Ísland mætir Sviss í umspilsleikjum um laust sæti á HM 2021 í handbolta sem fer fram í Egyptalandi, 15. til 31. janúar á næsta ári.
Sviss lék síðast á HM þegar mótið fór fram á Íslandi árið 1995 en síðan þá hefur liðið ekki komist á heimsmeistaramót.
Sviss var í riðli með Slóveníu, Svíþjóð og Póllandi á EM sem fór fram í janúar. Þeir töpuðu með 13 mörkum gegn Svíþjóð, fjórum mörkum gegn Póllandi en unnu sjö marka sigur á Póllandi.
Dregið var í Vín í dag en Ísland var í efri styrkleikaflokknum fyrir dráttinn í dag. Liðunum var skipt í tvo flokka, neðri- og efri styrkleikaflokk.
Til stendur að Tyrkland og Rússland, Rúmenía og Bosnía Herzegóvína, Pólland og Litháen, Ísrael og Lettland mætist í leikjum heima og að heiman upp úr miðjum apríl þar sem úr fæst skorið hvaða fjögur lið taka þátt í umspilsleikjunum í vor.
Fyrri umferð umspilsleikjanna fyrir HM fer fram 5. til 7. júní og sú síðari 9. til 11. júní.
Sviss mótherji Íslands í umspilinu
Anton Ingi Leifsson skrifar

Mest lesið

Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester
Enski boltinn


Úlfarnir unnu United aftur
Enski boltinn


Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu
Enski boltinn

Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn
Formúla 1

ÍA og Vestri mætast inni
Íslenski boltinn

Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim
Enski boltinn

Neto hetja Chelsea á síðustu stundu
Enski boltinn
