Repúblikanar stungu af til að stöðva loftslagsaðgerðir Kjartan Kjartansson skrifar 25. febrúar 2020 11:22 Kate Brown ríkisstjóri fordæmdi repúblikana fyrir að sniðganga þingfund og koma þannig í veg fyrir að fundarfært væri. AP/Andrew Selsky Ríkisþingmenn Repúblikanaflokksins í Oregon-ríki í Bandaríkjunum flúðu ríkishöfuðborgina Salem í gær til að koma í veg fyrir að demókratar, sem fara með meirihluta á þinginu, gætu samþykkt frumvarp sem á að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda sem valda loftslagsbreytingum. Þetta er í annað skiptið á innan við ári sem repúblikanar flýja ríkishöfuðstaðinn til þess að stöðva þingstörf. Frumvarp demókrata, sem eru með aukinn meirihluta í báðum deildum ríkisþingsins í Oregon og ríkisstjórastólinn, kæmi á viðskiptakerfi með losunarheimildir. Repúblikanar saka þá um að hafa hunsað allar breytingatillögur þeirra við frumvarpið þrátt fyrir að því hafi verið breytt að verulegu leyti til að koma til móts við kröfur þeirra. Þannig eru til að mynda stór svæði ríkisins varanlega undanþegin kerfinu. Til þess að stöðva framgang frumvarpsins yfirgáfu ellefu öldungadeildarþingmenn repúblikana af tólf Salem og tryggðu þannig að ekki væri hægt að halda þingfund til að greiða atkvæði um frumvarpið. Tveir af hverjum þremur þingmönnum verða að vera viðstaddir þingfund til þess að hægt sé að halda atkvæðagreiðslu samkvæmt stjórnarskrá Oregon. Þingfundi var því frestað í gær, að sögn Washington Post. „Ég sárbæni samöldungadeildarþingmenn mína um að snúa aftur í þennan sal,“ sagði Peter Courtney, forseti öldungadeildarinnar og demókrati í gær. Herman Baertschiger, leiðtogi repúblikana í öldungadeildinni, fullyrti að þeir hefðu ekki átt annarra kosta völ en að sniðganga þingfund og koma í veg fyrir atkvæðagreiðslu þannig vegna þess að ekki hefði verið tekið tillit til athugasemda þeirra við frumvarpið, að sögn New York Times. Repúblikanar hafa krafist þess að frumvarpið verði lagt fyrir kjósendur. Kemur ekki til greina að láta ríkislögregluna sækja þingmennina Kate Brown, ríkisstjóri, sagði aðferðir repúblikana ólýðræðislegar og hvatti þá til að mæta á þingfund til þess að láta „rödd þeirra heyrast í staðinn fyrir að stöðva ríkisstjórnina“. Repúblikanar léku sama leik í júní í fyrra, einnig til að stöðva frumvarp um viðskiptakerfi með losunarheimildir. Þingmenn þeirra flúðu þá til nágrannaríkisins Idaho sem leiddi til þess að ríkisstjóri Oregon skipaði ríkislögreglunni að hafa uppi á þeim og færa þá aftur í ríkisþingið eins og stjórnarskrá ríkisins leyfir. Það bar þó ekki árangur og frumvarpið dó drottni sínum. Courtney segir að ekki komi til greina að biðja ríkisstjórann um að siga ríkislögreglunni á þingmenn repúblikana til að snúa þeim aftur til starfa. Brown ríkisstjóri segir að biðji þingið ekki um það hafi hún ekki völd til að láta smala repúblikönum heim til Salem, að sögn staðarblaðsins The Oregonian. Blaðið segir að þingmenn repúblikana sem komu í veg fyrir að fundarfært væri í þinginu séu fulltrúar um 36% íbúa ríkisins. Bæði hagfræðingar og vísindamenn hafa haldið viðskiptakerfi með losunarheimildir á lofti sem markaðsvænni aðgerð til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda. Repúblikanar fullyrða aftur á móti að frumvarpið í Oregon sé „bensínskattur dulbúinn sem umhverfisfrumvarp“. Bandaríkin Loftslagsmál Tengdar fréttir Loftslagsfrumvarp dautt eftir flótta repúblikana Þingmenn repúblikana flúðu Oregon til að koma í veg fyrir að meirihluti þingmanna gæti haldið atkvæðagreiðslu um viðskiptakerfi með losunarheimildir. 26. júní 2019 12:14 Lögreglu veitt leyfi til að leita uppi þingmenn sem mæta ekki til starfa Lögreglunni í Oregonríki í Bandaríkjunum hefur verið veitt heimild til þess að hafa upp á ellefu þingmönnum Repúblikanaflokksins á ríkisþinginu sem ekki hafa mætt til starfa undanfarið til þess að reyna að klekkja á stjórnarþingmönnum Demókrata. 23. júní 2019 20:25 Íhaldsmenn í minnihluta vilja flytja landamæri Oregon Þeir segjast þreyttir á því að atkvæði þeirra drukkni í atkvæðum frjálslyndra kjósenda í fjölmennum borgum ríkisins og þá sérstaklega Portland. 19. febrúar 2020 12:11 Mest lesið Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum Innlent Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Erlent „Það fer enginn lífvörður út í“ Innlent Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Innlent Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Innlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Erlent Fleiri fréttir Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Minntust fórnarlambanna í Hírósíma Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Sjá meira
Ríkisþingmenn Repúblikanaflokksins í Oregon-ríki í Bandaríkjunum flúðu ríkishöfuðborgina Salem í gær til að koma í veg fyrir að demókratar, sem fara með meirihluta á þinginu, gætu samþykkt frumvarp sem á að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda sem valda loftslagsbreytingum. Þetta er í annað skiptið á innan við ári sem repúblikanar flýja ríkishöfuðstaðinn til þess að stöðva þingstörf. Frumvarp demókrata, sem eru með aukinn meirihluta í báðum deildum ríkisþingsins í Oregon og ríkisstjórastólinn, kæmi á viðskiptakerfi með losunarheimildir. Repúblikanar saka þá um að hafa hunsað allar breytingatillögur þeirra við frumvarpið þrátt fyrir að því hafi verið breytt að verulegu leyti til að koma til móts við kröfur þeirra. Þannig eru til að mynda stór svæði ríkisins varanlega undanþegin kerfinu. Til þess að stöðva framgang frumvarpsins yfirgáfu ellefu öldungadeildarþingmenn repúblikana af tólf Salem og tryggðu þannig að ekki væri hægt að halda þingfund til að greiða atkvæði um frumvarpið. Tveir af hverjum þremur þingmönnum verða að vera viðstaddir þingfund til þess að hægt sé að halda atkvæðagreiðslu samkvæmt stjórnarskrá Oregon. Þingfundi var því frestað í gær, að sögn Washington Post. „Ég sárbæni samöldungadeildarþingmenn mína um að snúa aftur í þennan sal,“ sagði Peter Courtney, forseti öldungadeildarinnar og demókrati í gær. Herman Baertschiger, leiðtogi repúblikana í öldungadeildinni, fullyrti að þeir hefðu ekki átt annarra kosta völ en að sniðganga þingfund og koma í veg fyrir atkvæðagreiðslu þannig vegna þess að ekki hefði verið tekið tillit til athugasemda þeirra við frumvarpið, að sögn New York Times. Repúblikanar hafa krafist þess að frumvarpið verði lagt fyrir kjósendur. Kemur ekki til greina að láta ríkislögregluna sækja þingmennina Kate Brown, ríkisstjóri, sagði aðferðir repúblikana ólýðræðislegar og hvatti þá til að mæta á þingfund til þess að láta „rödd þeirra heyrast í staðinn fyrir að stöðva ríkisstjórnina“. Repúblikanar léku sama leik í júní í fyrra, einnig til að stöðva frumvarp um viðskiptakerfi með losunarheimildir. Þingmenn þeirra flúðu þá til nágrannaríkisins Idaho sem leiddi til þess að ríkisstjóri Oregon skipaði ríkislögreglunni að hafa uppi á þeim og færa þá aftur í ríkisþingið eins og stjórnarskrá ríkisins leyfir. Það bar þó ekki árangur og frumvarpið dó drottni sínum. Courtney segir að ekki komi til greina að biðja ríkisstjórann um að siga ríkislögreglunni á þingmenn repúblikana til að snúa þeim aftur til starfa. Brown ríkisstjóri segir að biðji þingið ekki um það hafi hún ekki völd til að láta smala repúblikönum heim til Salem, að sögn staðarblaðsins The Oregonian. Blaðið segir að þingmenn repúblikana sem komu í veg fyrir að fundarfært væri í þinginu séu fulltrúar um 36% íbúa ríkisins. Bæði hagfræðingar og vísindamenn hafa haldið viðskiptakerfi með losunarheimildir á lofti sem markaðsvænni aðgerð til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda. Repúblikanar fullyrða aftur á móti að frumvarpið í Oregon sé „bensínskattur dulbúinn sem umhverfisfrumvarp“.
Bandaríkin Loftslagsmál Tengdar fréttir Loftslagsfrumvarp dautt eftir flótta repúblikana Þingmenn repúblikana flúðu Oregon til að koma í veg fyrir að meirihluti þingmanna gæti haldið atkvæðagreiðslu um viðskiptakerfi með losunarheimildir. 26. júní 2019 12:14 Lögreglu veitt leyfi til að leita uppi þingmenn sem mæta ekki til starfa Lögreglunni í Oregonríki í Bandaríkjunum hefur verið veitt heimild til þess að hafa upp á ellefu þingmönnum Repúblikanaflokksins á ríkisþinginu sem ekki hafa mætt til starfa undanfarið til þess að reyna að klekkja á stjórnarþingmönnum Demókrata. 23. júní 2019 20:25 Íhaldsmenn í minnihluta vilja flytja landamæri Oregon Þeir segjast þreyttir á því að atkvæði þeirra drukkni í atkvæðum frjálslyndra kjósenda í fjölmennum borgum ríkisins og þá sérstaklega Portland. 19. febrúar 2020 12:11 Mest lesið Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum Innlent Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Erlent „Það fer enginn lífvörður út í“ Innlent Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Innlent Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Innlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Erlent Fleiri fréttir Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Minntust fórnarlambanna í Hírósíma Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Sjá meira
Loftslagsfrumvarp dautt eftir flótta repúblikana Þingmenn repúblikana flúðu Oregon til að koma í veg fyrir að meirihluti þingmanna gæti haldið atkvæðagreiðslu um viðskiptakerfi með losunarheimildir. 26. júní 2019 12:14
Lögreglu veitt leyfi til að leita uppi þingmenn sem mæta ekki til starfa Lögreglunni í Oregonríki í Bandaríkjunum hefur verið veitt heimild til þess að hafa upp á ellefu þingmönnum Repúblikanaflokksins á ríkisþinginu sem ekki hafa mætt til starfa undanfarið til þess að reyna að klekkja á stjórnarþingmönnum Demókrata. 23. júní 2019 20:25
Íhaldsmenn í minnihluta vilja flytja landamæri Oregon Þeir segjast þreyttir á því að atkvæði þeirra drukkni í atkvæðum frjálslyndra kjósenda í fjölmennum borgum ríkisins og þá sérstaklega Portland. 19. febrúar 2020 12:11