Ýjaði að því að „gengið hefði verið fram af“ föður sem myrti fjölskyldu sína Kristín Ólafsdóttir skrifar 20. febrúar 2020 14:29 Hannah Clarke, Rowan Baxter og börn þeirra, Laianah, Aaliyah og Trey. Facebook/Hannah Clarke Lögregla í Queensland í Ástralíu hefur verið harðlega gagnrýnd fyrir að ýja að því eiginkona manns, sem myrti hana og börn þeirra þrjú með hryllilegum hætti, hafi „gengið fram af“ honum og þannig knúið hann til að fremja morðið. Lögregla kveðst jafnframt hafa verið meðvituð um heimilisofbeldi af hálfu mannsins, auk þess sem skyldmenni hjónanna lýsa honum sem ofbeldismanni. Greint var frá því í gær að fjölskyldan hefði látist í eldsvoða í bíl í borginni Brisbane í gærmorgun. Strax var útlit fyrir að fjölskyldufaðirinn, fyrrverandi atvinnumaður í ruðningi að nafni Rowan Baxter, hefði framið morðið með því að hella bensíni yfir sig, konu sína og börn þeirra þrjú er þau sátu í bílnum og að því búnu borið eld að honum. Kona hans, Hannah Clarke, komst út úr bílnum en lést af sárum sínum á sjúkrahúsi. Börnin þrjú, Laianah, Aaliyah og Trey, létust inni í bifreiðinni. Þau voru fjögurra, sex og þriggja ára. Rowan lést einnig af sárum sínum. Hjónin slitu samvistum í fyrra og stóðu í forræðisdeilu yfir börnum sínum. Rannsaka málið „með opnum hug“ Nú hefur einnig komið fram að lögregla hafi ítrekað haft afskipti af hjónunum vegna heimilisofbeldis. Guardian hefur eftir Mark Thompson, yfirmanni rannsóknardeildar hjá lögreglu í Queensland, að Hönnuh hafi í nokkur skipti verið vísað til kvennaathvarfs í borginni. Þá hafi Rowan einnig verið bent á viðeigandi úrræði. Thompson kvað lögreglu jafnframt myndu rannsaka málið „með opnum hug“, og þá einkum með tilliti til ástæðu Rowans að baki morðinu. „Er um að ræða konu sem varð fyrir miklu heimilisofbeldi, og hún og börn hennar falla fyrir hendi eiginmanns hennar, eða er um að ræða eiginmann, sem ýtt var fram af brúninni vegna vandamála sem hann glímir við undir vissum kringumstæðum og [hann knúinn] til að fremja verknað af þessu tagi?“ sagði Thompson. Þessi ummæli hafa vakið mikla reiði meðal baráttufólks gegn heimilisofbeldi og þau sögð sýna fram á uggvænlegt viðhorf yfirvalda til kynbundins ofbeldis. Lögregla þykir með þessum málflutningi sínum hafa gefið sterklega í skyn að eiginkona Rowans beri, í það minnsta að hluta til, ábyrgð á morðinu. „[…] það, að mínu mati, vekur upp áleitnar spurningar um það hvort þau [lögreglan] hafi tekið ógninni við öryggi hennar nógu alvarlega,“ hefur Guardian eftir Renee Eaves, sem starfað hefur fyrir samtök gegn heimilisofbeldi í Queensland og aðstoðað þolendur í samskiptum sínum við lögreglu. Syrgjendur minnast Hönnuh og barnanna í grennd við vettvang morðsins í Brisbane.EPA/Dan peled Komið hefur fram að Rowan hafi flúið með eitt barnanna úr Queensland í óþökk Hönnuh fyrir nokkrum mánuðum. Lögreglu var tilkynnt um málið á sínum tíma, samkvæmt dagblaðinu Courier Mail. Þá hefur Stacey Roberts, systir Hönnuh, tjáð fjölmiðlum að fjölskylda þeirra hafi gert allt sem í þeirra valdi stóð til að bjarga Hönnuh frá „skrímslinu“ Rowan. Fjölskyldumeðlimir bæði Rowans og Hönnuh hafa lýst því að sá fyrrnefndi hafi verið ofbeldisfullur og stjórnsamur í garð konu sinnar. Frekari stoðum er rennt undir þetta í skilaboðum á milli Hönnuh og konu sem tengist Rowan fjölskylduböndum, sem Courier Mail birti á vef sínum. Skilaboðin eru frá því skömmu fyrir áramót og í þeim fullvissar konan Hönnuh að það hafi verið rétt ákvörðun að skilja við Rowan. „Ég er örugg, ég er hjá foreldrum mínum sem eru mjög, mjög eðlileg. Ég er bara svo ánægð með að hafa sloppið. Og ég er svo ánægð með að þú hafir haft samband,“ skrifar Hannah til konunnar. Ástralía Tengdar fréttir Skelfilegur eldsvoði í Ástralíu Þrjú börn undir tíu ára aldri og faðir þeirra eru dáin eftir eldsvoða í bíl fjölskyldunnar í Ástralíu í morgun. 19. febrúar 2020 07:17 Mest lesið Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Innlent Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent „Komið nóg af áföllum“ Innlent Fleiri fréttir Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára Sjá meira
Lögregla í Queensland í Ástralíu hefur verið harðlega gagnrýnd fyrir að ýja að því eiginkona manns, sem myrti hana og börn þeirra þrjú með hryllilegum hætti, hafi „gengið fram af“ honum og þannig knúið hann til að fremja morðið. Lögregla kveðst jafnframt hafa verið meðvituð um heimilisofbeldi af hálfu mannsins, auk þess sem skyldmenni hjónanna lýsa honum sem ofbeldismanni. Greint var frá því í gær að fjölskyldan hefði látist í eldsvoða í bíl í borginni Brisbane í gærmorgun. Strax var útlit fyrir að fjölskyldufaðirinn, fyrrverandi atvinnumaður í ruðningi að nafni Rowan Baxter, hefði framið morðið með því að hella bensíni yfir sig, konu sína og börn þeirra þrjú er þau sátu í bílnum og að því búnu borið eld að honum. Kona hans, Hannah Clarke, komst út úr bílnum en lést af sárum sínum á sjúkrahúsi. Börnin þrjú, Laianah, Aaliyah og Trey, létust inni í bifreiðinni. Þau voru fjögurra, sex og þriggja ára. Rowan lést einnig af sárum sínum. Hjónin slitu samvistum í fyrra og stóðu í forræðisdeilu yfir börnum sínum. Rannsaka málið „með opnum hug“ Nú hefur einnig komið fram að lögregla hafi ítrekað haft afskipti af hjónunum vegna heimilisofbeldis. Guardian hefur eftir Mark Thompson, yfirmanni rannsóknardeildar hjá lögreglu í Queensland, að Hönnuh hafi í nokkur skipti verið vísað til kvennaathvarfs í borginni. Þá hafi Rowan einnig verið bent á viðeigandi úrræði. Thompson kvað lögreglu jafnframt myndu rannsaka málið „með opnum hug“, og þá einkum með tilliti til ástæðu Rowans að baki morðinu. „Er um að ræða konu sem varð fyrir miklu heimilisofbeldi, og hún og börn hennar falla fyrir hendi eiginmanns hennar, eða er um að ræða eiginmann, sem ýtt var fram af brúninni vegna vandamála sem hann glímir við undir vissum kringumstæðum og [hann knúinn] til að fremja verknað af þessu tagi?“ sagði Thompson. Þessi ummæli hafa vakið mikla reiði meðal baráttufólks gegn heimilisofbeldi og þau sögð sýna fram á uggvænlegt viðhorf yfirvalda til kynbundins ofbeldis. Lögregla þykir með þessum málflutningi sínum hafa gefið sterklega í skyn að eiginkona Rowans beri, í það minnsta að hluta til, ábyrgð á morðinu. „[…] það, að mínu mati, vekur upp áleitnar spurningar um það hvort þau [lögreglan] hafi tekið ógninni við öryggi hennar nógu alvarlega,“ hefur Guardian eftir Renee Eaves, sem starfað hefur fyrir samtök gegn heimilisofbeldi í Queensland og aðstoðað þolendur í samskiptum sínum við lögreglu. Syrgjendur minnast Hönnuh og barnanna í grennd við vettvang morðsins í Brisbane.EPA/Dan peled Komið hefur fram að Rowan hafi flúið með eitt barnanna úr Queensland í óþökk Hönnuh fyrir nokkrum mánuðum. Lögreglu var tilkynnt um málið á sínum tíma, samkvæmt dagblaðinu Courier Mail. Þá hefur Stacey Roberts, systir Hönnuh, tjáð fjölmiðlum að fjölskylda þeirra hafi gert allt sem í þeirra valdi stóð til að bjarga Hönnuh frá „skrímslinu“ Rowan. Fjölskyldumeðlimir bæði Rowans og Hönnuh hafa lýst því að sá fyrrnefndi hafi verið ofbeldisfullur og stjórnsamur í garð konu sinnar. Frekari stoðum er rennt undir þetta í skilaboðum á milli Hönnuh og konu sem tengist Rowan fjölskylduböndum, sem Courier Mail birti á vef sínum. Skilaboðin eru frá því skömmu fyrir áramót og í þeim fullvissar konan Hönnuh að það hafi verið rétt ákvörðun að skilja við Rowan. „Ég er örugg, ég er hjá foreldrum mínum sem eru mjög, mjög eðlileg. Ég er bara svo ánægð með að hafa sloppið. Og ég er svo ánægð með að þú hafir haft samband,“ skrifar Hannah til konunnar.
Ástralía Tengdar fréttir Skelfilegur eldsvoði í Ástralíu Þrjú börn undir tíu ára aldri og faðir þeirra eru dáin eftir eldsvoða í bíl fjölskyldunnar í Ástralíu í morgun. 19. febrúar 2020 07:17 Mest lesið Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Innlent Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent „Komið nóg af áföllum“ Innlent Fleiri fréttir Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára Sjá meira
Skelfilegur eldsvoði í Ástralíu Þrjú börn undir tíu ára aldri og faðir þeirra eru dáin eftir eldsvoða í bíl fjölskyldunnar í Ástralíu í morgun. 19. febrúar 2020 07:17