Foreldrar með börnin sín í vinnunni út af verkfalli Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 21. febrúar 2020 21:58 Foreldrar leikskólabarna um alla Reykjavík hafa misst úr vinnu, tekið börnin með sér í vinnunna eða leitað til foreldra eða annarra vandamanna til að bregðast við verkfalli Eflingar. Móðir leikskólabarns segir vikuna hafa verið mikið púsluspil til að láta allt ganga upp. Fimm þúsund og þrjú hundruð börn eru í vistun í sextíu og þremur leikskólum í borginni. Verkfallið hefur áhrif á þau flest öll og foreldra þeirra. Tveir leikskólar hafa verið lokaðir alla verkfallsdagana og lágmarksþjónusta verið á nokkrum til viðbótar. Meðal annars á leikskólanum Hlíð. Símon sem er 3 ára er eitt þeirra barna sem er á leikskólanum en deildin hans hefur verið lokuð alla vikuna. Móðir hans hefur líkt og fleiri foreldrar því gripið til þess ráð að taka hann einhverja daga með sér í vinnuna líkt og hún gerði í dag. „Þetta er náttúrulega búið að vera svolítið púsl að koma honum fyrir sko af því að pabbi hans vinnur í útlöndum. Þannig að ég þarf að treysta á fjölskylduna aðallega,“segir Margrét Vala Gylfadóttir. Margrét segir ömmur og afa hafa hjálpað sér mikið og þá hefur hún líka unnið heima. Fjölmörg foreldrafélög á leikskólum hafa sent frá sér áskoranir á Eflingu og borgina að leysa deiluna. Þar á meðal foreldrafélagið á leikskólanum Hlíð en Margrét Vala situr í stjórn þess. „Við náttúrulega skorum bara á samninganefndirnar að setjast að samingaborðinu að heilindum og komast að samkomulagi sem fyrst. Þannig að það megi leysa þetta. Þetta hefur náttúrulega veruleg áhrif á bæði fjölskyldur og ekki síður börnin sem eru náttúrulega bara oft á tíðum í svona aðstæðum sem þau þekkja ekkert almennilega og verða auðvitað þreytt á því til lengdar sko að vera ekki í sinni rútínu,“ segir Margrét Vala. Hún segir ástandið hafa verið viðráðanlegt hingað til en eftir því sem verkfallið dragist á langinn fari róðurinn að þyngjast. „Það verður erfiðara og erfiðara eftir því sem þetta dregst,“ segir Margrét Vala. Nýr samningafundur hefur ekki verið boðaður í kjaradeilu Reykjavíkurborgar og Eflingar. Kjaramál Reykjavík Skóla - og menntamál Verkföll 2020 Vinnumarkaður Mest lesið Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Átján sagt upp í Seljahlíð Innlent Dullarfull brotlending nærri Area 51 Erlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Innlent Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Innlent Spá mikilli ölduhæð við Faxaflóa í vestan hvassviðri Veður Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Innlent Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Erlent Fleiri fréttir Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Átján sagt upp í Seljahlíð Fyrri degi heimsóknar lauk með kvöldverði í forsetahöllinni Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Lögregla lýsir eftir Aylin Dæmi um að aðstandendur beri fíkniefni í börn á Stuðlum Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Fólk hvatt til að setjast og spjalla á spjallbekknum Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Kyngreint nautasæði kemur vel út Samþykkt að kortleggja eignarhald sjávarútvegsfyrirtækja „Þýðir ekki bara að moka yfir hlutina“ Segir stöðuna á sjúkrahúsinu á Akureyri grafalvarlega „Það þarf að gera meira og hraðar“ Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Snjór í Esjunni en ekki víst að hann festist Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu „Munum fagna þegar riðu hefur verið útrýmt á Íslandi“ „Ekki svo að allir bændur séu að kvarta“ Tvö ár liðin frá árásum Hamas og alvarlegt rútuslys á Snæfellsnesi Vilja heimili á markað en ekki uppboð við nauðungarsölu Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Sjá meira
Foreldrar leikskólabarna um alla Reykjavík hafa misst úr vinnu, tekið börnin með sér í vinnunna eða leitað til foreldra eða annarra vandamanna til að bregðast við verkfalli Eflingar. Móðir leikskólabarns segir vikuna hafa verið mikið púsluspil til að láta allt ganga upp. Fimm þúsund og þrjú hundruð börn eru í vistun í sextíu og þremur leikskólum í borginni. Verkfallið hefur áhrif á þau flest öll og foreldra þeirra. Tveir leikskólar hafa verið lokaðir alla verkfallsdagana og lágmarksþjónusta verið á nokkrum til viðbótar. Meðal annars á leikskólanum Hlíð. Símon sem er 3 ára er eitt þeirra barna sem er á leikskólanum en deildin hans hefur verið lokuð alla vikuna. Móðir hans hefur líkt og fleiri foreldrar því gripið til þess ráð að taka hann einhverja daga með sér í vinnuna líkt og hún gerði í dag. „Þetta er náttúrulega búið að vera svolítið púsl að koma honum fyrir sko af því að pabbi hans vinnur í útlöndum. Þannig að ég þarf að treysta á fjölskylduna aðallega,“segir Margrét Vala Gylfadóttir. Margrét segir ömmur og afa hafa hjálpað sér mikið og þá hefur hún líka unnið heima. Fjölmörg foreldrafélög á leikskólum hafa sent frá sér áskoranir á Eflingu og borgina að leysa deiluna. Þar á meðal foreldrafélagið á leikskólanum Hlíð en Margrét Vala situr í stjórn þess. „Við náttúrulega skorum bara á samninganefndirnar að setjast að samingaborðinu að heilindum og komast að samkomulagi sem fyrst. Þannig að það megi leysa þetta. Þetta hefur náttúrulega veruleg áhrif á bæði fjölskyldur og ekki síður börnin sem eru náttúrulega bara oft á tíðum í svona aðstæðum sem þau þekkja ekkert almennilega og verða auðvitað þreytt á því til lengdar sko að vera ekki í sinni rútínu,“ segir Margrét Vala. Hún segir ástandið hafa verið viðráðanlegt hingað til en eftir því sem verkfallið dragist á langinn fari róðurinn að þyngjast. „Það verður erfiðara og erfiðara eftir því sem þetta dregst,“ segir Margrét Vala. Nýr samningafundur hefur ekki verið boðaður í kjaradeilu Reykjavíkurborgar og Eflingar.
Kjaramál Reykjavík Skóla - og menntamál Verkföll 2020 Vinnumarkaður Mest lesið Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Átján sagt upp í Seljahlíð Innlent Dullarfull brotlending nærri Area 51 Erlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Innlent Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Innlent Spá mikilli ölduhæð við Faxaflóa í vestan hvassviðri Veður Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Innlent Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Erlent Fleiri fréttir Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Átján sagt upp í Seljahlíð Fyrri degi heimsóknar lauk með kvöldverði í forsetahöllinni Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Lögregla lýsir eftir Aylin Dæmi um að aðstandendur beri fíkniefni í börn á Stuðlum Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Fólk hvatt til að setjast og spjalla á spjallbekknum Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Kyngreint nautasæði kemur vel út Samþykkt að kortleggja eignarhald sjávarútvegsfyrirtækja „Þýðir ekki bara að moka yfir hlutina“ Segir stöðuna á sjúkrahúsinu á Akureyri grafalvarlega „Það þarf að gera meira og hraðar“ Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Snjór í Esjunni en ekki víst að hann festist Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu „Munum fagna þegar riðu hefur verið útrýmt á Íslandi“ „Ekki svo að allir bændur séu að kvarta“ Tvö ár liðin frá árásum Hamas og alvarlegt rútuslys á Snæfellsnesi Vilja heimili á markað en ekki uppboð við nauðungarsölu Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Sjá meira