Meira en 29 ár síðan 2,16 metra maður skoraði síðast 20 stig fyrir íslenska landsliðið Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 24. febrúar 2020 12:00 Tryggvi Snær Hlinason var stórkostlegur í Höllinni í gærkvöldi. Hann og Pavel Ermolinskij voru saman með 33 stig, 27 fráköst og 12 stoðsendingar. Vísir/Bára Tryggvi Snær Hlinason átti sinn besta landsleik á ferlinum í gærkvöldi þegar hann fór fyrir sigri Íslands á Slóvakíu í Laugardalshöllinni. Tryggvi Snær Hlinason setti nýtt persónulegt met með því að skora 26 stig í leiknum en auk þess var hann með 17 fráköst og 8 varin skot. Gamla persónulega met Tryggva var síðan í leik á móti Litháen í ágúst 2017 en hann skoraði þá 19 stig í leik þar sem hann glímdi við NBA-stjörnuna Jonas Valanciunas. Tryggvi Snær Hlinason er 2,16 metrar á hæð og því einn hávaxnasti leikmaðurinn sem hefur spilað fyrir íslenska landsliðið. Það þarf að fara allt til 27. desember 1990 til að finna síðasta landsleik þar sem 2,16 metra maður skoraði síðast tuttugu stig fyrir íslenska landsliðið í körfubolta. Pétur Karl Guðmundsson skoraði þá 20 stig í vináttulandsleik á móti Dönum í Stykkishólmi. Pétur var þá kominn aftur heim úr atvinnumennsku og orðinn leikmaður Tindastóls. Tryggvi skoraði stigin sín í gær aftur á móti í keppnisleik en því hefur 2,16 metra maður ekki náð síðan Pétur skoraði 25 stig á móti Kýpur á Promotion Cup í Wales fyrr í sama desembermánuði árið 1990. Pétur er áfram síðasti 2,16 metra maðurinn til að skora yfir þrjátíu stig í landsleik en hann skoraði síðast yfir 30 stig þegar hann var með 33 stig á móti Eistlandi í vináttulandsleik í lok desember 1989. Pétur Karl Guðmundsson er 2,18 metrar á hæð og spilaði á sínum tíma 53 landsleiki fyrir Íslands hönd. Hann er líka eini Íslendingurinn sem hefur spilað leik í deildarkeppni og úrslitakeppni NBA-deildarinnar. Ragnar Ágúst Nathanaelsson (2,18 metrar) og Egill Jónasson (2,17 metrar) hafa spilað með íslenska landsliðinu síðan þá en hvorugur hefur náð að skora svona mikið í landsleik. Körfubolti Tengdar fréttir Pavel: Það voru allir til fyrirmyndar Íslendingar unnu góðan sigur á Slóvökum í undankeppni HM í körfubolta 2023 í kvöld, 83-74. Ísland leikur í forkeppni að sjálfri undankeppninni og er í riðli með Slóvakíu, Lúxemborg og Kósóvó. 23. febrúar 2020 23:10 Tryggvi: Mjög gott að komast aðeins heim og fylla á afurðina að heiman Tryggvi Hlinason átti einn sinn besta landsleik frá upphafi þegar íslenska landsliðið í körfubolta sigraði það slóvakíska í gær, 83-74. Leikurinn var hluti af undankeppni HM 2023. 24. febrúar 2020 08:30 Umfjöllun og viðtöl: Ísland - Slóvakía 83-74 | Tryggvi stórkostlegur í nauðsynlegum sigri Íslenska körfuboltalandsliðið vann góðan sigur á Slóvakíu í Laugardalshöllinni í kvöld, 83-74. 23. febrúar 2020 22:45 Mest lesið Hatar hvítu stuttbuxurnar Handbolti Mo Salah fjarlægði allt tengt Liverpool af miðlum sínum Enski boltinn Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Handbolti Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Körfubolti Leik lokið: Breiðablik-KuPS 0-0 | Höskuldur klúðraði víti og Blikar bíða enn Fótbolti Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Fótbolti Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Enski boltinn Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Körfubolti Betri en allar konur í sögu bakgarðshlaupanna Sport Ótrúlegur Kane sá við Messi og Ronaldo Fótbolti Fleiri fréttir Ármann - Keflavík | Kokhraustir gestir í Höllinni Þór Þ. - Valur | Hafa farið rólega úr blokkunum Grindavík - KR | Taplaus lið takast á Njarðvík - Tindastóll | Heldur flug Stólanna áfram? Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Þrenna Maddie Sutton dugði ekki á Hlíðarenda Elvar tapaði á grátlegan hátt á móti gömlu félögunum Uppgjör: Keflavík - Haukar 94-84 | Keflvíkingar tóku Íslandsmeistarana Nablinn sparkaði upp hurðinni í byrjun þáttarins Pedersen með landsliðið til 2029 Breyta reglum eftir brellu Stjörnunnar Troðslur og Braveheart fagn í Kemi tilþrifum umferðarinnar Uppgjörið: Grindavík-Stjarnan 79-66 | Frábær fjórði hjá Grindavík Nýliðar KR stöðvuðu sigurgöngu Njarðvíkur og fyrsti sigurinn í 65 ár Tryggvi frábær í öruggum Evrópusigri Músin Ragnar og stemning Stólanna Keflavík fær erlendan leikmann Keflvíkingar komu til baka í seinni hálfleik Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 99-93 | Álftanes vann Njarðvík í bikarnum í hörkuleik Stólarnir skotnir niður á jörðina í Tékklandi Bílstjóri grýttur til dauða eftir körfuboltaleik Nýr Ármenningur „með allan pakkann“ og pabba sem vann NBA Skagamenn bæta fyrrum landsliðsmanni Serbíu í hópinn Kevin Durant semur við Rockets til tveggja ára Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Teitur segir að Keflavík eigi að stefna á titilinn Uppgjörið: Keflavík - Stjarnan 92-71 | Meistararnir teknir til slátrunar Leik lokið: ÍR-Tindastóll 67-113 | Stólarnir í stuði í Skógarselinu Vill að hún fái að þjálfa í NBA Sjá meira
Tryggvi Snær Hlinason átti sinn besta landsleik á ferlinum í gærkvöldi þegar hann fór fyrir sigri Íslands á Slóvakíu í Laugardalshöllinni. Tryggvi Snær Hlinason setti nýtt persónulegt met með því að skora 26 stig í leiknum en auk þess var hann með 17 fráköst og 8 varin skot. Gamla persónulega met Tryggva var síðan í leik á móti Litháen í ágúst 2017 en hann skoraði þá 19 stig í leik þar sem hann glímdi við NBA-stjörnuna Jonas Valanciunas. Tryggvi Snær Hlinason er 2,16 metrar á hæð og því einn hávaxnasti leikmaðurinn sem hefur spilað fyrir íslenska landsliðið. Það þarf að fara allt til 27. desember 1990 til að finna síðasta landsleik þar sem 2,16 metra maður skoraði síðast tuttugu stig fyrir íslenska landsliðið í körfubolta. Pétur Karl Guðmundsson skoraði þá 20 stig í vináttulandsleik á móti Dönum í Stykkishólmi. Pétur var þá kominn aftur heim úr atvinnumennsku og orðinn leikmaður Tindastóls. Tryggvi skoraði stigin sín í gær aftur á móti í keppnisleik en því hefur 2,16 metra maður ekki náð síðan Pétur skoraði 25 stig á móti Kýpur á Promotion Cup í Wales fyrr í sama desembermánuði árið 1990. Pétur er áfram síðasti 2,16 metra maðurinn til að skora yfir þrjátíu stig í landsleik en hann skoraði síðast yfir 30 stig þegar hann var með 33 stig á móti Eistlandi í vináttulandsleik í lok desember 1989. Pétur Karl Guðmundsson er 2,18 metrar á hæð og spilaði á sínum tíma 53 landsleiki fyrir Íslands hönd. Hann er líka eini Íslendingurinn sem hefur spilað leik í deildarkeppni og úrslitakeppni NBA-deildarinnar. Ragnar Ágúst Nathanaelsson (2,18 metrar) og Egill Jónasson (2,17 metrar) hafa spilað með íslenska landsliðinu síðan þá en hvorugur hefur náð að skora svona mikið í landsleik.
Körfubolti Tengdar fréttir Pavel: Það voru allir til fyrirmyndar Íslendingar unnu góðan sigur á Slóvökum í undankeppni HM í körfubolta 2023 í kvöld, 83-74. Ísland leikur í forkeppni að sjálfri undankeppninni og er í riðli með Slóvakíu, Lúxemborg og Kósóvó. 23. febrúar 2020 23:10 Tryggvi: Mjög gott að komast aðeins heim og fylla á afurðina að heiman Tryggvi Hlinason átti einn sinn besta landsleik frá upphafi þegar íslenska landsliðið í körfubolta sigraði það slóvakíska í gær, 83-74. Leikurinn var hluti af undankeppni HM 2023. 24. febrúar 2020 08:30 Umfjöllun og viðtöl: Ísland - Slóvakía 83-74 | Tryggvi stórkostlegur í nauðsynlegum sigri Íslenska körfuboltalandsliðið vann góðan sigur á Slóvakíu í Laugardalshöllinni í kvöld, 83-74. 23. febrúar 2020 22:45 Mest lesið Hatar hvítu stuttbuxurnar Handbolti Mo Salah fjarlægði allt tengt Liverpool af miðlum sínum Enski boltinn Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Handbolti Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Körfubolti Leik lokið: Breiðablik-KuPS 0-0 | Höskuldur klúðraði víti og Blikar bíða enn Fótbolti Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Fótbolti Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Enski boltinn Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Körfubolti Betri en allar konur í sögu bakgarðshlaupanna Sport Ótrúlegur Kane sá við Messi og Ronaldo Fótbolti Fleiri fréttir Ármann - Keflavík | Kokhraustir gestir í Höllinni Þór Þ. - Valur | Hafa farið rólega úr blokkunum Grindavík - KR | Taplaus lið takast á Njarðvík - Tindastóll | Heldur flug Stólanna áfram? Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Þrenna Maddie Sutton dugði ekki á Hlíðarenda Elvar tapaði á grátlegan hátt á móti gömlu félögunum Uppgjör: Keflavík - Haukar 94-84 | Keflvíkingar tóku Íslandsmeistarana Nablinn sparkaði upp hurðinni í byrjun þáttarins Pedersen með landsliðið til 2029 Breyta reglum eftir brellu Stjörnunnar Troðslur og Braveheart fagn í Kemi tilþrifum umferðarinnar Uppgjörið: Grindavík-Stjarnan 79-66 | Frábær fjórði hjá Grindavík Nýliðar KR stöðvuðu sigurgöngu Njarðvíkur og fyrsti sigurinn í 65 ár Tryggvi frábær í öruggum Evrópusigri Músin Ragnar og stemning Stólanna Keflavík fær erlendan leikmann Keflvíkingar komu til baka í seinni hálfleik Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 99-93 | Álftanes vann Njarðvík í bikarnum í hörkuleik Stólarnir skotnir niður á jörðina í Tékklandi Bílstjóri grýttur til dauða eftir körfuboltaleik Nýr Ármenningur „með allan pakkann“ og pabba sem vann NBA Skagamenn bæta fyrrum landsliðsmanni Serbíu í hópinn Kevin Durant semur við Rockets til tveggja ára Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Teitur segir að Keflavík eigi að stefna á titilinn Uppgjörið: Keflavík - Stjarnan 92-71 | Meistararnir teknir til slátrunar Leik lokið: ÍR-Tindastóll 67-113 | Stólarnir í stuði í Skógarselinu Vill að hún fái að þjálfa í NBA Sjá meira
Pavel: Það voru allir til fyrirmyndar Íslendingar unnu góðan sigur á Slóvökum í undankeppni HM í körfubolta 2023 í kvöld, 83-74. Ísland leikur í forkeppni að sjálfri undankeppninni og er í riðli með Slóvakíu, Lúxemborg og Kósóvó. 23. febrúar 2020 23:10
Tryggvi: Mjög gott að komast aðeins heim og fylla á afurðina að heiman Tryggvi Hlinason átti einn sinn besta landsleik frá upphafi þegar íslenska landsliðið í körfubolta sigraði það slóvakíska í gær, 83-74. Leikurinn var hluti af undankeppni HM 2023. 24. febrúar 2020 08:30
Umfjöllun og viðtöl: Ísland - Slóvakía 83-74 | Tryggvi stórkostlegur í nauðsynlegum sigri Íslenska körfuboltalandsliðið vann góðan sigur á Slóvakíu í Laugardalshöllinni í kvöld, 83-74. 23. febrúar 2020 22:45