Leeds er skrefi nær sæti í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta eftir sigur á Middlesbrough á útivelli, 1-0. Jón Daði Böðvarsson og félagar í Millwall gerðu markalaust jafntefli við Birmingham.
Mateusz Klich skoraði sigurmark Leeds í kvöld undir lok fyrri hálfleiks. Liðið er með 65 stig, fjórum stigum á eftir toppliði West Brom og fimm stigum á undan Fulham í 3. sæti, þrátt fyrir að Fulham hafi tryggt sér 1-0 sigur á Swansea á 90. mínútu í kvöld með marki Aleksandar Mitrovic.
Jón Daði var í liði Millwall fram á 80. mínútu í jafnteflinu við Birmingham á heimavelli. Millwall er í 10. sæti með 50 stig, sex stigum frá 6. sætinu sem gefur þátttökurétt í umspilinu.
Úrslit kvöldsins:
Blackburn - Stoke 0-0
Fulham - Swansea 1-0
Hull - Barnsley 0-1
Middlesbrough - Leeds 0-1
Millwall - Birmingham 0-0
Sheff. Wed. - Charlton 1-0
Reading - Wigan (0-2) leik ólokið
Leeds nær úrvalsdeildinni | Markalaust hjá Jóni Daða
