Mjólkursamsalan og Sýn hf. hafa skrifað undir nýjan tveggja árs samning um að bikarkeppnir karla og kvenna í knattspyrnu heiti áfram Mjólkurbikarinn. Bikarkeppnin hét Mjólkurbikarinn á árunum 1986 til 1996 en sneri svo aftur sumarið 2018.
Ari Edwald, forstjóri MS, Guðni Bergsson, formaður KSÍ, og Heiðar Guðjónsson, forstjóri Sýnar, skáluðu í mjólk þegar samningurinn var undirritaður í dag.
Karlalið Víkings og kvennalið Selfoss unnu Mjólkurbikarinn á síðustu leiktíð. Víkingur vann 1-0 sigur á FH í úrslitaleik en Selfossstelpurnar unnu 2-1 sigur á KR í úrslitaleik.
Mjólkurbikar karla hefst 8. apríl næstkomandi en Pepsi Max deildarliðin koma inn í 32 liða úrslitin í lok apríl. Úrslitaleikurinn fer fram á Laugardalsvelli föstudaginn 2. október.
Mjólkurbikar kvenna hefst 29. apríl næstkomandi en Pepsi Max deildarliðin koma inn í 16 liða úrslitin í lok maí. Úrslitaleikurinn fer fram á Laugardalsvelli föstudaginn 28. ágúst.
Hér fyrir neðan má sjá myndir frá undirrtun samningsins í dag.




