Kórónuveiran komin til Danmerkur Kristín Ólafsdóttir skrifar 27. febrúar 2020 06:34 Frá Hróarskeldu. Maðurinn leitaði til læknis á háskólasjúkrahúsinu í borginni þegar hann fór að finna fyrir einkennum í gærmorgun. Vísir/Getty Fyrsta tilfelli kórónuveirunnar sem valdið getur Covid-19-sjúkdómnum hefur verið staðfest í Danmörku. Maðurinn sem greindist með veiruna er starfsmaður dönsku sjónvarpsstöðvarinnar TV 2 og var nýkominn heim úr skíðaferð á Norður-Ítalíu, að því er fram kemur í dönskum fjölmiðlum. Haft er eftir Magnus Heunicke heilbrigðisráðherra Danmerkur að málið sé tekið mjög alvarlega. Unnið sé að því að rekja ferðir mannsins og gera viðeigandi ráðstafanir vegna smitsins. Danskir fjölmiðlar nafngreina manninn en hann heitir Jakob Tage Ramlyng og sneri heim úr skíðaferð í Langbarðalandi á Ítalíu með fjölskyldu sinni á mánudag. Hann hóf að finna fyrir einkennum Covid-19 í gærmorgun og leitaði til læknis á háskólasjúkrahúsinu í Hróarskeldu, þar sem hann var greindur með kórónuveiruna. Borgin er um þrjátíu kílómetra vestur af Kaupmannahöfn. Maðurinn sætir nú heimasóttkví. Eiginkona hans og sonur hafa einnig verið prófuð fyrir veirunni en sýnin reyndust neikvæð, að því er fram kemur í frétt DR. „Við erum auðvitað mjög slegin yfir því að það sem við töldum afar ólíklegt sé nú raunveruleiki okkar. […] Við erum hress, þótt við séum þreytt og þjökuð af hausverk, hálsbólgu og hósta. Það verður óraunverulegt að vera læstur inni í tvær vikur en við reynum að gera það besta úr þessu,“ skrifar Ramlyng á Facebook-síðu sinni. Kórónuveiran er nú komin til allra ríkja Norðurlandanna nema Íslands. Fyrsta tilfelli hennar í Noregi greindist í gær en þar er um að ræða konu sem nýlega hafði dvalið í Kína. Þá greindist finnsk kona með kórónuveiru í gær eftir að hafa verið á ferðalagi um Norður-Ítalíu. Um er að ræða annað tilfellið í landinu. Þá hafa tvö tilfelli einnig greinst í Svíþjóð, hið seinna í gær. Langflestir sem greinst hafa með veiruna í Evrópu hafa smitast innan Ítalíu. Danmörk Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Tíu Íslendingar á hótelinu á Tenerife Alls eru tíu Íslendingar í sóttkví á hótelinu Costa Adeje Palace á Tenerife en ekki sjö eins og áður var talið. 26. febrúar 2020 16:57 Mikil óvissa meðal Íslendinga á smithótelinu á Tenerife Afar talmörkuð upplýsingagjöf. Samsetning Íslendingahópsins eru þrenn hjón og eitt barn. 26. febrúar 2020 13:16 Kórónuveirusmit staðfest í Noregi Hin smitaða kom til landsins frá Kína um síðastliðna helgi og er nú í sóttkví. 26. febrúar 2020 21:05 Íslendingar á heimleið frá Norður-Ítalíu fari í sóttkví Sóttvarnalæknir beinir þeim tilmælum til Íslendinga á skíðum á Ítalíu og víðar, sem fara um flugvelli á Norður-Ítalíu, fari í sóttkví við komuna til Íslands. Þetta kom fram á blaðamannafundi almannavarnadeildar síðdegis í dag. 26. febrúar 2020 16:48 Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Erlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Innlent Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Erlent Fleiri fréttir TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Sjá meira
Fyrsta tilfelli kórónuveirunnar sem valdið getur Covid-19-sjúkdómnum hefur verið staðfest í Danmörku. Maðurinn sem greindist með veiruna er starfsmaður dönsku sjónvarpsstöðvarinnar TV 2 og var nýkominn heim úr skíðaferð á Norður-Ítalíu, að því er fram kemur í dönskum fjölmiðlum. Haft er eftir Magnus Heunicke heilbrigðisráðherra Danmerkur að málið sé tekið mjög alvarlega. Unnið sé að því að rekja ferðir mannsins og gera viðeigandi ráðstafanir vegna smitsins. Danskir fjölmiðlar nafngreina manninn en hann heitir Jakob Tage Ramlyng og sneri heim úr skíðaferð í Langbarðalandi á Ítalíu með fjölskyldu sinni á mánudag. Hann hóf að finna fyrir einkennum Covid-19 í gærmorgun og leitaði til læknis á háskólasjúkrahúsinu í Hróarskeldu, þar sem hann var greindur með kórónuveiruna. Borgin er um þrjátíu kílómetra vestur af Kaupmannahöfn. Maðurinn sætir nú heimasóttkví. Eiginkona hans og sonur hafa einnig verið prófuð fyrir veirunni en sýnin reyndust neikvæð, að því er fram kemur í frétt DR. „Við erum auðvitað mjög slegin yfir því að það sem við töldum afar ólíklegt sé nú raunveruleiki okkar. […] Við erum hress, þótt við séum þreytt og þjökuð af hausverk, hálsbólgu og hósta. Það verður óraunverulegt að vera læstur inni í tvær vikur en við reynum að gera það besta úr þessu,“ skrifar Ramlyng á Facebook-síðu sinni. Kórónuveiran er nú komin til allra ríkja Norðurlandanna nema Íslands. Fyrsta tilfelli hennar í Noregi greindist í gær en þar er um að ræða konu sem nýlega hafði dvalið í Kína. Þá greindist finnsk kona með kórónuveiru í gær eftir að hafa verið á ferðalagi um Norður-Ítalíu. Um er að ræða annað tilfellið í landinu. Þá hafa tvö tilfelli einnig greinst í Svíþjóð, hið seinna í gær. Langflestir sem greinst hafa með veiruna í Evrópu hafa smitast innan Ítalíu.
Danmörk Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Tíu Íslendingar á hótelinu á Tenerife Alls eru tíu Íslendingar í sóttkví á hótelinu Costa Adeje Palace á Tenerife en ekki sjö eins og áður var talið. 26. febrúar 2020 16:57 Mikil óvissa meðal Íslendinga á smithótelinu á Tenerife Afar talmörkuð upplýsingagjöf. Samsetning Íslendingahópsins eru þrenn hjón og eitt barn. 26. febrúar 2020 13:16 Kórónuveirusmit staðfest í Noregi Hin smitaða kom til landsins frá Kína um síðastliðna helgi og er nú í sóttkví. 26. febrúar 2020 21:05 Íslendingar á heimleið frá Norður-Ítalíu fari í sóttkví Sóttvarnalæknir beinir þeim tilmælum til Íslendinga á skíðum á Ítalíu og víðar, sem fara um flugvelli á Norður-Ítalíu, fari í sóttkví við komuna til Íslands. Þetta kom fram á blaðamannafundi almannavarnadeildar síðdegis í dag. 26. febrúar 2020 16:48 Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Erlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Innlent Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Erlent Fleiri fréttir TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Sjá meira
Tíu Íslendingar á hótelinu á Tenerife Alls eru tíu Íslendingar í sóttkví á hótelinu Costa Adeje Palace á Tenerife en ekki sjö eins og áður var talið. 26. febrúar 2020 16:57
Mikil óvissa meðal Íslendinga á smithótelinu á Tenerife Afar talmörkuð upplýsingagjöf. Samsetning Íslendingahópsins eru þrenn hjón og eitt barn. 26. febrúar 2020 13:16
Kórónuveirusmit staðfest í Noregi Hin smitaða kom til landsins frá Kína um síðastliðna helgi og er nú í sóttkví. 26. febrúar 2020 21:05
Íslendingar á heimleið frá Norður-Ítalíu fari í sóttkví Sóttvarnalæknir beinir þeim tilmælum til Íslendinga á skíðum á Ítalíu og víðar, sem fara um flugvelli á Norður-Ítalíu, fari í sóttkví við komuna til Íslands. Þetta kom fram á blaðamannafundi almannavarnadeildar síðdegis í dag. 26. febrúar 2020 16:48