Repúblikanar stungu af til að stöðva loftslagsaðgerðir Kjartan Kjartansson skrifar 25. febrúar 2020 11:22 Kate Brown ríkisstjóri fordæmdi repúblikana fyrir að sniðganga þingfund og koma þannig í veg fyrir að fundarfært væri. AP/Andrew Selsky Ríkisþingmenn Repúblikanaflokksins í Oregon-ríki í Bandaríkjunum flúðu ríkishöfuðborgina Salem í gær til að koma í veg fyrir að demókratar, sem fara með meirihluta á þinginu, gætu samþykkt frumvarp sem á að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda sem valda loftslagsbreytingum. Þetta er í annað skiptið á innan við ári sem repúblikanar flýja ríkishöfuðstaðinn til þess að stöðva þingstörf. Frumvarp demókrata, sem eru með aukinn meirihluta í báðum deildum ríkisþingsins í Oregon og ríkisstjórastólinn, kæmi á viðskiptakerfi með losunarheimildir. Repúblikanar saka þá um að hafa hunsað allar breytingatillögur þeirra við frumvarpið þrátt fyrir að því hafi verið breytt að verulegu leyti til að koma til móts við kröfur þeirra. Þannig eru til að mynda stór svæði ríkisins varanlega undanþegin kerfinu. Til þess að stöðva framgang frumvarpsins yfirgáfu ellefu öldungadeildarþingmenn repúblikana af tólf Salem og tryggðu þannig að ekki væri hægt að halda þingfund til að greiða atkvæði um frumvarpið. Tveir af hverjum þremur þingmönnum verða að vera viðstaddir þingfund til þess að hægt sé að halda atkvæðagreiðslu samkvæmt stjórnarskrá Oregon. Þingfundi var því frestað í gær, að sögn Washington Post. „Ég sárbæni samöldungadeildarþingmenn mína um að snúa aftur í þennan sal,“ sagði Peter Courtney, forseti öldungadeildarinnar og demókrati í gær. Herman Baertschiger, leiðtogi repúblikana í öldungadeildinni, fullyrti að þeir hefðu ekki átt annarra kosta völ en að sniðganga þingfund og koma í veg fyrir atkvæðagreiðslu þannig vegna þess að ekki hefði verið tekið tillit til athugasemda þeirra við frumvarpið, að sögn New York Times. Repúblikanar hafa krafist þess að frumvarpið verði lagt fyrir kjósendur. Kemur ekki til greina að láta ríkislögregluna sækja þingmennina Kate Brown, ríkisstjóri, sagði aðferðir repúblikana ólýðræðislegar og hvatti þá til að mæta á þingfund til þess að láta „rödd þeirra heyrast í staðinn fyrir að stöðva ríkisstjórnina“. Repúblikanar léku sama leik í júní í fyrra, einnig til að stöðva frumvarp um viðskiptakerfi með losunarheimildir. Þingmenn þeirra flúðu þá til nágrannaríkisins Idaho sem leiddi til þess að ríkisstjóri Oregon skipaði ríkislögreglunni að hafa uppi á þeim og færa þá aftur í ríkisþingið eins og stjórnarskrá ríkisins leyfir. Það bar þó ekki árangur og frumvarpið dó drottni sínum. Courtney segir að ekki komi til greina að biðja ríkisstjórann um að siga ríkislögreglunni á þingmenn repúblikana til að snúa þeim aftur til starfa. Brown ríkisstjóri segir að biðji þingið ekki um það hafi hún ekki völd til að láta smala repúblikönum heim til Salem, að sögn staðarblaðsins The Oregonian. Blaðið segir að þingmenn repúblikana sem komu í veg fyrir að fundarfært væri í þinginu séu fulltrúar um 36% íbúa ríkisins. Bæði hagfræðingar og vísindamenn hafa haldið viðskiptakerfi með losunarheimildir á lofti sem markaðsvænni aðgerð til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda. Repúblikanar fullyrða aftur á móti að frumvarpið í Oregon sé „bensínskattur dulbúinn sem umhverfisfrumvarp“. Bandaríkin Loftslagsmál Tengdar fréttir Loftslagsfrumvarp dautt eftir flótta repúblikana Þingmenn repúblikana flúðu Oregon til að koma í veg fyrir að meirihluti þingmanna gæti haldið atkvæðagreiðslu um viðskiptakerfi með losunarheimildir. 26. júní 2019 12:14 Lögreglu veitt leyfi til að leita uppi þingmenn sem mæta ekki til starfa Lögreglunni í Oregonríki í Bandaríkjunum hefur verið veitt heimild til þess að hafa upp á ellefu þingmönnum Repúblikanaflokksins á ríkisþinginu sem ekki hafa mætt til starfa undanfarið til þess að reyna að klekkja á stjórnarþingmönnum Demókrata. 23. júní 2019 20:25 Íhaldsmenn í minnihluta vilja flytja landamæri Oregon Þeir segjast þreyttir á því að atkvæði þeirra drukkni í atkvæðum frjálslyndra kjósenda í fjölmennum borgum ríkisins og þá sérstaklega Portland. 19. febrúar 2020 12:11 Mest lesið „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Innlent Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Innlent Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Innlent Hildur segir af sér til að forðast átök Innlent Fleiri fréttir Skutu hver annan fyrir orður og bætur Skoða að endurheimta votlendi til að stöðva loftslagsbreytingar og Rússa Sviptir Harris vernd Stærsta geimfyrirtæki Rússlands á vonarvöl Afhjúpaði eigin njósnara á X Shinawatra bolað úr embætti Slagsmál á mexíkóska þinginu yfir ræðutíma Ekki lengur fjarlægur möguleiki að hringrás í Atlantshafi stöðvist Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Sjá meira
Ríkisþingmenn Repúblikanaflokksins í Oregon-ríki í Bandaríkjunum flúðu ríkishöfuðborgina Salem í gær til að koma í veg fyrir að demókratar, sem fara með meirihluta á þinginu, gætu samþykkt frumvarp sem á að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda sem valda loftslagsbreytingum. Þetta er í annað skiptið á innan við ári sem repúblikanar flýja ríkishöfuðstaðinn til þess að stöðva þingstörf. Frumvarp demókrata, sem eru með aukinn meirihluta í báðum deildum ríkisþingsins í Oregon og ríkisstjórastólinn, kæmi á viðskiptakerfi með losunarheimildir. Repúblikanar saka þá um að hafa hunsað allar breytingatillögur þeirra við frumvarpið þrátt fyrir að því hafi verið breytt að verulegu leyti til að koma til móts við kröfur þeirra. Þannig eru til að mynda stór svæði ríkisins varanlega undanþegin kerfinu. Til þess að stöðva framgang frumvarpsins yfirgáfu ellefu öldungadeildarþingmenn repúblikana af tólf Salem og tryggðu þannig að ekki væri hægt að halda þingfund til að greiða atkvæði um frumvarpið. Tveir af hverjum þremur þingmönnum verða að vera viðstaddir þingfund til þess að hægt sé að halda atkvæðagreiðslu samkvæmt stjórnarskrá Oregon. Þingfundi var því frestað í gær, að sögn Washington Post. „Ég sárbæni samöldungadeildarþingmenn mína um að snúa aftur í þennan sal,“ sagði Peter Courtney, forseti öldungadeildarinnar og demókrati í gær. Herman Baertschiger, leiðtogi repúblikana í öldungadeildinni, fullyrti að þeir hefðu ekki átt annarra kosta völ en að sniðganga þingfund og koma í veg fyrir atkvæðagreiðslu þannig vegna þess að ekki hefði verið tekið tillit til athugasemda þeirra við frumvarpið, að sögn New York Times. Repúblikanar hafa krafist þess að frumvarpið verði lagt fyrir kjósendur. Kemur ekki til greina að láta ríkislögregluna sækja þingmennina Kate Brown, ríkisstjóri, sagði aðferðir repúblikana ólýðræðislegar og hvatti þá til að mæta á þingfund til þess að láta „rödd þeirra heyrast í staðinn fyrir að stöðva ríkisstjórnina“. Repúblikanar léku sama leik í júní í fyrra, einnig til að stöðva frumvarp um viðskiptakerfi með losunarheimildir. Þingmenn þeirra flúðu þá til nágrannaríkisins Idaho sem leiddi til þess að ríkisstjóri Oregon skipaði ríkislögreglunni að hafa uppi á þeim og færa þá aftur í ríkisþingið eins og stjórnarskrá ríkisins leyfir. Það bar þó ekki árangur og frumvarpið dó drottni sínum. Courtney segir að ekki komi til greina að biðja ríkisstjórann um að siga ríkislögreglunni á þingmenn repúblikana til að snúa þeim aftur til starfa. Brown ríkisstjóri segir að biðji þingið ekki um það hafi hún ekki völd til að láta smala repúblikönum heim til Salem, að sögn staðarblaðsins The Oregonian. Blaðið segir að þingmenn repúblikana sem komu í veg fyrir að fundarfært væri í þinginu séu fulltrúar um 36% íbúa ríkisins. Bæði hagfræðingar og vísindamenn hafa haldið viðskiptakerfi með losunarheimildir á lofti sem markaðsvænni aðgerð til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda. Repúblikanar fullyrða aftur á móti að frumvarpið í Oregon sé „bensínskattur dulbúinn sem umhverfisfrumvarp“.
Bandaríkin Loftslagsmál Tengdar fréttir Loftslagsfrumvarp dautt eftir flótta repúblikana Þingmenn repúblikana flúðu Oregon til að koma í veg fyrir að meirihluti þingmanna gæti haldið atkvæðagreiðslu um viðskiptakerfi með losunarheimildir. 26. júní 2019 12:14 Lögreglu veitt leyfi til að leita uppi þingmenn sem mæta ekki til starfa Lögreglunni í Oregonríki í Bandaríkjunum hefur verið veitt heimild til þess að hafa upp á ellefu þingmönnum Repúblikanaflokksins á ríkisþinginu sem ekki hafa mætt til starfa undanfarið til þess að reyna að klekkja á stjórnarþingmönnum Demókrata. 23. júní 2019 20:25 Íhaldsmenn í minnihluta vilja flytja landamæri Oregon Þeir segjast þreyttir á því að atkvæði þeirra drukkni í atkvæðum frjálslyndra kjósenda í fjölmennum borgum ríkisins og þá sérstaklega Portland. 19. febrúar 2020 12:11 Mest lesið „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Innlent Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Innlent Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Innlent Hildur segir af sér til að forðast átök Innlent Fleiri fréttir Skutu hver annan fyrir orður og bætur Skoða að endurheimta votlendi til að stöðva loftslagsbreytingar og Rússa Sviptir Harris vernd Stærsta geimfyrirtæki Rússlands á vonarvöl Afhjúpaði eigin njósnara á X Shinawatra bolað úr embætti Slagsmál á mexíkóska þinginu yfir ræðutíma Ekki lengur fjarlægur möguleiki að hringrás í Atlantshafi stöðvist Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Sjá meira
Loftslagsfrumvarp dautt eftir flótta repúblikana Þingmenn repúblikana flúðu Oregon til að koma í veg fyrir að meirihluti þingmanna gæti haldið atkvæðagreiðslu um viðskiptakerfi með losunarheimildir. 26. júní 2019 12:14
Lögreglu veitt leyfi til að leita uppi þingmenn sem mæta ekki til starfa Lögreglunni í Oregonríki í Bandaríkjunum hefur verið veitt heimild til þess að hafa upp á ellefu þingmönnum Repúblikanaflokksins á ríkisþinginu sem ekki hafa mætt til starfa undanfarið til þess að reyna að klekkja á stjórnarþingmönnum Demókrata. 23. júní 2019 20:25
Íhaldsmenn í minnihluta vilja flytja landamæri Oregon Þeir segjast þreyttir á því að atkvæði þeirra drukkni í atkvæðum frjálslyndra kjósenda í fjölmennum borgum ríkisins og þá sérstaklega Portland. 19. febrúar 2020 12:11