„Get ekki gert þetta neitt betur“ Heimir Már Pétursson skrifar 26. febrúar 2020 20:00 Ragnar Bjarnason tónlistarmaður lést í gærkvöldi á líknardeild Landspítalans áttatíu og fimm ára að aldri. Með honum er fallinn frá einn vinsælasti og ástsælasti listamaður landsins í áratugi. Ragnar Bjarnason fæddist í Reykjavík hinn 22. september árið 1934 og lætur eftir sig eiginkonu og þrjú börn. Allt frá því hann söng fyrst opinberlega sextán ára gamall var hann að nánast fram í andlátið. Síðasta lagið sem Ragnar söng inn á upptöku var lagið Allar mínar götur, lag og texta eftir Halla Reynis heitinn og til minningar um hann, í september í fyrra sem reyndist vera hans síðasta upptaka. Ragnar hóf tónlistarferilinn sem trommari á unglingsárum en það var hin afslappaða og agaða söngrödd hans sem snemma smaug inn í hjarta þjóðarinnar. Hann söng fyrst opinberlega í Útvarpssal árið 1950 með Sigurði Ólafssyni og hljómsveit föður síns. Framan af ferlinum söng Ragnar með vinsælustu hljómsveitum landsins eins og KK- sextettinum, hljómsveit Svavars Gests, hljómsveit Björns R. Einarssonar og fleirum, þar til hann stofnaði hljómsveit Ragnars Bjarnasonar árið 1966. Hann stofnaði síðan Sumargleðina sem fór um landið með hópi listamanna í mörg ár. Lögin sem urðu vinsæl í flutningi Ragnars eru fjölmörg en auk starfa í tónlistinni ók Ragnar leigubíl í mörg ár og starfrækti bílaleigu í tæpan áratug. En það verður ljúfmennskan og röddin á ótal upptökum sem þjóðin mun geyma um langa framtíð. Í upptöku sem sýnd er í þessari frétt heyrist Ragnar segja eftir að hafa sungið sitt síðasta lag í upptöku: „Þetta er bara gott. Þó ég segi sjálfur frá þá er þetta gott. Ég get ekki gert þetta neitt betur.“ Það eru sjálfsagt engar ýkjur að fullyrða að þjóðin taki undir með honum, hann var bestur eins og hann var. Andlát Tengdar fréttir Ragnar Bjarnason látinn Ragnar Bjarnason söngvari er látinn 85 ára að aldri. Ragnar var einn dáðasti söngvari okkar Íslendinga. 26. febrúar 2020 11:25 Íslendingar kveðja Ragga Bjarna Ragnar Bjarnason söngvari er látinn 85 ára að aldri. Ragnar var einn dáðasti söngvari okkar Íslendinga og snertu tíðindin Íslendinga í hjartastað. 26. febrúar 2020 13:30 Eilífðartöffari kveður sviðið Ferill Ragnars Bjarnasonar, Ragga Bjarna, er samofin þjóðarsálinni. 26. febrúar 2020 13:15 Mest lesið Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Innlent Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Innlent Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Innlent Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Erlent Fleiri fréttir Ferðamannrúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolinn bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjá meira
Ragnar Bjarnason tónlistarmaður lést í gærkvöldi á líknardeild Landspítalans áttatíu og fimm ára að aldri. Með honum er fallinn frá einn vinsælasti og ástsælasti listamaður landsins í áratugi. Ragnar Bjarnason fæddist í Reykjavík hinn 22. september árið 1934 og lætur eftir sig eiginkonu og þrjú börn. Allt frá því hann söng fyrst opinberlega sextán ára gamall var hann að nánast fram í andlátið. Síðasta lagið sem Ragnar söng inn á upptöku var lagið Allar mínar götur, lag og texta eftir Halla Reynis heitinn og til minningar um hann, í september í fyrra sem reyndist vera hans síðasta upptaka. Ragnar hóf tónlistarferilinn sem trommari á unglingsárum en það var hin afslappaða og agaða söngrödd hans sem snemma smaug inn í hjarta þjóðarinnar. Hann söng fyrst opinberlega í Útvarpssal árið 1950 með Sigurði Ólafssyni og hljómsveit föður síns. Framan af ferlinum söng Ragnar með vinsælustu hljómsveitum landsins eins og KK- sextettinum, hljómsveit Svavars Gests, hljómsveit Björns R. Einarssonar og fleirum, þar til hann stofnaði hljómsveit Ragnars Bjarnasonar árið 1966. Hann stofnaði síðan Sumargleðina sem fór um landið með hópi listamanna í mörg ár. Lögin sem urðu vinsæl í flutningi Ragnars eru fjölmörg en auk starfa í tónlistinni ók Ragnar leigubíl í mörg ár og starfrækti bílaleigu í tæpan áratug. En það verður ljúfmennskan og röddin á ótal upptökum sem þjóðin mun geyma um langa framtíð. Í upptöku sem sýnd er í þessari frétt heyrist Ragnar segja eftir að hafa sungið sitt síðasta lag í upptöku: „Þetta er bara gott. Þó ég segi sjálfur frá þá er þetta gott. Ég get ekki gert þetta neitt betur.“ Það eru sjálfsagt engar ýkjur að fullyrða að þjóðin taki undir með honum, hann var bestur eins og hann var.
Andlát Tengdar fréttir Ragnar Bjarnason látinn Ragnar Bjarnason söngvari er látinn 85 ára að aldri. Ragnar var einn dáðasti söngvari okkar Íslendinga. 26. febrúar 2020 11:25 Íslendingar kveðja Ragga Bjarna Ragnar Bjarnason söngvari er látinn 85 ára að aldri. Ragnar var einn dáðasti söngvari okkar Íslendinga og snertu tíðindin Íslendinga í hjartastað. 26. febrúar 2020 13:30 Eilífðartöffari kveður sviðið Ferill Ragnars Bjarnasonar, Ragga Bjarna, er samofin þjóðarsálinni. 26. febrúar 2020 13:15 Mest lesið Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Innlent Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Innlent Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Innlent Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Erlent Fleiri fréttir Ferðamannrúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolinn bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjá meira
Ragnar Bjarnason látinn Ragnar Bjarnason söngvari er látinn 85 ára að aldri. Ragnar var einn dáðasti söngvari okkar Íslendinga. 26. febrúar 2020 11:25
Íslendingar kveðja Ragga Bjarna Ragnar Bjarnason söngvari er látinn 85 ára að aldri. Ragnar var einn dáðasti söngvari okkar Íslendinga og snertu tíðindin Íslendinga í hjartastað. 26. febrúar 2020 13:30
Eilífðartöffari kveður sviðið Ferill Ragnars Bjarnasonar, Ragga Bjarna, er samofin þjóðarsálinni. 26. febrúar 2020 13:15