Verkföll á verkföll ofan um miðjan mars að óbreyttu Stefán Ó. Jónsson skrifar 22. febrúar 2020 12:15 Birtingarmyndir vinnustöðvunar Eflingarfólks í Reykjavík eru margar,til að mynda hefur hún raskað sorphirðu í borginni. Vísir/efling Á sjötta hundrað félagsmanna Eflingar greiða atkvæði um vinnustöðvun í næstu viku. Verði verkfall samþykkt hefst það á sama tíma og aðgerðir BSRB og yrðu samlegðaráhrifin því nokkur. Framkvæmdastjóri Eflingar vonast þó til að kjaradeilu félagsins við borgina verði lokið fyrir þann tíma. Annars vegar er um að ræða félagsmenn Eflingar sem starfa í nágrannasveitarfélögum Reykjavíkur. Undir samningnum eru störf ófaglærðra við umönnun, gatnaviðhald og fleira, mestmegnis hjá Kópavogs- og Seltjarnarnesbæ. Samningar þeirra við Samband íslenskra sveitarfélaga hafa verið lausir síðan í marslok í fyrra. „Þær viðræður hafa ekki gengið vel og var lýst árangurslausum í gær. Þessi tillaga um verkfallsboðun er því næsta skref í þeirri baráttu,“ segir Viðar Þorsteinsson framkvæmdastjóri Eflingar. Hins vegar ætlar Eflingarfólk sem starfar hjá einkareknum skólum innan Samtaka sjálfstæðra skóla, eins og hjá Hjallastefnunni og Félagsstofnun Stúdenta, að greiða atkvæði um samúðarverkfall með kollegum sínum í Reykjavík. Fari svo að Eflingarfólk samþykki vinnustöðvun í næstu viku myndu ótímabundnar aðgerðir þessara hópa hefjast strax í hádeginu 9. mars. Viðar Þorsteinsson framkvæmdastjóri Eflingar.Vísir/Sigurjón En hvers vegna leggið þið upp með að fara strax í ótímabundnar aðgerðir?„Við teljum að þessi viðvörunar- eða aðdragandaverkföll sem farið var í í borginni hafi þjónað sínum tilgangi. Við horfum til þess auðvitað líka að þarna er BSRB að hefja aðgerðir á svipuðum tíma og við teljum óhætt að hefja þessar aðgerðir með fullum þunga strax frá fyrsta degi,“ segir Viðar. Vísar hann þar til verkfallsaðgerða félagsmanna BSRB sem samþykktar voru í vikunni. „Verkföllin munu hafa mikil áhrif á almannaþjónustuna enda munu þau ná til starfsfólks í heilbrigðisþjónustunni, þar með talið á Landspítalanum, og í skólum, leikskólum og á frístundaheimilum. Þá mun starfsfólk í sundlaugum og íþróttahúsum auk starfsmanna sem sinna þjónustu við aldraða og fólk með fötlun leggja niður störf, svo einhver dæmi séu nefnd,“ segir í útskýringu BSRB. Þessar aðgerðir munu jafnframt hefjast mánudaginn 9. mars, en nánar má fræðast um þær hér.Takist ekki að leiða þessar kjaradeilur til lykta má ætla að samlegðaráhrifin af verkfallsaðgerðum Eflingar og BSRB á höfuðborgarsvæðinu verði orðin nokkur um miðjan mars. Viðar segist þó vona að yfirstandandi deilu borgarinnar og Eflingar verði hægt að ljúka fyrir þann tíma. Borgarstjórnarmeirihlutinn hafi talað fyrir launaleiðréttingu umræddra stétta, til að mynda í meirihlutasáttmálanum, og nú þurfi að sýna þann vilja í verki. „Það á í sjálfu sér ekki að taka langan tíma. Það hlýtur því að geta talist algjörlega raunhæf vænting að við getum lokið samningum við Reykjavíkurborg fyrir þennan tíma [9. mars] en það veltur á sjálfsögðu á því að Reykjavíkurborg sýni samningsvilja í verki,“ segir Viðar Þorsteinsson. Kjaramál Reykjavík Skóla - og menntamál Verkföll 2020 Tengdar fréttir Tvær vikur í fyrstu verkfallsaðgerð fimmtán þúsund félagsmanna BSRB Verkfallsaðgerðir félaga BSRB, sem samþykktu með afgerandi hætti verkfallsboðun í dag, hefjast mánudaginn 9. mars takist ekki samningar fyrir þann tíma. 20. febrúar 2020 15:32 Enn fleira Eflingarfólk gæti farið í verkfall Greidd verða atkvæði um verkfall Eflingarfólks sem starfar fyrir einkarekna skóla og önnur sveitarfélög en Reykjavík eftir helgi. 21. febrúar 2020 20:48 Gæti tekið langan tíma að vinda ofan af verkfalli sorphirðufólks Rekstrarstjóri sorphirðu hjá Reykjavíkurborg hvetur borgarbúa til að fara sjálfir með sorp á endurvinnslu- og grenndarstöðvar á meðan á verkfalli stendur. 21. febrúar 2020 19:01 Mest lesið Önnur sprunga opnast Innlent Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Innlent „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Innlent Strandveiðar bannaðar á morgun Innlent Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Innlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Erlent Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Innlent Fleiri fréttir Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutan Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Sjá meira
Á sjötta hundrað félagsmanna Eflingar greiða atkvæði um vinnustöðvun í næstu viku. Verði verkfall samþykkt hefst það á sama tíma og aðgerðir BSRB og yrðu samlegðaráhrifin því nokkur. Framkvæmdastjóri Eflingar vonast þó til að kjaradeilu félagsins við borgina verði lokið fyrir þann tíma. Annars vegar er um að ræða félagsmenn Eflingar sem starfa í nágrannasveitarfélögum Reykjavíkur. Undir samningnum eru störf ófaglærðra við umönnun, gatnaviðhald og fleira, mestmegnis hjá Kópavogs- og Seltjarnarnesbæ. Samningar þeirra við Samband íslenskra sveitarfélaga hafa verið lausir síðan í marslok í fyrra. „Þær viðræður hafa ekki gengið vel og var lýst árangurslausum í gær. Þessi tillaga um verkfallsboðun er því næsta skref í þeirri baráttu,“ segir Viðar Þorsteinsson framkvæmdastjóri Eflingar. Hins vegar ætlar Eflingarfólk sem starfar hjá einkareknum skólum innan Samtaka sjálfstæðra skóla, eins og hjá Hjallastefnunni og Félagsstofnun Stúdenta, að greiða atkvæði um samúðarverkfall með kollegum sínum í Reykjavík. Fari svo að Eflingarfólk samþykki vinnustöðvun í næstu viku myndu ótímabundnar aðgerðir þessara hópa hefjast strax í hádeginu 9. mars. Viðar Þorsteinsson framkvæmdastjóri Eflingar.Vísir/Sigurjón En hvers vegna leggið þið upp með að fara strax í ótímabundnar aðgerðir?„Við teljum að þessi viðvörunar- eða aðdragandaverkföll sem farið var í í borginni hafi þjónað sínum tilgangi. Við horfum til þess auðvitað líka að þarna er BSRB að hefja aðgerðir á svipuðum tíma og við teljum óhætt að hefja þessar aðgerðir með fullum þunga strax frá fyrsta degi,“ segir Viðar. Vísar hann þar til verkfallsaðgerða félagsmanna BSRB sem samþykktar voru í vikunni. „Verkföllin munu hafa mikil áhrif á almannaþjónustuna enda munu þau ná til starfsfólks í heilbrigðisþjónustunni, þar með talið á Landspítalanum, og í skólum, leikskólum og á frístundaheimilum. Þá mun starfsfólk í sundlaugum og íþróttahúsum auk starfsmanna sem sinna þjónustu við aldraða og fólk með fötlun leggja niður störf, svo einhver dæmi séu nefnd,“ segir í útskýringu BSRB. Þessar aðgerðir munu jafnframt hefjast mánudaginn 9. mars, en nánar má fræðast um þær hér.Takist ekki að leiða þessar kjaradeilur til lykta má ætla að samlegðaráhrifin af verkfallsaðgerðum Eflingar og BSRB á höfuðborgarsvæðinu verði orðin nokkur um miðjan mars. Viðar segist þó vona að yfirstandandi deilu borgarinnar og Eflingar verði hægt að ljúka fyrir þann tíma. Borgarstjórnarmeirihlutinn hafi talað fyrir launaleiðréttingu umræddra stétta, til að mynda í meirihlutasáttmálanum, og nú þurfi að sýna þann vilja í verki. „Það á í sjálfu sér ekki að taka langan tíma. Það hlýtur því að geta talist algjörlega raunhæf vænting að við getum lokið samningum við Reykjavíkurborg fyrir þennan tíma [9. mars] en það veltur á sjálfsögðu á því að Reykjavíkurborg sýni samningsvilja í verki,“ segir Viðar Þorsteinsson.
Kjaramál Reykjavík Skóla - og menntamál Verkföll 2020 Tengdar fréttir Tvær vikur í fyrstu verkfallsaðgerð fimmtán þúsund félagsmanna BSRB Verkfallsaðgerðir félaga BSRB, sem samþykktu með afgerandi hætti verkfallsboðun í dag, hefjast mánudaginn 9. mars takist ekki samningar fyrir þann tíma. 20. febrúar 2020 15:32 Enn fleira Eflingarfólk gæti farið í verkfall Greidd verða atkvæði um verkfall Eflingarfólks sem starfar fyrir einkarekna skóla og önnur sveitarfélög en Reykjavík eftir helgi. 21. febrúar 2020 20:48 Gæti tekið langan tíma að vinda ofan af verkfalli sorphirðufólks Rekstrarstjóri sorphirðu hjá Reykjavíkurborg hvetur borgarbúa til að fara sjálfir með sorp á endurvinnslu- og grenndarstöðvar á meðan á verkfalli stendur. 21. febrúar 2020 19:01 Mest lesið Önnur sprunga opnast Innlent Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Innlent „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Innlent Strandveiðar bannaðar á morgun Innlent Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Innlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Erlent Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Innlent Fleiri fréttir Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutan Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Sjá meira
Tvær vikur í fyrstu verkfallsaðgerð fimmtán þúsund félagsmanna BSRB Verkfallsaðgerðir félaga BSRB, sem samþykktu með afgerandi hætti verkfallsboðun í dag, hefjast mánudaginn 9. mars takist ekki samningar fyrir þann tíma. 20. febrúar 2020 15:32
Enn fleira Eflingarfólk gæti farið í verkfall Greidd verða atkvæði um verkfall Eflingarfólks sem starfar fyrir einkarekna skóla og önnur sveitarfélög en Reykjavík eftir helgi. 21. febrúar 2020 20:48
Gæti tekið langan tíma að vinda ofan af verkfalli sorphirðufólks Rekstrarstjóri sorphirðu hjá Reykjavíkurborg hvetur borgarbúa til að fara sjálfir með sorp á endurvinnslu- og grenndarstöðvar á meðan á verkfalli stendur. 21. febrúar 2020 19:01