Sveitin Hipsumhaps flutti lagið Lífið sem mig langar í á Hlustendaverðlaununum í Hörpunni á miðvikudagskvöldið og vakti flutningurinn mikla athygli.
Þá sérstaklega fyrir stúlknakórinn sem söng lagið með hljómsveitameðlimunum.
Lífið sem mig langar í var eitt vinsælasta lagið síðasta árs og má segja að stúlkurnar hafi stolið senunni eins og sjá má hér að neðan.