Hin ýmsu tæknifyrirbrigði skoðuð á skemmtilegan og einfaldan hátt Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 5. mars 2020 11:23 Arnar Kjartansson, María Rós Kaldalóns og Jóhann Hall eru umsjónarmenn Gagnaversins. Vísir/Vilhelm Í kvöld fer af stað hlaðvarpið Gagnaverið. Þættirnir munu birtast hér á Vísi en umsjónarmenn eru þau Arnar Kjartansson, María Rós Kaldalóns og Jóhann Hall. „Ég hef alltaf haft áhuga á fjölmiðlun og tækni, mig langar með þessu hlaðvarpi að skapa áhuga fyrir tæknifyrirbrigðum og hafa það þannig að fólk geti nýtt þetta sem aðgangspunkt inn í frekari þekkingu á efninu,“ segir Arnar í samtali við Vísi.„Gagnaverið er hlaðvarp þar sem skoðað er hin ýmsu tæknifyrirbrigði á skemmtilegan og einfaldan hátt. Við bæði skautum yfir helstu sögu og staðreyndir og fáum svo til okkar sérfræðinga á sviðinu sem kafa aðeins dýpra í efnið með okkur.“ Arnar segir að hlaðvarpið sé fyrir alla sem hafa áhuga á að læra meira um tæknina sem er allstaðar í kringum okkur. Hann segir að það sem greini Gagnaverið frá öðrum hlaðvörpum sé viðfangsefnið. „Einu tæknihlaðvörpin um tækni eru tækjaþættir en við viljum skoða viðfangsefnið í heild sinni. Ekkert annað hlaðvarp á Íslandi er að taka fyrir þau viðfangsefni sem við tökum fyrir.“ Meðal annars verður fjallað um rafíþróttir, 5G, sjálfkeyrandi bíla, raddstýringu tækja og svo verður líka farið yfir það hvernig gervigreind virkar.„Ég persónulega hef mikinn áhuga á privacy umræðunni, hversu mikið tækin okkar stjórna okkar daglega lífi og hversu miklar og persónulegar upplýsingar mörg forrit og fyrirtæki safna um okkur og selja fyrir rosalegar upphæðir. Einnig hef ég mikinn áhuga á raddstýringu tækja, sérstaklega þróun þeirra hér innanlands, nokkur fyrirtæki, þar á meðal Samrómur, verkefnið hjá Háskóla Íslands að íslenska Siri og Google Assistant.“ Arnar lærði viðskiptafræði í Háskóla Íslands, hann vinnur sem sölumaður hjá SÝN ásamt því að þjálfa lið Fjölbrautaskólans í Garðabæ í MORFÍs. „Ég legg mikið upp úr því að gera bæði skemmtilegt og fræðandi efni, við öll höfum gríðarlegan metnað fyrir verkefninu og vonum bara að hlustendur njóti.“Fyrsti þátturinn af hlaðvarpinu Gagnaverið fer á loftið á Vísi í kvöld. Í fyrsta þætti ræða þau Arnar Kjartansson, María Rós Kaldalóns og Jóhann Hall um rafíþróttir. Tækni Upplýsingatækni Gagnaverið Mest lesið Borguðu norn fyrir gott veður á brúðkaupsdaginn Lífið „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Lífið Heklaði á sig forsýningarkjólinn Tíska og hönnun Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Menning Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Lífið Ein sú fegursta komin á fast Lífið „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Lífið Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma Lífið Kórtónleikar: Heilög naumhyggja eða heilalaust suð Gagnrýni Fyrst „stóru fimm“ til að hóta sniðgöngu Lífið Fleiri fréttir Borguðu norn fyrir gott veður á brúðkaupsdaginn Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Robert Redford er látinn Norska konungsfjölskyldan krefst breytinga á heimildarmynd Netflix Fyrst „stóru fimm“ til að hóta sniðgöngu Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Fögur hæð í frönskum stíl „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Mægðurnar Vanda Sig og Dísa sögðu fokk við ofbeldi Salka Sól og Elísabet Jökuls mættu á frumsýningu „Komst ekki á Emmy-hátíðina en komst á bráðamóttökuna“ Staða inn á fótboltavelli sem heitir það sama og bleyjutegund Glæpasagnahöfundur nældi sér í fyrirsætu Stökkva út í sjó úr margra metra hæð og fréttamaður fékk að prófa „Áttum góða tíma og mjög ástríkt samband að mestu“ Ein sú fegursta komin á fast Drake fékk brjóstahaldarann frá Guggu í fangið Stjörnulífið: Gellurnar stóðu vaktina Lifði með fjögurra prósenta sjón án greiningar Adolescence, The Studio og Colbert komu, sáu og sigruðu Kettir með engar rófur til sýnis Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Safnaði fyrir draumaferðinni á þremur mánuðum Krakkatían: Vestfirðir, sundkappi og söngleikur Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Sjá meira
Í kvöld fer af stað hlaðvarpið Gagnaverið. Þættirnir munu birtast hér á Vísi en umsjónarmenn eru þau Arnar Kjartansson, María Rós Kaldalóns og Jóhann Hall. „Ég hef alltaf haft áhuga á fjölmiðlun og tækni, mig langar með þessu hlaðvarpi að skapa áhuga fyrir tæknifyrirbrigðum og hafa það þannig að fólk geti nýtt þetta sem aðgangspunkt inn í frekari þekkingu á efninu,“ segir Arnar í samtali við Vísi.„Gagnaverið er hlaðvarp þar sem skoðað er hin ýmsu tæknifyrirbrigði á skemmtilegan og einfaldan hátt. Við bæði skautum yfir helstu sögu og staðreyndir og fáum svo til okkar sérfræðinga á sviðinu sem kafa aðeins dýpra í efnið með okkur.“ Arnar segir að hlaðvarpið sé fyrir alla sem hafa áhuga á að læra meira um tæknina sem er allstaðar í kringum okkur. Hann segir að það sem greini Gagnaverið frá öðrum hlaðvörpum sé viðfangsefnið. „Einu tæknihlaðvörpin um tækni eru tækjaþættir en við viljum skoða viðfangsefnið í heild sinni. Ekkert annað hlaðvarp á Íslandi er að taka fyrir þau viðfangsefni sem við tökum fyrir.“ Meðal annars verður fjallað um rafíþróttir, 5G, sjálfkeyrandi bíla, raddstýringu tækja og svo verður líka farið yfir það hvernig gervigreind virkar.„Ég persónulega hef mikinn áhuga á privacy umræðunni, hversu mikið tækin okkar stjórna okkar daglega lífi og hversu miklar og persónulegar upplýsingar mörg forrit og fyrirtæki safna um okkur og selja fyrir rosalegar upphæðir. Einnig hef ég mikinn áhuga á raddstýringu tækja, sérstaklega þróun þeirra hér innanlands, nokkur fyrirtæki, þar á meðal Samrómur, verkefnið hjá Háskóla Íslands að íslenska Siri og Google Assistant.“ Arnar lærði viðskiptafræði í Háskóla Íslands, hann vinnur sem sölumaður hjá SÝN ásamt því að þjálfa lið Fjölbrautaskólans í Garðabæ í MORFÍs. „Ég legg mikið upp úr því að gera bæði skemmtilegt og fræðandi efni, við öll höfum gríðarlegan metnað fyrir verkefninu og vonum bara að hlustendur njóti.“Fyrsti þátturinn af hlaðvarpinu Gagnaverið fer á loftið á Vísi í kvöld. Í fyrsta þætti ræða þau Arnar Kjartansson, María Rós Kaldalóns og Jóhann Hall um rafíþróttir.
Tækni Upplýsingatækni Gagnaverið Mest lesið Borguðu norn fyrir gott veður á brúðkaupsdaginn Lífið „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Lífið Heklaði á sig forsýningarkjólinn Tíska og hönnun Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Menning Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Lífið Ein sú fegursta komin á fast Lífið „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Lífið Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma Lífið Kórtónleikar: Heilög naumhyggja eða heilalaust suð Gagnrýni Fyrst „stóru fimm“ til að hóta sniðgöngu Lífið Fleiri fréttir Borguðu norn fyrir gott veður á brúðkaupsdaginn Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Robert Redford er látinn Norska konungsfjölskyldan krefst breytinga á heimildarmynd Netflix Fyrst „stóru fimm“ til að hóta sniðgöngu Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Fögur hæð í frönskum stíl „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Mægðurnar Vanda Sig og Dísa sögðu fokk við ofbeldi Salka Sól og Elísabet Jökuls mættu á frumsýningu „Komst ekki á Emmy-hátíðina en komst á bráðamóttökuna“ Staða inn á fótboltavelli sem heitir það sama og bleyjutegund Glæpasagnahöfundur nældi sér í fyrirsætu Stökkva út í sjó úr margra metra hæð og fréttamaður fékk að prófa „Áttum góða tíma og mjög ástríkt samband að mestu“ Ein sú fegursta komin á fast Drake fékk brjóstahaldarann frá Guggu í fangið Stjörnulífið: Gellurnar stóðu vaktina Lifði með fjögurra prósenta sjón án greiningar Adolescence, The Studio og Colbert komu, sáu og sigruðu Kettir með engar rófur til sýnis Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Safnaði fyrir draumaferðinni á þremur mánuðum Krakkatían: Vestfirðir, sundkappi og söngleikur Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Sjá meira