Íva Marín Adrichem hefur sent frá sér tónlistarmyndband við lagið Oculis Videre sem hún mun flytja á úrslitakvöldi Söngvakeppninnar í Laugardalshöll á laugardaginn.
Það var Richard Cameron sem leikstýrði myndbandinu og var myndatakan í höndum Róberts Magnússonar.
Richard Cameron samdi einmitt lagið ásamt Ívu Marín en hér að neðan má sjá útkomuna.