Svali segir að uggur sé í Íslendingum á Tenerife Jakob Bjarnar skrifar 25. febrúar 2020 10:52 Svali segir að þetta hafi verið viðbúið. Tenerife er svo fjölsóttur ferðamannastaður. Sex milljónir manna koma þangað á ári hverju. „Auðvitað,“ segir Sigvaldi Kaldalóns, fararstjóri á Tenerife, spurður hvort ekki sé uggur í þeim Íslendingum sem þar dvelja? „Allir hugsa, þegar svona fréttir berast; eins gott að það komi ekki hingað. Allur heimurinn hvort sem er hér eða á Íslandi. Það þurfa allir að undirbúa sig fyrir þetta.“ Bara túrismi á Tenerife Sigvaldi, sem betur er þekktur sem útvarpsmaðurinn Svali, hefur verið búsettur í tvö ár á Tenerife þar sem Covid19-smit hefur verið greint og sjö Íslendingar eru nú í sóttkví á H10 Costa Adeje Palace-hótelinu þar. Svali segir þetta nýja stöðu á eyjunum hvar aldrei gerist neitt. Nýverið gekk þar yfir mikill sandstormur og nú þetta. En, þetta kemur ekki alveg á óvart. „Maður vissi þetta svo sem alveg. Þetta var vitað, Tenerife er svo fjölsóttur ferðamannastaður. Sex milljónir manna koma hér á hverju ári. Þegar fréttir bárust frá Ítalíu, þá var búið að setja allt í gang á öllum spítölum hérna, og undirbúa. Aldrei spurning um hvort heldur hvenær. Það er klárt mál. Þá heyrði ég af því að þetta hefur verið lengi í undirbúningi á flugvellinum þá hvernig bregðast eigi við þess. Menn hafa haft varan á. Hér er bara túrismi, í rauninni.“ Gott heilbrigðiskerfi Svali segir að enn meiri fréttaflutningur sé af þessu á Íslandi enn sem komið er en á Spáni. Sem þarf kannski ekki að koma á óvart. Hlutfallslega eru býsna margir Íslendingar á Tenerife, að jafnaði 1.500 manns. Sjálfur virðist hann tiltölulega spakur í samtali við blaðamann Vísis. Hann segir að heilbrigðiskerfið á Spáni sé gott. „Þeir eru að reyna að taka utan um hótelið og fólkið þar. Ganga úr skugga um að þetta sé einangrað. En, ef það er einn þá eru líklega fleiri. Auðvitað taka menn þessu mjög alvarlega. Heilbrigðiskerfið hér er frábært og þeir vita pottþétt hvaða þeir syngja í undirbúningnum. Við munum fylgjast vel með næstu daga. Einhverjar frekari aðgerðir væntanlega í býgerð. En ég geri ekki ráð fyrir hópflutningum frá eyjunni, ástandið sé ekki þannig.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Íslendingar erlendis Spánn Tengdar fréttir Sjö Íslendingar í sóttkví á Tenerife Sjö Íslendingar eru í sóttkví á H10 Costa Adeje Palace-hótelinu á Tenerife, samkvæmt upplýsingum frá Þráni Vigfússyni, framkvæmdastjóra ferðaskrifstofunnar Vita. 25. febrúar 2020 08:35 Þúsund manns í sóttkví á Íslendingahóteli á Tenerife Heilbrigðisyfirvöld á Tenerife á Kanaríeyjum hafa nú staðfest eitt tilfelli Covid19-smits á eyjunni. 25. febrúar 2020 06:55 Ekkert búið að ákveða um ráðstafanir vegna Tenerife Landlæknisembættið fylgist vel með stöðu mála á Tenerife, þar sem sjö Íslendingar eru í sóttkví á hóteli á Costa Adeje-ströndinni. 25. febrúar 2020 10:23 Íslendingar forðist handabönd og kossaflens vegna kórónuveirunnar Þetta segir Rögnvaldur Ólafsson í samtali við Vísi að loknum stöðufundi almannavarna með sóttvarnalækni vegna frétta sem berast Tenerife. 25. febrúar 2020 10:14 Mest lesið „Þetta er innrás“ Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Innlent Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Erlent Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Innlent Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Innlent Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Mínútuþögn á Menningarnótt Innlent Segist vilja komast til himna Erlent Fleiri fréttir Aukið aðhald í ríkisfjármálum og lífsbarátta hvals „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn „Það er ekkert verið að innleiða einhver svakaleg próf í Kópavoginum“ Hamarsvirkjun í bið frekar en vernd Gæsluvarðhald leiðbeinandans framlengt Konur með örorkulífeyri líklegri til að vera þolendur ofbeldis Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Höfuðpaur fær þremur mánuðum lengri dóm en burðardýr Veðrið sem hlaupararnir á laugardag geta búist við „Þetta er innrás“ Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Tilkynnt um par að slást Norskir kafarar og dularfullur hraðbankaþjófnaður Líkið ekki innan um aðra sjúklinga Norsku kafararnir mættir í Haukadalsá Sjá meira
„Auðvitað,“ segir Sigvaldi Kaldalóns, fararstjóri á Tenerife, spurður hvort ekki sé uggur í þeim Íslendingum sem þar dvelja? „Allir hugsa, þegar svona fréttir berast; eins gott að það komi ekki hingað. Allur heimurinn hvort sem er hér eða á Íslandi. Það þurfa allir að undirbúa sig fyrir þetta.“ Bara túrismi á Tenerife Sigvaldi, sem betur er þekktur sem útvarpsmaðurinn Svali, hefur verið búsettur í tvö ár á Tenerife þar sem Covid19-smit hefur verið greint og sjö Íslendingar eru nú í sóttkví á H10 Costa Adeje Palace-hótelinu þar. Svali segir þetta nýja stöðu á eyjunum hvar aldrei gerist neitt. Nýverið gekk þar yfir mikill sandstormur og nú þetta. En, þetta kemur ekki alveg á óvart. „Maður vissi þetta svo sem alveg. Þetta var vitað, Tenerife er svo fjölsóttur ferðamannastaður. Sex milljónir manna koma hér á hverju ári. Þegar fréttir bárust frá Ítalíu, þá var búið að setja allt í gang á öllum spítölum hérna, og undirbúa. Aldrei spurning um hvort heldur hvenær. Það er klárt mál. Þá heyrði ég af því að þetta hefur verið lengi í undirbúningi á flugvellinum þá hvernig bregðast eigi við þess. Menn hafa haft varan á. Hér er bara túrismi, í rauninni.“ Gott heilbrigðiskerfi Svali segir að enn meiri fréttaflutningur sé af þessu á Íslandi enn sem komið er en á Spáni. Sem þarf kannski ekki að koma á óvart. Hlutfallslega eru býsna margir Íslendingar á Tenerife, að jafnaði 1.500 manns. Sjálfur virðist hann tiltölulega spakur í samtali við blaðamann Vísis. Hann segir að heilbrigðiskerfið á Spáni sé gott. „Þeir eru að reyna að taka utan um hótelið og fólkið þar. Ganga úr skugga um að þetta sé einangrað. En, ef það er einn þá eru líklega fleiri. Auðvitað taka menn þessu mjög alvarlega. Heilbrigðiskerfið hér er frábært og þeir vita pottþétt hvaða þeir syngja í undirbúningnum. Við munum fylgjast vel með næstu daga. Einhverjar frekari aðgerðir væntanlega í býgerð. En ég geri ekki ráð fyrir hópflutningum frá eyjunni, ástandið sé ekki þannig.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Íslendingar erlendis Spánn Tengdar fréttir Sjö Íslendingar í sóttkví á Tenerife Sjö Íslendingar eru í sóttkví á H10 Costa Adeje Palace-hótelinu á Tenerife, samkvæmt upplýsingum frá Þráni Vigfússyni, framkvæmdastjóra ferðaskrifstofunnar Vita. 25. febrúar 2020 08:35 Þúsund manns í sóttkví á Íslendingahóteli á Tenerife Heilbrigðisyfirvöld á Tenerife á Kanaríeyjum hafa nú staðfest eitt tilfelli Covid19-smits á eyjunni. 25. febrúar 2020 06:55 Ekkert búið að ákveða um ráðstafanir vegna Tenerife Landlæknisembættið fylgist vel með stöðu mála á Tenerife, þar sem sjö Íslendingar eru í sóttkví á hóteli á Costa Adeje-ströndinni. 25. febrúar 2020 10:23 Íslendingar forðist handabönd og kossaflens vegna kórónuveirunnar Þetta segir Rögnvaldur Ólafsson í samtali við Vísi að loknum stöðufundi almannavarna með sóttvarnalækni vegna frétta sem berast Tenerife. 25. febrúar 2020 10:14 Mest lesið „Þetta er innrás“ Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Innlent Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Erlent Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Innlent Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Innlent Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Mínútuþögn á Menningarnótt Innlent Segist vilja komast til himna Erlent Fleiri fréttir Aukið aðhald í ríkisfjármálum og lífsbarátta hvals „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn „Það er ekkert verið að innleiða einhver svakaleg próf í Kópavoginum“ Hamarsvirkjun í bið frekar en vernd Gæsluvarðhald leiðbeinandans framlengt Konur með örorkulífeyri líklegri til að vera þolendur ofbeldis Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Höfuðpaur fær þremur mánuðum lengri dóm en burðardýr Veðrið sem hlaupararnir á laugardag geta búist við „Þetta er innrás“ Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Tilkynnt um par að slást Norskir kafarar og dularfullur hraðbankaþjófnaður Líkið ekki innan um aðra sjúklinga Norsku kafararnir mættir í Haukadalsá Sjá meira
Sjö Íslendingar í sóttkví á Tenerife Sjö Íslendingar eru í sóttkví á H10 Costa Adeje Palace-hótelinu á Tenerife, samkvæmt upplýsingum frá Þráni Vigfússyni, framkvæmdastjóra ferðaskrifstofunnar Vita. 25. febrúar 2020 08:35
Þúsund manns í sóttkví á Íslendingahóteli á Tenerife Heilbrigðisyfirvöld á Tenerife á Kanaríeyjum hafa nú staðfest eitt tilfelli Covid19-smits á eyjunni. 25. febrúar 2020 06:55
Ekkert búið að ákveða um ráðstafanir vegna Tenerife Landlæknisembættið fylgist vel með stöðu mála á Tenerife, þar sem sjö Íslendingar eru í sóttkví á hóteli á Costa Adeje-ströndinni. 25. febrúar 2020 10:23
Íslendingar forðist handabönd og kossaflens vegna kórónuveirunnar Þetta segir Rögnvaldur Ólafsson í samtali við Vísi að loknum stöðufundi almannavarna með sóttvarnalækni vegna frétta sem berast Tenerife. 25. febrúar 2020 10:14