Fury íhugar að leggja hanskana á hilluna eftir bardagann við Joshua Ísak Hallmundarson skrifar 5. mars 2020 14:45 Hinn breski Tyson Fury hefur aldrei verið sigraður í hringnum vísir/getty Tyson Fury, sem nýlega varð tvöfaldur heimsmeistari í þungavigt, segist alvarlega íhuga að setjast í helgan stein eftir bardaga sinn við Anthony Joshua, sem er fjórfaldur heimsmeistari. Ekki er enn staðfest hvenær bardagi Fury og Joshua mun fara fram en Fury mun mæta Deontay Wilder í þriðja sinn í sumar eftir að hafa pakkað honum saman í nýlegum titilbardaga. Sá bardagi fer fram þann 18. júlí í Las Vegas. Kona Tysons, Paris Fury, hafði kallað eftir því að hann myndi draga sig í hlé. ,,Ég á tvo bardaga eftir, síðan mun ég virkilega íhuga framhaldið,“ sagði Tyson. ,,Hversu lengi á þetta að halda áfram? Ég er ósigraður í 31 atvinnumannabardaga og þetta er 12 árið mitt í atvinnumennsku. Ég hef haldið heimsmeistaratitlum hjá öllum samböndum. Þegar ég sigraði Klitschko var ég með öll beltin, Anthony Joshua er bara með leifarnar frá mér,“ sagði Fury kokhraustur. ,,Ég tapaði aldrei þessum titlum, ég þurfti að taka mér tíma til að vinna í geðheilsu minni, þannig þetta eru mínir titlar. Hvernig getur einhver annar verið meistari þegar ég er ósigraður?“ Bretinn tjáði sig síðan um hvað hann sæi fyrir sér að gera eftir að ferlinum lýkur. ,,Ég er að vinna í því að opna hnefaleikastað í hverfinu mínu. Ég fékk tækifæri til að labba inn á svoleiðis stað í æsku sem kom mér á þann stað sem ég er á í dag. Ég vil að aðrir krakkar fái það tækifæri og hafa jákvæð áhrif, hvetja krakka til að fylgja draumum sínum eins og ég gerði.“ Það er því líklegt miðað við þessi orð að Fury muni taka sér eitthvað hlé frá hnefaleikum eftir næstu tvo bardaga, en það þýðir þó ekki endilega að hann muni aldrei berjast aftur, en í þessari íþrótt er algengt að menn snúi aftur í hringinn eftir hlé. Box Tengdar fréttir „Yrði stærsti íþróttaviðburður á Bretlandi frá úrslitaleik HM 1966“ Flest hnefaleikaáhugafólk vonast til að sjá Englendinganna Tyson Fury og Anthony Joshua mætast í hringnum. 24. febrúar 2020 12:30 Fury og Wilder mætast aftur í sumar Deontay Wilder hefur nýtt rétt sinn til þess að skora Tyson Fury aftur á hólm og þeir munu því berjast í þriðja sinn í sumar. 2. mars 2020 15:00 Fury fékk höfðinglegar móttökur | Myndband Fjöldi fólks tók á móti heimsmeistaranum við komuna til Manchester. 25. febrúar 2020 20:00 Mest lesið Dóttir Scholes fékk svakalegt augnaráð frá pabba sínum Enski boltinn Gefa allan hagnað af Ísraelsleiknum til góðgerðamála Fótbolti Liverpool búið að selja leikmenn fyrir meira en 33 milljarða í sumar Enski boltinn Isak rýfur þögnina og segir Newcastle hafa svikið loforð Enski boltinn Pep Guardiola hjálpar Ten Hag Enski boltinn Fóru að slást í klefanum og voru báðir settir á sölulista Fótbolti Keyptu nýjan leikmann fyrir sektina hans Gyökeres Sport Ein frægasta íþróttakona Úkraínu dæmd í fjögurra ára bann Sport Kylian Mbappe tryggði Real Madrid sigurinn Fótbolti Völdu Mo Salah bestan en Chris Wood frekar en Haaland í lið ársins Enski boltinn Fleiri fréttir Dóttir Scholes fékk svakalegt augnaráð frá pabba sínum Liverpool búið að selja leikmenn fyrir meira en 33 milljarða í sumar Pep Guardiola hjálpar Ten Hag Gefa allan hagnað af Ísraelsleiknum til góðgerðamála Kylian Mbappe tryggði Real Madrid sigurinn Isak rýfur þögnina og segir Newcastle hafa svikið loforð Völdu Mo Salah bestan en Chris Wood frekar en Haaland í lið ársins Craig Pedersen um erfitt val á EM-hóp: „Frábært vandamál að glíma við“ Keyptu nýjan leikmann fyrir sektina hans Gyökeres Fóru að slást í klefanum og voru báðir settir á sölulista Ronaldo sýndi mikla óeigingirni og nú er bikar í boði í næsta leik Ein frægasta íþróttakona Úkraínu dæmd í fjögurra ára bann Sóla ekki skemmt yfir Owen-treyju: „Vil ekki sjá hana“ Eze fari til Spurs fyrir vikulok KSÍ opið fyrir sjálfkrafa bönnum en reglubreyting ekki í vinnslu Forseti Íslands hvatti landsliðið til dáða Sjáðu mark Chiesa frá öllum vinklum og öll hin mörkin Giannis loksins mættur en Grikkirnir neita að útskýra fjarveruna Svona er hópur Íslands sem fer á EM Valsmenn bara mannlegir? „Ég ætla ekki í eina einustu tæklingu hérna“ Isak skrópar á verðlaunahátíð Fyrrum forkólfar KSÍ á eftir Fjallinu á toppi tekjulistans Úlfarnir kaupa hraðasta leikmann Ítalíu Klárlega búið að vanmeta Man. City Chiesa núna ákveðinn í að vera áfram hjá Liverpool Tvö mörk með fyrstu tveimur snertingunum Sá ekki fram á tækifæri hjá Rosenborg og getur ekki hætt að skora fyrir Lyngby Stúkan birti samskipti dómara: „Ég þarf að taka stórar ákvarðanir“ Með krabbamein í brjósti en hættir ekki að spila Sjáðu Galdurinn á bak við það að KR komst úr fallsæti Sjá meira
Tyson Fury, sem nýlega varð tvöfaldur heimsmeistari í þungavigt, segist alvarlega íhuga að setjast í helgan stein eftir bardaga sinn við Anthony Joshua, sem er fjórfaldur heimsmeistari. Ekki er enn staðfest hvenær bardagi Fury og Joshua mun fara fram en Fury mun mæta Deontay Wilder í þriðja sinn í sumar eftir að hafa pakkað honum saman í nýlegum titilbardaga. Sá bardagi fer fram þann 18. júlí í Las Vegas. Kona Tysons, Paris Fury, hafði kallað eftir því að hann myndi draga sig í hlé. ,,Ég á tvo bardaga eftir, síðan mun ég virkilega íhuga framhaldið,“ sagði Tyson. ,,Hversu lengi á þetta að halda áfram? Ég er ósigraður í 31 atvinnumannabardaga og þetta er 12 árið mitt í atvinnumennsku. Ég hef haldið heimsmeistaratitlum hjá öllum samböndum. Þegar ég sigraði Klitschko var ég með öll beltin, Anthony Joshua er bara með leifarnar frá mér,“ sagði Fury kokhraustur. ,,Ég tapaði aldrei þessum titlum, ég þurfti að taka mér tíma til að vinna í geðheilsu minni, þannig þetta eru mínir titlar. Hvernig getur einhver annar verið meistari þegar ég er ósigraður?“ Bretinn tjáði sig síðan um hvað hann sæi fyrir sér að gera eftir að ferlinum lýkur. ,,Ég er að vinna í því að opna hnefaleikastað í hverfinu mínu. Ég fékk tækifæri til að labba inn á svoleiðis stað í æsku sem kom mér á þann stað sem ég er á í dag. Ég vil að aðrir krakkar fái það tækifæri og hafa jákvæð áhrif, hvetja krakka til að fylgja draumum sínum eins og ég gerði.“ Það er því líklegt miðað við þessi orð að Fury muni taka sér eitthvað hlé frá hnefaleikum eftir næstu tvo bardaga, en það þýðir þó ekki endilega að hann muni aldrei berjast aftur, en í þessari íþrótt er algengt að menn snúi aftur í hringinn eftir hlé.
Box Tengdar fréttir „Yrði stærsti íþróttaviðburður á Bretlandi frá úrslitaleik HM 1966“ Flest hnefaleikaáhugafólk vonast til að sjá Englendinganna Tyson Fury og Anthony Joshua mætast í hringnum. 24. febrúar 2020 12:30 Fury og Wilder mætast aftur í sumar Deontay Wilder hefur nýtt rétt sinn til þess að skora Tyson Fury aftur á hólm og þeir munu því berjast í þriðja sinn í sumar. 2. mars 2020 15:00 Fury fékk höfðinglegar móttökur | Myndband Fjöldi fólks tók á móti heimsmeistaranum við komuna til Manchester. 25. febrúar 2020 20:00 Mest lesið Dóttir Scholes fékk svakalegt augnaráð frá pabba sínum Enski boltinn Gefa allan hagnað af Ísraelsleiknum til góðgerðamála Fótbolti Liverpool búið að selja leikmenn fyrir meira en 33 milljarða í sumar Enski boltinn Isak rýfur þögnina og segir Newcastle hafa svikið loforð Enski boltinn Pep Guardiola hjálpar Ten Hag Enski boltinn Fóru að slást í klefanum og voru báðir settir á sölulista Fótbolti Keyptu nýjan leikmann fyrir sektina hans Gyökeres Sport Ein frægasta íþróttakona Úkraínu dæmd í fjögurra ára bann Sport Kylian Mbappe tryggði Real Madrid sigurinn Fótbolti Völdu Mo Salah bestan en Chris Wood frekar en Haaland í lið ársins Enski boltinn Fleiri fréttir Dóttir Scholes fékk svakalegt augnaráð frá pabba sínum Liverpool búið að selja leikmenn fyrir meira en 33 milljarða í sumar Pep Guardiola hjálpar Ten Hag Gefa allan hagnað af Ísraelsleiknum til góðgerðamála Kylian Mbappe tryggði Real Madrid sigurinn Isak rýfur þögnina og segir Newcastle hafa svikið loforð Völdu Mo Salah bestan en Chris Wood frekar en Haaland í lið ársins Craig Pedersen um erfitt val á EM-hóp: „Frábært vandamál að glíma við“ Keyptu nýjan leikmann fyrir sektina hans Gyökeres Fóru að slást í klefanum og voru báðir settir á sölulista Ronaldo sýndi mikla óeigingirni og nú er bikar í boði í næsta leik Ein frægasta íþróttakona Úkraínu dæmd í fjögurra ára bann Sóla ekki skemmt yfir Owen-treyju: „Vil ekki sjá hana“ Eze fari til Spurs fyrir vikulok KSÍ opið fyrir sjálfkrafa bönnum en reglubreyting ekki í vinnslu Forseti Íslands hvatti landsliðið til dáða Sjáðu mark Chiesa frá öllum vinklum og öll hin mörkin Giannis loksins mættur en Grikkirnir neita að útskýra fjarveruna Svona er hópur Íslands sem fer á EM Valsmenn bara mannlegir? „Ég ætla ekki í eina einustu tæklingu hérna“ Isak skrópar á verðlaunahátíð Fyrrum forkólfar KSÍ á eftir Fjallinu á toppi tekjulistans Úlfarnir kaupa hraðasta leikmann Ítalíu Klárlega búið að vanmeta Man. City Chiesa núna ákveðinn í að vera áfram hjá Liverpool Tvö mörk með fyrstu tveimur snertingunum Sá ekki fram á tækifæri hjá Rosenborg og getur ekki hætt að skora fyrir Lyngby Stúkan birti samskipti dómara: „Ég þarf að taka stórar ákvarðanir“ Með krabbamein í brjósti en hættir ekki að spila Sjáðu Galdurinn á bak við það að KR komst úr fallsæti Sjá meira
„Yrði stærsti íþróttaviðburður á Bretlandi frá úrslitaleik HM 1966“ Flest hnefaleikaáhugafólk vonast til að sjá Englendinganna Tyson Fury og Anthony Joshua mætast í hringnum. 24. febrúar 2020 12:30
Fury og Wilder mætast aftur í sumar Deontay Wilder hefur nýtt rétt sinn til þess að skora Tyson Fury aftur á hólm og þeir munu því berjast í þriðja sinn í sumar. 2. mars 2020 15:00
Fury fékk höfðinglegar móttökur | Myndband Fjöldi fólks tók á móti heimsmeistaranum við komuna til Manchester. 25. febrúar 2020 20:00