„Tómt mál“ að ræða stöðu einkarekinna miðla án þess að taka mið af stöðu Rúv á auglýsingamarkaði Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 24. febrúar 2020 20:30 Það er tómt mál að tala um stöðu einkarekinna fjölmiðla án þess að taka stöðu Rúv á auglýsingamarkaði með inn í reikninginn segir formaður allsherjar- og menntamálanefndar. Ekkert formlegt samkomulag sé í gildi milli ríkisstjórnarflokkana hvað lýtur að fjölmiðlafrumvarpinu, að öðru leyti en því að staða Rúv á auglýsingamarkaði verði skoðuð samhliða. Ólíkar raddir heyrast innan úr röðum stjórnarflokkanna þriggja um hvernig er í pottinn búið hvað þetta varðar. Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, mælti fyrir frumvarpi um stuðning við einkarekna fjölmiðla rétt fyrir þinglok í desember. Síðan hefur málið legið hjá allsherjar- og menntamálanefnd. „Það er að síga á seinni hlutann í þessu. Gestakomum er næstum því lokið. Ætli það séu ekki tveir gestir sem verða kallaðir til viðbótar og síðan þurfa menn bara að ræða sig fram til niðurstöðu um málið þegar því líkur,“ segir Páll Magnússon, formaður nefndarinnar, spurður um stöðu málsins. Hann segir erfitt að segja til um það hvenær málið geti gengið til annarrar umræðu í þinginu. „En ætli reyni ekki á þetta núna á næstu vikum, hvort að þær verði þrjár eða fimm er ég ekki alveg viss um,“ segir Páll. Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, ræddi meðal annars stöðu fjölmiðla í Víglínunni á Stöð 2 í gær.Vísir/Einar Í Víglínunni á Stöð 2 í gær ræddi Lilja Alfreðsdóttir meðal annars stöðu fjölmiðlafrumvarpsins og vinnu við nýjan þjónustusamning við Ríkisútvarpið. Þar er meðal annars verið að horfa til stöðu Rúv á auglýsingamarkaði. „Við erum í viðræðum við Ríkisútvarpið í tengslum við þjónustusamninginn. En stjórnarflokkarnir hafa komist að ákveðnu samkomulagi hvað þetta varðar, og þetta verður til þess, þær aðgerðir sem að við erum að boða, til þess að styðja við íslenskan fjölmiðlamarkað,“ sagði Lilja. Aðspurður segir Páll ekkert formlegt samkomulag vera í gildi flokkanna á milli um útfærsluna. „Ekki annað en það að menntamálaráðherra, og svo sem öllum er ljóst og ég held að það sé svo sem enginn ágreiningur um það, að það verði ekki tekið á þessum vanda einkarekinna fjölmiðla án þess að komast að einhverri niðurstöðu um þessa takmörkun á auglýsingamarkaði. Það er eiginlega tómt mál að tala um stöðu einkarekinna fjölmiðla án þess að taka það með í reikninginn,“ svarar Páll. Ekkert samkomulag um Rúv segir þingmaður VG Kolbeinn Óttarsson Proppé, þingmaður Vinstri grænna, segir í færslu á Facebook-síðu sinni í kvöld að ekkert samkomulag sé í gildi á milli stjórnarflokkanna hvað varðar Rúv. „Töluvert hefur verið rætt undanfarið um að eitthvað samkomulag sé á milli stjórnarflokkanna um RÚV og stöðu þess á auglýsingamarkaði. Svo er ekki,“ skrifar Kolbeinn. Hann hafi verið skýr um það af sinni hálfu „að frumvarp um stuðning við einkarekna fjölmiðla tengist RÚV ekki á nokkurn hátt, ríkisfjölmiðillinn sé ekki skiptimynt í því máli. Við í Vinstri grænum höfum sagt að ekki eigi að skerða tekjur RÚV og að þau sem vilji minnka hlut þess á auglýsingamarkaði þurfi þá að svara því til hvernig þær tekjur verði bættar. Um ekkert af þessu er samkomulag á milli stjórnarflokkanna,“ skrifar Kolbeinn. Alþingi Auglýsinga- og markaðsmál Fjölmiðlar Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Orkuveitan vill reisa fimmtán vindmyllur Nemendur Vallaskóla í þremur fyrstu sætunum í Stóru upplestrarkeppninni Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarétt Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Sjá meira
Það er tómt mál að tala um stöðu einkarekinna fjölmiðla án þess að taka stöðu Rúv á auglýsingamarkaði með inn í reikninginn segir formaður allsherjar- og menntamálanefndar. Ekkert formlegt samkomulag sé í gildi milli ríkisstjórnarflokkana hvað lýtur að fjölmiðlafrumvarpinu, að öðru leyti en því að staða Rúv á auglýsingamarkaði verði skoðuð samhliða. Ólíkar raddir heyrast innan úr röðum stjórnarflokkanna þriggja um hvernig er í pottinn búið hvað þetta varðar. Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, mælti fyrir frumvarpi um stuðning við einkarekna fjölmiðla rétt fyrir þinglok í desember. Síðan hefur málið legið hjá allsherjar- og menntamálanefnd. „Það er að síga á seinni hlutann í þessu. Gestakomum er næstum því lokið. Ætli það séu ekki tveir gestir sem verða kallaðir til viðbótar og síðan þurfa menn bara að ræða sig fram til niðurstöðu um málið þegar því líkur,“ segir Páll Magnússon, formaður nefndarinnar, spurður um stöðu málsins. Hann segir erfitt að segja til um það hvenær málið geti gengið til annarrar umræðu í þinginu. „En ætli reyni ekki á þetta núna á næstu vikum, hvort að þær verði þrjár eða fimm er ég ekki alveg viss um,“ segir Páll. Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, ræddi meðal annars stöðu fjölmiðla í Víglínunni á Stöð 2 í gær.Vísir/Einar Í Víglínunni á Stöð 2 í gær ræddi Lilja Alfreðsdóttir meðal annars stöðu fjölmiðlafrumvarpsins og vinnu við nýjan þjónustusamning við Ríkisútvarpið. Þar er meðal annars verið að horfa til stöðu Rúv á auglýsingamarkaði. „Við erum í viðræðum við Ríkisútvarpið í tengslum við þjónustusamninginn. En stjórnarflokkarnir hafa komist að ákveðnu samkomulagi hvað þetta varðar, og þetta verður til þess, þær aðgerðir sem að við erum að boða, til þess að styðja við íslenskan fjölmiðlamarkað,“ sagði Lilja. Aðspurður segir Páll ekkert formlegt samkomulag vera í gildi flokkanna á milli um útfærsluna. „Ekki annað en það að menntamálaráðherra, og svo sem öllum er ljóst og ég held að það sé svo sem enginn ágreiningur um það, að það verði ekki tekið á þessum vanda einkarekinna fjölmiðla án þess að komast að einhverri niðurstöðu um þessa takmörkun á auglýsingamarkaði. Það er eiginlega tómt mál að tala um stöðu einkarekinna fjölmiðla án þess að taka það með í reikninginn,“ svarar Páll. Ekkert samkomulag um Rúv segir þingmaður VG Kolbeinn Óttarsson Proppé, þingmaður Vinstri grænna, segir í færslu á Facebook-síðu sinni í kvöld að ekkert samkomulag sé í gildi á milli stjórnarflokkanna hvað varðar Rúv. „Töluvert hefur verið rætt undanfarið um að eitthvað samkomulag sé á milli stjórnarflokkanna um RÚV og stöðu þess á auglýsingamarkaði. Svo er ekki,“ skrifar Kolbeinn. Hann hafi verið skýr um það af sinni hálfu „að frumvarp um stuðning við einkarekna fjölmiðla tengist RÚV ekki á nokkurn hátt, ríkisfjölmiðillinn sé ekki skiptimynt í því máli. Við í Vinstri grænum höfum sagt að ekki eigi að skerða tekjur RÚV og að þau sem vilji minnka hlut þess á auglýsingamarkaði þurfi þá að svara því til hvernig þær tekjur verði bættar. Um ekkert af þessu er samkomulag á milli stjórnarflokkanna,“ skrifar Kolbeinn.
Alþingi Auglýsinga- og markaðsmál Fjölmiðlar Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Orkuveitan vill reisa fimmtán vindmyllur Nemendur Vallaskóla í þremur fyrstu sætunum í Stóru upplestrarkeppninni Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarétt Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Sjá meira