„Ég myndi ekki spila honum,“ sagði José Mourinho léttur í bragði á blaðamannafundi í dag þegar portúgalski knattspyrnustjórinn var spurður út í það hvernig leikmaður hann hefði verið á sínum tíma.
Tilefni spurningarinnar var viðtal við Brasilíska þjálfarann Baltemar Brito sem sagði að sem leikmaður hefði Mourinho verið pirrandi, andvarpað oft og verið latur.
„Það er alveg hárrétt,“ sagði Mourinho, og að ef hann hefði slíkan leikmann hjá Tottenham í dag þá myndi hann einfaldlega ekki leyfa honum að spila heldur bjóða hann til sölu: „Takið hann bara ókeypis!“
Annoying
— Sky Sports News (@SkySportsNews) March 6, 2020
Moaned a lot
Lazy
How was Jose Mourinho as a player?
""I wouldn't play him!" Take him for free!" #ICYMI | @TAGHeuerpic.twitter.com/eF3qlSHegi
Tottenham hefur tapað síðustu fjórum leikjum sínum ef talin eru úrslit í öllum keppnum. Liðið mætir Burnley á útivelli á morgun í mikilvægum leik í baráttunni um Evrópusæti í ensku úrvalsdeildinni og leikur svo seinni leik sinn við RB Leipzig í Meistaradeild Evrópu á þriðjudag.