Manchester City, Leicester og Norwich komust öll í átta liða úrslit ensku bikarkeppninnar í gærkvöldi. Manchester City og Leicester unnu bæði 1-0 sigra en Norwich vann Tottenham í vítakeppni. Vísir er með öll mörkin og vítaspyrnukeppnina.
Aðeins eitt sæti er nú laust en áður höfðu Arsenal, Chelsea, Sheffield United og Newcastle United öll unnið sína leiki í sextán liða úrslitunum. Lokaleikurinn er síðan í kvöld þegar Derby County tekur á móti Manchester United.
Ricardo Pereira skoraði sigurmark Leicester City í 1-0 sigri á b-deildarliðinu Birmingham City en markið kom átta mínútum fyrir leikslok.
Sergio Agüero skoraði eina mark Manchester City í 1-0 útisigri á b-deildarliðinu Sheffield Wednesday en sigurmarkið hans kom á 53. mínútu.
Tottenham Hotspur og Norwich City gerðu 2-2 jafntefli á heimavelli Tottenham liðsins en Norwich City vann 3-2 í vítakeppni. Liðsmenn Tottenham klikkuðu á þremur spyrnum þar af varði Tim Krul tvær þeirra.
Liðin sem mætast í átta liða úrslitunum eru:
Sheffield United - Arsenal
Newcastle United - Manchester City
Norwich City - Derby County eða Manchester United
Leicester City - Chelsea
Hér fyrir neðan má sjá mörkin úr þessum þremur leikjum og svo líka vítakeppnina á Tottenham Hotspur Stadium.