Stephen Curry missti af 58 leikjum í röð vegna meiðsla en spilaði loksins á móti Toronto Raptors á fimmtudaginn þar sem hann var með 23 stig, 6 fráköst og 7 stoðsendingar á aðeins 27 mínútum.
Golden State átti aftur leik á laugardagskvöldið en þá var Stephen Curry hvergi sjáanlegur.
Golden State Warriors sendi síðan frá sér yfirlýsingu og þar var minnst á kórónuveiruna. „Curry sýnir engin merki um að vera með COVID-19. Hann er með ástríðarflensu,“ segir meðal annars í þessari yfirlýsingu.
Stephen Curry status update: pic.twitter.com/FmqQm5xxl2
— Warriors PR (@WarriorsPR) March 7, 2020
Steve Kerr ræddi ástandið á Stephen Curry fyrir leikinn á móti Philadelphia 76ers á laugardagskvöldið en hann vann Golden State Warriors 118-114 þrátt fyrir að vera án stórskyttunnar.
„Ég var með Steph á æfingu á föstudaginn og svo aftur með honum í Oakaland seinni partinn. Það var í fínu lagi með hann þá,“ sagði Steve Kerr, þjálfari Golden State Warriors.
„Hann vaknaði veikur í morgun. Ég vissi að ungur sonur hans var veikur í nokkra daga og hann hefur líklega fengið þessa flensu frá honum. Læknarnir okkar skoðuðu hann og þetta er bara þessi hefðbundna flensa,“ sagði Kerr.