Lokun Nýsköpunarmiðstöðar er framfaraskref Einar Gunnar Guðmundsson skrifar 28. febrúar 2020 10:00 Í vikunni tilkynnti Þórdís Kolbrún Reykfjörð, ráðherra nýsköpunarmála, um að Nýsköpunarmiðstöð Íslands (NMÍ) yrði lokað um næstu áramót. Þetta er mikilvægt skref í átt að sterkara og heildstæðara umhverfi fyrir íslenska nýsköpun, sem á í harðri samkeppni við sambærileg umhverfi í nágrannalöndunum. Einhverjum kann að þykja fyrirsögnin þversögn. Hvernig getur lokun stofnunar sem hefur það markmið að styðja við nýsköpun verið framfaraskref? Nokkuð góð sátt virðist ríkja um það að aukin verðmætasköpun með tilstilli nýsköpunar sé mikilvæg fyrir þjóðarhag. Hér má telja til nokkur atriði. Samþjöppun þekkingar á háskólasvæðinu í Vatnsmýri Þekkt er í öllum löndum að sterk háskólasvæði og háskólar hafa mikið aðdráttarafl og hafa mikilvægu hlutverki að gegna í samfélögum. Skapandi, klárt, og ungt fólk er uppistaðan í slíku umhverfi. Fyrirtæki, ung og gömul, sækja í þekkingu sem þar er verið að skapa, ýmiskonar stoðeiningar verða til, s.s. ráðgjöf, þekkingarfærsla (e. knowledge and tech transfer), lögfræðiþjónusta, funda- og ráðstefnuhald og viðskiptahraðlar, auk náms og rannsókna. Í slíkum suðupotti er einfaldara að mynda tengsl milli fólks sem annars hefði ekki hist, hugmyndir verða til milli ólíkra þekkingarsviða, félagslíf verður fjölbreyttara, m.ö.o. að virkni í nærsamfélaginu verður meiri. Í mörgum borgum hefur mikilvægi háskóla hefur gegnt lykilhlutverki í að móta nýsköpunarstyrkleika svæðanna og þar með samkeppnishæfni, t.d. í Boston (líftækni), Stokkhólm (tækni og verkfræði) og Santa Cruz/San Franciso (hugbúnaður). Reykjavík hefur alla burði til að komast á svipaðan stað og þessar borgir þegar kemur að auka nýsköpun í samstarfi við háskóla. Slík framtíðarsýn kemur einmitt fram í nýlegri tilkynningu ráðuneytisins um lokun Nýsköpunarmiðstöðvar: „Komið verði á samstarfi ráðuneytisins, háskólasamfélagsins og atvinnulífs um rekstur nýsköpunargarða fyrir frumkvöðla og sprotafyrirtæki. Þeir yrðu eins konar sjálfstætt framhald af hluta þeirrar starfsemi sem nú fer fram undir merkjum NMÍ, en rekstrarform yrði með öðrum hætti. Stefnt er að því að starfsemi nýsköpunargarða verði staðsett í Vatnsmýrinni.“ NMÍ er staðsett í jaðri borgarlandsins í Keldnaholti, fjarri ys og þys þekkingarsköpunar og þar sem flestir borgarbúar starfa. Það er einfaldlega óheppilegt út frá ofangreindu. Breyttir tímar frá því NMÍ var stofnuð NMÍ var stofnuð 2007 eftir sameiningu Iðntæknistofnunar og Rannsóknastofnun byggingariðnaðarins. Stofnunin byggir því á grunni sem nær lengra aftur en 2007. Síðan þá hefur umhverfi nýsköpunar og frumkvöðla breyst óheyrilega mikið. Mun meiri stuðningur er í boði, fjöldi funda og viðburða ósambærilegur, nýsköpun hefur orðið aðgengilegri almenningi, fjölmiðlar fjalla meira um nýsköpun og frumkvöðla og hagsmunasamtök, fyrirtæki og stjórnvöld orðin ekki bara upplýst um mikilvægið, heldur hafa sett sér skýra stefnu um hvernig nýsköpun skuli best hagað með framþróun að leiðarljósi. Sem betur fer. Við erum í þessu saman. Það er því mikilvægt að verkefnin sem NMÍ sinnir fái nýjan farveg í nýjum búningi. Breyttir tímar kalla á nýja nálgun. Þannig verður forgangsraðað hvaða verkefnum skuli haldið áfram og fjármagni veitt í þau verkefni, en einhver lögð niður. Eða eins og segir í tilkynningu ráðuneytisins: „Unnið er að því að fara í gegnum alla samninga og skuldbindingar stofnunarinnar og tímaramma þeirra. Staðið verður við þá samninga og þær skuldbindingar sem að stofnuninni snúa. Skoðað verður hvernig verkefnin falla að nýjum áherslum í stuðningi við nýsköpun og í kjölfarið verður tekin ákvörðun um framhald þeirra.“ Stuðningur á landsbyggðinni efldur Innan NMÍ í dag eru fimm starfsgildi á landsbyggðinni. Markmið breytinganna er að efla stuðning við nýsköpun í góðu samráði við landshlutasamtök, atvinnuþróunarfélög, Byggðastofnun og atvinnulífið. Fjöldi stafrænna smiðja (FabLabs), sem hafa gefið gríðarlega góða raun, verður aukinn. Þetta er mikilvægt, því nýsköpun getur engan veginn verið bundin við höfuðborgarsvæðið. Aftur, við erum í þessu saman. NMÍ hefur ekki þjónustað alla nýsköpun Síðastliðin 10 ár hef ég starfað með hátt í 100 frumkvöðlafyrirtækjum af ólíkum gerðum, allt frá flóknum vélbúnaði til hugbúnaðar, framleiðslu til neytendavarnings og allt þar á milli. Allflest þessara fyrirtækja hafa reitt sig á þann ólíka stuðning sem í boði er á Íslandi, sjá meðfylgjandi mynd. Það er staðreynd að NMÍ hefur reynst ákveðnum geirum afar vel í sinni þjónustu. Á það einkum við um fyrirtæki sem tengjast iðnaði og flóknum tæknibúnaði sem jafnvel þurfa viðamiklar grunnrannsóknir. Þetta er eðlilegt út frá bakgrunni stofnunarinnar. Einnig hafa fyrirtæki á neytendamarkaði notið góðs af NMÍ. Þegar hins vegar kemur að hugbúnaði og tengdum greinum, stundum nefnt Hugvit, Nýsköpun og tækni (HNT), hefur þekking NMÍ og stuðningur við slík fyrirtæki verið takmarkaður. Þau hafa einfaldlega leitað annað. Ég þekki ótal dæmi þessa. Skipulag og starfsmannafjöldi NMÍ endurspeglar líka þessar áherslur, en eitt svið NMÍ af fimm sinnir frumkvöðlum og fyrirtækjum, eða um 15 stöðugildi af 73. Nýsköpunarumhverfið stendur frammi fyrir áskorunum Líkt og áður var nefnt hefur nýsköpunar- og frumkvöðlaumhverfið tekið stakkaskiptum, til hins betra, á síðustu 10 árum. Þó eru áskoranir framundan sem þarf að taka alvarlega. Ég er því þeirrar skoðunar að þetta skref um að leggja niður NMÍ í núverandi mynd og finna verkefnum hennar nýjan farveg sé mikið heillaskref í rétta átt. Þau sem starfa við og nálægt málaflokknum efast ekki um vilja og getu ráðherra nýsköpunarmála til að efla nýsköpun á Íslandi, gildir þá einu hvar þau standa í pólitík. Jafn stór breyting og um ræðir krefst hugrekkis. Þannig gerast framfarir, með áræðni, einbeittum vilja og sterkri framtíðarsýn. Höfundur hefur starfað við stuðning og fjárfestingar í nýsköpun sl. 10 ár Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Nýsköpun Mest lesið Er Ísrael ennþá útvalin þjóð Guðs? Ómar Torfason Skoðun Flokkurinn hans Gunnars Smára? Guðbergur Egill Eyjólfsson Skoðun Falleinkunn skólakerfis? Helga Þórisdóttir Skoðun Hvers vegna berðu kross? Hrafnhildur Sigurðardóttir Skoðun Hver borgar brúsann? Ingibjörg Isaksen Skoðun Sniðgangan á Rapyd slær öll met Björn B. Björnsson Skoðun Stærsta framfaraskref í námsmati íslenskra barna í áratugi Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun Þannig gerum við þetta? Ísak Ernir Kristinsson Skoðun Hvar er auðlindarentan? Birta Karen Tryggvadóttir Skoðun Ísland gjaldþrota vegna fatlaðs fólks? Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Er Ísrael ennþá útvalin þjóð Guðs? Ómar Torfason skrifar Skoðun Flokkurinn hans Gunnars Smára? Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Raforkuverð: Stórnotendur og almenningur Ingvar Júlíus Baldursson skrifar Skoðun Hætt við að hækka ekki skatta á almenning Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Skattafíkn í skjóli réttlætis: Tímavélin stillt á 2012 Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Hver borgar brúsann? Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvers vegna berðu kross? Hrafnhildur Sigurðardóttir skrifar Skoðun Þannig gerum við þetta? Ísak Ernir Kristinsson skrifar Skoðun Stærsta framfaraskref í námsmati íslenskra barna í áratugi Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Falleinkunn skólakerfis? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þjónusta sem gleður – skilar sér beint í kassann Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Hvar er auðlindarentan? Birta Karen Tryggvadóttir skrifar Skoðun Miðflokkurinn – Rödd skynseminnar í borginni Ómar Már Jónsson skrifar Skoðun Virði barna og ungmenna Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Sættir þú þig við þetta? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Alþingi gleymir aftur fötluðum börnum Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Lægri gjöld, fleiri tækifæri Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Tölum um stóra valdaframsalsmálið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Litla landið sem kennir heiminum – Ísland og þróunarsamvinna í gegnum menntun GRÓ skólanna Verena Karlsdóttir,Hreiðar Þór Valtýsson,Þór Heiðar Ásgeirsson skrifar Skoðun Öflugar varnir krefjast stöndugra fréttamiðla Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun Gott frumvarp, en hvað með verklagið? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Augnablikið Magnús Jóhann Hjartarson skrifar Skoðun Listnám er lífsbjörg – opið bréf til ráðherra mennta, félags og heilbrigðismála, til stuðnings Söngskóla Sigurðar Demetz Dagbjört Andrésdóttir skrifar Skoðun Það þarf ekki að biðjast afsökunar á því að segja satt Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Lífeyrissjóðirnir og Íslandsbanki, hluthafafundur á mánudag Bolli Héðinsson skrifar Skoðun „Þegar arkitektinn fer á flug“ - opinber umræða á villigötum Eyrún Arnarsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfið þarf stjórnvöld með bein í nefinu Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Börn eru hvorki veiðigjöld né öryggis- og varnarmál Grímur Atlason skrifar Skoðun Í vörn gegn sjálfum sér? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Mig langar að byggja heim með frið og umlykja með ást Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Í vikunni tilkynnti Þórdís Kolbrún Reykfjörð, ráðherra nýsköpunarmála, um að Nýsköpunarmiðstöð Íslands (NMÍ) yrði lokað um næstu áramót. Þetta er mikilvægt skref í átt að sterkara og heildstæðara umhverfi fyrir íslenska nýsköpun, sem á í harðri samkeppni við sambærileg umhverfi í nágrannalöndunum. Einhverjum kann að þykja fyrirsögnin þversögn. Hvernig getur lokun stofnunar sem hefur það markmið að styðja við nýsköpun verið framfaraskref? Nokkuð góð sátt virðist ríkja um það að aukin verðmætasköpun með tilstilli nýsköpunar sé mikilvæg fyrir þjóðarhag. Hér má telja til nokkur atriði. Samþjöppun þekkingar á háskólasvæðinu í Vatnsmýri Þekkt er í öllum löndum að sterk háskólasvæði og háskólar hafa mikið aðdráttarafl og hafa mikilvægu hlutverki að gegna í samfélögum. Skapandi, klárt, og ungt fólk er uppistaðan í slíku umhverfi. Fyrirtæki, ung og gömul, sækja í þekkingu sem þar er verið að skapa, ýmiskonar stoðeiningar verða til, s.s. ráðgjöf, þekkingarfærsla (e. knowledge and tech transfer), lögfræðiþjónusta, funda- og ráðstefnuhald og viðskiptahraðlar, auk náms og rannsókna. Í slíkum suðupotti er einfaldara að mynda tengsl milli fólks sem annars hefði ekki hist, hugmyndir verða til milli ólíkra þekkingarsviða, félagslíf verður fjölbreyttara, m.ö.o. að virkni í nærsamfélaginu verður meiri. Í mörgum borgum hefur mikilvægi háskóla hefur gegnt lykilhlutverki í að móta nýsköpunarstyrkleika svæðanna og þar með samkeppnishæfni, t.d. í Boston (líftækni), Stokkhólm (tækni og verkfræði) og Santa Cruz/San Franciso (hugbúnaður). Reykjavík hefur alla burði til að komast á svipaðan stað og þessar borgir þegar kemur að auka nýsköpun í samstarfi við háskóla. Slík framtíðarsýn kemur einmitt fram í nýlegri tilkynningu ráðuneytisins um lokun Nýsköpunarmiðstöðvar: „Komið verði á samstarfi ráðuneytisins, háskólasamfélagsins og atvinnulífs um rekstur nýsköpunargarða fyrir frumkvöðla og sprotafyrirtæki. Þeir yrðu eins konar sjálfstætt framhald af hluta þeirrar starfsemi sem nú fer fram undir merkjum NMÍ, en rekstrarform yrði með öðrum hætti. Stefnt er að því að starfsemi nýsköpunargarða verði staðsett í Vatnsmýrinni.“ NMÍ er staðsett í jaðri borgarlandsins í Keldnaholti, fjarri ys og þys þekkingarsköpunar og þar sem flestir borgarbúar starfa. Það er einfaldlega óheppilegt út frá ofangreindu. Breyttir tímar frá því NMÍ var stofnuð NMÍ var stofnuð 2007 eftir sameiningu Iðntæknistofnunar og Rannsóknastofnun byggingariðnaðarins. Stofnunin byggir því á grunni sem nær lengra aftur en 2007. Síðan þá hefur umhverfi nýsköpunar og frumkvöðla breyst óheyrilega mikið. Mun meiri stuðningur er í boði, fjöldi funda og viðburða ósambærilegur, nýsköpun hefur orðið aðgengilegri almenningi, fjölmiðlar fjalla meira um nýsköpun og frumkvöðla og hagsmunasamtök, fyrirtæki og stjórnvöld orðin ekki bara upplýst um mikilvægið, heldur hafa sett sér skýra stefnu um hvernig nýsköpun skuli best hagað með framþróun að leiðarljósi. Sem betur fer. Við erum í þessu saman. Það er því mikilvægt að verkefnin sem NMÍ sinnir fái nýjan farveg í nýjum búningi. Breyttir tímar kalla á nýja nálgun. Þannig verður forgangsraðað hvaða verkefnum skuli haldið áfram og fjármagni veitt í þau verkefni, en einhver lögð niður. Eða eins og segir í tilkynningu ráðuneytisins: „Unnið er að því að fara í gegnum alla samninga og skuldbindingar stofnunarinnar og tímaramma þeirra. Staðið verður við þá samninga og þær skuldbindingar sem að stofnuninni snúa. Skoðað verður hvernig verkefnin falla að nýjum áherslum í stuðningi við nýsköpun og í kjölfarið verður tekin ákvörðun um framhald þeirra.“ Stuðningur á landsbyggðinni efldur Innan NMÍ í dag eru fimm starfsgildi á landsbyggðinni. Markmið breytinganna er að efla stuðning við nýsköpun í góðu samráði við landshlutasamtök, atvinnuþróunarfélög, Byggðastofnun og atvinnulífið. Fjöldi stafrænna smiðja (FabLabs), sem hafa gefið gríðarlega góða raun, verður aukinn. Þetta er mikilvægt, því nýsköpun getur engan veginn verið bundin við höfuðborgarsvæðið. Aftur, við erum í þessu saman. NMÍ hefur ekki þjónustað alla nýsköpun Síðastliðin 10 ár hef ég starfað með hátt í 100 frumkvöðlafyrirtækjum af ólíkum gerðum, allt frá flóknum vélbúnaði til hugbúnaðar, framleiðslu til neytendavarnings og allt þar á milli. Allflest þessara fyrirtækja hafa reitt sig á þann ólíka stuðning sem í boði er á Íslandi, sjá meðfylgjandi mynd. Það er staðreynd að NMÍ hefur reynst ákveðnum geirum afar vel í sinni þjónustu. Á það einkum við um fyrirtæki sem tengjast iðnaði og flóknum tæknibúnaði sem jafnvel þurfa viðamiklar grunnrannsóknir. Þetta er eðlilegt út frá bakgrunni stofnunarinnar. Einnig hafa fyrirtæki á neytendamarkaði notið góðs af NMÍ. Þegar hins vegar kemur að hugbúnaði og tengdum greinum, stundum nefnt Hugvit, Nýsköpun og tækni (HNT), hefur þekking NMÍ og stuðningur við slík fyrirtæki verið takmarkaður. Þau hafa einfaldlega leitað annað. Ég þekki ótal dæmi þessa. Skipulag og starfsmannafjöldi NMÍ endurspeglar líka þessar áherslur, en eitt svið NMÍ af fimm sinnir frumkvöðlum og fyrirtækjum, eða um 15 stöðugildi af 73. Nýsköpunarumhverfið stendur frammi fyrir áskorunum Líkt og áður var nefnt hefur nýsköpunar- og frumkvöðlaumhverfið tekið stakkaskiptum, til hins betra, á síðustu 10 árum. Þó eru áskoranir framundan sem þarf að taka alvarlega. Ég er því þeirrar skoðunar að þetta skref um að leggja niður NMÍ í núverandi mynd og finna verkefnum hennar nýjan farveg sé mikið heillaskref í rétta átt. Þau sem starfa við og nálægt málaflokknum efast ekki um vilja og getu ráðherra nýsköpunarmála til að efla nýsköpun á Íslandi, gildir þá einu hvar þau standa í pólitík. Jafn stór breyting og um ræðir krefst hugrekkis. Þannig gerast framfarir, með áræðni, einbeittum vilja og sterkri framtíðarsýn. Höfundur hefur starfað við stuðning og fjárfestingar í nýsköpun sl. 10 ár
Skoðun Stærsta framfaraskref í námsmati íslenskra barna í áratugi Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar
Skoðun Litla landið sem kennir heiminum – Ísland og þróunarsamvinna í gegnum menntun GRÓ skólanna Verena Karlsdóttir,Hreiðar Þór Valtýsson,Þór Heiðar Ásgeirsson skrifar
Skoðun Listnám er lífsbjörg – opið bréf til ráðherra mennta, félags og heilbrigðismála, til stuðnings Söngskóla Sigurðar Demetz Dagbjört Andrésdóttir skrifar