Thomas Mikkelsen skoraði þrennu fyrir Breiðablik í dag þegar liðið vann 4-1 sigur gegn Leikni Fáskrúðsfirði í Lengjubikarnum í fótbolta í Fjarðabyggðarhöllinni.
Auk markanna þriggja frá Mikkelsen skoraði Alexander Helgi Sigurðarson fyrir Blika en staðan var 4-0 í hálfleik. Mykolas Krasnovskis skoraði fyrir Leikni um miðjan seinni hálfleik.
Breiðablik hefur unnið alla fjóra leiki sína til þessa í 1. riðli og er með markatöluna 17-4. Liðið er í baráttu við KR um efsta sætið en aðeins efsta lið riðilsins kemst í undanúrslit keppninnar. KR hefur unnið sína þrjá leiki og mætir Leikni R. í Vesturbænum á þriðjudag. Breiðablik og KR mætast svo í óeiginlegum úrslitaleik um efsta sætið á Kópavogsvelli á sunnudeginn eftir viku, í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.
Leikur hafinn í Fjarðbyggðarhöllinni. pic.twitter.com/21semfhyPY
— Blikar.is (@blikar_is) March 8, 2020