Þolinmóðir Keflvíkingar á fleygiferð í Lengjudeildinni Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 20. ágúst 2020 20:30 Sindri Kristinn, markvörður Keflavíkur, hefur aðeins fengið á sig 12 mörk í sumar. Ekkert lið hefur fengið á sig færri mörk í Lengjudeildinni og þá hefur ekkert lið hefur skorað fleiri mörk en Keflavík. Vísir/Vilhelm Staðan í Lengjudeildinni þegar tíu umferðum er lokið er nokkuð jöfn. Aðeins munar þremur stigum á toppliði Keflavíkur og Leikni Reykjavík sem eru í 4. sæti deildarinnar, af tólf liðum. Keflvík er hins vegar í ákveðnum sérflokki. ÍBV er vissulega eina taplausa lið deildarinnar en ekkert lið kemst nálægt Keflavík í markaskorun. Þá er liðið, ásamt ÍBV og Vestra, það lið sem hefur fengið fæst mörk á sig í deildinni. Í tíu leikjum hefur Keflavík skorað 35 mörk eða að meðaltali 3.5 í leik. Það verður að teljast frábær árangur og þá virðist brotthvarf Adams Ægis Pálssonar – sem skipti yfir í Víking Reykjavík á dögunum – ekki hafa haft mikil áhrif á sóknarleik liðsins. Mögulega mun brotthvarf Adams skipta meira máli þegar líður á sumarið en hans virtist ekki saknað á vellinum þegar Keflvíkingar skoruðu sex mörk á lærisveina Guðjóns Þórðarsonar í Víking Ólafsvík er liðin mættust á dögunum. Þá drógu Keflvíkingar réttar tölu í útlendingalottóinu en Josep Arthur Gibbs hefur verið óstöðvandi í sumar. Hann hefur skorað 13 af 35 mörkum Keflvíkinga. Næst markahæstir eru svo Kian Paul James Williams og Adam Ægir Pálsson með fjögur mörk hvor. Þá hefur varnarmaðurinn Ígnacio Heras Anglada skorað tvívegis. Keflavík tapaði 3-2 fyrir Pepsi Max deildarliði Breiðabliks á Kópavogsvelli er liðin mættust í Mjólkurbikarnum fyrr í sumar.Vísir/Vilhelm Staða Keflavíkur í deildinni vekur einnig athygli fyrir þær sakir að liðið hefur verið án lykilmanna í fjölda leikja í sumar. Heras hefur til að mynda misst af tveimur leikjum til þessa. Magnús Þór Magnússon – fyrirliði liðsins – fór meiddur út af vegna meiðsla í bikarleik gegn Birninum fyrir mót og hefur ekki enn leikið deildarleik í sumar. Þá hefur Frans Elvarsson, prímusmótor 4-4-2 leikkerfisins sem liðið spilar, misst af fjórum leikjum vegna meiðsla í sumar. Miðað við hvernig þeir Eysteinn Húni Hauksson og Sigurður Ragnar Eyjólfsson, þjálfarar liðsins, hafa tæklað brotthvarf lykilmanna fram að þessu ættu þeir að eiga auðvelt með að fylla skarð Adams það sem eftir lifir sumars. Aðeins tvö ár eru síðan Keflvíkingar féllu með skömm úr Pepsi Max deild karla. Liðið vann ekki leik og endaði með fjögur stig að loknum 22 umferðum. Liðið hefur vissulega breyst töluvert síðan þá en hrósa verður Eysteini Húna og stjórn Keflavíkur fyrir það hvernig liðið tæklaði fallið. Félagið fór í ákveðna naflaskoðun og var í raun stefnan aldrei á að fara upp síðasta sumar. Liðið endaði í 5. sæti mjög jafnrar Lengjudeildar með 34 stig, níu minna en Grótta sem vann deildina. Skoraði liðið aðeins 32 mörk allt sumarið. Í október á síðasta ári var Sigurður Ragnar Eyjólfsson, fyrrum þjálfari íslenska kvennalandsliðsins sem og þess kínverska, ráðinn inn sem aðalþjálfari liðsins ásamt Eysteini Húna. Hefur samstarf þeirra gengið framar vonum eins og Sindri Kristinn Ólafsson, markvörður liðsins, sagði í viðtali við Vísi fyrr í sumar. Eysteinn Húni og Sigurður Ragnar ná einkar vel saman.Vísir/Vilhelm Hvort gott gengi Keflavíkur heldur áfram verður að koma í ljós en það er öruggt að ef lið ætli sér upp úr Lengjudeildina þurfa þau að leggja þolinmóða Keflvíkinga af velli. Næsti leikur liðsins er í Mosfellsbæ gegn Aftureldingu á laugardaginn kemur. Fótbolti Íslenski boltinn Keflavík ÍF Lengjudeildin Tengdar fréttir Keflavík enn á toppnum | Vestri með óvæntan sigur þar sem allt ætlaði að sjóða upp úr Fimm af sex leikjum kvöldsins í Lengjudeild karla er nú lokið. Topplið Keflavíkur vann stórsigur á Víking Ólafsvík, Vestri vann einkar óvæntan sigur á hinu toppliði deildarinnar. 19. ágúst 2020 20:00 Mest lesið Liverpool borgar fjölskyldu Jota það sem hann átti eftir af samningnum Sport Sauð upp úr á blaðamannafundi Hollands á EM Fótbolti Óvissan tekur við hjá Hákoni Enski boltinn Heimir og Lagerbäck sameinaðir á ný Fótbolti Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Enski boltinn Vilja allar það sem Sveindís hefur: „Margt sem ég myndi vilja taka frá þeim“ Fótbolti Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Enski boltinn Tryggði sig inn á Opna breska risamótið með mögnuðum erni Golf Glódís með á æfingu Sport Tími Söndru eftir barnsburð og meiðsli: „Trúi og vona að þetta verði mitt mót“ Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: ÍA - Fram | Geta tengt tvo sigurleiki saman í fyrsta sinn í sumar Í beinni: Vestri - Valur | Forðast fjórða tapið í röð ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Halldór: „Þetta er kannski lægsta orku-level sem ég hef séð hjá liðinu í sumar“ Njarðvíkingar flugu á toppinn með stórsigri í Grindavík Uppgjörið: Afturelding-Breiðablik 2-2 | Meisturum Blika fataðist flugið Þróttarar breyttu tapi í sigur með tveimur mörkum í lokin Fær tveggja leikja bann fyrir hártogið Varð fullorðinn úti „Reisn“ yfir ákvörðun Jóns Daða sem gaf stórliðunum langt nef „Eitt það versta sem ég hef séð síðustu ár“ „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Jón Daði skrifar undir hjá Selfossi Ætla skrefinu lengra: „Menn muna þá tilfinningu vel“ Skellihlegið í Stúkunni: Svipuð nærvera og þegar Bjössi hitti Karabatic í Lindex Stúkan: Átti annað mark ÍA að standa og hver skoraði? Sjáðu tvennur Eiðs og Nikolaj, aukaspyrnu Kjartans og öll hin mörkin Uppgjörið: Víkingur - Afturelding 2-1 | Víkingar sluppu með skrekkinn Uppgjörið: KR - FH 3-2 | Eiður Gauti hetja KR-inga Uppgjörið: Vestri - ÍA 0-2 | Sigur í fyrsta leik Lárusar Orra Uppgjörið: Fram - ÍBV 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Hverju breytir Lárus Orri hjá Skagaliðinu? Þrenna á föstudagskvöldi og háskólagráða á laugardegi Fyrsti sigur Fylkismanna í fimmtíu daga Sjáðu markaveislu Valsmanna og varamannaþrennu Kristófers bjarga Blikum Hetja Blika í kvöld lá í viku inn á spítala í janúar með blóðsýkingu Sjá meira
Staðan í Lengjudeildinni þegar tíu umferðum er lokið er nokkuð jöfn. Aðeins munar þremur stigum á toppliði Keflavíkur og Leikni Reykjavík sem eru í 4. sæti deildarinnar, af tólf liðum. Keflvík er hins vegar í ákveðnum sérflokki. ÍBV er vissulega eina taplausa lið deildarinnar en ekkert lið kemst nálægt Keflavík í markaskorun. Þá er liðið, ásamt ÍBV og Vestra, það lið sem hefur fengið fæst mörk á sig í deildinni. Í tíu leikjum hefur Keflavík skorað 35 mörk eða að meðaltali 3.5 í leik. Það verður að teljast frábær árangur og þá virðist brotthvarf Adams Ægis Pálssonar – sem skipti yfir í Víking Reykjavík á dögunum – ekki hafa haft mikil áhrif á sóknarleik liðsins. Mögulega mun brotthvarf Adams skipta meira máli þegar líður á sumarið en hans virtist ekki saknað á vellinum þegar Keflvíkingar skoruðu sex mörk á lærisveina Guðjóns Þórðarsonar í Víking Ólafsvík er liðin mættust á dögunum. Þá drógu Keflvíkingar réttar tölu í útlendingalottóinu en Josep Arthur Gibbs hefur verið óstöðvandi í sumar. Hann hefur skorað 13 af 35 mörkum Keflvíkinga. Næst markahæstir eru svo Kian Paul James Williams og Adam Ægir Pálsson með fjögur mörk hvor. Þá hefur varnarmaðurinn Ígnacio Heras Anglada skorað tvívegis. Keflavík tapaði 3-2 fyrir Pepsi Max deildarliði Breiðabliks á Kópavogsvelli er liðin mættust í Mjólkurbikarnum fyrr í sumar.Vísir/Vilhelm Staða Keflavíkur í deildinni vekur einnig athygli fyrir þær sakir að liðið hefur verið án lykilmanna í fjölda leikja í sumar. Heras hefur til að mynda misst af tveimur leikjum til þessa. Magnús Þór Magnússon – fyrirliði liðsins – fór meiddur út af vegna meiðsla í bikarleik gegn Birninum fyrir mót og hefur ekki enn leikið deildarleik í sumar. Þá hefur Frans Elvarsson, prímusmótor 4-4-2 leikkerfisins sem liðið spilar, misst af fjórum leikjum vegna meiðsla í sumar. Miðað við hvernig þeir Eysteinn Húni Hauksson og Sigurður Ragnar Eyjólfsson, þjálfarar liðsins, hafa tæklað brotthvarf lykilmanna fram að þessu ættu þeir að eiga auðvelt með að fylla skarð Adams það sem eftir lifir sumars. Aðeins tvö ár eru síðan Keflvíkingar féllu með skömm úr Pepsi Max deild karla. Liðið vann ekki leik og endaði með fjögur stig að loknum 22 umferðum. Liðið hefur vissulega breyst töluvert síðan þá en hrósa verður Eysteini Húna og stjórn Keflavíkur fyrir það hvernig liðið tæklaði fallið. Félagið fór í ákveðna naflaskoðun og var í raun stefnan aldrei á að fara upp síðasta sumar. Liðið endaði í 5. sæti mjög jafnrar Lengjudeildar með 34 stig, níu minna en Grótta sem vann deildina. Skoraði liðið aðeins 32 mörk allt sumarið. Í október á síðasta ári var Sigurður Ragnar Eyjólfsson, fyrrum þjálfari íslenska kvennalandsliðsins sem og þess kínverska, ráðinn inn sem aðalþjálfari liðsins ásamt Eysteini Húna. Hefur samstarf þeirra gengið framar vonum eins og Sindri Kristinn Ólafsson, markvörður liðsins, sagði í viðtali við Vísi fyrr í sumar. Eysteinn Húni og Sigurður Ragnar ná einkar vel saman.Vísir/Vilhelm Hvort gott gengi Keflavíkur heldur áfram verður að koma í ljós en það er öruggt að ef lið ætli sér upp úr Lengjudeildina þurfa þau að leggja þolinmóða Keflvíkinga af velli. Næsti leikur liðsins er í Mosfellsbæ gegn Aftureldingu á laugardaginn kemur.
Fótbolti Íslenski boltinn Keflavík ÍF Lengjudeildin Tengdar fréttir Keflavík enn á toppnum | Vestri með óvæntan sigur þar sem allt ætlaði að sjóða upp úr Fimm af sex leikjum kvöldsins í Lengjudeild karla er nú lokið. Topplið Keflavíkur vann stórsigur á Víking Ólafsvík, Vestri vann einkar óvæntan sigur á hinu toppliði deildarinnar. 19. ágúst 2020 20:00 Mest lesið Liverpool borgar fjölskyldu Jota það sem hann átti eftir af samningnum Sport Sauð upp úr á blaðamannafundi Hollands á EM Fótbolti Óvissan tekur við hjá Hákoni Enski boltinn Heimir og Lagerbäck sameinaðir á ný Fótbolti Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Enski boltinn Vilja allar það sem Sveindís hefur: „Margt sem ég myndi vilja taka frá þeim“ Fótbolti Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Enski boltinn Tryggði sig inn á Opna breska risamótið með mögnuðum erni Golf Glódís með á æfingu Sport Tími Söndru eftir barnsburð og meiðsli: „Trúi og vona að þetta verði mitt mót“ Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: ÍA - Fram | Geta tengt tvo sigurleiki saman í fyrsta sinn í sumar Í beinni: Vestri - Valur | Forðast fjórða tapið í röð ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Halldór: „Þetta er kannski lægsta orku-level sem ég hef séð hjá liðinu í sumar“ Njarðvíkingar flugu á toppinn með stórsigri í Grindavík Uppgjörið: Afturelding-Breiðablik 2-2 | Meisturum Blika fataðist flugið Þróttarar breyttu tapi í sigur með tveimur mörkum í lokin Fær tveggja leikja bann fyrir hártogið Varð fullorðinn úti „Reisn“ yfir ákvörðun Jóns Daða sem gaf stórliðunum langt nef „Eitt það versta sem ég hef séð síðustu ár“ „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Jón Daði skrifar undir hjá Selfossi Ætla skrefinu lengra: „Menn muna þá tilfinningu vel“ Skellihlegið í Stúkunni: Svipuð nærvera og þegar Bjössi hitti Karabatic í Lindex Stúkan: Átti annað mark ÍA að standa og hver skoraði? Sjáðu tvennur Eiðs og Nikolaj, aukaspyrnu Kjartans og öll hin mörkin Uppgjörið: Víkingur - Afturelding 2-1 | Víkingar sluppu með skrekkinn Uppgjörið: KR - FH 3-2 | Eiður Gauti hetja KR-inga Uppgjörið: Vestri - ÍA 0-2 | Sigur í fyrsta leik Lárusar Orra Uppgjörið: Fram - ÍBV 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Hverju breytir Lárus Orri hjá Skagaliðinu? Þrenna á föstudagskvöldi og háskólagráða á laugardegi Fyrsti sigur Fylkismanna í fimmtíu daga Sjáðu markaveislu Valsmanna og varamannaþrennu Kristófers bjarga Blikum Hetja Blika í kvöld lá í viku inn á spítala í janúar með blóðsýkingu Sjá meira
Keflavík enn á toppnum | Vestri með óvæntan sigur þar sem allt ætlaði að sjóða upp úr Fimm af sex leikjum kvöldsins í Lengjudeild karla er nú lokið. Topplið Keflavíkur vann stórsigur á Víking Ólafsvík, Vestri vann einkar óvæntan sigur á hinu toppliði deildarinnar. 19. ágúst 2020 20:00