Hafa samið við Talibana um frið Samúel Karl Ólason skrifar 21. febrúar 2020 13:04 Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna. AP/Andrew Caballero-Reynolds Bandaríkin hafa gert samkomulag við Talibana um að draga úr átökum í ríkinu stríðshrjáða á næstu sjö dögum. Svo verði skrifað undir friðarsáttmála að því tímabili loknu. Tímabil þetta mun hefjast í kvöld og standa yfir í sjö daga. Til stendur að skrifa undir friðarsáttmála í Katar þann 29. febrúar næstkomandi. Sá sáttmáli mun opna á brottflutning hermanna Bandaríkjanna frá Afganistan en stríðið þar er það lengsta í sögu Bandaríkjanna. Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, segir að um mikilvægt skref í átt að langvarandi friði sé um að ræða. After decades of conflict, we have come to an understanding with the Taliban on a significant reduction in violence across #Afghanistan. This is an important step on a long road to peace, and I call on all Afghans to seize this opportunity.— Secretary Pompeo (@SecPompeo) February 21, 2020 Þrátt fyrir þessar yfirlýsingar er framhaldið alls ekki ljóst. Pompeo sagði í tilkynningu að viðræður innan Afganistan myndu hefjast á næstunni en hann tók ekki fram hverjir myndu taka þátt í þeim. Stjórnvöld Afganistan hafa enn ekki fengið að koma að viðræðunum með nokkrum hætti en Talibanar hafa neitað að ræða við ríkisstjórnina. Yfirkjörstjórn Afganistan lýsti því yfir nýverið að Ashraf Ghani hefði unnið forsetakosningarnar í september. Andstæðingur hans hefur þó fordæmt kosningarnar og það hafa Talibanar gert líka. Stríðið í Afganistan hófst árið 2001, þegar Bandaríkin gerðu innrás í landið í kjölfar hryðjuverkaárásanna þann 11. september. Talibanar studdu dyggilega við bakið á al-Qaeda og veittu þeim skjól í Afganistan. Þegar mest var, árið 2010, voru um hundrað þúsund bandarískir hermenn í Afganistan. Afganistan Mest lesið Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Ellefu létust í skotárásinni Erlent Segir engan vilja búa á Gasa Erlent Fylgi flokks borgarstjórans dalar Innlent Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Innlent „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Innlent Hellisheiðin lokuð Innlent Fleiri fréttir Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Blátt bann við erlendum fjárframlögum Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Starfsmenn DOGE tóku yfir USAID og læstu starfsmenn úti Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Sautján ára stúlka lést í hákarlaárás Hvað gengur Trump til með tollum? Skotmark sprengingar í Moskvu herforingi frá Austur-Úkraínu Einn látinn eftir sprengjutilræði í lúxusblokk í Moskvu Rubio fundaði með Mulino og ítrekaði hótanir Trump Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Líkfundur í ánni þar sem síðast sást til tvíburasystra Sjá meira
Bandaríkin hafa gert samkomulag við Talibana um að draga úr átökum í ríkinu stríðshrjáða á næstu sjö dögum. Svo verði skrifað undir friðarsáttmála að því tímabili loknu. Tímabil þetta mun hefjast í kvöld og standa yfir í sjö daga. Til stendur að skrifa undir friðarsáttmála í Katar þann 29. febrúar næstkomandi. Sá sáttmáli mun opna á brottflutning hermanna Bandaríkjanna frá Afganistan en stríðið þar er það lengsta í sögu Bandaríkjanna. Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, segir að um mikilvægt skref í átt að langvarandi friði sé um að ræða. After decades of conflict, we have come to an understanding with the Taliban on a significant reduction in violence across #Afghanistan. This is an important step on a long road to peace, and I call on all Afghans to seize this opportunity.— Secretary Pompeo (@SecPompeo) February 21, 2020 Þrátt fyrir þessar yfirlýsingar er framhaldið alls ekki ljóst. Pompeo sagði í tilkynningu að viðræður innan Afganistan myndu hefjast á næstunni en hann tók ekki fram hverjir myndu taka þátt í þeim. Stjórnvöld Afganistan hafa enn ekki fengið að koma að viðræðunum með nokkrum hætti en Talibanar hafa neitað að ræða við ríkisstjórnina. Yfirkjörstjórn Afganistan lýsti því yfir nýverið að Ashraf Ghani hefði unnið forsetakosningarnar í september. Andstæðingur hans hefur þó fordæmt kosningarnar og það hafa Talibanar gert líka. Stríðið í Afganistan hófst árið 2001, þegar Bandaríkin gerðu innrás í landið í kjölfar hryðjuverkaárásanna þann 11. september. Talibanar studdu dyggilega við bakið á al-Qaeda og veittu þeim skjól í Afganistan. Þegar mest var, árið 2010, voru um hundrað þúsund bandarískir hermenn í Afganistan.
Afganistan Mest lesið Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Ellefu létust í skotárásinni Erlent Segir engan vilja búa á Gasa Erlent Fylgi flokks borgarstjórans dalar Innlent Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Innlent „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Innlent Hellisheiðin lokuð Innlent Fleiri fréttir Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Blátt bann við erlendum fjárframlögum Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Starfsmenn DOGE tóku yfir USAID og læstu starfsmenn úti Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Sautján ára stúlka lést í hákarlaárás Hvað gengur Trump til með tollum? Skotmark sprengingar í Moskvu herforingi frá Austur-Úkraínu Einn látinn eftir sprengjutilræði í lúxusblokk í Moskvu Rubio fundaði með Mulino og ítrekaði hótanir Trump Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Líkfundur í ánni þar sem síðast sást til tvíburasystra Sjá meira