Staðfesta endurkomu „Vina“ í sérþætti á HBO Kjartan Kjartansson skrifar 21. febrúar 2020 22:49 Leikaralið Vina í kynningarefni fyrir sjöttu þáttaröðina sem var sýnd árið 2000. Vísir/Getty Bandaríska sjónvarpsveitan HBO hefur staðfest að framleiddur verði sérþáttur af „Vinum“, gamanþáttaröðinni vinsælu sem gekk í tíu ár. Allir leikararnir sex úr upphaflegu þáttunum hafa staðfest að þeir taki þátt. Vangaveltur hafa lengi verið uppi um að upprunalegt leikaralið úr „Vinum“ [e. Friends] gæti komið aftur saman á ný. Kevin Reilly, yfirmaður framleiðslu deildar HBO Max, nýrrar streymisveitu sem á að hleypa af stokkunum í maí, staðfesti í dag að draumur aðdáenda þáttanna verði brátt að veruleika. Leikararnir sex, þau Jennifer Aniston, Courteney Cox, Lisa Kudrow, Matt LeBlanc, Matthew Perry og David Schwimmer eru sögð fá 2,5 milljónir dollara, jafnvirði um 320 milljóna íslenskra króna, hvert fyrir að leika í sérþættinum. „Vinir“ hófu göngu sína árið 1994 og gengur í tíu þáttaraðir til ársins 2014. Nýi þátturinn verður tekinn upp í sama myndveri og upphaflegu þættirnir. Að sögn tímaritsins Variety verður sérþátturinn aðgengilegur þegar HBO Max fer í loftið ásamt öllum tíu þáttaröðunum. Aniston kynti undir aðdáendum þáttanna í kvöld þegar hún birti gamla mynd af henni og samleikurunum úr „Vinum“ án frekari skýringar á Instagram síðu sinni. View this post on Instagram It's happening... @hbomax @courteneycoxofficial @lisakudrow @mleblanc @mattyperry4 @_schwim_ A post shared by Jennifer Aniston (@jenniferaniston) on Feb 21, 2020 at 2:04pm PST Bandaríkin Friends Hollywood Tímamót Mest lesið Keppast um titilinn Ungfrú Ísland í beinni útsendingu í kvöld Lífið Drógu úr almennri neyslu um 1,1 milljón á mánuði Lífið „Ég vissi ég væri að ekki fara að skila honum“ Makamál Átján ára í bullandi bisness og anna vart eftirspurn Lífið Öskraði úr sársauka í næstum klukkutíma Lífið Halla Hrund og Kristján selja íbúðina í Fossvogi Lífið Rislítil ástarsaga Gagnrýni Mafían, CIA eða Fidel Castro? Ný skjöl um morðið kynda undir samsæriskenningar Lífið Arnhildur og Alfreð selja íbúð með „nágranna úr gulli“ Lífið Óhefðbundin leið til að halda upp á sextugsafmælið Lífið Fleiri fréttir Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Stjörnum prýdd stikla Black Mirror Nolan sagður stefna á tökur á Íslandi Ljósbrot besta myndin en Snerting með flest verðlaun Happy Gilmore snýr aftur Harpa kvótadrottning aftur á skjáinn Ólafur Darri og félagar framleiða sína fyrstu teiknimynd Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Sjá meira
Bandaríska sjónvarpsveitan HBO hefur staðfest að framleiddur verði sérþáttur af „Vinum“, gamanþáttaröðinni vinsælu sem gekk í tíu ár. Allir leikararnir sex úr upphaflegu þáttunum hafa staðfest að þeir taki þátt. Vangaveltur hafa lengi verið uppi um að upprunalegt leikaralið úr „Vinum“ [e. Friends] gæti komið aftur saman á ný. Kevin Reilly, yfirmaður framleiðslu deildar HBO Max, nýrrar streymisveitu sem á að hleypa af stokkunum í maí, staðfesti í dag að draumur aðdáenda þáttanna verði brátt að veruleika. Leikararnir sex, þau Jennifer Aniston, Courteney Cox, Lisa Kudrow, Matt LeBlanc, Matthew Perry og David Schwimmer eru sögð fá 2,5 milljónir dollara, jafnvirði um 320 milljóna íslenskra króna, hvert fyrir að leika í sérþættinum. „Vinir“ hófu göngu sína árið 1994 og gengur í tíu þáttaraðir til ársins 2014. Nýi þátturinn verður tekinn upp í sama myndveri og upphaflegu þættirnir. Að sögn tímaritsins Variety verður sérþátturinn aðgengilegur þegar HBO Max fer í loftið ásamt öllum tíu þáttaröðunum. Aniston kynti undir aðdáendum þáttanna í kvöld þegar hún birti gamla mynd af henni og samleikurunum úr „Vinum“ án frekari skýringar á Instagram síðu sinni. View this post on Instagram It's happening... @hbomax @courteneycoxofficial @lisakudrow @mleblanc @mattyperry4 @_schwim_ A post shared by Jennifer Aniston (@jenniferaniston) on Feb 21, 2020 at 2:04pm PST
Bandaríkin Friends Hollywood Tímamót Mest lesið Keppast um titilinn Ungfrú Ísland í beinni útsendingu í kvöld Lífið Drógu úr almennri neyslu um 1,1 milljón á mánuði Lífið „Ég vissi ég væri að ekki fara að skila honum“ Makamál Átján ára í bullandi bisness og anna vart eftirspurn Lífið Öskraði úr sársauka í næstum klukkutíma Lífið Halla Hrund og Kristján selja íbúðina í Fossvogi Lífið Rislítil ástarsaga Gagnrýni Mafían, CIA eða Fidel Castro? Ný skjöl um morðið kynda undir samsæriskenningar Lífið Arnhildur og Alfreð selja íbúð með „nágranna úr gulli“ Lífið Óhefðbundin leið til að halda upp á sextugsafmælið Lífið Fleiri fréttir Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Stjörnum prýdd stikla Black Mirror Nolan sagður stefna á tökur á Íslandi Ljósbrot besta myndin en Snerting með flest verðlaun Happy Gilmore snýr aftur Harpa kvótadrottning aftur á skjáinn Ólafur Darri og félagar framleiða sína fyrstu teiknimynd Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Sjá meira
Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein