Forsætisráðherra segir "algjörlega ótímabært“ að ræða lagasetningu á verkföll Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 20. febrúar 2020 12:00 Mótmælendur á vegum Eflingar stilltu sér upp í Silfurbergi Hörpu á meðan forsætisráðherra flutti opnunarávarp jafnréttisþings 2020 Vísir/Elín Mótmælendur Eflingar létu vel í sér heyra þegar jafnréttisþing 2020 var sett í morgun. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra setti þingið en hún segir algjörlega ótímabært að ræða það hvort komi til greina að setja lög á verkföll. Sjá einnig: Mótmælum Eflingar á jafnréttisþingi fagnað Katrín sagði í opnunarávarpi sínu að mikið hafi áunnist í jafnréttisbaráttunni á Íslandi á Íslandi á kjörtímabilinu. „Ég tók auðvitað lögin um jafnlaunavottun í arf frá síðustu ríkisstjórn og hef unnið að innleiðingu þeirra og það er ánægjulegt að segja frá því að nú ná þau til 51% launafólks af þeim sem heyra undir lögin. Þetta hefur farið að ganga mun hraðar núna á síðustu misserum og við eigum enn tíma eftir til að ljúka innleiðingu þannig að við erum orðin töluvert bjartsýn á að það muni takast,“ segir Katrín í samtali við fréttastofu. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra flutti opnunarávarp jafnréttisþings 2020.Vísir/Sigurjón Þá nefnir hún lög um þungunarrof og um kynrænt sjálfræði einnig sem dæmi. Enn blasi þó við stór verkefni sem þurfi að takast á við í jafnréttisbaráttunni. „Það er annars vegar endurskoðun jafnréttislaganna og síðan stór viðfangsefni sem er verið að skýra frá í skýrslu minni um jafnréttismál sem tengjast ekki síst þessum kynjaskipta vinnumarkaði sem við höfum á Íslandi,“ segir Katrín. Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, fór fremst í flokki mótmælenda sem létu í sér heyra eftir að forsætisráðherra hafði lokið máli sínu. „Hvað viljum við? -leiðréttingu, Hvenær? -Strax,“ heyrðust mótmælendur meðal annars kallast á. Forsætisráðherra kveðst binda vonir við að farsæl lausn náist í deilunni og ítrekar það sem hún hefur áður sagt um að hún telji rétt að lífskjarasamningarnir verði hafðir að leiðarljósi, enda miði þeir að því að hækka lægstu launin. Spurð hvort til greina komi að beita lagasetningu til að stöðva verkföll svarar Katrín: „Það tel ég algjörlega ótímabæra umræðu og ég sé það ekki fyrir mér á þessu stigi.“ Klippa: Mótmælendur hrópa slagorð á jafnréttisþingi Jafnréttismál Kjaramál Verkföll 2020 Mest lesið Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent Líkur á hellidembu, þrumum og eldingum suðvestantil Veður „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Erlent Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Erlent Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Innlent Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Innlent „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Innlent Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Innlent Fleiri fréttir Mega gera ráð fyrir heitavatnsleysi fram eftir degi Innan við tuttugu prósent ánægð með borgarstjóra Sundhöllin opnuð á mánudag en lengra í heitu pottana Lögðu hald á snák eftir alvarlega líkamsárás „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Til vandræða á bar og vopnaður hnífi „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Sjá meira
Mótmælendur Eflingar létu vel í sér heyra þegar jafnréttisþing 2020 var sett í morgun. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra setti þingið en hún segir algjörlega ótímabært að ræða það hvort komi til greina að setja lög á verkföll. Sjá einnig: Mótmælum Eflingar á jafnréttisþingi fagnað Katrín sagði í opnunarávarpi sínu að mikið hafi áunnist í jafnréttisbaráttunni á Íslandi á Íslandi á kjörtímabilinu. „Ég tók auðvitað lögin um jafnlaunavottun í arf frá síðustu ríkisstjórn og hef unnið að innleiðingu þeirra og það er ánægjulegt að segja frá því að nú ná þau til 51% launafólks af þeim sem heyra undir lögin. Þetta hefur farið að ganga mun hraðar núna á síðustu misserum og við eigum enn tíma eftir til að ljúka innleiðingu þannig að við erum orðin töluvert bjartsýn á að það muni takast,“ segir Katrín í samtali við fréttastofu. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra flutti opnunarávarp jafnréttisþings 2020.Vísir/Sigurjón Þá nefnir hún lög um þungunarrof og um kynrænt sjálfræði einnig sem dæmi. Enn blasi þó við stór verkefni sem þurfi að takast á við í jafnréttisbaráttunni. „Það er annars vegar endurskoðun jafnréttislaganna og síðan stór viðfangsefni sem er verið að skýra frá í skýrslu minni um jafnréttismál sem tengjast ekki síst þessum kynjaskipta vinnumarkaði sem við höfum á Íslandi,“ segir Katrín. Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, fór fremst í flokki mótmælenda sem létu í sér heyra eftir að forsætisráðherra hafði lokið máli sínu. „Hvað viljum við? -leiðréttingu, Hvenær? -Strax,“ heyrðust mótmælendur meðal annars kallast á. Forsætisráðherra kveðst binda vonir við að farsæl lausn náist í deilunni og ítrekar það sem hún hefur áður sagt um að hún telji rétt að lífskjarasamningarnir verði hafðir að leiðarljósi, enda miði þeir að því að hækka lægstu launin. Spurð hvort til greina komi að beita lagasetningu til að stöðva verkföll svarar Katrín: „Það tel ég algjörlega ótímabæra umræðu og ég sé það ekki fyrir mér á þessu stigi.“ Klippa: Mótmælendur hrópa slagorð á jafnréttisþingi
Jafnréttismál Kjaramál Verkföll 2020 Mest lesið Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent Líkur á hellidembu, þrumum og eldingum suðvestantil Veður „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Erlent Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Erlent Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Innlent Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Innlent „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Innlent Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Innlent Fleiri fréttir Mega gera ráð fyrir heitavatnsleysi fram eftir degi Innan við tuttugu prósent ánægð með borgarstjóra Sundhöllin opnuð á mánudag en lengra í heitu pottana Lögðu hald á snák eftir alvarlega líkamsárás „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Til vandræða á bar og vopnaður hnífi „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Sjá meira