Viðar segir hljóð og mynd ekki fara saman í málflutningi Dags Atli Ísleifsson skrifar 28. febrúar 2020 10:30 Viðar Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Eflingar, segir borgarstjóra reyna að kaupa sig frá málinu með fagurgala. Vísir/Frosti Logason Viðar Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Eflingar, segir að hljóð og mynd færu ekki saman í umfjöllun Dags B. Eggertssonar borgarstjóra um kjaradeiluna. Langt er liðið á aðra viku af ótímabundnum verkföllum félagsmanna Eflingar með tilheyrandi raski á leikskólastarfi og skertri þjónustu í borginni. Viðar var gestur í Bítinu í morgun þar sem hann ræddi stöðu mála. Sakaði hann þar borgarstjóra um að handvelja tölur um hækkanir sem ná eingöngu til nokkurra starfsheita og fela síðan samninganefnd borgarinnar að flækja tilboðið með skilmálum sem borgarstjóri hefði ekki útlistað nánar í Kastljósviðtali. Hækkanir sem borgarstjóri vísaði til nái bara til eins starfsheitis af tíu. Kaupa sig frá málinu með fagurgala Viðar segir að sá leikur sem Reykjavíkurborg og borgarstjóri leika nú í raun vera mjög einfaldan. „Hann ætlar að gangast við því og viðurkenna það að jú, það þurfi að gera þessa leiðréttingu. Hann skilur að Reykjavíkurborg er búin að tapa þessari umræðu. Það er sátt um það í samfélaginu að það þurfi að leiðrétta laun þessa hóps. En hann ætlar að komast frá málinu, ætlar að kaupa sig frá því með fagurgala. Hann ætlar að koma fram í fjölmiðlum og handvelja einhverjar tölur sem ná eingöngu til einhverra handvalinna starfsheita. Hann ætlar að blása þetta upp. Láta þetta líta út eins og hér sé verið að gera eitthvert stórkostlegt kostaboð.“ Eigi örugglega eftir að stæra sig af málinu Viðar segir að á sama tíma eigi samninganefnd Reykjavíkurborgar að sjá til þess að þvæla og flækja umræðuna og skera allt niður við trog þannig að á endanum komi ekki út úr þessu nein raunveruleg launaleiðrétting fyrir langstærsta hópinn. „Kannski mögulega fyrir eitthvert eitt starfsheiti sem mun fá einhverja leiðréttingu. Svo mun borgarstjórnarmeirihlutinn að sjálfsögðu hrósa sér árum saman fyrir þetta og veita sjálfum sér einhverjar vottanir og verðlaun fyrir það að hafa staðið sig frábærlega í þessum málum,“ segir Viðar. Hlusta má á viðtalið í heild sinni í spilaranum að neðan. Bítið Kjaramál Reykjavík Verkföll 2020 Tengdar fréttir Foreldrar uggandi vegna áframhaldandi verkfalls Foreldrar eru uggandi yfir stöðunni í kjaradeilu félagsmanna Eflingar sem starfa hjá Reykjavíkurborg. Enginn fundur hefur verið boðaður í deilunni eftir að upp úr slitnaði í viðræðum í gær. Ekki sér fyrir endann á ótímabundnu verkfalli Eflingar. 27. febrúar 2020 18:48 Segist „að sjálfsögðu“ standa við tilboð sitt Borgarstjóri harmar að ekki hafi gengið hraðar að ná samningum milli Reykjavíkurborgar og Eflingar. 27. febrúar 2020 10:49 Tilboð Reykjavíkurborgar gott ef rétt reynist Framkvæmdastjóri Eflingar sagði að loknum fundi samninganefndanna í gær að ringulreið, seinagangur og ósamkvæmni væri í vinnubrögðum borgarinnar og vísar þá til viðtals borgarstjóra í fjölmiðlum í síðustu viku og orða formanns samninganefndar Reykjavíkurborgar þar sem launatölur og launahækkanir voru lagðar fram. 27. febrúar 2020 19:30 Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Innlent Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Erlent Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Innlent Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Innlent Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Erlent Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Erlent Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Innlent Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Erlent Fleiri fréttir Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Sjá meira
Viðar Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Eflingar, segir að hljóð og mynd færu ekki saman í umfjöllun Dags B. Eggertssonar borgarstjóra um kjaradeiluna. Langt er liðið á aðra viku af ótímabundnum verkföllum félagsmanna Eflingar með tilheyrandi raski á leikskólastarfi og skertri þjónustu í borginni. Viðar var gestur í Bítinu í morgun þar sem hann ræddi stöðu mála. Sakaði hann þar borgarstjóra um að handvelja tölur um hækkanir sem ná eingöngu til nokkurra starfsheita og fela síðan samninganefnd borgarinnar að flækja tilboðið með skilmálum sem borgarstjóri hefði ekki útlistað nánar í Kastljósviðtali. Hækkanir sem borgarstjóri vísaði til nái bara til eins starfsheitis af tíu. Kaupa sig frá málinu með fagurgala Viðar segir að sá leikur sem Reykjavíkurborg og borgarstjóri leika nú í raun vera mjög einfaldan. „Hann ætlar að gangast við því og viðurkenna það að jú, það þurfi að gera þessa leiðréttingu. Hann skilur að Reykjavíkurborg er búin að tapa þessari umræðu. Það er sátt um það í samfélaginu að það þurfi að leiðrétta laun þessa hóps. En hann ætlar að komast frá málinu, ætlar að kaupa sig frá því með fagurgala. Hann ætlar að koma fram í fjölmiðlum og handvelja einhverjar tölur sem ná eingöngu til einhverra handvalinna starfsheita. Hann ætlar að blása þetta upp. Láta þetta líta út eins og hér sé verið að gera eitthvert stórkostlegt kostaboð.“ Eigi örugglega eftir að stæra sig af málinu Viðar segir að á sama tíma eigi samninganefnd Reykjavíkurborgar að sjá til þess að þvæla og flækja umræðuna og skera allt niður við trog þannig að á endanum komi ekki út úr þessu nein raunveruleg launaleiðrétting fyrir langstærsta hópinn. „Kannski mögulega fyrir eitthvert eitt starfsheiti sem mun fá einhverja leiðréttingu. Svo mun borgarstjórnarmeirihlutinn að sjálfsögðu hrósa sér árum saman fyrir þetta og veita sjálfum sér einhverjar vottanir og verðlaun fyrir það að hafa staðið sig frábærlega í þessum málum,“ segir Viðar. Hlusta má á viðtalið í heild sinni í spilaranum að neðan.
Bítið Kjaramál Reykjavík Verkföll 2020 Tengdar fréttir Foreldrar uggandi vegna áframhaldandi verkfalls Foreldrar eru uggandi yfir stöðunni í kjaradeilu félagsmanna Eflingar sem starfa hjá Reykjavíkurborg. Enginn fundur hefur verið boðaður í deilunni eftir að upp úr slitnaði í viðræðum í gær. Ekki sér fyrir endann á ótímabundnu verkfalli Eflingar. 27. febrúar 2020 18:48 Segist „að sjálfsögðu“ standa við tilboð sitt Borgarstjóri harmar að ekki hafi gengið hraðar að ná samningum milli Reykjavíkurborgar og Eflingar. 27. febrúar 2020 10:49 Tilboð Reykjavíkurborgar gott ef rétt reynist Framkvæmdastjóri Eflingar sagði að loknum fundi samninganefndanna í gær að ringulreið, seinagangur og ósamkvæmni væri í vinnubrögðum borgarinnar og vísar þá til viðtals borgarstjóra í fjölmiðlum í síðustu viku og orða formanns samninganefndar Reykjavíkurborgar þar sem launatölur og launahækkanir voru lagðar fram. 27. febrúar 2020 19:30 Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Innlent Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Erlent Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Innlent Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Innlent Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Erlent Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Erlent Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Innlent Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Erlent Fleiri fréttir Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Sjá meira
Foreldrar uggandi vegna áframhaldandi verkfalls Foreldrar eru uggandi yfir stöðunni í kjaradeilu félagsmanna Eflingar sem starfa hjá Reykjavíkurborg. Enginn fundur hefur verið boðaður í deilunni eftir að upp úr slitnaði í viðræðum í gær. Ekki sér fyrir endann á ótímabundnu verkfalli Eflingar. 27. febrúar 2020 18:48
Segist „að sjálfsögðu“ standa við tilboð sitt Borgarstjóri harmar að ekki hafi gengið hraðar að ná samningum milli Reykjavíkurborgar og Eflingar. 27. febrúar 2020 10:49
Tilboð Reykjavíkurborgar gott ef rétt reynist Framkvæmdastjóri Eflingar sagði að loknum fundi samninganefndanna í gær að ringulreið, seinagangur og ósamkvæmni væri í vinnubrögðum borgarinnar og vísar þá til viðtals borgarstjóra í fjölmiðlum í síðustu viku og orða formanns samninganefndar Reykjavíkurborgar þar sem launatölur og launahækkanir voru lagðar fram. 27. febrúar 2020 19:30
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent