Erlent

Annað dauðs­fall á Ítalíu vegna Co­vid-19 á innan við sólar­hring

Eiður Þór Árnason skrifar
Heilbrigðisyfirvöld á Ítalíu tilkynntu í gær að sautján manns hafi greinst með COVID19-kórónaveiruna í norðurhluta landsins.
Heilbrigðisyfirvöld á Ítalíu tilkynntu í gær að sautján manns hafi greinst með COVID19-kórónaveiruna í norðurhluta landsins. Vísir/EPA

Tveir hafa nú látist á Ítalíu af völdum Covid-19 kórónaveirunnar. Fregnirnar koma innan við sólarhring eftir að 78 ára gamall ellilífeyrisþegi lést á spítala í Veneto-héraði í gær. Sá var fyrsti Evrópubúinn til þess að láta lífið af völdum veirunnar.

AFP-fréttastofan hefur það eftir ítölskum miðli að um sé ræða konu í nærliggjandi Lombardy-héraði í norðvesturhluta Ítalíu. Ekki liggja fyrir frekari upplýsingar um tilvikið að svo stöddu.

Heilbrigðisráðherra Ítalíu segir að maðurinn sem lést í gær hafi verið lagður inn á spítala tíu dögum áður vegna ótengdra heilsukvilla. Innan við sólarhringur leið á milli dauðsfallanna tveggja.

Heilbrigðisyfirvöld þar í landi tilkynntu í gær að sautján manns hafi greinst með COVID19-kórónaveiruna í norðurhluta landsins.

Enginn hinna smituðu á Ítalíu hafa heimsótt Kína, en vitað er til þess að sá sem greindist fyrst hafði nýverið hitt manneskju sem nýlega hafði verið í Kína. Sá hefur hins vegar ekki greinst með veiruna, en heilbrigðisstarfsmenn kanna nú hvort að hann hafi verið smitberi engu að síður.

Mörg hundruð manns hafa verið í samskiptum við þá sem nú þegar hafa greinst á Ítalíu og hafa yfirvöld þar í landi ákveðið að loka skólum, veitingastöðum og banna fjöldasamkomur í tíu borgum og bæjum til að draga úr líkum á frekari útbreiðslu.


Tengdar fréttir

Tvennum sögum fer af sýkingum í Norður-Kóreu

Fjölmiðlar í Suður-Kóreu segja fréttir af því að verið sé að hylma yfir smit og jafnvel dauðsföll í einræðisríkinu en þar í landi segja yfirvöld engan hafa smitast.

„Neyðarástand“ í Suður-Kóreu

Yfirvöld Suður-Kóreu hafa gripið til umfangsmikla aðgerða til að reyna að takmarka útbreiðslu Covid-19 kórónaveirunnar þar í landi.

Veiru­smitum fjölgar mikið á Ítalíu

Heilbrigðisyfirvöld á Ítalíu tilkynntu í gær að sautján manns hafi greinst með COVID19-kórónaveiruna í norðurhluta landsins. Þá var greint frá því að einn hafi látist af völdum veirunnar.

Tveir far­þega Diamond Princess eru látnir

Tveir af farþegunum um borð í farþegaskipinu Diamond Princess sem verið hefur í sóttkví í Yokohama í Japan vegna Covid19-veirusmits eru nú látnir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×