Handknattleiksdeild ÍR greindi frá því á samfélagsmiðlum sínum í dag að markvörðurinn Ólafur Rafn Gíslason væri að ganga í raðir féalgsins. Ólafur Rafn kemur frá Stjörnunni þar sem hann lék 13 leiki í Olís deildinni á síðustu leiktíð.
Ólafur Rafn hefur gengið til liðs við okkur frá Stjörnunni og mun koma til með að styrkja okkar frábæra markmannsteymi @Seinnibylgjan @HSI_Iceland @VisirSport @mblsport pic.twitter.com/S8w3NKAYtn
— ÍR Handbolti (@IR_Handbolti) August 18, 2020
Þegar Olís deildin var bláfin af vegna kórónufaraldursins nú í vor þá var Stjarnan í 8. sæti eftir 20 leiki, sjö stigum á eftir ÍR sem endaði í 6. sæti deildarinnar.
Það styttist óðfluga í næsta tímabil en Olís deild karla fer af stað þann 10. september, allavega eins og staðan er í dag. Þá koma Eyjamenn í heimsókn í Austurbergið.