Ýjaði að því að „gengið hefði verið fram af“ föður sem myrti fjölskyldu sína Kristín Ólafsdóttir skrifar 20. febrúar 2020 14:29 Hannah Clarke, Rowan Baxter og börn þeirra, Laianah, Aaliyah og Trey. Facebook/Hannah Clarke Lögregla í Queensland í Ástralíu hefur verið harðlega gagnrýnd fyrir að ýja að því eiginkona manns, sem myrti hana og börn þeirra þrjú með hryllilegum hætti, hafi „gengið fram af“ honum og þannig knúið hann til að fremja morðið. Lögregla kveðst jafnframt hafa verið meðvituð um heimilisofbeldi af hálfu mannsins, auk þess sem skyldmenni hjónanna lýsa honum sem ofbeldismanni. Greint var frá því í gær að fjölskyldan hefði látist í eldsvoða í bíl í borginni Brisbane í gærmorgun. Strax var útlit fyrir að fjölskyldufaðirinn, fyrrverandi atvinnumaður í ruðningi að nafni Rowan Baxter, hefði framið morðið með því að hella bensíni yfir sig, konu sína og börn þeirra þrjú er þau sátu í bílnum og að því búnu borið eld að honum. Kona hans, Hannah Clarke, komst út úr bílnum en lést af sárum sínum á sjúkrahúsi. Börnin þrjú, Laianah, Aaliyah og Trey, létust inni í bifreiðinni. Þau voru fjögurra, sex og þriggja ára. Rowan lést einnig af sárum sínum. Hjónin slitu samvistum í fyrra og stóðu í forræðisdeilu yfir börnum sínum. Rannsaka málið „með opnum hug“ Nú hefur einnig komið fram að lögregla hafi ítrekað haft afskipti af hjónunum vegna heimilisofbeldis. Guardian hefur eftir Mark Thompson, yfirmanni rannsóknardeildar hjá lögreglu í Queensland, að Hönnuh hafi í nokkur skipti verið vísað til kvennaathvarfs í borginni. Þá hafi Rowan einnig verið bent á viðeigandi úrræði. Thompson kvað lögreglu jafnframt myndu rannsaka málið „með opnum hug“, og þá einkum með tilliti til ástæðu Rowans að baki morðinu. „Er um að ræða konu sem varð fyrir miklu heimilisofbeldi, og hún og börn hennar falla fyrir hendi eiginmanns hennar, eða er um að ræða eiginmann, sem ýtt var fram af brúninni vegna vandamála sem hann glímir við undir vissum kringumstæðum og [hann knúinn] til að fremja verknað af þessu tagi?“ sagði Thompson. Þessi ummæli hafa vakið mikla reiði meðal baráttufólks gegn heimilisofbeldi og þau sögð sýna fram á uggvænlegt viðhorf yfirvalda til kynbundins ofbeldis. Lögregla þykir með þessum málflutningi sínum hafa gefið sterklega í skyn að eiginkona Rowans beri, í það minnsta að hluta til, ábyrgð á morðinu. „[…] það, að mínu mati, vekur upp áleitnar spurningar um það hvort þau [lögreglan] hafi tekið ógninni við öryggi hennar nógu alvarlega,“ hefur Guardian eftir Renee Eaves, sem starfað hefur fyrir samtök gegn heimilisofbeldi í Queensland og aðstoðað þolendur í samskiptum sínum við lögreglu. Syrgjendur minnast Hönnuh og barnanna í grennd við vettvang morðsins í Brisbane.EPA/Dan peled Komið hefur fram að Rowan hafi flúið með eitt barnanna úr Queensland í óþökk Hönnuh fyrir nokkrum mánuðum. Lögreglu var tilkynnt um málið á sínum tíma, samkvæmt dagblaðinu Courier Mail. Þá hefur Stacey Roberts, systir Hönnuh, tjáð fjölmiðlum að fjölskylda þeirra hafi gert allt sem í þeirra valdi stóð til að bjarga Hönnuh frá „skrímslinu“ Rowan. Fjölskyldumeðlimir bæði Rowans og Hönnuh hafa lýst því að sá fyrrnefndi hafi verið ofbeldisfullur og stjórnsamur í garð konu sinnar. Frekari stoðum er rennt undir þetta í skilaboðum á milli Hönnuh og konu sem tengist Rowan fjölskylduböndum, sem Courier Mail birti á vef sínum. Skilaboðin eru frá því skömmu fyrir áramót og í þeim fullvissar konan Hönnuh að það hafi verið rétt ákvörðun að skilja við Rowan. „Ég er örugg, ég er hjá foreldrum mínum sem eru mjög, mjög eðlileg. Ég er bara svo ánægð með að hafa sloppið. Og ég er svo ánægð með að þú hafir haft samband,“ skrifar Hannah til konunnar. Ástralía Tengdar fréttir Skelfilegur eldsvoði í Ástralíu Þrjú börn undir tíu ára aldri og faðir þeirra eru dáin eftir eldsvoða í bíl fjölskyldunnar í Ástralíu í morgun. 19. febrúar 2020 07:17 Mest lesið Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Innlent Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Erlent Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Innlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Julian Assange í heimsókn á Íslandi Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks Innlent Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Erlent Fleiri fréttir Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Stöðvuðu ætlað tilræði við rússneskan andófsmann í Frakklandi Segir herinn tilbúinn að verjast innrás Bíll eins þekktasta rannsóknarblaðamanns Ítalíu sprengdur í loft upp Þingmaður hyggst nafngreina grunaðan í 55 ára morðmáli Fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Trumps ákærður Netanyahu segist staðráðinn í því að heimta líkinn af Hamas Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Átti langt samtal við Pútín fyrir fundinn með Selenskí Stöðvaði framsal manns sem er grunaður um skemmdarverk á Nord Stream Peningapokinn frá FBI sem enginn veit hvar endaði Fjölmargra enn saknað eftir flóð og aurskriður Hjálpin frá Trump gæti kostað Milei Stórþingið niðurlægir Støre og opnar aftur á skipagöng Sósíalistar vörðu Lecornu vantrausti Títan var hvorki hannaður né smíðaður nógu vel Einungis einn miðill samþykkti nýjar reglur ráðherrans Keaton lést úr lungnabólgu Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Segir Indverja ætla að hætta að kaupa olíu af Rússum Hamas aðeins skilað tveimur líkum til viðbótar en ekki sagðir hafa svikið samkomulag Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Fjöldi komst ekki út og brann lifandi Pakistan og Afganistan gera vopnahlé eftir mannskæðustu átök í langan tíma Ólga vegna samskiptaleka: „Ég elska Hitler“ Sjá meira
Lögregla í Queensland í Ástralíu hefur verið harðlega gagnrýnd fyrir að ýja að því eiginkona manns, sem myrti hana og börn þeirra þrjú með hryllilegum hætti, hafi „gengið fram af“ honum og þannig knúið hann til að fremja morðið. Lögregla kveðst jafnframt hafa verið meðvituð um heimilisofbeldi af hálfu mannsins, auk þess sem skyldmenni hjónanna lýsa honum sem ofbeldismanni. Greint var frá því í gær að fjölskyldan hefði látist í eldsvoða í bíl í borginni Brisbane í gærmorgun. Strax var útlit fyrir að fjölskyldufaðirinn, fyrrverandi atvinnumaður í ruðningi að nafni Rowan Baxter, hefði framið morðið með því að hella bensíni yfir sig, konu sína og börn þeirra þrjú er þau sátu í bílnum og að því búnu borið eld að honum. Kona hans, Hannah Clarke, komst út úr bílnum en lést af sárum sínum á sjúkrahúsi. Börnin þrjú, Laianah, Aaliyah og Trey, létust inni í bifreiðinni. Þau voru fjögurra, sex og þriggja ára. Rowan lést einnig af sárum sínum. Hjónin slitu samvistum í fyrra og stóðu í forræðisdeilu yfir börnum sínum. Rannsaka málið „með opnum hug“ Nú hefur einnig komið fram að lögregla hafi ítrekað haft afskipti af hjónunum vegna heimilisofbeldis. Guardian hefur eftir Mark Thompson, yfirmanni rannsóknardeildar hjá lögreglu í Queensland, að Hönnuh hafi í nokkur skipti verið vísað til kvennaathvarfs í borginni. Þá hafi Rowan einnig verið bent á viðeigandi úrræði. Thompson kvað lögreglu jafnframt myndu rannsaka málið „með opnum hug“, og þá einkum með tilliti til ástæðu Rowans að baki morðinu. „Er um að ræða konu sem varð fyrir miklu heimilisofbeldi, og hún og börn hennar falla fyrir hendi eiginmanns hennar, eða er um að ræða eiginmann, sem ýtt var fram af brúninni vegna vandamála sem hann glímir við undir vissum kringumstæðum og [hann knúinn] til að fremja verknað af þessu tagi?“ sagði Thompson. Þessi ummæli hafa vakið mikla reiði meðal baráttufólks gegn heimilisofbeldi og þau sögð sýna fram á uggvænlegt viðhorf yfirvalda til kynbundins ofbeldis. Lögregla þykir með þessum málflutningi sínum hafa gefið sterklega í skyn að eiginkona Rowans beri, í það minnsta að hluta til, ábyrgð á morðinu. „[…] það, að mínu mati, vekur upp áleitnar spurningar um það hvort þau [lögreglan] hafi tekið ógninni við öryggi hennar nógu alvarlega,“ hefur Guardian eftir Renee Eaves, sem starfað hefur fyrir samtök gegn heimilisofbeldi í Queensland og aðstoðað þolendur í samskiptum sínum við lögreglu. Syrgjendur minnast Hönnuh og barnanna í grennd við vettvang morðsins í Brisbane.EPA/Dan peled Komið hefur fram að Rowan hafi flúið með eitt barnanna úr Queensland í óþökk Hönnuh fyrir nokkrum mánuðum. Lögreglu var tilkynnt um málið á sínum tíma, samkvæmt dagblaðinu Courier Mail. Þá hefur Stacey Roberts, systir Hönnuh, tjáð fjölmiðlum að fjölskylda þeirra hafi gert allt sem í þeirra valdi stóð til að bjarga Hönnuh frá „skrímslinu“ Rowan. Fjölskyldumeðlimir bæði Rowans og Hönnuh hafa lýst því að sá fyrrnefndi hafi verið ofbeldisfullur og stjórnsamur í garð konu sinnar. Frekari stoðum er rennt undir þetta í skilaboðum á milli Hönnuh og konu sem tengist Rowan fjölskylduböndum, sem Courier Mail birti á vef sínum. Skilaboðin eru frá því skömmu fyrir áramót og í þeim fullvissar konan Hönnuh að það hafi verið rétt ákvörðun að skilja við Rowan. „Ég er örugg, ég er hjá foreldrum mínum sem eru mjög, mjög eðlileg. Ég er bara svo ánægð með að hafa sloppið. Og ég er svo ánægð með að þú hafir haft samband,“ skrifar Hannah til konunnar.
Ástralía Tengdar fréttir Skelfilegur eldsvoði í Ástralíu Þrjú börn undir tíu ára aldri og faðir þeirra eru dáin eftir eldsvoða í bíl fjölskyldunnar í Ástralíu í morgun. 19. febrúar 2020 07:17 Mest lesið Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Innlent Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Erlent Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Innlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Julian Assange í heimsókn á Íslandi Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks Innlent Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Erlent Fleiri fréttir Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Stöðvuðu ætlað tilræði við rússneskan andófsmann í Frakklandi Segir herinn tilbúinn að verjast innrás Bíll eins þekktasta rannsóknarblaðamanns Ítalíu sprengdur í loft upp Þingmaður hyggst nafngreina grunaðan í 55 ára morðmáli Fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Trumps ákærður Netanyahu segist staðráðinn í því að heimta líkinn af Hamas Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Átti langt samtal við Pútín fyrir fundinn með Selenskí Stöðvaði framsal manns sem er grunaður um skemmdarverk á Nord Stream Peningapokinn frá FBI sem enginn veit hvar endaði Fjölmargra enn saknað eftir flóð og aurskriður Hjálpin frá Trump gæti kostað Milei Stórþingið niðurlægir Støre og opnar aftur á skipagöng Sósíalistar vörðu Lecornu vantrausti Títan var hvorki hannaður né smíðaður nógu vel Einungis einn miðill samþykkti nýjar reglur ráðherrans Keaton lést úr lungnabólgu Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Segir Indverja ætla að hætta að kaupa olíu af Rússum Hamas aðeins skilað tveimur líkum til viðbótar en ekki sagðir hafa svikið samkomulag Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Fjöldi komst ekki út og brann lifandi Pakistan og Afganistan gera vopnahlé eftir mannskæðustu átök í langan tíma Ólga vegna samskiptaleka: „Ég elska Hitler“ Sjá meira
Skelfilegur eldsvoði í Ástralíu Þrjú börn undir tíu ára aldri og faðir þeirra eru dáin eftir eldsvoða í bíl fjölskyldunnar í Ástralíu í morgun. 19. febrúar 2020 07:17