Annað dauðsfall á Ítalíu vegna Covid-19 á innan við sólarhring Eiður Þór Árnason skrifar 22. febrúar 2020 13:15 Heilbrigðisyfirvöld á Ítalíu tilkynntu í gær að sautján manns hafi greinst með COVID19-kórónaveiruna í norðurhluta landsins. Vísir/EPA Tveir hafa nú látist á Ítalíu af völdum Covid-19 kórónaveirunnar. Fregnirnar koma innan við sólarhring eftir að 78 ára gamall ellilífeyrisþegi lést á spítala í Veneto-héraði í gær. Sá var fyrsti Evrópubúinn til þess að láta lífið af völdum veirunnar. AFP-fréttastofan hefur það eftir ítölskum miðli að um sé ræða konu í nærliggjandi Lombardy-héraði í norðvesturhluta Ítalíu. Ekki liggja fyrir frekari upplýsingar um tilvikið að svo stöddu. Heilbrigðisráðherra Ítalíu segir að maðurinn sem lést í gær hafi verið lagður inn á spítala tíu dögum áður vegna ótengdra heilsukvilla. Innan við sólarhringur leið á milli dauðsfallanna tveggja. Heilbrigðisyfirvöld þar í landi tilkynntu í gær að sautján manns hafi greinst með COVID19-kórónaveiruna í norðurhluta landsins. Enginn hinna smituðu á Ítalíu hafa heimsótt Kína, en vitað er til þess að sá sem greindist fyrst hafði nýverið hitt manneskju sem nýlega hafði verið í Kína. Sá hefur hins vegar ekki greinst með veiruna, en heilbrigðisstarfsmenn kanna nú hvort að hann hafi verið smitberi engu að síður. Mörg hundruð manns hafa verið í samskiptum við þá sem nú þegar hafa greinst á Ítalíu og hafa yfirvöld þar í landi ákveðið að loka skólum, veitingastöðum og banna fjöldasamkomur í tíu borgum og bæjum til að draga úr líkum á frekari útbreiðslu. Ítalía Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Tvennum sögum fer af sýkingum í Norður-Kóreu Fjölmiðlar í Suður-Kóreu segja fréttir af því að verið sé að hylma yfir smit og jafnvel dauðsföll í einræðisríkinu en þar í landi segja yfirvöld engan hafa smitast. 21. febrúar 2020 10:04 Íslenska fjölskyldan komin í sóttkví eftir heimferð frá Wuhan Íslensk fjölskylda sem hefur dvalið í Wuhan í Kína nú komin heim til Íslands. Fólkið hefur gengist undir læknisskoðun og heldur sig heima í samræmi við tilmæli sóttvarnarlæknis. 22. febrúar 2020 11:45 „Neyðarástand“ í Suður-Kóreu Yfirvöld Suður-Kóreu hafa gripið til umfangsmikla aðgerða til að reyna að takmarka útbreiðslu Covid-19 kórónaveirunnar þar í landi. 21. febrúar 2020 16:00 Veirusmitum fjölgar mikið á Ítalíu Heilbrigðisyfirvöld á Ítalíu tilkynntu í gær að sautján manns hafi greinst með COVID19-kórónaveiruna í norðurhluta landsins. Þá var greint frá því að einn hafi látist af völdum veirunnar. 22. febrúar 2020 07:57 Tveir farþega Diamond Princess eru látnir Tveir af farþegunum um borð í farþegaskipinu Diamond Princess sem verið hefur í sóttkví í Yokohama í Japan vegna Covid19-veirusmits eru nú látnir. 20. febrúar 2020 07:00 Mest lesið Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Innlent Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Innlent Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Innlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent Langt í frá að málinu sé lokið Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Íhugar ekki stöðu sína Innlent Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Innlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent Fleiri fréttir Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Sjá meira
Tveir hafa nú látist á Ítalíu af völdum Covid-19 kórónaveirunnar. Fregnirnar koma innan við sólarhring eftir að 78 ára gamall ellilífeyrisþegi lést á spítala í Veneto-héraði í gær. Sá var fyrsti Evrópubúinn til þess að láta lífið af völdum veirunnar. AFP-fréttastofan hefur það eftir ítölskum miðli að um sé ræða konu í nærliggjandi Lombardy-héraði í norðvesturhluta Ítalíu. Ekki liggja fyrir frekari upplýsingar um tilvikið að svo stöddu. Heilbrigðisráðherra Ítalíu segir að maðurinn sem lést í gær hafi verið lagður inn á spítala tíu dögum áður vegna ótengdra heilsukvilla. Innan við sólarhringur leið á milli dauðsfallanna tveggja. Heilbrigðisyfirvöld þar í landi tilkynntu í gær að sautján manns hafi greinst með COVID19-kórónaveiruna í norðurhluta landsins. Enginn hinna smituðu á Ítalíu hafa heimsótt Kína, en vitað er til þess að sá sem greindist fyrst hafði nýverið hitt manneskju sem nýlega hafði verið í Kína. Sá hefur hins vegar ekki greinst með veiruna, en heilbrigðisstarfsmenn kanna nú hvort að hann hafi verið smitberi engu að síður. Mörg hundruð manns hafa verið í samskiptum við þá sem nú þegar hafa greinst á Ítalíu og hafa yfirvöld þar í landi ákveðið að loka skólum, veitingastöðum og banna fjöldasamkomur í tíu borgum og bæjum til að draga úr líkum á frekari útbreiðslu.
Ítalía Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Tvennum sögum fer af sýkingum í Norður-Kóreu Fjölmiðlar í Suður-Kóreu segja fréttir af því að verið sé að hylma yfir smit og jafnvel dauðsföll í einræðisríkinu en þar í landi segja yfirvöld engan hafa smitast. 21. febrúar 2020 10:04 Íslenska fjölskyldan komin í sóttkví eftir heimferð frá Wuhan Íslensk fjölskylda sem hefur dvalið í Wuhan í Kína nú komin heim til Íslands. Fólkið hefur gengist undir læknisskoðun og heldur sig heima í samræmi við tilmæli sóttvarnarlæknis. 22. febrúar 2020 11:45 „Neyðarástand“ í Suður-Kóreu Yfirvöld Suður-Kóreu hafa gripið til umfangsmikla aðgerða til að reyna að takmarka útbreiðslu Covid-19 kórónaveirunnar þar í landi. 21. febrúar 2020 16:00 Veirusmitum fjölgar mikið á Ítalíu Heilbrigðisyfirvöld á Ítalíu tilkynntu í gær að sautján manns hafi greinst með COVID19-kórónaveiruna í norðurhluta landsins. Þá var greint frá því að einn hafi látist af völdum veirunnar. 22. febrúar 2020 07:57 Tveir farþega Diamond Princess eru látnir Tveir af farþegunum um borð í farþegaskipinu Diamond Princess sem verið hefur í sóttkví í Yokohama í Japan vegna Covid19-veirusmits eru nú látnir. 20. febrúar 2020 07:00 Mest lesið Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Innlent Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Innlent Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Innlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent Langt í frá að málinu sé lokið Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Íhugar ekki stöðu sína Innlent Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Innlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent Fleiri fréttir Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Sjá meira
Tvennum sögum fer af sýkingum í Norður-Kóreu Fjölmiðlar í Suður-Kóreu segja fréttir af því að verið sé að hylma yfir smit og jafnvel dauðsföll í einræðisríkinu en þar í landi segja yfirvöld engan hafa smitast. 21. febrúar 2020 10:04
Íslenska fjölskyldan komin í sóttkví eftir heimferð frá Wuhan Íslensk fjölskylda sem hefur dvalið í Wuhan í Kína nú komin heim til Íslands. Fólkið hefur gengist undir læknisskoðun og heldur sig heima í samræmi við tilmæli sóttvarnarlæknis. 22. febrúar 2020 11:45
„Neyðarástand“ í Suður-Kóreu Yfirvöld Suður-Kóreu hafa gripið til umfangsmikla aðgerða til að reyna að takmarka útbreiðslu Covid-19 kórónaveirunnar þar í landi. 21. febrúar 2020 16:00
Veirusmitum fjölgar mikið á Ítalíu Heilbrigðisyfirvöld á Ítalíu tilkynntu í gær að sautján manns hafi greinst með COVID19-kórónaveiruna í norðurhluta landsins. Þá var greint frá því að einn hafi látist af völdum veirunnar. 22. febrúar 2020 07:57
Tveir farþega Diamond Princess eru látnir Tveir af farþegunum um borð í farþegaskipinu Diamond Princess sem verið hefur í sóttkví í Yokohama í Japan vegna Covid19-veirusmits eru nú látnir. 20. febrúar 2020 07:00