Nám starfsmanna Isavia í björgunar- og slökkviþjónustu ekki viðurkennt Jóhann K. Jóhannsson skrifar 26. febrúar 2020 18:45 Starfsmenn í flugvallarþjónustu Isavia hljóta ekki viðurkennda menntun á sviði slökkviliðs- og björgunarþjónustu hér á landi. Isavia telur ekki ástæðu til þess að gera breytingar á þessum kröfum en löggildum slökkviliðsmönnum hefur fækkað hjá félaginu. Landssamband slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna slitu í síðustu viku kjaraviðræðum við Isavia þrátt fyrir að nýr kjarasamningur, sem nær til starfsmanna í björgunar- og slökkviþjónustu, væri svo gott sem tilbúinn. Bitbeinið er 18. grein í gildandi kjarasamningi þar sem kveðið er á um til hverra samningurinn nær, en Isavia vill ekki breyta kröfu um löggildingu slökkviliðsmanna sem sinna þjónustunni. Í dag hefur fjölmörgum störfum verið bætt við eins og snjóhreinsun- og hálkuvörnum, viðhaldi véla og miðlun upplýsinga um ástand flugbrauta. Af hundrað og sextíu starfsmönnum sem sinna starfinu í Reykjavík og Keflavík í dag eru aðeins tuttugu og níu með löggildingu. Guðjón Helgason, upplýsingafulltrúi Isavia.Vísir/Baldur Er opinbert hlutafélagi ekki að gjaldfella störf slökkviliðsmanna með því að fækka þeim sem hafa löggildingu í starfi? „Alls ekki. Það er ekki gerð sú krafa að það sé löggilding. Þessir aðilar eru að sinna sömu störfum,“ segir Guðjón Helgason, upplýsingafulltrúi Isavia. Sú menntun sem flugvallarstarfsmenn fá, er rúmlega 600 klukkustunda langt og nær til allra starfssviða, ekki bara slökkvi- og björgunarþjónustu. Meðal annars eru starfsmenn sendir í Danmerkur til þjálfunar. Námið er hins vegar ekki vottað af opinberum aðilum hér á landi og staðfesti Samgöngustofa það við fréttastofu. „Við vinnum þetta samkvæmt mati sem gert var fyrir nokkrum árum og er skilgreint og þetta er yfirfarið, vottað og staðfest af Samgöngustofu sem fylgist með framkvæmdinni á þessum störfum,“ segir Guðjón. „Við erum með þrautþjálfað starfsfólk hjá okkur sem sinnir þessum verkefnum. Við verum að hafa í huga að verkefnin hvað varðar slökkvi- og björgunarþjónustu á flugvöllum, hér á Reykjavíkurflugvelli og á öðrum flugvöllum er fyrsta viðbragð,“ Upplýsingafulltrúi Isavia segir ekki ástæðu til þess að gera frekari kröfur til þessa sem sinna björgunar- og slökkviþjónustu.Vísir/Baldur Ekki þörf á að gera breytingar og hafa löggilda starfsmenn í þessu starfi Miðað við svona langt nám og þær kröfur sem settar eru. Væri þá ekki hagur ykkar að þessir einstaklingar væri með löggildinu í sínu starfi? „Það var LSS sem óskaði eftir því fyrirkomulagi sem að er við lýði núna...,“ segir Guðjón.Hvað finnst þér? „Við teljum að það sé ekki ástæða til að breyta því fyrirkomulagi sem nú til staðar,“ segir Guðjóns.En eru menn ekki að ganga inni í störf lögverndaðrar starfsgreinar? „Við erum með öflugt fólk sem að vinnur mjög vel í því starfi sem það er að sinna og það fyrirkomulag...,“ segir Guðjón.Starfið er lögverndað? „Þetta fyrirkomulag er byggt á því sem að LSS óskaði eftir á sínum tíma og við teljum ekki ástæðu til þess að breyta því,“ segir Guðjón. Fréttir af flugi Skóla - og menntamál Slökkvilið Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Erlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Erlent Fleiri fréttir Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Sjá meira
Starfsmenn í flugvallarþjónustu Isavia hljóta ekki viðurkennda menntun á sviði slökkviliðs- og björgunarþjónustu hér á landi. Isavia telur ekki ástæðu til þess að gera breytingar á þessum kröfum en löggildum slökkviliðsmönnum hefur fækkað hjá félaginu. Landssamband slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna slitu í síðustu viku kjaraviðræðum við Isavia þrátt fyrir að nýr kjarasamningur, sem nær til starfsmanna í björgunar- og slökkviþjónustu, væri svo gott sem tilbúinn. Bitbeinið er 18. grein í gildandi kjarasamningi þar sem kveðið er á um til hverra samningurinn nær, en Isavia vill ekki breyta kröfu um löggildingu slökkviliðsmanna sem sinna þjónustunni. Í dag hefur fjölmörgum störfum verið bætt við eins og snjóhreinsun- og hálkuvörnum, viðhaldi véla og miðlun upplýsinga um ástand flugbrauta. Af hundrað og sextíu starfsmönnum sem sinna starfinu í Reykjavík og Keflavík í dag eru aðeins tuttugu og níu með löggildingu. Guðjón Helgason, upplýsingafulltrúi Isavia.Vísir/Baldur Er opinbert hlutafélagi ekki að gjaldfella störf slökkviliðsmanna með því að fækka þeim sem hafa löggildingu í starfi? „Alls ekki. Það er ekki gerð sú krafa að það sé löggilding. Þessir aðilar eru að sinna sömu störfum,“ segir Guðjón Helgason, upplýsingafulltrúi Isavia. Sú menntun sem flugvallarstarfsmenn fá, er rúmlega 600 klukkustunda langt og nær til allra starfssviða, ekki bara slökkvi- og björgunarþjónustu. Meðal annars eru starfsmenn sendir í Danmerkur til þjálfunar. Námið er hins vegar ekki vottað af opinberum aðilum hér á landi og staðfesti Samgöngustofa það við fréttastofu. „Við vinnum þetta samkvæmt mati sem gert var fyrir nokkrum árum og er skilgreint og þetta er yfirfarið, vottað og staðfest af Samgöngustofu sem fylgist með framkvæmdinni á þessum störfum,“ segir Guðjón. „Við erum með þrautþjálfað starfsfólk hjá okkur sem sinnir þessum verkefnum. Við verum að hafa í huga að verkefnin hvað varðar slökkvi- og björgunarþjónustu á flugvöllum, hér á Reykjavíkurflugvelli og á öðrum flugvöllum er fyrsta viðbragð,“ Upplýsingafulltrúi Isavia segir ekki ástæðu til þess að gera frekari kröfur til þessa sem sinna björgunar- og slökkviþjónustu.Vísir/Baldur Ekki þörf á að gera breytingar og hafa löggilda starfsmenn í þessu starfi Miðað við svona langt nám og þær kröfur sem settar eru. Væri þá ekki hagur ykkar að þessir einstaklingar væri með löggildinu í sínu starfi? „Það var LSS sem óskaði eftir því fyrirkomulagi sem að er við lýði núna...,“ segir Guðjón.Hvað finnst þér? „Við teljum að það sé ekki ástæða til að breyta því fyrirkomulagi sem nú til staðar,“ segir Guðjóns.En eru menn ekki að ganga inni í störf lögverndaðrar starfsgreinar? „Við erum með öflugt fólk sem að vinnur mjög vel í því starfi sem það er að sinna og það fyrirkomulag...,“ segir Guðjón.Starfið er lögverndað? „Þetta fyrirkomulag er byggt á því sem að LSS óskaði eftir á sínum tíma og við teljum ekki ástæðu til þess að breyta því,“ segir Guðjón.
Fréttir af flugi Skóla - og menntamál Slökkvilið Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Erlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Erlent Fleiri fréttir Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Sjá meira