„Ekki eru öll kurl komin til grafar“ Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 4. mars 2020 16:00 Már Kristjánsson er yfirlæknir smitsjúkdómadeildar Landspítalans. Hann segir veiruna hafa komið upp á versta tíma, þegar Kínverjar fögnuðu nýja árinu og lögðust í ferðalög. Vísir/Vilhelm Forstjóri Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar (WHO) tók mið af COVID-19 þegar hann sagði á upplýsingafundi á dögunum að heimsbyggðin stæði frammi fyrir áður óþekktum kringumstæðum. Munurinn á hefðbundinni inflúensu og kórónuveirunni COVID-19 er töluverður þrátt fyrir að einkennin séu svipuð. Dánartíðni vegna veirunnar er nú 3,4 prósent sem er töluvert hærra en gildir um hefðbundna inflúensu; í kringum 0,1%. Ekki hefur reynst unnt að finna bóluefni fyrir kórónuveirunni enn sem komið er. Besta leiðin til að koma í veg fyrir útbreiðslu veirunnar er handþvottur, einangrun og sóttkví. Viðbrögð geta breyst dag frá degi Már Kristjánsson, yfirlæknir á smitsjúkdómalækningadeild Landspítalans, tók undir orð forstjóra WHO og sagði að enn væru ekki öll kurl komin til grafar. Sóttvarnaviðbrögð yfirvalda byggjast á upplýsingum sem uppfærast í sífellu og gætu því breyst dag frá degi. Á fjórða hundrað sýni hafa verið tekin af Íslendingum hér á landi eftir veru á Ítaíu eða Austurríki. Tuttugu hafa greinst með smit.Vísir/Vilhelm Uppruni veirunnar er rakinn til matarmarkaðar í Wuhan borg í Kína þar sem verslað er með lifandi dýr og afurðir þeirra. Veiran virðist hafa borist úr leðurblökum, trúlega með annan óþekktan millihýsil áður en smit barst í menn og í framhaldinu manna á milli. „Hugsunin er sú að það hafi orðið erfðablöndun á milli veiranna sem eru í þessum dýrum og leðurblökum. Síðan var alveg óheyrilega mikil mengun í umhverfi dýranna á markaðnum. Gasalega mikil mengun sem hefur líklega orðið til þess að í gegnum snertismit hafi komist í menn,“ segir Már. Veiran kom upp á skelfilegum tíma Hann telur að hin ástæðan fyrir því að svo mikill fjöldi fólks í Wuhan hafi smitast og sýkst jafn hastarlega og raun bar vitni sé sú að um stóra sýkingarskammta hafi verið um að ræða. „Stór sýkingarskammtur þýðir að mjög mikið af veirunni kemst inn í þig,“ útskýrir Már. Í kjölfarið vildi svo óheppilega til að hið nýja afbrigði af kórónuveiru kom upp rétt áður en Kínverjar fögnuðu nýja árinu, ári rottunnar. Milljónir Kínverja flykktust því í ferðalög bæði utan-og innanlands og margir þeirra veiktust og báru út veiruna í leiðinni. Veiran hefur haft áhrif víða um heim. Hér sést vinnufólk úða sótthreinsiefni undir berum himni í Suður-Kóreu.Vísir/AP „Þannig að þetta [ferðalög í tengslum við nýja árið] stuðlar að hámarksdreifingu í tengslum við þennan fáheyrða atburð sem átti sér stað í Wuhan. Síðan eru Kínverjar mjög duglegir að bregðast við á þann hátt sem við höfum séð og það hefur dregið verulega úr nýsmitum núna, bara tíu vikum eftir að þetta uppgötvast en á þeim tíma hafa síðan tilfelli farið til annarra landa og þá koma upp svona heitir blettir hér og þar um heiminn, meðal annars á Ítalíu og Suður-Kóreu og þá fer það svolítið eftir viðbragði heilbrigðisyfirvalda í hverju landi hvernig málin síðan þróast áfram.“ Minnst 80.000 Kínverja hafa sýkst af veirunni síðan nýja afbrigðið af kórónuveirunni kom í ljós í Wuhan í desember. Þau lönd sem verst hafa orðið út í veirunni fyrir utan Kína eru Ítalía, Suður-Kórea og Íran sem Már kallar „heita bletti“. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Kína Mest lesið Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Innlent Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Innlent Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Innlent Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Innlent Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Innlent Fleiri fréttir Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Mikill viðbúnaður vegna sprengingar í mjölverksmiðju Þingfundi lauk á miðnætti: Stjórnarandstaðan sökuð um málþóf Samsköttun og ásakanir um málþóf á Alþingi Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Hætta við uppbyggingu við tjörnina í Seljahverfi Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Sjá meira
Forstjóri Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar (WHO) tók mið af COVID-19 þegar hann sagði á upplýsingafundi á dögunum að heimsbyggðin stæði frammi fyrir áður óþekktum kringumstæðum. Munurinn á hefðbundinni inflúensu og kórónuveirunni COVID-19 er töluverður þrátt fyrir að einkennin séu svipuð. Dánartíðni vegna veirunnar er nú 3,4 prósent sem er töluvert hærra en gildir um hefðbundna inflúensu; í kringum 0,1%. Ekki hefur reynst unnt að finna bóluefni fyrir kórónuveirunni enn sem komið er. Besta leiðin til að koma í veg fyrir útbreiðslu veirunnar er handþvottur, einangrun og sóttkví. Viðbrögð geta breyst dag frá degi Már Kristjánsson, yfirlæknir á smitsjúkdómalækningadeild Landspítalans, tók undir orð forstjóra WHO og sagði að enn væru ekki öll kurl komin til grafar. Sóttvarnaviðbrögð yfirvalda byggjast á upplýsingum sem uppfærast í sífellu og gætu því breyst dag frá degi. Á fjórða hundrað sýni hafa verið tekin af Íslendingum hér á landi eftir veru á Ítaíu eða Austurríki. Tuttugu hafa greinst með smit.Vísir/Vilhelm Uppruni veirunnar er rakinn til matarmarkaðar í Wuhan borg í Kína þar sem verslað er með lifandi dýr og afurðir þeirra. Veiran virðist hafa borist úr leðurblökum, trúlega með annan óþekktan millihýsil áður en smit barst í menn og í framhaldinu manna á milli. „Hugsunin er sú að það hafi orðið erfðablöndun á milli veiranna sem eru í þessum dýrum og leðurblökum. Síðan var alveg óheyrilega mikil mengun í umhverfi dýranna á markaðnum. Gasalega mikil mengun sem hefur líklega orðið til þess að í gegnum snertismit hafi komist í menn,“ segir Már. Veiran kom upp á skelfilegum tíma Hann telur að hin ástæðan fyrir því að svo mikill fjöldi fólks í Wuhan hafi smitast og sýkst jafn hastarlega og raun bar vitni sé sú að um stóra sýkingarskammta hafi verið um að ræða. „Stór sýkingarskammtur þýðir að mjög mikið af veirunni kemst inn í þig,“ útskýrir Már. Í kjölfarið vildi svo óheppilega til að hið nýja afbrigði af kórónuveiru kom upp rétt áður en Kínverjar fögnuðu nýja árinu, ári rottunnar. Milljónir Kínverja flykktust því í ferðalög bæði utan-og innanlands og margir þeirra veiktust og báru út veiruna í leiðinni. Veiran hefur haft áhrif víða um heim. Hér sést vinnufólk úða sótthreinsiefni undir berum himni í Suður-Kóreu.Vísir/AP „Þannig að þetta [ferðalög í tengslum við nýja árið] stuðlar að hámarksdreifingu í tengslum við þennan fáheyrða atburð sem átti sér stað í Wuhan. Síðan eru Kínverjar mjög duglegir að bregðast við á þann hátt sem við höfum séð og það hefur dregið verulega úr nýsmitum núna, bara tíu vikum eftir að þetta uppgötvast en á þeim tíma hafa síðan tilfelli farið til annarra landa og þá koma upp svona heitir blettir hér og þar um heiminn, meðal annars á Ítalíu og Suður-Kóreu og þá fer það svolítið eftir viðbragði heilbrigðisyfirvalda í hverju landi hvernig málin síðan þróast áfram.“ Minnst 80.000 Kínverja hafa sýkst af veirunni síðan nýja afbrigðið af kórónuveirunni kom í ljós í Wuhan í desember. Þau lönd sem verst hafa orðið út í veirunni fyrir utan Kína eru Ítalía, Suður-Kórea og Íran sem Már kallar „heita bletti“.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Kína Mest lesið Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Innlent Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Innlent Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Innlent Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Innlent Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Innlent Fleiri fréttir Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Mikill viðbúnaður vegna sprengingar í mjölverksmiðju Þingfundi lauk á miðnætti: Stjórnarandstaðan sökuð um málþóf Samsköttun og ásakanir um málþóf á Alþingi Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Hætta við uppbyggingu við tjörnina í Seljahverfi Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Sjá meira