VAR hefur viðurkennt að Giovani Lo Celso hefði átt að fá rauða spjaldið fyrir að traðka á Cesar Azpilicueta í leik Chelsea og Tottenham í ensku úrvalsdeildinni í dag. Chelsea vann leikinn með tveimur mörkum gegn einu.
Í stöðunni 2-0 í seinni hálfleik steig Lo Celso ofan á fótinn á Azpilicueta.
Dómarinn Michael Oliver aðhafðist ekkert en atvikið var skoðað á myndbandi.
Þrátt fyrir að brotið væri nokkuð augljóst slapp Lo Celso við refsingu.
Seinna viðurkenndu dómararnir í VAR-herberginu í Stockley Park að þeir hefðu gert mistök með því að reka Lo Celso ekki af velli.
Þetta er í annað skiptið á innan við viku sem andstæðingur Chelsea sleppur við rauða spjaldið. Fyrirliði Manchester United fékk ekki refsingu þegar hann sparkaði í Michy Batshuayi í leik liðanna á mánudaginn.
Myndbandsdómarar viðurkenna að Lo Celso hefði átt að fá rautt spjald

Tengdar fréttir

Mourinho fór tómhentur af gamla heimavellinum
Chelsea vann sanngjarnan sigur á Tottenham í fyrsta leik dagsins í ensku úrvalsdeildinni.