Hafa nú spilað í þrettán og hálfan klukkutíma án þess að fá á sig mark Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 20. ágúst 2020 14:00 Miðvörðurinn Kristín Dís Árnadóttir og markvörðurinn Sonný Lára Þráinsdóttir hafa spilað allar 810 mínúur Blika í Pepsi deild kvenna í sumar. Vísir/Samsett Blikakonur stóðust metapressuna í gærkvöldi og gott betur. 7-0 sigur á Þór/KA þýðir að liðið er nú það eina í sögu úrvalsdeildar kvenna sem hefur spilað níu fyrstu leiki sína á Íslandsmótinu án þess að fá á sig mark. Breiðablik sló 23 ára gamalt met KR-liðsins á 23. mínútu leiksins í gær en KR-konur héldu hreinu fram í fyrri hálfleik í níunda leik sínum sumarið 1997. Blikaliðið hefur nú haldið marki sínu hreinu í samtals 810 mínútur og eru því búnar að spila í þrettán og hálfan klukkutíma án þess að fá á sig mark. Á sama tíma hefur liðið skorað 42 sinnum í mark mótherjanna. Það var við hæfi að miðvörðurinn Kristín Dís Árnadóttir opnaði markareikning Blikaliðsins í gær en hún hefur spilað allar þessar 810 mínútur ásamt markverðinum Sonný Láru Þráinsdóttur. Kristín Dís var að skora sitt fyrsta deildarmark í sumar en samt með komin með fleiri mörk en andstæðingarnir í ár. Metið var reyndar aldrei í hættu á Kópavogsvellinum í gær. Fyrsta marktilraun Þór/KA kom nefnilega ekki fyrr en á 60. mínútu þegar Snædís Ósk Aðalsteinsdóttir átti skot af löngu færi rétt yfir markið. Það munaði þó litlu fjórum mínútum síðar þegar Blikakonur björguðu á línu. Hulda Ósk Jónsdóttir átti síðan skot rétt yfir markið í uppbótatíma leiksins en annars var þetta enn eini rólegi leikurinn hjá Sonný Láru Þráinsdóttur í markinu. Samkvæmt tölfræði Wyscout fyrir leikinn í gær þá er hún búin að fá á sig 24 skot í leikjunum en hefur varið þau öll. Langmest var að gera á móti Val þar sem hún varði alls tíu skot. Helena Ólafsdóttir lýsti leik Breiðabliks og Þór/KA á Stöð 2 Sport í gær en hún var einmitt fyrirliði KR-liðsins sem átti gamla metið sem var 742 mínútur spilaðar án þess að fá á sig fyrsta markið á tímabili. Næst á dagskrá hjá Breiðabliki er að komast yfir þúsund mínútur en því náðu þær sjálfar sumarið 2015 þegar Blikaliðið lék í 1163 mínútur án þess að fá á sig mark eða frá leik á móti KR í þriðju umferð fram í leik á móti Selfossi í sextándu umferð. Til þess að ná því þá þarf Breiðabliksliðið að halda hreinu í næstu þremur leikjum sínum og gott betur. Þær komast yfir þúsund mínútur með því að halda hreinu fram í þriðja leik frá deginum í dag. Metið gæti því fallið undir lok fjórða leiks liðsins sem er samkvæmt leikjaplaninu í dag leikur á móti Þór/KA á útivelli. Norðanstúlkur gætu því lent í því að Blikarnir settu tvö met í leikjum á móti þeim í sumar. Miðað við þróun mála í sumar vegna kórónuveirufaraldursins er erfitt að horfa of langt fram í tímann og því verður bara að koma í ljós hvernig leikjaröð Blikanna verður á endanum. Pepsi Max deild kvenna verður að sjálfsögðu til umfjöllunar í kvöld hjá Helenu Ólafsdóttur og sérfræðingum hennar í Pepsi Max mörkum kvenna. Þátturinn hefst klukkan 20.00 á Stöð 2 Sport. Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Körfubolti Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Enski boltinn Pogba við það að rifta samningi sínum við Juventus Fótbolti Viktor Gísli í úrvalsliði fyrstu tveggja umferða undankeppninnar Handbolti Sló átta ára dóttur sína eftir tap Sport Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Enski boltinn Betur fór en horfði hjá Martin sem virtist illa meiddur Körfubolti Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Enski boltinn Ótrúlegur endir sá til þess að meistararnir eru enn ósigraðir Sport Í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að kýla dómara Fótbolti Fleiri fréttir „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Hermann Hreiðars tekur við HK Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Oliver kveður Breiðablik „Skil vel að KR-ingar séu með vatn í munninum yfir því sem koma skal“ Víkingar gætu komið íslensku liði í Evrópudeildina „Þetta er liðið hans Höskuldar“ „Geta ekki smíðað sigurlið 1, 2 og 3 með því að kaupa inn dýra leikmenn“ „Einn af þeim bestu og skemmtilegustu sem við höfum séð síðustu ár“ Var í fjórða flokki þegar hann stýrði inni á æfingu meistaraflokks Sagður hafa slitið samningi við KA og leiti út „Ekki fyrirkomulaginu að kenna hvernig þeim gekk og þetta er ódýr afsökun“ Ein af stofnendunum leggur skóna á hilluna Komu KR upp um deild og stýra liðinu áfram „Júlíglugginn kostaði FH þetta tímabil“ Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Skrautlegur ferill á enda: Kaflaskil þegar hann kynntist konunni Andri Rúnar einn af sjö sem kveðja Vestra Axel Óskar farinn frá KR og velur úr tilboðum Farsæll ferill á enda: „Langar að vera í fríi um helgar og á kvöldin“ Kristinn fékk loksins medalíuna sína og nýjan samning í kaupbæti „Þetta var bara ömurlegt í alla staði“ Ómar strax kominn með starf hjá KSÍ Lenti í stórum jarðskjálfta launalaus í heimsfaraldri Sjá meira
Blikakonur stóðust metapressuna í gærkvöldi og gott betur. 7-0 sigur á Þór/KA þýðir að liðið er nú það eina í sögu úrvalsdeildar kvenna sem hefur spilað níu fyrstu leiki sína á Íslandsmótinu án þess að fá á sig mark. Breiðablik sló 23 ára gamalt met KR-liðsins á 23. mínútu leiksins í gær en KR-konur héldu hreinu fram í fyrri hálfleik í níunda leik sínum sumarið 1997. Blikaliðið hefur nú haldið marki sínu hreinu í samtals 810 mínútur og eru því búnar að spila í þrettán og hálfan klukkutíma án þess að fá á sig mark. Á sama tíma hefur liðið skorað 42 sinnum í mark mótherjanna. Það var við hæfi að miðvörðurinn Kristín Dís Árnadóttir opnaði markareikning Blikaliðsins í gær en hún hefur spilað allar þessar 810 mínútur ásamt markverðinum Sonný Láru Þráinsdóttur. Kristín Dís var að skora sitt fyrsta deildarmark í sumar en samt með komin með fleiri mörk en andstæðingarnir í ár. Metið var reyndar aldrei í hættu á Kópavogsvellinum í gær. Fyrsta marktilraun Þór/KA kom nefnilega ekki fyrr en á 60. mínútu þegar Snædís Ósk Aðalsteinsdóttir átti skot af löngu færi rétt yfir markið. Það munaði þó litlu fjórum mínútum síðar þegar Blikakonur björguðu á línu. Hulda Ósk Jónsdóttir átti síðan skot rétt yfir markið í uppbótatíma leiksins en annars var þetta enn eini rólegi leikurinn hjá Sonný Láru Þráinsdóttur í markinu. Samkvæmt tölfræði Wyscout fyrir leikinn í gær þá er hún búin að fá á sig 24 skot í leikjunum en hefur varið þau öll. Langmest var að gera á móti Val þar sem hún varði alls tíu skot. Helena Ólafsdóttir lýsti leik Breiðabliks og Þór/KA á Stöð 2 Sport í gær en hún var einmitt fyrirliði KR-liðsins sem átti gamla metið sem var 742 mínútur spilaðar án þess að fá á sig fyrsta markið á tímabili. Næst á dagskrá hjá Breiðabliki er að komast yfir þúsund mínútur en því náðu þær sjálfar sumarið 2015 þegar Blikaliðið lék í 1163 mínútur án þess að fá á sig mark eða frá leik á móti KR í þriðju umferð fram í leik á móti Selfossi í sextándu umferð. Til þess að ná því þá þarf Breiðabliksliðið að halda hreinu í næstu þremur leikjum sínum og gott betur. Þær komast yfir þúsund mínútur með því að halda hreinu fram í þriðja leik frá deginum í dag. Metið gæti því fallið undir lok fjórða leiks liðsins sem er samkvæmt leikjaplaninu í dag leikur á móti Þór/KA á útivelli. Norðanstúlkur gætu því lent í því að Blikarnir settu tvö met í leikjum á móti þeim í sumar. Miðað við þróun mála í sumar vegna kórónuveirufaraldursins er erfitt að horfa of langt fram í tímann og því verður bara að koma í ljós hvernig leikjaröð Blikanna verður á endanum. Pepsi Max deild kvenna verður að sjálfsögðu til umfjöllunar í kvöld hjá Helenu Ólafsdóttur og sérfræðingum hennar í Pepsi Max mörkum kvenna. Þátturinn hefst klukkan 20.00 á Stöð 2 Sport.
Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Körfubolti Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Enski boltinn Pogba við það að rifta samningi sínum við Juventus Fótbolti Viktor Gísli í úrvalsliði fyrstu tveggja umferða undankeppninnar Handbolti Sló átta ára dóttur sína eftir tap Sport Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Enski boltinn Betur fór en horfði hjá Martin sem virtist illa meiddur Körfubolti Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Enski boltinn Ótrúlegur endir sá til þess að meistararnir eru enn ósigraðir Sport Í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að kýla dómara Fótbolti Fleiri fréttir „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Hermann Hreiðars tekur við HK Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Oliver kveður Breiðablik „Skil vel að KR-ingar séu með vatn í munninum yfir því sem koma skal“ Víkingar gætu komið íslensku liði í Evrópudeildina „Þetta er liðið hans Höskuldar“ „Geta ekki smíðað sigurlið 1, 2 og 3 með því að kaupa inn dýra leikmenn“ „Einn af þeim bestu og skemmtilegustu sem við höfum séð síðustu ár“ Var í fjórða flokki þegar hann stýrði inni á æfingu meistaraflokks Sagður hafa slitið samningi við KA og leiti út „Ekki fyrirkomulaginu að kenna hvernig þeim gekk og þetta er ódýr afsökun“ Ein af stofnendunum leggur skóna á hilluna Komu KR upp um deild og stýra liðinu áfram „Júlíglugginn kostaði FH þetta tímabil“ Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Skrautlegur ferill á enda: Kaflaskil þegar hann kynntist konunni Andri Rúnar einn af sjö sem kveðja Vestra Axel Óskar farinn frá KR og velur úr tilboðum Farsæll ferill á enda: „Langar að vera í fríi um helgar og á kvöldin“ Kristinn fékk loksins medalíuna sína og nýjan samning í kaupbæti „Þetta var bara ömurlegt í alla staði“ Ómar strax kominn með starf hjá KSÍ Lenti í stórum jarðskjálfta launalaus í heimsfaraldri Sjá meira