að vera hérna að tala saman og fara yfir þessa hluti í einhverja mánuði,“ sagði Víðir Reynisson, deildarstjóri hjá almannavörnum á fundinum í dag. Sálfræðingur Rauða krossins sagði heilbrigðan kvíða gagnlegan að vissu leyti. Fólk fylgi þá frekar gefnum fyrirmælum. Mikilvægt væri þó að halda ró gagnvart börnum. „Það er alveg nóg að börn viti að það sé eitthvað hræðilegt í gangi en hvað þá að mamma og pabbi eða annað fullorðið fólk í kring sé alveg að fara á límingunum. Þá er þeirra öryggi farið,“ sagði Jóhann Thoroddsen, sálfræðingur á fundinum í dag. Yfir þrjú hundruð manns eru nú í sóttkví. Talið er að búið sé að ná til allra Íslendinga sem hafa verið að koma frá áhættusvæðum. Aðrir í sóttkví eru þeir sem teljast útsettir fyrir smiti. Í því felst að einstaklingur hafi verið í innan við eins til tveggja metra fjarlægð við staðfest smit í meira en korter. Heimsóknir verða takmarkaðar vegna kórónuveirunnar. Á meðal þeirra sem eru í sóttkví eru læknar og hjúkrunarfræðingar sem starfa á Landspítalanum og voru í skíðaferð. „Það eru um og yfir 20 starfsmenn nú þegar í sóttkví. Við höfum verið að greina veirusýkingar og langflestir eru með eitthvað annað en COVID-19. En þó er starfsmaður sem er með staðfest smit og er í einangrun,“ segir Már Kristjánsson, yfirlæknir smitsjúkdómalækninga á Landspítalanum. Sá mætti ekki til vinnu eftir heimkomu en vel er fylgst með heilsu allra starfsmanna. Starfsfólk hefur raunar verið beðið um að fresta ferðalögum enda segir Már útbreiðslu meðal starfsfólks helsta áhyggjuefnið. Sem að gæti þá lamað starfsemi spítalans. „Við höfum séð dæmi um það frá Osló til dæmis að heilu sjúkrahúsin hafa verið í mikilli rekstraráhættu bara vegna veikinda starfsfólks,“ segir Már. Til að draga úr áhættu fyrir starfsfólk og sjúklinga verða heimsóknir takmarkaðar. „Við biðlum til fólks sem er með öndunarfæraeinkenni að koma alls ekki inn á sjúkrastofnanir og heldur ekki að heimsækja ættingja á öldunarstofnunum,“ segir Már. „Við viljum hafa stjórn á því hverjir eru að koma inn á spítalann þannig við missum þetta ekki úr böndunum.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Landspítalinn Mest lesið Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Innlent Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Innlent Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Erlent Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Innlent Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Innlent Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Erlent Fleiri fréttir Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Þingflokksformenn semja inn í nóttina Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí „Börnin útskrifast með bókstaf hjá okkur en tölur í framhaldsskóla“ Stór lögregluaðgerð í Laugardal Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Gæsluvarðhald frönsku konunnar framlengt Málþóf, hætta í umferðinni og umdeildur fáni Birna tekur sæti Áslaugar á þingi Afkomanda Trampe greifa hleypt inn í Alþingishúsið Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Þyrlan sækir slasaðan göngumann í Patreksfjörð „Mun koma í ljós“ hvort kennarar eða Tripical þurfi að endurgreiða Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Fjórtán fengu úthlutað fræðimannadvöl í Jónshúsi Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Sýklalyfjaónæmar bakteríur greindust í íslenskum svínum Þrýst á flugmenn Landhelgisgæslunnar meðan samningar tefjist „Mjög óeðlileg nálgun“ Óvenjulegt málþóf og lítill pólitískur ávinningur Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Sjá meira