Sólbakaðir eldri borgarar á Selfossi beðnir um að halda sig frá félagsvistinni í bráð Jakob Bjarnar skrifar 26. febrúar 2020 16:22 Meðal þess sem hið virka Félag eldri borgara á Selfossi gerir er að spila félagsvist. Félagar sem eru nýkomnir frá Tenerife eða Ítalíu eru beðnir um að halda sig heima næstu tvær vikur eða svo. Getty/Izusek Guðfinna Ólafsdóttir, formaður Félags eldri borgara á Selfossi, beinir þeim tilmælum til sinna félagsmanna sem eru að koma frá Tenerife eða Ítalíu að halda sig frá félagsstarfi næstu tvær vikurnar eða svo. Þetta er vitaskuld vegna fregna af því að kórónu-smit greindist á hóteli þar í vikunni. „Kæru félagar í FEB. Nú vil ég biðja ykkur sem eruð í útlöndum eða nýkomin heim eða í samskiptum við fólk sem er nýkomið til landsins til dæmis frá Tenerife eða frá Ítalíu að halda ykkur frá félagsstarfi í Grænumörk 4 næstu 2 vikurnar á eftir. Í okkar hópi eru viðkvæmustu einstaklingarnir. Förum varlega í samskiptum. Verum dugleg í handþvotti og að spritta hendur eins og sóttvarnalæknir mælir með,“ segir í sérstakri tilkynningu til félaga í FEB. Guðfinna segir, í samtali við Vísi, að í félaginu séu rúmlega sjö hundruð manns og sé afar virk starfsemi. Og það sem meira er, félagsmenn eru afar duglegir að ferðast. Og þá ekki síst til sólarlanda. Margir fara einu sinni á ári til Kanaríeyja og Tenerífe. Aldrei sé of varlega farið. Uggur meðal eldri borgara á Selfossi „Það var hringt í mig í morgun en þá var einn leiðbeinandi kom frá Tenerife í nótt. Viðkomandi hafði áhyggjur af því að nú kæmi hann beint í starfið,“ segir Guðfinna spurð hvort eldri borgarar á Selfossi séu skelkaðir vegna veirunnar. Guðfinna segir aldrei of varlega farið og enginn vilji verða valdur af einhverju sem erfitt er að sjá til hvers verður. Formaðurinn segir þetta vitaskuld svo að fólk verði að finna þetta hjá sér sjálft. Spyrja sig hvort betra sé að vera völd að einhverju eða halda kyrru fyrir. „Ekki vill maður vera sá sem breiðir þetta út, það er leiðinlegt.“ Guðfinna formaður leggur áherslu á að aldrei sé of varlega farið. Sjálf var hún læknaritari, starfaði árum saman hjá heilsugæslunni á Selfossi og veit hvað hún er að tala um. Guðfinna man vel þegar svínaflensan kom upp en þá voru til bóluefni. Þá tókst vel að ráða við vandann og hún efast ekki um að allur viðbúnaður sé eins og best verður á kosið, komi upp smit hér á landi. Félagsvist, Zhi Gong, Zumba og Guðrún frá Lundi „Þá voru miklar varúðarráðstafanir hérna á sjúkrahúsinu. Vorum með yfirlækni, Óskar Reykdalsson, sem nú er í Reykjavík. Hann er sérfræðingur í þessu. En, við sýndum það í eldgosinu,“ segir Guðfinna, sem auðvitað er annars eðlis, að samstaðan er góð á Suðurlandi. En, hvað er þetta helst sem fólk í FEB er að gera. Er það félagsvistin? „Já, það er félagsvist. Svo erum við erum í leikfimi, Zhi Gong, stólajóga, Zumba-dansi og öllu mögulegu. Við lesum fornsögur og það er um hundrað manns sem kemur þarna á degi hverjum. Mjög virkt félag. Já, og línudans. Mikil hreyfing. Alltaf verið að segja okkur það að við verðum að vera dugleg að hreyfa okkur,“ segir Guðfinna og bætir því við að innan vébanda FEB séu tveir bókmenntahópar. Nú er verið að lesa Guðrúnu frá Lundi og svo er stefnt á að fara í Fljótin í vor og skoða sögustaði. Árborg Eldri borgarar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Íslendingar erlendis Tengdar fréttir Bein útsending: Blaðamannafundur vegna kórónuveirunnar Boðað hefur verið til blaðamannafundar vegna kórónuveirunnar sem veldur sjúkdómnum COVID-19. 26. febrúar 2020 16:00 Mikil óvissa meðal Íslendinga á smithótelinu á Tenerife Afar talmörkuð upplýsingagjöf. Samsetning Íslendingahópsins eru þrenn hjón og eitt barn. 26. febrúar 2020 13:16 Spurt og svarað um kórónuveiruna Um fátt er meira fjallað í fjölmiðlum hér heima og erlendis en kórónuveiruna sem á uppruna sinn í borginni Wuhan í Kína og hefur greinst í rúmlega 30 löndum í heiminum. 26. febrúar 2020 15:30 Skiptinámið til Mílanó úr sögunni vegna kórónuveirunnar Fjölnir Daði Georgsson lögfræðinemi við Háskóla Íslands ætlaði í skiptinám til Mílanó á Ítalíu. Þau plön eru úr sögunni vegna kórónuveirunnar en Fjölnir hugðist fljúga utan í dag. 26. febrúar 2020 14:40 Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Snjókoman rétt að byrja Innlent Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Eldur í blokk við Ljósheima Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Játar að hafa myrt Shinzo Abe Erlent Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Innlent Fleiri fréttir Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Sjá meira
Guðfinna Ólafsdóttir, formaður Félags eldri borgara á Selfossi, beinir þeim tilmælum til sinna félagsmanna sem eru að koma frá Tenerife eða Ítalíu að halda sig frá félagsstarfi næstu tvær vikurnar eða svo. Þetta er vitaskuld vegna fregna af því að kórónu-smit greindist á hóteli þar í vikunni. „Kæru félagar í FEB. Nú vil ég biðja ykkur sem eruð í útlöndum eða nýkomin heim eða í samskiptum við fólk sem er nýkomið til landsins til dæmis frá Tenerife eða frá Ítalíu að halda ykkur frá félagsstarfi í Grænumörk 4 næstu 2 vikurnar á eftir. Í okkar hópi eru viðkvæmustu einstaklingarnir. Förum varlega í samskiptum. Verum dugleg í handþvotti og að spritta hendur eins og sóttvarnalæknir mælir með,“ segir í sérstakri tilkynningu til félaga í FEB. Guðfinna segir, í samtali við Vísi, að í félaginu séu rúmlega sjö hundruð manns og sé afar virk starfsemi. Og það sem meira er, félagsmenn eru afar duglegir að ferðast. Og þá ekki síst til sólarlanda. Margir fara einu sinni á ári til Kanaríeyja og Tenerífe. Aldrei sé of varlega farið. Uggur meðal eldri borgara á Selfossi „Það var hringt í mig í morgun en þá var einn leiðbeinandi kom frá Tenerife í nótt. Viðkomandi hafði áhyggjur af því að nú kæmi hann beint í starfið,“ segir Guðfinna spurð hvort eldri borgarar á Selfossi séu skelkaðir vegna veirunnar. Guðfinna segir aldrei of varlega farið og enginn vilji verða valdur af einhverju sem erfitt er að sjá til hvers verður. Formaðurinn segir þetta vitaskuld svo að fólk verði að finna þetta hjá sér sjálft. Spyrja sig hvort betra sé að vera völd að einhverju eða halda kyrru fyrir. „Ekki vill maður vera sá sem breiðir þetta út, það er leiðinlegt.“ Guðfinna formaður leggur áherslu á að aldrei sé of varlega farið. Sjálf var hún læknaritari, starfaði árum saman hjá heilsugæslunni á Selfossi og veit hvað hún er að tala um. Guðfinna man vel þegar svínaflensan kom upp en þá voru til bóluefni. Þá tókst vel að ráða við vandann og hún efast ekki um að allur viðbúnaður sé eins og best verður á kosið, komi upp smit hér á landi. Félagsvist, Zhi Gong, Zumba og Guðrún frá Lundi „Þá voru miklar varúðarráðstafanir hérna á sjúkrahúsinu. Vorum með yfirlækni, Óskar Reykdalsson, sem nú er í Reykjavík. Hann er sérfræðingur í þessu. En, við sýndum það í eldgosinu,“ segir Guðfinna, sem auðvitað er annars eðlis, að samstaðan er góð á Suðurlandi. En, hvað er þetta helst sem fólk í FEB er að gera. Er það félagsvistin? „Já, það er félagsvist. Svo erum við erum í leikfimi, Zhi Gong, stólajóga, Zumba-dansi og öllu mögulegu. Við lesum fornsögur og það er um hundrað manns sem kemur þarna á degi hverjum. Mjög virkt félag. Já, og línudans. Mikil hreyfing. Alltaf verið að segja okkur það að við verðum að vera dugleg að hreyfa okkur,“ segir Guðfinna og bætir því við að innan vébanda FEB séu tveir bókmenntahópar. Nú er verið að lesa Guðrúnu frá Lundi og svo er stefnt á að fara í Fljótin í vor og skoða sögustaði.
Árborg Eldri borgarar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Íslendingar erlendis Tengdar fréttir Bein útsending: Blaðamannafundur vegna kórónuveirunnar Boðað hefur verið til blaðamannafundar vegna kórónuveirunnar sem veldur sjúkdómnum COVID-19. 26. febrúar 2020 16:00 Mikil óvissa meðal Íslendinga á smithótelinu á Tenerife Afar talmörkuð upplýsingagjöf. Samsetning Íslendingahópsins eru þrenn hjón og eitt barn. 26. febrúar 2020 13:16 Spurt og svarað um kórónuveiruna Um fátt er meira fjallað í fjölmiðlum hér heima og erlendis en kórónuveiruna sem á uppruna sinn í borginni Wuhan í Kína og hefur greinst í rúmlega 30 löndum í heiminum. 26. febrúar 2020 15:30 Skiptinámið til Mílanó úr sögunni vegna kórónuveirunnar Fjölnir Daði Georgsson lögfræðinemi við Háskóla Íslands ætlaði í skiptinám til Mílanó á Ítalíu. Þau plön eru úr sögunni vegna kórónuveirunnar en Fjölnir hugðist fljúga utan í dag. 26. febrúar 2020 14:40 Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Snjókoman rétt að byrja Innlent Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Eldur í blokk við Ljósheima Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Játar að hafa myrt Shinzo Abe Erlent Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Innlent Fleiri fréttir Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Sjá meira
Bein útsending: Blaðamannafundur vegna kórónuveirunnar Boðað hefur verið til blaðamannafundar vegna kórónuveirunnar sem veldur sjúkdómnum COVID-19. 26. febrúar 2020 16:00
Mikil óvissa meðal Íslendinga á smithótelinu á Tenerife Afar talmörkuð upplýsingagjöf. Samsetning Íslendingahópsins eru þrenn hjón og eitt barn. 26. febrúar 2020 13:16
Spurt og svarað um kórónuveiruna Um fátt er meira fjallað í fjölmiðlum hér heima og erlendis en kórónuveiruna sem á uppruna sinn í borginni Wuhan í Kína og hefur greinst í rúmlega 30 löndum í heiminum. 26. febrúar 2020 15:30
Skiptinámið til Mílanó úr sögunni vegna kórónuveirunnar Fjölnir Daði Georgsson lögfræðinemi við Háskóla Íslands ætlaði í skiptinám til Mílanó á Ítalíu. Þau plön eru úr sögunni vegna kórónuveirunnar en Fjölnir hugðist fljúga utan í dag. 26. febrúar 2020 14:40